Kongurinn skrifaði:
Gleraugun komu í gær og jú sé vel með þeim en á sama tíma þegar ég hreyfi hausinn eða horfi í kringum mig þá finnst mér ég verða ringlaður og einsog allt sé á hreyfingu, mögulega smá svona fisheye dæmi. Annaðhvort er þetta bara eftir að hafa einungis notað linsur og ég þarf að venjast gleraugunum, eða hvort t.d PD sé vitlaust eða eitthvað svoleiðis.
Nú er ég ekki sérfræðingur í þessu en ég átti einu sinni samtal við einstakling með sjónskekkju sem hafði ekki verið leiðrétt. Viðkomandi lýsti því fyrir mér hversu mikill léttir það hefði verið fyrir hann þegar sjónskekkjan var leiðrétt með góðu gleri.
Hljómar eins og þú sért að gera sjálfum þér eitthvað sem er ekkert voðalega sniðugt.
En hvað veit ég.