
Rafhjól
Re: Rafhjól
Það er nú samt hellings munur að hjóla í Danmörku og á Íslandi, ég er ekki bara að tala um veðrið heldur líka almennt hvernig umhverfið er fyrir hjólreiðar. Jújú það er alveg hægt að láta ýmislegt ganga upp bara spurning um hvað maður nennir að vesenast mikið til að spara. Ég hjólaði t.d. á veturna á ódýra fjallahjólinu mínu í skólann þegar ég var krakki en ég bara nenni því ekki lengur satt best að segja 

-
- /dev/null
- Póstar: 1405
- Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
- Reputation: 103
- Staðsetning: 109 Rvk
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Rafhjól
Henjo skrifaði:Núna veit ég ekki hvort það sé hægt að draga aukna eldhættur á rafhlauaphjólum á þá staðreynd að mörg þeirra eru ódýr. En það sem ég hef séð, þá hef ég einmitt tekið eftir að oftast eru þetta dýrari rafhlaupahjólin sem eru að kveikna í (sjá mynd). Spurning hvort það sé ekki t.d. að notendur hafa breytt hjólunum, fara hraðar og svona, botninn á hjólinu (þar sem rafhlaðan er) verður fyrir hnaski, að auki nota aftermarket hleðslutæki sem eiga hlaða hraðar.
Það er hægt að fá rafhlaupahjól á 55þús hjá mii ( https://mibudin.is/vara/xiaomi-electric ... laupahjol/ ) 300w mótor og hjól sem á að komast 25km on its own, sem ég myndi halda myndi skila sér 50-60km á ebike.
Það þurfa ekki öll ebikes að vera með 700w mótor og komast 120km. Það er líka nice að vera bara með basic hjól, sem væri undir 20kg sem kæmist 30-40km á hleðslu með 250w mótor. Og myndi ekki kosta 500þús.
Mamma mín keypti einmitt eithva noname rafhjól í húsasmiðjunni á 170þús eða eitthvað. 250w mótor. Virkar mjög vel, kemst tugi kílómetra. Hún er mega sátt með það.
Held m.a. vírarnir séu ekki nógu stórir, veit að í einhjólunum sem eru oft á undan í þróun útaf stærð mótorsins miðaðvið smærri hlaupahjólamótora þá fóru þeir að hafa þykkari víra svo þeir bráðni ekki við hærri volt og hraðari hleðslu. Öflugustu Nýju hjólin fyrir langferðir o.s.f. eru t.d. 176V 20A. Með 2 venjulegum chargers eða 1 fast charger.
Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
Áhugamál: Heimspeki, Tölvur, Tækni, Vélbúnaður, Mannlíf, Greiningar, Leikir, Hjólatúrar, Myndbandsgerð, Gervigreind, Kerfisfjölfræði, Framtíð
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Áhugamál: Heimspeki, Tölvur, Tækni, Vélbúnaður, Mannlíf, Greiningar, Leikir, Hjólatúrar, Myndbandsgerð, Gervigreind, Kerfisfjölfræði, Framtíð
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Re: Rafhjól
vixby skrifaði:Það er nú samt hellings munur að hjóla í Danmörku og á Íslandi, ég er ekki bara að tala um veðrið heldur líka almennt hvernig umhverfið er fyrir hjólreiðar. Jújú það er alveg hægt að láta ýmislegt ganga upp bara spurning um hvað maður nennir að vesenast mikið til að spara. Ég hjólaði t.d. á veturna á ódýra fjallahjólinu mínu í skólann þegar ég var krakki en ég bara nenni því ekki lengur satt best að segja
Jam en það er allt að bætast, hjólastígar komnir útum allt. Og síðan er það auðvitað bara hvað hentar hverjum útfrá staðsetningum og svona. Kannski ekki beint hentugt ef maður býr uppí mosó og er að vinna í garðabænum. En fyrir mig t.d, þetta eru fjórir km nánast bein lína, 95% hjólastígur. Þetta er fullkomið. Og síðan ef ég ætla á bílnum þá er ég að fara keyra miklubrautina og kringlumýrabrautina. Seinnipart dags þá er maður bara að bíða á ljósum í oft 15-20min eða meira. Til samanburða þá tekur það mig 15min að hjóla alla leiðina heim.
Síðan er þetta ekki bara uppá að spara pening, bara uppá líkamlega og andlega heilsu.
