Kveðjum Emil Vals (emmi)

Allt utan efnis

Höfundur
bjoggi
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Mið 27. Ágú 2003 20:35
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Kveðjum Emil Vals (emmi)

Pósturaf bjoggi » Fim 16. Jan 2025 22:40

Í morgun er ég fletti í gegnum moggann, sem mér berst stundum frítt á fimmtudögum, brá mér heldur mikið í brún að sjá mynd af elsku Emil Valssyni ( emmi ) í minningargreinunum.

Ég vil nýta tækifærið og minnast hans, líklega þekkja margir til hans hér á Vaktinni þar sem hann er búinn að vera virkur meðlimur í meira en 22 ár.

Við Emil kynntumst á Maclantic, en það var Mac spjallborð og fréttavefur síns tíma sem ég rak í mörg ár (stofnað 2005).

Leið okkar lá saman tengt Mac og tæknimálum og hann var ótrúlegur í netmálum og allt tengt vefsíðum og hýsingum.
Á tímabili rak hann sinn eigin vefþjón og hýsingu og leyfði mér að hýsa síður þar án nokkurs tilkostnaðar.

Hann var ótrúlega góð sál, gott að spjalla við og ótrúlega hjálpsamur í allt og öllu.

Mér er minnisstætt þegar hann sendi mér skilaboð um að hafa verið lagður inn á spítala fyrir einhverjum 8 árum síðan líklega með hættulega hátt gildi í blóðsykri, þrátt fyrir það þá ætlaði hann að halda áfram að hjálpa mér en ég sagði honum að heilsan væri nú númer eitt og hætta að spá í einhverjum tæknimálum. En hann gat ekki hamið sig og varð að klára málið. Það segir ansi margt.

Blessuð sé minning hans og það er sárt að hugsa til þess að litli strákurinn hans hafi þurft að kveðja pabba sinn svona ungur.

Hugsa til þín Emmi, þú varst frábær!




Opes
Geek
Póstar: 818
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 12:02
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Kveðjum Emil Vals (emmi)

Pósturaf Opes » Fim 16. Jan 2025 22:47

Man eftir honum, fróðleiksríkur gaur sem skrifaði vel á Vaktinni og Maclantic. Var með x.is og hann var ekkert smá gjafmildur og gaf mér pláss á vefþjóni um einhvern tíma. Blessuð sé minning hans.
Síðast breytt af Opes á Fim 16. Jan 2025 22:47, breytt samtals 1 sinni.




Televisionary
FanBoy
Póstar: 725
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 136
Staða: Ótengdur

Re: Kveðjum Emil Vals (emmi)

Pósturaf Televisionary » Fim 16. Jan 2025 23:17

Leiðinlegt að sjá þetta. Ég átti stundum í viðskiptum við hann og aldrei kom maður að tómum kofanum þegar maður sagði í hvaða pælingum maður væri.

Blessuð sé minning Emma.



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3854
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 267
Staða: Ótengdur

Re: Kveðjum Emil Vals (emmi)

Pósturaf Tiger » Fös 17. Jan 2025 00:02

Blessuð sé minning hans.

Hann einmitt hýsti hitt og þetta fyrir mig frítt lengi vel, þurfti alveg að snúa uppá hann stundum til að fá að greiða honum fyrir þjónustu og hjálp. Ótrúlega hjálpsamur hérna og leiðinlegt að heyra um andlát hans.




Orri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 939
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 154
Staða: Ótengdur

Re: Kveðjum Emil Vals (emmi)

Pósturaf Orri » Fös 17. Jan 2025 00:14

Úff þetta er sárt og erfitt að lesa. Samúðarkveðjur á fjölskyldu og aðstandendur hans.

Það þarf varla að lýsa fyrir meðlimum Vaktarinnar hve mikil áhrif spjallborð sem þessi geta haft á líf manns, en bæði PSX.is og Vaktin höfðu gríðarleg áhrif á mig á mínum unglingsárum, að taka mín fyrstu skref á internetinu, en þökk sé fólki eins og Emil, Guðjóni, og allra þeirra sem halda spjallborðum og vefsíðum sem þessum á lofti tel ég mig töluvert betri manneskju í dag
Síðast breytt af Orri á Fös 17. Jan 2025 17:16, breytt samtals 1 sinni.




Harold And Kumar
Gúrú
Póstar: 569
Skráði sig: Lau 21. Sep 2019 22:53
Reputation: 72
Staða: Ótengdur

Re: Kveðjum Emil Vals (emmi)

Pósturaf Harold And Kumar » Fös 17. Jan 2025 00:23

o7


Ryzen 9 3900
RTX 3080 10Gb
32gb ddr4 3600mhz
1440p 180hz


emil40
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 137
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Re: Kveðjum Emil Vals (emmi)

Pósturaf emil40 » Fös 17. Jan 2025 16:22

Ég þekkti Emma hérna í gegnum vaktina og hitti hann nokkrum sinnum. Ég var búinn að frétta þetta í gegnum starfskonu hérna á Stapavöllum búsetukjarnanum sem ég bý í en hún og bróðir hans voru par í gamla daga. Ég kunni ekki við að setja þetta hérna inn af tillitsemi við hans nánustu.

Það er mikill missir af honum nafna mínum, hann var mjög fróður um allt sem viðkom tölvummálum og ég lærði mikið af honum. Blessuð sé minning hans.


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Gainward 3070 ti - 8 gb | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3839
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 158
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Kveðjum Emil Vals (emmi)

Pósturaf Daz » Fös 17. Jan 2025 22:32

Samúðarkveðjur til allra sem minnst hans.
Ég þekkti hann af góðu einu hér á vaktinni.