Ábending - Ekki kaupa RTX 5080 á 300.000


Höfundur
khf
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fös 14. Apr 2017 19:58
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Ábending - Ekki kaupa RTX 5080 á 300.000

Pósturaf khf » Þri 04. Mar 2025 14:07

Vildi benda á þá græðgi sem nú er í gangi vaðrandi þessi kort bæði erlendis en sérlega hér heima.

Er að sjá þessi 5080 kort á fáráðnlegum verðum miðað við hversu litla uppfærslu þau eru að sýna yfir 4080 super. Að meðaltali rétt um 12% uplift sem er bara alls ekki ásættanlegt og alls ekki þess virði miðað við verð per frame. Að meðaltali hafa X080 kortin verið meira en 40% hraðari per kynslóð (generation). Og þó Nvidia hafi lækkað viðmiðsverðið um 200 dollara er samt sem áður langt því frá að þessi kort séu peningana virði.

Nvidia setti þessi 5080 kort á 1000 dollara MSRP (manufacturer's suggested retail price) Það gerir um 140.000 krónur Íslenskar.

Núverandi verð sem sjá má kringum 300.000 er TVÖFALT MSRP eða vel yfir 2000 USD. Svo jafnvel 250.000 er allt of mikið fyrir þessi kort. Betra að skoða þá 5070ti eða sjá hvernig nýju kortin frá AMD koma út.

Það er dapurlegt að sjá markaðsöflin ganga þetta langt í græðginni og eina leiðin til að stöðva svona lagað er að kaupa alls ekkert á þessum verðum. Betra að bíða og jafnvel sleppa algjörlega 5000 kortunum ef þetta verður verðlagning hér heima.
Síðast breytt af khf á Þri 04. Mar 2025 14:17, breytt samtals 2 sinnum.




emil40
Kerfisstjóri
Póstar: 1208
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 169
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Re: Ábending - Ekki kaupa RTX 5080 á 300.000

Pósturaf emil40 » Þri 04. Mar 2025 14:18

Algengt verð á þessum kortum hérna er 270 - 290þ, nema að tölvulistinn og tölvutek eru með þau á 230þ. Það er himinn og haf á milli 5080 og 5090 þannig að ég sé ekki eftir krónu af þessum 200þ sem 5090 kostar meira. Ég fékk mitt í gær og það er sko draumur !!!


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Palit GeForce RTX 5090 GameRock 32GB | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2712
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 506
Staða: Ótengdur

Re: Ábending - Ekki kaupa RTX 5080 á 300.000

Pósturaf Moldvarpan » Mið 05. Mar 2025 08:55

khf skrifaði:Vildi benda á þá græðgi sem nú er í gangi vaðrandi þessi kort bæði erlendis en sérlega hér heima.

Er að sjá þessi 5080 kort á fáráðnlegum verðum miðað við hversu litla uppfærslu þau eru að sýna yfir 4080 super. Að meðaltali rétt um 12% uplift sem er bara alls ekki ásættanlegt og alls ekki þess virði miðað við verð per frame. Að meðaltali hafa X080 kortin verið meira en 40% hraðari per kynslóð (generation). Og þó Nvidia hafi lækkað viðmiðsverðið um 200 dollara er samt sem áður langt því frá að þessi kort séu peningana virði.

Nvidia setti þessi 5080 kort á 1000 dollara MSRP (manufacturer's suggested retail price) Það gerir um 140.000 krónur Íslenskar.

Núverandi verð sem sjá má kringum 300.000 er TVÖFALT MSRP eða vel yfir 2000 USD. Svo jafnvel 250.000 er allt of mikið fyrir þessi kort. Betra að skoða þá 5070ti eða sjá hvernig nýju kortin frá AMD koma út.

Það er dapurlegt að sjá markaðsöflin ganga þetta langt í græðginni og eina leiðin til að stöðva svona lagað er að kaupa alls ekkert á þessum verðum. Betra að bíða og jafnvel sleppa algjörlega 5000 kortunum ef þetta verður verðlagning hér heima.


Mér finnst lélegt að kenna verslunum hérna heima um verðið.

5080 Astral kostar 2375 dollara á Amazon og það er fyrir utan sendingarkostnað og vsk.

Miðað við það, þá eru þetta mjög fín verð miðað við markaðinn eins og hann er núna.

En ég hefði viljað sjá 5080 kortin nær 200k en þetta er raunveruleikinn, verð eiga bara eftir að hækka á næstunni með Trump sem forseta.




Höfundur
khf
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fös 14. Apr 2017 19:58
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Ábending - Ekki kaupa RTX 5080 á 300.000

Pósturaf khf » Mið 05. Mar 2025 10:30

Moldvarpan skrifaði:En ég hefði viljað sjá 5080 kortin nær 200k en þetta er raunveruleikinn, verð eiga bara eftir að hækka á næstunni með Trump sem forseta.


Þetta er það sem markaðurinn vill að þú trúir. Sasnnleikurinn er sá að ENGINN hefur í raun neitt við þessi kort að gera - sérstaklega 5080 kortin sem eru með 16gb Vram, alveg eins og 5070ti. Nokkrir rammar skipta engu máli - sérlega þegar hver rammir er farinn að kosta 10 þúsund kalla.

Verðin núna ráðast af því að Nvidia hætti framleiðslu á mörgum 4000 kortunum til að þurrka upp markaðinn og búa til eftirspurn - einfaldlega vegna þess að þessi 5000 kort eru í raun engin uppfærsla. Og alls engin kynslóðaskipti í raun og veru. Engin heilvita maður með 4080 eða 4080 super fer að kaupa þessi 5080 kort með 12% uplift.

High end GPUs eru í raun eitt af því síðasta sem venjulegt fólk þarf á að halda þegar lífsnauðsynlegar vörur svo sem matur, fatnaður, eldsneyti og farartæki gætu hækkað nú vegna breyttra markaða og tollastríðs. Við skulum samt alveg hafa það á hreinu að verndartollar í Bandaríkjunum hafa lítið sem ekkert með verð á skjákortum hér á Íslandi að gera. Söluaðilar vildu örugglega glaðir koma þeirri mýtu af stað svo þeir gætu hækka kortin um önnur 25%. En það er enn og aftur bara græðgi.