Og ef maður vill hugsa um umhverfið þá gerði simon clark frábært video sem ég vill gefa shoutout til, fyrir þá sem ekki nena að horfa þá er sýnt að þetta er lang lang lang umhverfisvænasta leiðin til að komast milli staða.
Síðast breytt af Henjo á Fös 14. Mar 2025 15:15, breytt samtals 2 sinnum.
Re: Rafhjól
Henjo skrifaði:Afhverju eru öll þessi rafhjól svona dýr?
með ópratíkasta fídusa eins og vökvabremsur.
Verðin eru alveg glórulaus, en þetta er sama og með skjákortin í dag, sama hversu mikið þetta hækkar í verði þá kaupir fólk þetta og á meðan þetta er keypt þá hækkar bara verðið.
En vökvabremsur eru algjör snilld og myndi ég aldrei kaupa hjól án þess að vera með vökvabremsur.
KristinnK skrifaði:Fyrir rest er ég svo líka sammála því að vökvabremsur séu hræðilegar. Miklu erfiðar að stilla þær en venjulegar bremsur, alltaf eitthvert vesen á þeim
Núna hef ég verið með vökvabremsur á öllum hjólum sem ég hef átt sl. 10 ár. Aldrei lent í veseni. Vökvabremsur eru líka sjálfstillandi, losar caliper (veit ekki hvað íslenska orðið er), það eru 2 skrúfur, tekur í bremsuna og herðir, búið.
Re: Rafhjól
Það vantar fleiri staði til að geyma hjólin sín á höfuðborgarsvæðinu (og utan). Ég vil geta hjólað út í bíó og tími ekki að kaupa mér dýrt hjól ef því getur verið stolið fyrir utan. Er þá bara á ódýrari hjóli. Það þarf einfaldlega að hafa lítin skúr t.d. eða herbergi, sem maður opnar með appi. Og myndavél líka. Leið og þú ert með app er það skráð hver opnar (auðvitað falið með encryption og bara opnað í þjófnaðarmálum).
Síðast breytt af netkaffi á Fös 14. Mar 2025 18:30, breytt samtals 1 sinni.
Re: Rafhjól
netkaffi skrifaði:Það vantar fleiri staði til að geyma hjólin sín á höfuðborgarsvæðinu (og utan). Ég vil geta hjólað út í bíó og tími ekki að kaupa mér dýrt hjól ef því getur verið stolið fyrir utan. Er þá bara á ódýrari hjóli. Það þarf einfaldlega að hafa lítin skúr t.d. eða herbergi, sem maður opnar með appi. Og myndavél líka. Leið og þú ert með app er það skráð hver opnar (auðvitað falið með encryption og bara opnað í þjófnaðarmálum).
Jam, það er merkilegt hvað allar búðir eru með lagalega þörf fyrir að hafa risastór bílastæði en ekki almennilgt pláss til að parka hjóli. Og nei, þetta gamla drasl sem frammdekkið er sett inní er ekki alvöru hjólastæða.
Re: Rafhjól
Endurvekja gamlan þráð núna þegar það er komið sól og sumar (og smá vindur)
Keypti mér fyrir viku húsasmiðjurafhjól = https://www.husa.is/arstidarvorur/reidh ... ilverback/
Og þetta er bara mesta snilld í heimi. Búin að hjóla endalaust í vinnunna fram og til baka, er fljótari á þessu en á bílnum. Og jafnvel í rokinu núna á þriðjudag og miðvikudag, þá hjólar maður bara í mótvind með engu veseni. Mæli með að allir sem hafa áhuga á svona hjólum fari og prufi.
Keypti mér fyrir viku húsasmiðjurafhjól = https://www.husa.is/arstidarvorur/reidh ... ilverback/
Og þetta er bara mesta snilld í heimi. Búin að hjóla endalaust í vinnunna fram og til baka, er fljótari á þessu en á bílnum. Og jafnvel í rokinu núna á þriðjudag og miðvikudag, þá hjólar maður bara í mótvind með engu veseni. Mæli með að allir sem hafa áhuga á svona hjólum fari og prufi.
