Uppfærsla - 1080 Ti > 4070 Ti Super

Skjámynd

Höfundur
Saber
FanBoy
Póstar: 761
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 14
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Uppfærsla - 1080 Ti > 4070 Ti Super

Pósturaf Saber » Mán 13. Jan 2025 23:21

Eftir að hafa keypt notað Gigabyte Aorus GTX 1080 Ti Xtreme í (þá) nýsmíðuðu tölvuna og planað GPU upgrade í nokkur ár eftir það, þá loksins lét ég verða af því eftir að hafa áskotnast tvö gjafabréf sem ég gat samnýtt í kaupin á nýju korti. Computer.is voru svo sniðugir að vera eina tölvubúðin sem var skráð hjá YAY gjafabréfum, svo fyrir valinu varð Inno3D RTX 4070 Ti Super Twin X2.

Kortið er mjög basic, ekkert LED og bara frekar nett. Vifturnar gefa frá sér smávægilegt tikk hljóð þegar ég kveiki á tölvunni en það hverfur þegar ég er kominn inn í Windows og heyrist ekki undir álagi. Það eina sem ég hefði viljað til viðbótar væri Dual BIOS rofi en þar sem þetta er "ódýrasta" týpan af 4070 Ti Super, þá er ekki hægt að ætlast til neins auka. Meira svekkjandi er hins vegar að nVidia eða Inno3D eru búnir að læsa max power budget í 100% á þessum kortum.

Tölvan að öðru leiti inniheldur:
BIOS er stilltur þannig að örgjörvinn haldi max turbo endalaust (4,6-4,8 GHz), minnið á XMP og tölvan almennt keyrð mjög "lean" á hugbúnaði. Vert að minnast á að ég keyrði Gigabyte 1080 Ti kortið með 130% power budget og örlítið overclock á minninu. Einnig þá kældi ég það með tveimur öðrum Noctua NF-P14s viftum í stað original. Algjör sleggja það kort.

Mynd
Mynd
*** Alyx var capped á 120 fps, svo 4070 TiS kortið hefði náð hærra ef það hefði verið uncapped. Hefði átt að keyra hann líka í 150% upplausn.

Útkoman er gróflega tvisvar sinnum hærra framerate í raw rasterization performance, meira í sumum titlum en minna í öðrum, oftast meira samt. Ofan á það bætist svo að sjálfsögðu nýjungar sem koma með nýrri kortum. Hins vegar, ef við ignorum nöfnin og berum bara saman MSRP á þessum kortum, þá lenda þau nánast hlið-við-hlið (4070TiS er dýrara, verðbólga, blabla). Út úr því fáum við að það hafi tekið nVidia u.þ.b. 3,5 kynslóðir (eða rúm 6 ár) að tvöfalda afköstin. =D>

Ég vil taka fram að þetta eru ekki hávísindalegar mælingar, meira til gamans gert. Ég hafði þó samt vit á því að taka nokkur rönn og pikka út rönn sem lenti við miðju.

Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd
Síðast breytt af Saber á Fös 17. Jan 2025 23:59, breytt samtals 4 sinnum.



Skjámynd

Höfundur
Saber
FanBoy
Póstar: 761
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 14
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla - 1080 Ti > 4070 Ti Super

Pósturaf Saber » Mán 13. Jan 2025 23:23

(Frátekinn póstur fyrir meira gúmmelaði þegar ég hef meiri tíma. Gamli kallinn þarf að fara að sofa.)

:fly




G3ML1NGZ
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Fim 22. Sep 2022 21:21
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla - 1080 Ti > 4070 Ti Super

Pósturaf G3ML1NGZ » Mið 15. Jan 2025 01:24

ég fór nákvæmlega sama stökk núna fyrir mánuði síðan. 1080ti yfir í 4070ti super.

1080Ti var reyndar enn í fullu fjöri og þjónaði mér vel. en ég er farinn að 3d módela mikið og það var farið að kalla á aðeins meira power.



Skjámynd

Höfundur
Saber
FanBoy
Póstar: 761
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 14
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla - 1080 Ti > 4070 Ti Super

Pósturaf Saber » Mið 15. Jan 2025 08:58

Já 1080 Ti kortið er ennþá going strong



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16631
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2151
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla - 1080 Ti > 4070 Ti Super

Pósturaf GuðjónR » Mið 15. Jan 2025 12:55

Til hamingju með kortið!!
Ég tók eftir því að þú talar um dual-bios, eru menn að uppfæra bios á skjákortum? Er með 2080ti sem ég hef aldrei átt við. Uppfæri bara móðurborðið.



Skjámynd

Höfundur
Saber
FanBoy
Póstar: 761
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 14
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla - 1080 Ti > 4070 Ti Super

Pósturaf Saber » Mið 15. Jan 2025 13:12

Takk. :megasmile

Dual BIOS er mjög hentugt ef maður vill fikta, því þá hefuru alltaf fallback. T.d. þetta með að power limitið sé læst í 100%, ég myndi vilja reyna flasha moddaðan BIOS sem reynir að opna það. Ég er hins vegar hesitant að því að ég hef ekki fallback ef BIOS yfirskriftin klúðrar einhverju critical.