Skjákort eiga eftir að lækka þegar byrgðir aukast. Að reyna að halda þvi fram að sjákort eigi enn eftir að hækka byggir ekki á neinum raunveruleika um raunverulegt VIRÐI vörunnar miðað við framleiðsluverð. Enginn sem ekki nauðsynlega þarf að kaupa sér sjákort núna - ætti einu sinni að vera að íhuga þessi kort á þessum verðum. Því það er bara verið að ýta undir græðgina hjá milliliðunum eins og er. Þar með talið íslenskum söluaðilum.
Síðast breytt af khf á Mið 05. Mar 2025 10:32, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1583
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 54
Staðsetning: Breiðholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ábending - Ekki kaupa RTX 5080 á 300.000

Pósturaf Benzmann » Mið 05. Mar 2025 11:42

Ég fékk Asus RTX 5080 Astral í gær
borgaði um 300þús fyrir það, sé ekkert eftir því

Ég var með 3080 fyrir, sem var ekki að duga mér lengur í þá notkun sem ég nota kortið í.
Hefði ég verið með 4080 eða 4090 kort fyrir, þá hefði ég sleppt því að uppfæra

Þú segir
"Sasnnleikurinn er sá að ENGINN hefur í raun neitt við þessi kort að gera - sérstaklega 5080 kortin sem eru með 16gb Vram, "

Þetta er einfaldlega bara ekki rétt

Þetta kort hentar mér mjög vel t.d fyrir Eve Online, Ég spila með 6 Eve Clienta í gangi á sama tíma í 5120x1440 upplausn og vill hafa þokkalega grafík og performance
Þetta er eitthvað sem gamla 3080 kortið mitt var farið að struggla við.


En fyrir einhvern random Fortnite gamer að spila í 1080p þá væri 5080 kort ferkar mikið overkill.


CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus RTX 5080 Astral OC 16gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM1000x 1000W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 1x Samsung 990Pro 4Tb (OS)1x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2712
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 506
Staða: Ótengdur

Re: Ábending - Ekki kaupa RTX 5080 á 300.000

Pósturaf Moldvarpan » Mið 05. Mar 2025 12:05

Benzmann skrifaði:Ég fékk Asus RTX 5080 Astral í gær
borgaði um 300þús fyrir það, sé ekkert eftir því

Ég var með 3080 fyrir, sem var ekki að duga mér lengur í þá notkun sem ég nota kortið í.
Hefði ég verið með 4080 eða 4090 kort fyrir, þá hefði ég sleppt því að uppfæra

Þú segir
"Sasnnleikurinn er sá að ENGINN hefur í raun neitt við þessi kort að gera - sérstaklega 5080 kortin sem eru með 16gb Vram, "

Þetta er einfaldlega bara ekki rétt

Þetta kort hentar mér mjög vel t.d fyrir Eve Online, Ég spila með 6 Eve Clienta í gangi á sama tíma í 5120x1440 upplausn og vill hafa þokkalega grafík og performance
Þetta er eitthvað sem gamla 3080 kortið mitt var farið að struggla við.


En fyrir einhvern random Fortnite gamer að spila í 1080p þá væri 5080 kort ferkar mikið overkill.


Algjörlega, þetta eru þröngsýn hugsun hjá OP.

Ég hafði hugsað mér að kaupa 5080, en var svo lánsamur að verða boðið 4090 Strix kort rétt áður en 50 serían kom út.

Msrp kortin eru svo gott sem illfáanleg og því ekki hægt að miða við eh sem fæst ekki.




Höfundur
khf
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fös 14. Apr 2017 19:58
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Ábending - Ekki kaupa RTX 5080 á 300.000

Pósturaf khf » Mið 05. Mar 2025 12:06

Benzmann skrifaði:Ég fékk Asus RTX 5080 Astral í gær
borgaði um 300þús fyrir það, sé ekkert eftir því

Ég var með 3080 fyrir, sem var ekki að duga mér lengur í þá notkun sem ég nota kortið í.
Hefði ég verið með 4080 eða 4090 kort fyrir, þá hefði ég sleppt því að uppfæra

Þú segir
"Sasnnleikurinn er sá að ENGINN hefur í raun neitt við þessi kort að gera - sérstaklega 5080 kortin sem eru með 16gb Vram, "

Þetta er einfaldlega bara ekki rétt

Þetta kort hentar mér mjög vel t.d fyrir Eve Online, Ég spila með 6 Eve Clienta í gangi á sama tíma í 5120x1440 upplausn og vill hafa þokkalega grafík og performance
Þetta er eitthvað sem gamla 3080 kortið mitt var farið að struggla við.


En fyrir einhvern random Fortnite gamer að spila í 1080p þá væri 5080 kort ferkar mikið overkill.


Í þínu tilfelli hefði 5070ti gert sama gagn. Og 9070 kortin frá AMD eru í þeim flokki líka.

Held þú misskiljir algjörlega hvað ég átti við - Ekkert í EVE online breyttist í gær sem varð til þess að þú þurftir að eyða 300.000 í nýtt skjákort. Það var þín ákvörðun og þetta eru þínir peningar. Ég er sjálfur með 3080ti og eina ástæðan til að uppfæra er VRAM upp í 16gb. Hægt að spara sér góðan pening með að fara í 5070ti, 9070 eða 9070tx. Öll kort með 16gb VRAM og gera sama gagn í flestum tilfellum. Dettur ekki í hug að snerta þessi 5000 kort á þessu verði með þessa velþekktu annmarka (ROBs og hitavandamál). Þolinmæðir þrautir vinnur allar. Sjáum hvað Nvidia gerir með 5080ti á næsta ári.



Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1583
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 54
Staðsetning: Breiðholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ábending - Ekki kaupa RTX 5080 á 300.000

Pósturaf Benzmann » Mið 05. Mar 2025 12:27

khf skrifaði:
Benzmann skrifaði:Ég fékk Asus RTX 5080 Astral í gær
borgaði um 300þús fyrir það, sé ekkert eftir því

Ég var með 3080 fyrir, sem var ekki að duga mér lengur í þá notkun sem ég nota kortið í.
Hefði ég verið með 4080 eða 4090 kort fyrir, þá hefði ég sleppt því að uppfæra

Þú segir
"Sasnnleikurinn er sá að ENGINN hefur í raun neitt við þessi kort að gera - sérstaklega 5080 kortin sem eru með 16gb Vram, "

Þetta er einfaldlega bara ekki rétt

Þetta kort hentar mér mjög vel t.d fyrir Eve Online, Ég spila með 6 Eve Clienta í gangi á sama tíma í 5120x1440 upplausn og vill hafa þokkalega grafík og performance
Þetta er eitthvað sem gamla 3080 kortið mitt var farið að struggla við.


En fyrir einhvern random Fortnite gamer að spila í 1080p þá væri 5080 kort ferkar mikið overkill.


Í þínu tilfelli hefði 5070ti gert sama gagn. Og 9070 kortin frá AMD eru í þeim flokki líka.

Held þú misskiljir algjörlega hvað ég átti við - Ekkert í EVE online breyttist í gær sem varð til þess að þú þurftir að eyða 300.000 í nýtt skjákort. Það var þín ákvörðun og þetta eru þínir peningar. Ég er sjálfur með 3080ti og eina ástæðan til að uppfæra er VRAM upp í 16gb. Hægt að spara sér góðan pening með að fara í 5070ti, 9070 eða 9070tx. Öll kort með 16gb VRAM og gera sama gagn í flestum tilfellum. Dettur ekki í hug að snerta þessi 5000 kort á þessu verði með þessa velþekktu annmarka (ROBs og hitavandamál). Þolinmæðir þrautir vinnur allar. Sjáum hvað Nvidia gerir með 5080ti á næsta ári.


Ég stórefa að 5070ti muni gera eitthvað meira fyrir mig en 5080
Ég er ekki að uppfæra skjákortið mitt í hvert skipti þegar nýtt kort kemur út.

5080 kortið er að performa mjög vel með 6 Eve Clienta í gangi á sama tíma, ef ég væri að keyra 10+ clienta í gangi á sama tíma þá hefði ég farið í Asus 5090 Astral

En þetta kort mun endast mér í nokkur ár, býst við að ég muni uppfæra næst þegar RTX 7000 línan kemur eftir nokkur ár.

Ég sé 5070ti sem fínt budget kort, hentar eflaust vel í flest, en hef enga trú á því að ég geti keyrt 6+ Eve Clienta á því í góðri grafík og með góðu performanci, þyrfti eflaust að stilla grafíkina í Potato mode til að runna 6+ Eve Clienta.

AMD eru alveg með þokkalega góð kort, high end kortin þeirra gætu eflaust dugað mér líka.
En síðustu ár hef ég verið sáttur með Nvidia og þeirra kort og ég ákvað að halda mig við þá, nýja 5080 kortið sem ég fékk mér er laus við alla þessa galla sem fólk er að tala um á netinu.

En já, Ég er fullorðinn einstaklingur og ræð hvað ég geri við mína peninga


CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus RTX 5080 Astral OC 16gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM1000x 1000W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 1x Samsung 990Pro 4Tb (OS)1x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit


Höfundur
khf
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fös 14. Apr 2017 19:58
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Ábending - Ekki kaupa RTX 5080 á 300.000

Pósturaf khf » Mið 05. Mar 2025 13:01

Einmitt :) Ég ætla ekki að kaupa 5080 nema þeir komi með 20-24 gb 5080ti kort. Annars er lítil sem engin ástæða að eyða aukalega í þessi kort. 5070ti á eftir að endast jafnt og því engin ástæða til að fara hærra eins og er. Skulum líka fara varlega í að tala um "budget" kort núna þegar í raun engin kort eru á því verði sem flestir eru að jafnaði að eyða í skjákort. ;) Það á eftir að lagast þegar fjær dregur frá útgáfu kortanna. Og jafnframt verða þau uppfært til að bæta vankanta og vandamál. Önnur ástæða til að bíða með að fjárfesta á þessum tíma í nýjum kortum ;)
Síðast breytt af khf á Mið 05. Mar 2025 13:02, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Templar
/dev/null
Póstar: 1381
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 447
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ábending - Ekki kaupa RTX 5080 á 300.000

Pósturaf Templar » Mið 05. Mar 2025 13:02

Ábending 5090 rúlar.


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - DDR8600 - 5090 - ||


Gurka29
Fiktari
Póstar: 68
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 17:32
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Ábending - Ekki kaupa RTX 5080 á 300.000

Pósturaf Gurka29 » Mið 05. Mar 2025 13:41

Þetta ástand á skjákorta markaðnum er hætt að vera fyndið og er í raun orðið óþolandi. Ekki neitt til og ef eitthvað er til þá eru það ódýrustu kortin sem enginn vill á uppsprengdu verði.

5080 er 378 mm² die að stærð pínu lítið 3080 er 628 mm² og verðið er 270-300 þúsund á Íslandi. Nvidia er að taka alla í rassgatið 5080 ætti að vera miklu öflugra en þeir eru viljandi að gelda kortið til þess að uppselja 5090 " The more you buy, the more u save" og allt það.

Vona bara að þeir komi með 5080ti 24gb neglu sem myndi brúa bilið milli þessara korta.


i9 13900k - Asus strix z790-E - 4080 Gamerock - G.skill Trident z5 32gb Ddr5 6400 cl32 - Asus ROG Strix 1000w Platinum.
Skjár: Asus xg27aqdmg OLED 240hz.

Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1583
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 54
Staðsetning: Breiðholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ábending - Ekki kaupa RTX 5080 á 300.000

Pósturaf Benzmann » Mið 05. Mar 2025 13:46

khf skrifaði:Einmitt :) Ég ætla ekki að kaupa 5080 nema þeir komi með 20-24 gb 5080ti kort. Annars er lítil sem engin ástæða að eyða aukalega í þessi kort. 5070ti á eftir að endast jafnt og því engin ástæða til að fara hærra eins og er. Skulum líka fara varlega í að tala um "budget" kort núna þegar í raun engin kort eru á því verði sem flestir eru að jafnaði að eyða í skjákort. ;) Það á eftir að lagast þegar fjær dregur frá útgáfu kortanna. Og jafnframt verða þau uppfært til að bæta vankanta og vandamál. Önnur ástæða til að bíða með að fjárfesta á þessum tíma í nýjum kortum ;)


Ég er sammála þér þar, ég var að vonast til að 5080 væri með 20gb+ RAM
Það er það sem hefði gert 3080 kortið mitt betra

En fyrir mér, þá bætir 5080 kortið það upp fyrir að vera með 16gb GDDR7 vs 10gb GDDR6X sem ég var með áður.
og 5080 kortið er með 30 Gbps í memory speed vs 19 Gbps í memory speed

Ég var einnig að vonast til þess að 5080 væri með hærra Memory Interface Speed en 256
Gamla 3080 kortið var með 320

Ég keypti gamla RTX 3080 kortið mitt nýtt á sýnum tíma á 200-230þús, í október 2020, það er búið að endast mér vel
Vonandi mun 5080 kortið endast mér jafnlengi.


CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus RTX 5080 Astral OC 16gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM1000x 1000W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 1x Samsung 990Pro 4Tb (OS)1x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2712
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 506
Staða: Ótengdur

Re: Ábending - Ekki kaupa RTX 5080 á 300.000

Pósturaf Moldvarpan » Mið 05. Mar 2025 15:19

khf skrifaði:Einmitt :) Ég ætla ekki að kaupa 5080 nema þeir komi með 20-24 gb 5080ti kort. Annars er lítil sem engin ástæða að eyða aukalega í þessi kort. 5070ti á eftir að endast jafnt og því engin ástæða til að fara hærra eins og er. Skulum líka fara varlega í að tala um "budget" kort núna þegar í raun engin kort eru á því verði sem flestir eru að jafnaði að eyða í skjákort. ;) Það á eftir að lagast þegar fjær dregur frá útgáfu kortanna. Og jafnframt verða þau uppfært til að bæta vankanta og vandamál. Önnur ástæða til að bíða með að fjárfesta á þessum tíma í nýjum kortum ;)


Kort á MSRP verði munu ekki fást á Íslandi 2025. Það er mín spá. 5080 kortin munu vera á bilinu 260-300k.

Ég tel það ólíklegt að 5080 Ti kort verði að veruleika, og 20-24GB útgáfa er ekki að fara gerast.

5080 Ti væri basicly 4090 kort í performance. Þá mun salan á 5090 dragast saman, sem er big no no fyrir nVidia.

Þetta eru verðin sem koma skal.




liquidswords
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Þri 17. Apr 2018 17:39
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ábending - Ekki kaupa RTX 5080 á 300.000

Pósturaf liquidswords » Mið 05. Mar 2025 15:28

Er búnað vera að leita að almennilegu 4k korti á góðu verði. 4080 super poppaði upp hérna á vaktinni um daginn og eina sem ég veit er að það fór á meira en 162þ. 5070 ti kortið fæst nýtt í Kísildal (fingers crossed að það verði in stock fljótlega) á 175þ. Þannig allavega miðað við stöðuna sem virðist vera á notaða markaðnum þá finnst mér vel sloppið að geta fengið nýtt 5070 ti á þessu verði. En verðmiðinn á 5080 og ofar er kannski annað mál.




Höfundur
khf
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fös 14. Apr 2017 19:58
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Ábending - Ekki kaupa RTX 5080 á 300.000

Pósturaf khf » Mið 05. Mar 2025 16:23

Moldvarpan skrifaði:
Kort á MSRP verði munu ekki fást á Íslandi 2025. Það er mín spá. 5080 kortin munu vera á bilinu 260-300k.

Ég tel það ólíklegt að 5080 Ti kort verði að veruleika, og 20-24GB útgáfa er ekki að fara gerast.

5080 Ti væri basicly 4090 kort í performance. Þá mun salan á 5090 dragast saman, sem er big no no fyrir nVidia.

Þetta eru verðin sem koma skal.


Nvidia hefur alltaf komið með ti útgáfu af x080 skjákortum. Þau koma yfirleitt um ári síðar. Og oftast með meira VRAM en upprunalega útgáfan. 4000 serian kom með super útgáfu í stað ti í 80. Betri afköst á lægra verði í það skiptið. Enda var MSRP miðað við afköst fáráðnlegt á 4080 í upphafi.

Ísland hefur aldrei verið nálægt MSRP þegar kemur að tölvuvörum. En það er mikill munur á að vera með tvöfallt hærra verð miðað við MSRP eins og þú ert að halda hér fram að verði út 2025. Ef svo er þá fara margir yfir í 9070 kortin frá AMD og þeir fá stærri markaðshluteild sem er bara gott fyrir samkeppni. Orðið samkeppni er reyndar að hverfa úr íslenskum orðaforða enda allir að maka sinn krók eins og mögulegt er í tölvugeiranum sem og annarsstaðar þar sem þegjandi samkomulag er um að viðhalda óbreyttu ástandi.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4224
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1390
Staða: Tengdur

Re: Ábending - Ekki kaupa RTX 5080 á 300.000

Pósturaf Klemmi » Mið 05. Mar 2025 17:09

khf skrifaði:Ísland hefur aldrei verið nálægt MSRP þegar kemur að tölvuvörum.


Það sem ég held að þú áttir þig ekki á er að Amazon, Newegg og önnur slík risa vöruhús eru búin að gjörbreyta leiknum og samkeppnishæfni minni verslana. Því miður er mjög algengt að verslanir séu að kaupa vörur á svipuðu eða hærra verði heldur en almenningi býðst út í Bandaríkjunum.