Re: Rafhjól
Henjo skrifaði:Endurvekja gamlan þráð núna þegar það er komið sól og sumar (og smá vindur)
Keypti mér fyrir viku húsasmiðjurafhjól = https://www.husa.is/arstidarvorur/reidh ... ilverback/
Og þetta er bara mesta snilld í heimi. Búin að hjóla endalaust í vinnunna fram og til baka, er fljótari á þessu en á bílnum. Og jafnvel í rokinu núna á þriðjudag og miðvikudag, þá hjólar maður bara í mótvind með engu veseni. Mæli með að allir sem hafa áhuga á svona hjólum fari og prufi.
Húsasmiðjan eiga mikið lof skilið fyrir að vera með fullkomlega nothæf rafhjól á eðlilegu verði. Sérstaklega þar sem þau eru oft á tilboði, eins og núna á 180 þúsund, þó svo það sé ekki nema 10% afsláttur. Til samanburðar kostar ódýrasta rafmagnshjólið í Erninum 486 þúsund krónur, sem er náttúrulega ekki eðlilegt.
AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580
Re: Rafhjól
KristinnK skrifaði:Henjo skrifaði:Endurvekja gamlan þráð núna þegar það er komið sól og sumar (og smá vindur)
Keypti mér fyrir viku húsasmiðjurafhjól = https://www.husa.is/arstidarvorur/reidh ... ilverback/
Og þetta er bara mesta snilld í heimi. Búin að hjóla endalaust í vinnunna fram og til baka, er fljótari á þessu en á bílnum. Og jafnvel í rokinu núna á þriðjudag og miðvikudag, þá hjólar maður bara í mótvind með engu veseni. Mæli með að allir sem hafa áhuga á svona hjólum fari og prufi.
Húsasmiðjan eiga mikið lof skilið fyrir að vera með fullkomlega nothæf rafhjól á eðlilegu verði. Sérstaklega þar sem þau eru oft á tilboði, eins og núna á 180 þúsund, þó svo það sé ekki nema 10% afsláttur. Til samanburðar kostar ódýrasta rafmagnshjólið í Erninum 486 þúsund krónur, sem er náttúrulega ekki eðlilegt.
Akkúrat, og ef maður fer á síðu framleiðandans á húsasmiðjuhjólinu þá kemur upp 235 þús kr verðmiði á hjóli sem kostar núna í húsasmiðjunni 180þús.
Meðan er "alvöru" hjólabúð eins og t.d. örninn þá kostar FX+ 2 Low 495þús hjá þeim, en 316 þús á heimasíðu framleiðanda (og er reyndar á tilboði núna hjá framleiðanda á 202þús.)
Síðan auðvitað ef maður fer í Örninn þá gaslightað mann að maður eigi að koma með hjólið á 6 mánaða fresti í alhliða þrif, þar sem allt hjólið er tekið í sundur og smurt uppá nýtt. Kostar ekki nema eithver tíuþúsundkalla. (spurði hvort þetta væri útfrá notkun eða bara tíma, þeir sögðu tíma og ég ætti að koma með það í slíka aðgerð jafnvel ef hjólið stæði bara inní bíllskúr ónotað)
Meðan er gaurinn í húsasmiðjunni bara good riddance, hjólaðu varlega.
Re: Rafhjól
KristinnK skrifaði:Henjo skrifaði:Endurvekja gamlan þráð núna þegar það er komið sól og sumar (og smá vindur)
Keypti mér fyrir viku húsasmiðjurafhjól = https://www.husa.is/arstidarvorur/reidh ... ilverback/
Og þetta er bara mesta snilld í heimi. Búin að hjóla endalaust í vinnunna fram og til baka, er fljótari á þessu en á bílnum. Og jafnvel í rokinu núna á þriðjudag og miðvikudag, þá hjólar maður bara í mótvind með engu veseni. Mæli með að allir sem hafa áhuga á svona hjólum fari og prufi.
Húsasmiðjan eiga mikið lof skilið fyrir að vera með fullkomlega nothæf rafhjól á eðlilegu verði. Sérstaklega þar sem þau eru oft á tilboði, eins og núna á 180 þúsund, þó svo það sé ekki nema 10% afsláttur. Til samanburðar kostar ódýrasta rafmagnshjólið í Erninum 486 þúsund krónur, sem er náttúrulega ekki eðlilegt.
Ekki að ég sé að verja verðin hjá þessum hjólreiðabúðum mættu mörg hver vera ca 200 þúsund krónum ódýrari.
En að bera saman húsasmiðjuhjól við t.d Trek, Specialized eða cube hjól
Er það ekki svipað og að bera saman verð muninn á Duster vs BMW.
