Málið er að mig langar til þess að taka dáldið til í myndasafninu eða réttara sagt búa til annað myndasafn sem inniheldur bara þær skrár sem hafa verið framkallaðar í JPG.
Þegar ég framkalla RAW þá sett ég JPG skrána í sér undirmöppu. Dæmi: RAW-myndir>JPG-unnar
Nú langar mig til þess að afrita bara RAW skrárnar sem eiga til unnar myndir í undirmöppunni en sleppa öllum hinum, er þetta hægt með einhverju forriti? Ég hef verið að nota Easy Robocopy til að gera backup hingað til.
Afrita bara RAW skrár sem hafa framkallað JPG
-
- spjallið.is
- Póstar: 446
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 151
- Staða: Ótengdur
Re: Afrita bara RAW skrár sem hafa framkallað JPG
Þú getur mögulega beðið gervigreindina um að sjóða saman handa þér skriftu til að keyra í powershell.
Þetta hljómar það sértækt að skrifta er líklegast eini kosturinn
Þetta hljómar það sértækt að skrifta er líklegast eini kosturinn
-
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 918
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 111
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Afrita bara RAW skrár sem hafa framkallað JPG
Wow, ég náði að búa til python skrá eftir spjall við ChatGPT sem allavega eftir test á litlum bút virðist virka fullkomlega fyrir það sem mig langaði til að gera. En hvort það virki að fara í gegnum næstum 10tb af myndaalbúmi á eftir að koma í ljós. 