Auk þess sýnist mér að þú hafir í þínum samanburði almennt alveg sleppt virðisaukaskattinum. Ísland mun aldrei vera nálægt MSRP ef þú ætlar bara að horfa á strípaða gengisútreikninga, einfaldlega vegna þess að það eru mörg tilfelli þar sem MSRP er verðið sem verslanir fá, og þá á eftir að bæta við sendingarkostnaði, virðisaukaskatti, og auðvitað álagningu til að standa undir rekstri.

khf skrifaði:Orðið samkeppni er reyndar að hverfa úr íslenskum orðaforða enda allir að maka sinn krók eins og mögulegt er í tölvugeiranum sem og annarsstaðar þar sem þegjandi samkomulag er um að viðhalda óbreyttu ástandi.


Já okay, það var sem sagt skortur á samkeppni sem varð til þess að flest fyrirtækin hér að neðan eru ekki lengur til, eða ekki lengur að selja íhluti.
Allir voru bara búnir að casha nógu vel út á því að okra á Íslendingum og fluttir til Bahama?

Untitled 2.png
Untitled 2.png (51.2 KiB) Skoðað 2508 sinnum
Síðast breytt af Klemmi á Mið 05. Mar 2025 17:09, breytt samtals 1 sinni.


Starfsmaður Tölvutækni.is

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2712
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 506
Staða: Ótengdur

Re: Ábending - Ekki kaupa RTX 5080 á 300.000

Pósturaf Moldvarpan » Mið 05. Mar 2025 17:22

khf skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:
Kort á MSRP verði munu ekki fást á Íslandi 2025. Það er mín spá. 5080 kortin munu vera á bilinu 260-300k.

Ég tel það ólíklegt að 5080 Ti kort verði að veruleika, og 20-24GB útgáfa er ekki að fara gerast.

5080 Ti væri basicly 4090 kort í performance. Þá mun salan á 5090 dragast saman, sem er big no no fyrir nVidia.

Þetta eru verðin sem koma skal.


Nvidia hefur alltaf komið með ti útgáfu af x080 skjákortum. Þau koma yfirleitt um ári síðar. Og oftast með meira VRAM en upprunalega útgáfan. 4000 serian kom með super útgáfu í stað ti í 80. Betri afköst á lægra verði í það skiptið. Enda var MSRP miðað við afköst fáráðnlegt á 4080 í upphafi.

Ísland hefur aldrei verið nálægt MSRP þegar kemur að tölvuvörum. En það er mikill munur á að vera með tvöfallt hærra verð miðað við MSRP eins og þú ert að halda hér fram að verði út 2025. Ef svo er þá fara margir yfir í 9070 kortin frá AMD og þeir fá stærri markaðshluteild sem er bara gott fyrir samkeppni. Orðið samkeppni er reyndar að hverfa úr íslenskum orðaforða enda allir að maka sinn krók eins og mögulegt er í tölvugeiranum sem og annarsstaðar þar sem þegjandi samkomulag er um að viðhalda óbreyttu ástandi.


4080 var ekki Ti, það var super. Það var aðeins betra en sama ram.

Back to topic. Afhverju ættu notendur ekki að kaupa 5080? Afþví þér finnst það of dýrt?

Þetta er bara mjög valid uppfærslu kostur fyrir þá sem eru að leita af korti fyrir 4k gaming en hafa ekki budgetið í 5090.




Omerta
has spoken...
Póstar: 173
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 01:49
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Ábending - Ekki kaupa RTX 5080 á 300.000

Pósturaf Omerta » Mið 05. Mar 2025 17:56

Vsk spilar sína rullu hérlendis, flutningur, rekstarkostnaður verslana o.fl. en það breytir því ekki að verðlagningin er orðin algjört rugl. Finnst leitt að það sé ekki hægt að ræða þetta án þess að hópur einstaklinga sár móðgist yfir að einhver skuli dirfast að vera að gagnrýna vörurnar sem þeir voru að kaupa. Nú eða það sé vegið að heiðri íslenskra kaupmanna...

En þetta er ekki íslenskum verslunum að kenna, ástandið hefur verið slæmt globally síðustu ár. Mining + covid þýddi að ég keypti mid range (5600x + 6700 XT + 16gb) tölvu á ca 300k 2021. Fannst drullu fúlt að eyða öllum þessum pening í tölvu sem getur ekki einu sinni rönnað leiki í native upplausn á sjónvarpinu mínu. Verðin hafa í raun ekki jafnað sig fyllilega og það kemur ekkert rosalega á óvart þegar Nvidia er að stunda anti-consumer tactics hægri vinstri. Takmarkað upplag og mikil eftirspurn hefur sýnt fyrirtækjunum að þeir komast vel upp með það að hækka verð enn frekar. Svo um leið og það dró úr mining fór eftirspurn aftur upp þökk sé AI.

Sjálfur hef ég lengi verið að elta bang for the buck vörur og sýnist ein slík vera á leiðinni, 9070 XT. Sumir vilja alltaf það besta og þeir mega henda peningum í það eins og þeim sýnist. Hef sjálfur aðeins einu sinni keypt besta kortið á markaðnum at the time (8800GTX 768mb) og korteri seinna kom Crysis út og lét mér líða eins og ég þyrfti betri tölvu.

PS. Takk fyrir þessa nostalgíu Klemmi. Fyrsta vélin sem ég setti saman var einmitt 939 socket og ég hugsa að ég hafi heimsótt flesta af þessum ágætu stöðum er ég var að læra inn á þetta. Bjöggi í Tölvuvirkni var algjör hetja og bjargaði mér big time oftar en einu sinni.
Síðast breytt af Omerta á Mið 05. Mar 2025 18:00, breytt samtals 2 sinnum.