Maður þarf oft að pæla hverskonar gírar, mótor og þessháttar er að felast í verðmuninum.
Húsasmiðju hjólið er með Shimano Acera sem er eldri týpa af Cues en oftast eru menn að fara í betri gíra eins og Deore eða XT
og Ananda mótor í stað Bosch sem flest af þessum dýru hjólum hafa.
En þetta er samt sem áður flott verð fyrir rafmagnshjól hjá húsasmiðjunni.
-
- spjallið.is
- Póstar: 446
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 151
- Staða: Ótengdur
Re: Rafhjól
stefhauk skrifaði:[
Ekki að ég sé að verja verðin hjá þessum hjólreiðabúðum mættu mörg hver vera ca 200 þúsund krónum ódýrari.
En að bera saman húsasmiðjuhjól við t.d Trek, Specialized eða cube hjól
Er það ekki svipað og að bera saman verð muninn á Duster vs BMW.
Maður þarf oft að pæla hverskonar gírar, mótor og þessháttar er að felast í verðmuninum.
Húsasmiðju hjólið er með Shimano Acera sem er eldri týpa af Cues en oftast eru menn að fara í betri gíra eins og Deore eða XT
og Ananda mótor í stað Bosch sem flest af þessum dýru hjólum hafa.
En þetta er samt sem áður flott verð fyrir rafmagnshjól hjá húsasmiðjunni.
Ódýrasta hjólið í Erninum á 485 þúsund er borgarhjól sem er mjög svipað útbúið eða verr og þetta húsasmiðjuhjól utan við rafbúnaðinn en rafhlaðan er 400Wh á móti 504 Wh
"Sambærileg" hjól í fjallahjólastíl eru á 600 þúsund og upp úr.
Ekki nema svona 3 ár síðan maður gat fengið hardtail hjól með 500Wh rafhlöðunni á svona 350 þúsund.
Verst að kúnnahópurinn er mestmegnis eldra fólk með nóg af peningum.
Re: Rafhjól
stefhauk skrifaði:KristinnK skrifaði:Henjo skrifaði:Endurvekja gamlan þráð núna þegar það er komið sól og sumar (og smá vindur)
Keypti mér fyrir viku húsasmiðjurafhjól = https://www.husa.is/arstidarvorur/reidh ... ilverback/
Og þetta er bara mesta snilld í heimi. Búin að hjóla endalaust í vinnunna fram og til baka, er fljótari á þessu en á bílnum. Og jafnvel í rokinu núna á þriðjudag og miðvikudag, þá hjólar maður bara í mótvind með engu veseni. Mæli með að allir sem hafa áhuga á svona hjólum fari og prufi.
Húsasmiðjan eiga mikið lof skilið fyrir að vera með fullkomlega nothæf rafhjól á eðlilegu verði. Sérstaklega þar sem þau eru oft á tilboði, eins og núna á 180 þúsund, þó svo það sé ekki nema 10% afsláttur. Til samanburðar kostar ódýrasta rafmagnshjólið í Erninum 486 þúsund krónur, sem er náttúrulega ekki eðlilegt.
Ekki að ég sé að verja verðin hjá þessum hjólreiðabúðum mættu mörg hver vera ca 200 þúsund krónum ódýrari.
En að bera saman húsasmiðjuhjól við t.d Trek, Specialized eða cube hjól
Er það ekki svipað og að bera saman verð muninn á Duster vs BMW.
Maður þarf oft að pæla hverskonar gírar, mótor og þessháttar er að felast í verðmuninum.
Húsasmiðju hjólið er með Shimano Acera sem er eldri týpa af Cues en oftast eru menn að fara í betri gíra eins og Deore eða XT
og Ananda mótor í stað Bosch sem flest af þessum dýru hjólum hafa.
En þetta er samt sem áður flott verð fyrir rafmagnshjól hjá húsasmiðjunni.
Nei, ég er alls ekki að upplifa neinn gæði frá Trek hjólinu sem ég keypti fyrir fimm árum. Í raun virkar Húsasmiðjuhjólið vera mun meira quality og mun meira solid. Ég veit ekki mikið um hjól en Shimano er merkt á allskonar dóti á báðum hjólunum. Hefur líka alltaf brakað í stellinu á Trek hjólinu. Þeir í erninum sögðu að sum hjólin væru bara svona. Mun aldrei kaupa Trek aftur.