Höfundur
khf
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fös 14. Apr 2017 19:58
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Ábending - Ekki kaupa RTX 5080 á 300.000

Pósturaf khf » Mið 05. Mar 2025 18:11

Moldvarpan skrifaði:
khf skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:
Kort á MSRP verði munu ekki fást á Íslandi 2025. Það er mín spá. 5080 kortin munu vera á bilinu 260-300k.

Ég tel það ólíklegt að 5080 Ti kort verði að veruleika, og 20-24GB útgáfa er ekki að fara gerast.

5080 Ti væri basicly 4090 kort í performance. Þá mun salan á 5090 dragast saman, sem er big no no fyrir nVidia.

Þetta eru verðin sem koma skal.


Nvidia hefur alltaf komið með ti útgáfu af x080 skjákortum. Þau koma yfirleitt um ári síðar. Og oftast með meira VRAM en upprunalega útgáfan. 4000 serian kom með super útgáfu í stað ti í 80. Betri afköst á lægra verði í það skiptið. Enda var MSRP miðað við afköst fáráðnlegt á 4080 í upphafi.

Ísland hefur aldrei verið nálægt MSRP þegar kemur að tölvuvörum. En það er mikill munur á að vera með tvöfallt hærra verð miðað við MSRP eins og þú ert að halda hér fram að verði út 2025. Ef svo er þá fara margir yfir í 9070 kortin frá AMD og þeir fá stærri markaðshluteild sem er bara gott fyrir samkeppni. Orðið samkeppni er reyndar að hverfa úr íslenskum orðaforða enda allir að maka sinn krók eins og mögulegt er í tölvugeiranum sem og annarsstaðar þar sem þegjandi samkomulag er um að viðhalda óbreyttu ástandi.


4080 var ekki Ti, það var super. Það var aðeins betra en sama ram.

Back to topic. Afhverju ættu notendur ekki að kaupa 5080? Afþví þér finnst það of dýrt?

Þetta er bara mjög valid uppfærslu kostur fyrir þá sem eru að leita af korti fyrir 4k gaming en hafa ekki budgetið í 5090.


Ég sagði einmitt að 4080 uppfærslan hefði verið super og lækkað verðið í leiðinni. Vegna þess að 1200 USD var einfaldlega ekki gott verð þegar upprunalega 4080 kortið kom út. Það verður samt að hafa í huga að upphaflega ætlaði Nvidia sér að koma út með tvö 4080 kort sem áttu nákvæmlega ekkert sameiginlegt nema nafnið. Annað þeirra korta endaði svo sem 4070ti sem varð til þess að "super" útgáfur komu seinna í staðinn fyrir það sem áður var kallað ti. Ekki flókið.

Back to topic. Hvers vegna ættu neytendur ekki að kaupa 5080? Lestu fyrsta póstinn minn og ef þú nærð því ekki enn... þá skaltu lesa hann einu sinni enn :) Kortið er einfaldlega ekki þess verðugt að vera kallað ný kynslóð með þetta 12% uplift. Og á þessum verðum þá er það bara einfaldlega ekki þess virði miðað við önnur kort sem eru að bjóða 16gb VRAM. Það eru einhverjir svo vitlausir að eyða peningnum sínum í vitleysu og þeir um það. Ég er einfaldlega að benda á hversu vitlaust það er ef horft er á verð per frame eða nokkuð annað sem aðskilur bæði ný og ódýrari kort með 16gb VRAM. Svo ekki sé talað um fyrri kynslóð korta sem voru viljandi þurrkuð upp til að búa til eftirspurn.

Þessi 5080 kort eru ekkert betri valkostur en 5070ti þegar kemur að 4K gaming. DLSS 4 lítur ekkert betur út í öðru kortinu heldur en hinu. 16gb VRAM er það sem þarf til að keyra slíkt í leikjum í dag. Þú færð nokkra auka ramma en aldrei neitt sem mun skipta þig máli til að njóta þegar kemur að upplifun á neinum leik sem er á markaðnum í dag.

Framtíðin mun hins vegar kalla á enn meira VRAM þegar kemur að enn betri upplausn og enn betri DLSS útgáfum. Þess vegna er viturlegra að kaupa ódýrara núna og svo dýrara fljótt aftur þegar kortin fara í 20gb eða 24gb sem mun endast miklu lengur og betur.
Síðast breytt af khf á Mið 05. Mar 2025 18:17, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2712
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 506
Staða: Ótengdur

Re: Ábending - Ekki kaupa RTX 5080 á 300.000

Pósturaf Moldvarpan » Mið 05. Mar 2025 19:10

khf skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:
khf skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:
Kort á MSRP verði munu ekki fást á Íslandi 2025. Það er mín spá. 5080 kortin munu vera á bilinu 260-300k.

Ég tel það ólíklegt að 5080 Ti kort verði að veruleika, og 20-24GB útgáfa er ekki að fara gerast.

5080 Ti væri basicly 4090 kort í performance. Þá mun salan á 5090 dragast saman, sem er big no no fyrir nVidia.

Þetta eru verðin sem koma skal.


Nvidia hefur alltaf komið með ti útgáfu af x080 skjákortum. Þau koma yfirleitt um ári síðar. Og oftast með meira VRAM en upprunalega útgáfan. 4000 serian kom með super útgáfu í stað ti í 80. Betri afköst á lægra verði í það skiptið. Enda var MSRP miðað við afköst fáráðnlegt á 4080 í upphafi.

Ísland hefur aldrei verið nálægt MSRP þegar kemur að tölvuvörum. En það er mikill munur á að vera með tvöfallt hærra verð miðað við MSRP eins og þú ert að halda hér fram að verði út 2025. Ef svo er þá fara margir yfir í 9070 kortin frá AMD og þeir fá stærri markaðshluteild sem er bara gott fyrir samkeppni. Orðið samkeppni er reyndar að hverfa úr íslenskum orðaforða enda allir að maka sinn krók eins og mögulegt er í tölvugeiranum sem og annarsstaðar þar sem þegjandi samkomulag er um að viðhalda óbreyttu ástandi.


4080 var ekki Ti, það var super. Það var aðeins betra en sama ram.

Back to topic. Afhverju ættu notendur ekki að kaupa 5080? Afþví þér finnst það of dýrt?

Þetta er bara mjög valid uppfærslu kostur fyrir þá sem eru að leita af korti fyrir 4k gaming en hafa ekki budgetið í 5090.


Ég sagði einmitt að 4080 uppfærslan hefði verið super og lækkað verðið í leiðinni. Vegna þess að 1200 USD var einfaldlega ekki gott verð þegar upprunalega 4080 kortið kom út. Það verður samt að hafa í huga að upphaflega ætlaði Nvidia sér að koma út með tvö 4080 kort sem áttu nákvæmlega ekkert sameiginlegt nema nafnið. Annað þeirra korta endaði svo sem 4070ti sem varð til þess að "super" útgáfur komu seinna í staðinn fyrir það sem áður var kallað ti. Ekki flókið.

Back to topic. Hvers vegna ættu neytendur ekki að kaupa 5080? Lestu fyrsta póstinn minn og ef þú nærð því ekki enn... þá skaltu lesa hann einu sinni enn :) Kortið er einfaldlega ekki þess verðugt að vera kallað ný kynslóð með þetta 12% uplift. Og á þessum verðum þá er það bara einfaldlega ekki þess virði miðað við önnur kort sem eru að bjóða 16gb VRAM. Það eru einhverjir svo vitlausir að eyða peningnum sínum í vitleysu og þeir um það. Ég er einfaldlega að benda á hversu vitlaust það er ef horft er á verð per frame eða nokkuð annað sem aðskilur bæði ný og ódýrari kort með 16gb VRAM. Svo ekki sé talað um fyrri kynslóð korta sem voru viljandi þurrkuð upp til að búa til eftirspurn.

Þessi 5080 kort eru ekkert betri valkostur en 5070ti þegar kemur að 4K gaming. DLSS 4 lítur ekkert betur út í öðru kortinu heldur en hinu. 16gb VRAM er það sem þarf til að keyra slíkt í leikjum í dag. Þú færð nokkra auka ramma en aldrei neitt sem mun skipta þig máli til að njóta þegar kemur að upplifun á neinum leik sem er á markaðnum í dag.

Framtíðin mun hins vegar kalla á enn meira VRAM þegar kemur að enn betri upplausn og enn betri DLSS útgáfum. Þess vegna er viturlegra að kaupa ódýrara núna og svo dýrara fljótt aftur þegar kortin fara í 20gb eða 24gb sem mun endast miklu lengur og betur.


12% uplift og ný tækni, DLSS 4. Hún er ný og mun verða betri.
Þetta er bara sama með Ray tracing, það hefur þróast töluvert og er orðið skilyrði fyrir suma leiki.

Svo ef þú skoðar tölvubúðirnar, það er ekki til neitt kort til sölu betra en 4060Ti.

Þeim sem vantar kort fyrir high end gaming, kaupa það sem er í boði, ef þeir hafa efni á því. High end gaming kostar pening, það er bara þannig.

Og notabene ég les það sem þú segir, er bara ósammála flestu.




Höfundur
khf
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fös 14. Apr 2017 19:58
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Ábending - Ekki kaupa RTX 5080 á 300.000

Pósturaf khf » Mið 05. Mar 2025 19:22

Klemmi skrifaði:
khf skrifaði:Ísland hefur aldrei verið nálægt MSRP þegar kemur að tölvuvörum.


Það sem ég held að þú áttir þig ekki á er að Amazon, Newegg og önnur slík risa vöruhús eru búin að gjörbreyta leiknum og samkeppnishæfni minni verslana. Því miður er mjög algengt að verslanir séu að kaupa vörur á svipuðu eða hærra verði heldur en almenningi býðst út í Bandaríkjunum.

Auk þess sýnist mér að þú hafir í þínum samanburði almennt alveg sleppt virðisaukaskattinum. Ísland mun aldrei vera nálægt MSRP ef þú ætlar bara að horfa á strípaða gengisútreikninga, einfaldlega vegna þess að það eru mörg tilfelli þar sem MSRP er verðið sem verslanir fá, og þá á eftir að bæta við sendingarkostnaði, virðisaukaskatti, og auðvitað álagningu til að standa undir rekstri.

khf skrifaði:Orðið samkeppni er reyndar að hverfa úr íslenskum orðaforða enda allir að maka sinn krók eins og mögulegt er í tölvugeiranum sem og annarsstaðar þar sem þegjandi samkomulag er um að viðhalda óbreyttu ástandi.


Já okay, það var sem sagt skortur á samkeppni sem varð til þess að flest fyrirtækin hér að neðan eru ekki lengur til, eða ekki lengur að selja íhluti.
Allir voru bara búnir að casha nógu vel út á því að okra á Íslendingum og fluttir til Bahama?

Untitled 2.png


Mikið væri nú gott ef einhver myndi nú hreyfa við núverandi markaði og bjóða svipað og Tölvulistinn gerði þegar hann fór af stað ;) Lítil verslun með litla yfirbyggingu og góð verð. Bjó einmitt í Miðtúninu þegar þeir byrjuðu í Sóltúni. Kannski þess vegna sem manni blöskrar bullið sem er i gangi í dag.

Það er engin raunveruleg samkeppni á íslenskum tölvuvörumarkaði. Ekki frekar en það er raunveruleg samkeppni á skjákortamarkaðnum í heiminum. Heldur þú að þessi fyrirtæki sem eru að bjóða Nvidia kort núna með sínu nafni, hvort sem það eru MSI, ASUS eða öll in - séu að hugsa um að bjóða góða og hagstæða vöru? Hve mörg skjákortafyrirtækin athuguðu hvort gæðin væru til staðar áður en kortum sem vantaði ROBs var troðið í kassa? Öllum þessum fyrirtækjum líður bara vel með að senda frá sér gallaðar vörur enda ekkert annað í boði. Svona svipað og einokunarverslunin á Íslandi í gamla daga þegar danskurinn seldi maðkað mjöl á okur verði.