Re: Rafhjól
topphjol.is er núna með Genius hjólið á útsölu á 150 þús
AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030
Re: Rafhjól
Vitið þið eitthvað til þess að einhverjir bjóða uppá að leigja út festingar á bíla?
Finnst alveg vanta að geta leigt svona búnað. Maður notar þetta svo lítið á ári að manni finnst varla borga sig að kaupa svona á 70 þúsund+ fyrir 2 vikna notkun þegar maður fer út á land á sumrin. just a thought.
Finnst alveg vanta að geta leigt svona búnað. Maður notar þetta svo lítið á ári að manni finnst varla borga sig að kaupa svona á 70 þúsund+ fyrir 2 vikna notkun þegar maður fer út á land á sumrin. just a thought.
-
- spjallið.is
- Póstar: 446
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 151
- Staða: Ótengdur
Re: Rafhjól
stefhauk skrifaði:Vitið þið eitthvað til þess að einhverjir bjóða uppá að leigja út festingar á bíla?
Finnst alveg vanta að geta leigt svona búnað. Maður notar þetta svo lítið á ári að manni finnst varla borga sig að kaupa svona á 70 þúsund+ fyrir 2 vikna notkun þegar maður fer út á land á sumrin. just a thought.
https://www.hekla.is/is/vefverslun/auka ... l-max-45kg´
Ódýrasta sem ég hef séð. Kann að vera að það henti þér ekki.
Re: Rafhjól
rostungurinn77 skrifaði:stefhauk skrifaði:Vitið þið eitthvað til þess að einhverjir bjóða uppá að leigja út festingar á bíla?
Finnst alveg vanta að geta leigt svona búnað. Maður notar þetta svo lítið á ári að manni finnst varla borga sig að kaupa svona á 70 þúsund+ fyrir 2 vikna notkun þegar maður fer út á land á sumrin. just a thought.
https://www.hekla.is/is/vefverslun/auka ... l-max-45kg´
Ódýrasta sem ég hef séð. Kann að vera að það henti þér ekki.
Verst að ég er ekki með krók á mínum bíl annars flott verð en dytti líklegast í 100þúsund+ að fara setja krók undir bílinn

Re: Rafhjól
rostungurinn77 skrifaði:stefhauk skrifaði:[
Ekki að ég sé að verja verðin hjá þessum hjólreiðabúðum mættu mörg hver vera ca 200 þúsund krónum ódýrari.
En að bera saman húsasmiðjuhjól við t.d Trek, Specialized eða cube hjól
Er það ekki svipað og að bera saman verð muninn á Duster vs BMW.
Maður þarf oft að pæla hverskonar gírar, mótor og þessháttar er að felast í verðmuninum.
Húsasmiðju hjólið er með Shimano Acera sem er eldri týpa af Cues en oftast eru menn að fara í betri gíra eins og Deore eða XT
og Ananda mótor í stað Bosch sem flest af þessum dýru hjólum hafa.
En þetta er samt sem áður flott verð fyrir rafmagnshjól hjá húsasmiðjunni.
Ódýrasta hjólið í Erninum á 485 þúsund er borgarhjól sem er mjög svipað útbúið eða verr og þetta húsasmiðjuhjól utan við rafbúnaðinn en rafhlaðan er 400Wh á móti 504 Wh
"Sambærileg" hjól í fjallahjólastíl eru á 600 þúsund og upp úr.
Ekki nema svona 3 ár síðan maður gat fengið hardtail hjól með 500Wh rafhlöðunni á svona 350 þúsund.
Verst að kúnnahópurinn er mestmegnis eldra fólk með nóg af peningum.
Fyrir 3 árum fékkstu líka VSK felldan niður af rafmagnshjólum, svo er verðbólgan búin að hækka allt um amk 25% á síðustu 3 árum.
Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - AMD 7900XTX
-
- spjallið.is
- Póstar: 446
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 151
- Staða: Ótengdur
Re: Rafhjól
Baldurmar skrifaði:rostungurinn77 skrifaði:stefhauk skrifaði:[
Ekki að ég sé að verja verðin hjá þessum hjólreiðabúðum mættu mörg hver vera ca 200 þúsund krónum ódýrari.
En að bera saman húsasmiðjuhjól við t.d Trek, Specialized eða cube hjól
Er það ekki svipað og að bera saman verð muninn á Duster vs BMW.