Höfundur
khf
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fös 14. Apr 2017 19:58
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Ábending - Ekki kaupa RTX 5080 á 300.000

Pósturaf khf » Mið 05. Mar 2025 19:33

Moldvarpan skrifaði:
12% uplift og ný tækni, DLSS 4. Hún er ný og mun verða betri.
Þetta er bara sama með Ray tracing, það hefur þróast töluvert og er orðið skilyrði fyrir suma leiki.

Svo ef þú skoðar tölvubúðirnar, það er ekki til neitt kort til sölu betra en 4060Ti.

Þeim sem vantar kort fyrir high end gaming, kaupa það sem er í boði, ef þeir hafa efni á því. High end gaming kostar pening, það er bara þannig.

Og notabene ég les það sem þú segir, er bara ósammála flestu.



Nei - þú lest nefnilega nákvæmlega ekki neitt af þvi sem ég hef skifað.

Ég hef ekki minst einu orði á 4060Ti né mælt með því hér. Að setja það inn í þessa umræðu er bara dæmi um lélegan útúrsnúning hér til að forðast málefnalega umræðu. Ég hef hins vegar mælt með 5070ti óspart með sama DLSS4, sama 16gb Vram (lægri bandwith) og með 4080 afköstum þegar kemur að fps. Eða þá 9070XT sem verður án efa ódýrara nema verslanir hér heima ætli að verðleggja það hærra en 7900XTX. Kæmi mér reyndar ekkert sérlega á óvart þó einhverjar verslanir á klakanum hækki sín 7900XTX svo að hægt sé að verðleggja 9070XT enn hærra. Ég er reyndar búinn að fylgjast með verðum á því korti og læt ykkur vita hér þegar það gerist. Svona fyrir þá sem vorkenna íslenskum tölvuverslunum svona mikið og hæla þeim hér í bak og fyrir ;)

Mönnum er velkomið að halda því hér fram að þeir hafi gert reifarakaup í 5080 á 300 þúsund. Það er hins vegar bara bull. Enda eru 5080 kortin einungis 16% hraðari miðað við 5070ti. Verðið er hins vegar 34% hærra og þá er ég að tala um MSRP. Verðin hér heima fara LANGT yfir það hlutfall og komin vel yfir 65% þegar keypt er á 300 þúsund ef borið er saman við íslensku verðin á 5070ti. Og samt eru íslensku fyrirtækin að verðleggja 5070ti mjög hátt líka.

Það er einfaldlega verið að okra á öllu vígstöðum og því miður eru sumir svo vitlausir að festa kaup á þessum 5080 kortum á núverandi verði.
Síðast breytt af khf á Mið 05. Mar 2025 20:18, breytt samtals 8 sinnum.



Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 737
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 48
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Ábending - Ekki kaupa RTX 5080 á 300.000

Pósturaf gRIMwORLD » Mið 05. Mar 2025 21:24

Ég held að ræðumenn hérna séu frekar að meina að það er valid skoðun að segja að 5080 sé okrað, hvort sem það sé erlent verð eða með vask miðað við uplift frá last gen. Hins vegar þá er enginn að fara að segja neinum hvað Á að kaupa og hvað ekki, mönnum er frjálst að gera það sem þeim sýnist með peningana sína.

Mín persónulega skoðun er að það er varla neitt sem heitir "Budget kort" lengur sem vert er að kaupa, en það er auðvitað persónubundið því það eru ekkert allir með sama budget og forgangsröðun í innkaupum er alveg jafn persónubundið.

Two cents out!


IBM PS/2 8086

Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1090
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Ábending - Ekki kaupa RTX 5080 á 300.000

Pósturaf brain » Mið 05. Mar 2025 22:07

gRIMwORLD skrifaði:Ég held að ræðumenn hérna séu frekar að meina að það er valid skoðun að segja að 5080 sé okrað, hvort sem það sé erlent verð eða með vask miðað við uplift frá last gen. Hins vegar þá er enginn að fara að segja neinum hvað Á að kaupa og hvað ekki, mönnum er frjálst að gera það sem þeim sýnist með peningana sína.

Mín persónulega skoðun er að það er varla neitt sem heitir "Budget kort" lengur sem vert er að kaupa, en það er auðvitað persónubundið því það eru ekkert allir með sama budget og forgangsröðun í innkaupum er alveg jafn persónubundið.

Two cents out!


Akkúrat einsog ég hugsaði þegar ég las OP.

Að segja fólki að eyða ekki 300 þús í skákort er ekki þitt að gera. Fólk ræður sínum fjármálum.




Höfundur
khf
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fös 14. Apr 2017 19:58
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Ábending - Ekki kaupa RTX 5080 á 300.000

Pósturaf khf » Fim 06. Mar 2025 08:57

brain skrifaði:
Akkúrat einsog ég hugsaði þegar ég las OP.

Að segja fólki að eyða ekki 300 þús í skákort er ekki þitt að gera. Fólk ræður sínum fjármálum.


Nákvæmlega. Enda er orðið ábending fyrir framan og svo eru færð rök fyrir því hvers vegna ekki ætti að fjárfesta í 5080 á þessum verðum. Sumir myndu jafnvel setja spurningamerki við 250.000 þegar horft er á afköst.

Ef við viljum bæta verslun með tölvuvörur - þá er mikilvægt að vera ábyrgur og gera sér grein fyrir því að kaup og neysla hvers og eins skiptir máli í þessu sviði líkt og öðrum. Annars breytist ekki neitt og hlutir bara versna án þess að neytendur spyrji spurninga sem skipta máli þegar kemur að verðum, gæðum og ekki síst þjónustu.

Set inn hér smá pistil um AMD 9070 kortin seinna í dag svo lesendur átti sig á gæða og afkastamuni innan þeirra korta. Bara svo enginn sé að kaupa köttinn í sekknum þar heldur :)
Síðast breytt af khf á Fim 06. Mar 2025 09:00, breytt samtals 3 sinnum.