Maður þarf oft að pæla hverskonar gírar, mótor og þessháttar er að felast í verðmuninum.
Húsasmiðju hjólið er með Shimano Acera sem er eldri týpa af Cues en oftast eru menn að fara í betri gíra eins og Deore eða XT
og Ananda mótor í stað Bosch sem flest af þessum dýru hjólum hafa.
En þetta er samt sem áður flott verð fyrir rafmagnshjól hjá húsasmiðjunni.
Ódýrasta hjólið í Erninum á 485 þúsund er borgarhjól sem er mjög svipað útbúið eða verr og þetta húsasmiðjuhjól utan við rafbúnaðinn en rafhlaðan er 400Wh á móti 504 Wh
"Sambærileg" hjól í fjallahjólastíl eru á 600 þúsund og upp úr.
Ekki nema svona 3 ár síðan maður gat fengið hardtail hjól með 500Wh rafhlöðunni á svona 350 þúsund.
Verst að kúnnahópurinn er mestmegnis eldra fólk með nóg af peningum.
Fyrir 3 árum fékkstu líka VSK felldan niður af rafmagnshjólum, svo er verðbólgan búin að hækka allt um amk 25% á síðustu 3 árum.
Húsasmiðjuhjólið er líka vsk skylt sem gerir/gerði verðið á því mun meira heillandi miðað við hin hjólin.
Myndi allan daginn mæla með þessu fyrir þetta verð frekar en nýju hjóli m.v. innanbæjarnotkun.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 321
- Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
- Reputation: 60
- Staða: Ótengdur
Re: Rafhjól
Mæli með að skoða Cargo rafhjól, gæti verið að þau hafi miðjudrifs mótor með hærra togi eins og t.d. Ananda M100 mótorinn hefur 130 Nm tog:
https://www.ananda-drive.com/products/motor-m100/
maður getur basically verið á 30 km/klst hraða upp brattar brekkur án þess að þreytast.
https://www.ananda-drive.com/products/motor-m100/
maður getur basically verið á 30 km/klst hraða upp brattar brekkur án þess að þreytast.
Re: Rafhjól
Trihard skrifaði:Mæli með að skoða Cargo rafhjól, gæti verið að þau hafi miðjudrifs mótor með hærra togi eins og t.d. Ananda M100 mótorinn hefur 130 Nm tog:
https://www.ananda-drive.com/products/motor-m100/
maður getur basically verið á 30 km/klst hraða upp brattar brekkur án þess að þreytast.
Hvernig er það samt með keðjuna? hef heyrt að ef maður er með miðjumótor þá dugar keðjan ekki eins lengi því allt togið fer í gegnum hana.
Og verður ekki rafhlöðuending fyrir álagi með svona öflugan mótor?
Síðast breytt af Henjo á Þri 08. Júl 2025 17:19, breytt samtals 1 sinni.
-
- spjallið.is
- Póstar: 446
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 151
- Staða: Ótengdur
Re: Rafhjól
Augljósasta ástæðan fyrir því að keðjurnar endast skemur á miðmótorhjólum er sú ,að fyrir utan að allt átakið þarf að fara í gegnum keðjuna, þá er fólk almennt í of háum gír og túrbóinu.
En það sem slítur keðjum samt hraðast eru óhreinindi. Þannig að keðja sem er sósuð í feiti og sandi tætist hratt upp óháð því á hvernig hjóli keðjan er.
En það sem slítur keðjum samt hraðast eru óhreinindi. Þannig að keðja sem er sósuð í feiti og sandi tætist hratt upp óháð því á hvernig hjóli keðjan er.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 321
- Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
- Reputation: 60
- Staða: Ótengdur
Re: Rafhjól
Henjo skrifaði:Trihard skrifaði:Mæli með að skoða Cargo rafhjól, gæti verið að þau hafi miðjudrifs mótor með hærra togi eins og t.d. Ananda M100 mótorinn hefur 130 Nm tog:
https://www.ananda-drive.com/products/motor-m100/
maður getur basically verið á 30 km/klst hraða upp brattar brekkur án þess að þreytast.
Hvernig er það samt með keðjuna? hef heyrt að ef maður er með miðjumótor þá dugar keðjan ekki eins lengi því allt togið fer í gegnum hana.
Og verður ekki rafhlöðuending fyrir álagi með svona öflugan mótor?
Já maður þarf sérstaklega að passa sig að vera ekki í hæsta stuðningnum þegar maður er að starta frá 0 hraða þar sem ég held að það myndist toppálag á keðjuna við það. Ég hef slitið eina keðju við einmitt það að vera í hæsta stuðningnum á sama tíma þegar ég reyndi að hjóla upp bratta brekku, sem betur fer hefur mér ekki tekist að slíta seinni keðjuna en þetta á að vera nákvæmlega eins keðja

Re: Rafhjól
Trihard skrifaði:Henjo skrifaði:Trihard skrifaði:Mæli með að skoða Cargo rafhjól, gæti verið að þau hafi miðjudrifs mótor með hærra togi eins og t.d. Ananda M100 mótorinn hefur 130 Nm tog:
https://www.ananda-drive.com/products/motor-m100/
maður getur basically verið á 30 km/klst hraða upp brattar brekkur án þess að þreytast.
Hvernig er það samt með keðjuna? hef heyrt að ef maður er með miðjumótor þá dugar keðjan ekki eins lengi því allt togið fer í gegnum hana.
Og verður ekki rafhlöðuending fyrir álagi með svona öflugan mótor?
Já maður þarf sérstaklega að passa sig að vera ekki í hæsta stuðningnum þegar maður er að starta frá 0 hraða þar sem ég held að það myndist toppálag á keðjuna við það. Ég hef slitið eina keðju við einmitt það að vera í hæsta stuðningnum á sama tíma þegar ég reyndi að hjóla upp bratta brekku, sem betur fer hefur mér ekki tekist að slíta seinni keðjuna en þetta á að vera nákvæmlega eins keðja
Heppinn ég, keypti rafhjól fyrir uþb mánuði og hálfum. Nenni sjaldan að vera skipta um gír og fer af stað í frekar þungum gír. Ekki miðjumótor heldur er hann í afturdekkinu.
Með svona commuter hjól, þá veltur maður fyrir sér hvort belti sé ekki bara sniðugast. Maður er að sjá að þau geta dugað tugi þúsunda km. En á sama tíma, ef mótorinn er í dekkinu en ekki miðjunni, ætti keðjan ekki að duga lengur en í venjulegu hjóli? þegar maður fer t.d. upp brekkur þá er meirhlutin af toginu ekki að fara í gegnum keðjuna heldur frá mótorinum sem er í dekkinu.
Re: Rafhjól
Henjo skrifaði:Með svona commuter hjól, þá veltur maður fyrir sér hvort belti sé ekki bara sniðugast. Maður er að sjá að þau geta dugað tugi þúsunda km. En á sama tíma, ef mótorinn er í dekkinu en ekki miðjunni, ætti keðjan ekki að duga lengur en í venjulegu hjóli? þegar maður fer t.d. upp brekkur þá er meirhlutin af toginu ekki að fara í gegnum keðjuna heldur frá mótorinum sem er í dekkinu.
Það er rétt að með miðjumótór getur maður sett meira álag á keðjuna en á venjulegu hjóli og með hub-mótór gæti maður sett minna álag á keðjuna en á mótórlausu hjóli ef þú ferð varlega. Það sem oft gerist samt er að maður stígur nú samt þyngdina sína á pedalana þegar tekið er af stað og ég held að það sé líklega mesta álagið sem keðjan verður fyrir.
Belti hefur marga kosti, ég er kominn um 4000km á mínu belta gírlausa commuter hjóli og hef aldrei þurft að smyrja, stilla, hreinsa (fyrir utan þegar ég skola hjólið annað slagið) eða laga. Ekkert olíufar á buxnaskálmum og engin stopp til að koma keðju aftur upp á tannhjólin. Það eru samt margir ókostir:
* Gates Carbon Drive er með patent og ég hef aldrei séð hjólabelti frá öðru fyrirtæki
* Beltið getur ekki hoppað milli tannhjóla og gírar eru ekki í boði nema a) gírkassi í miðju eins og Pinion $$$ b) Gírahub í hjólinu eins og Shimano Nexus $$. Fyrra hjólið mitt var með keðju, en Shimano nexus gírahöbb og það var mjög næs.
* Ekki jafn skilvirkt að koma aflinu til skila og keðja (mér finnst það eiga ekki við á rafhjóli)
* Hjólagrindin þarf að geta stillt spennuna á beltinu og oftast er það gert með því að hægt er að færa afturhjólið til aðeins fram eða aftur.
AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030