Nýr skjár.... útsala?


Höfundur
fhrafnsson
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Sun 26. Sep 2010 14:00
Reputation: 46
Staða: Ótengdur

Nýr skjár.... útsala?

Pósturaf fhrafnsson » Lau 11. Jan 2025 11:33

Nú fer maður að versla sér 5080 líklega í lok mánaðar og þá er ég að skoða nýjan skjá. Er með Lenovo g27q-20 núna sem er ágætur en langar í stærri og flottari skjá, helst 4k, til þess að nýta nýja skjákortið almenniulega :)

Þessi hérna lítur mjög vel út og á ekki allt of svívirðilegu verði: https://kisildalur.is/category/18/products/3592

Eru aðrir skjáir sem kæmu til greina finnst ykkur og veit fólk af komandi útsölum ef maður gæti sparað sér smá aur með því að bíða aðeins?



Skjámynd

KaldiBoi
Ofur-Nörd
Póstar: 245
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: Nýr skjár.... útsala?

Pósturaf KaldiBoi » Lau 11. Jan 2025 12:33

Skilst að öll 50-línan verði með 2.1 dp.

Ég myndi finna mér skjá sem styður það.




Höfundur
fhrafnsson
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Sun 26. Sep 2010 14:00
Reputation: 46
Staða: Ótengdur

Re: Nýr skjár.... útsala?

Pósturaf fhrafnsson » Lau 11. Jan 2025 12:49

Eru einhverjir skjáir hér á landi sem styðja DP 2.1 og eru freistandi? Sé enga í fljótu bragði.



Skjámynd

KaldiBoi
Ofur-Nörd
Póstar: 245
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: Nýr skjár.... útsala?

Pósturaf KaldiBoi » Lau 11. Jan 2025 13:13

fhrafnsson skrifaði:Eru einhverjir skjáir hér á landi sem styðja DP 2.1 og eru freistandi? Sé enga í fljótu bragði.

Í raun mjög fáir skjáir sem gera það í dag :sleezyjoe
En framleiðendur eiga eftir að pumpa þeim út núna þegar það er not fyrir 2.1.
Versla að utan myndi ég fara í!



Skjámynd

olihar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 923
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 210
Staða: Ótengdur

Re: Nýr skjár.... útsala?

Pósturaf olihar » Lau 11. Jan 2025 14:48

Ég bíð spenntur eftir þessum. (Bara þessum venjulega curved, ekki þessum bendable)

https://www.lgnewsroom.com/2024/12/lg-u ... -ces-2025/



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16631
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2151
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýr skjár.... útsala?

Pósturaf GuðjónR » Lau 11. Jan 2025 16:38

Af hverju viljið þið bogna skjái?



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2615
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 129
Staða: Ótengdur

Re: Nýr skjár.... útsala?

Pósturaf svanur08 » Lau 11. Jan 2025 16:45

Hélt að bognir væru úreltir.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

olihar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 923
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 210
Staða: Ótengdur

Re: Nýr skjár.... útsala?

Pósturaf olihar » Lau 11. Jan 2025 16:48

Nei bognir ultrawide eru geggjaðir, þá ertu alveg jafn langt frá skjánum. (Sirka)

Afhverju eru bognir úreltir? Aldrei verið fleiri bognir en núna.



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2615
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 129
Staða: Ótengdur

Re: Nýr skjár.... útsala?

Pósturaf svanur08 » Lau 11. Jan 2025 17:20

olihar skrifaði:Nei bognir ultrawide eru geggjaðir, þá ertu alveg jafn langt frá skjánum. (Sirka)

Afhverju eru bognir úreltir? Aldrei verið fleiri bognir en núna.


Allavega úrelt í TVs.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

olihar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 923
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 210
Staða: Ótengdur

Re: Nýr skjár.... útsala?

Pósturaf olihar » Lau 11. Jan 2025 17:22

svanur08 skrifaði:
olihar skrifaði:Nei bognir ultrawide eru geggjaðir, þá ertu alveg jafn langt frá skjánum. (Sirka)

Afhverju eru bognir úreltir? Aldrei verið fleiri bognir en núna.


Allavega úrelt í TVs.


Já það pikkaði aldrei upp, skiljanlega, gerði ekkert gagn svona langt frá þér, bara sama og 3D (stereo gleraugu) það var of mikil fyrirhöfn og ekkert content til.

Bognir tölvuskjáir er allt annar handleikur, þeir gera gagn.



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2615
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 129
Staða: Ótengdur

Re: Nýr skjár.... útsala?

Pósturaf svanur08 » Lau 11. Jan 2025 18:07

Held að OLED sé aðalmálið í dag.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR


Höfundur
fhrafnsson
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Sun 26. Sep 2010 14:00
Reputation: 46
Staða: Ótengdur

Re: Nýr skjár.... útsala?

Pósturaf fhrafnsson » Lau 11. Jan 2025 18:13

Mikið talað um burn in í OLED skjám og margir sem vilja frekar annað. Kannski bara hræðsluáróður en samt ansi mikið talað um þetta.



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2615
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 129
Staða: Ótengdur

Re: Nýr skjár.... útsala?

Pósturaf svanur08 » Lau 11. Jan 2025 18:20

fhrafnsson skrifaði:Mikið talað um burn in í OLED skjám og margir sem vilja frekar annað. Kannski bara hræðsluáróður en samt ansi mikið talað um þetta.


Já reyndar er alveg hætta á því en það eru margir varnir í OLED tölvuskjám núna.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

olihar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 923
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 210
Staða: Ótengdur

Re: Nýr skjár.... útsala?

Pósturaf olihar » Lau 11. Jan 2025 18:27

Held að allir nýjir OLED séu hættir að lenda í þessu, enda oft 3-5 ára ábyrgð fyrir því frá framleiðanda, svo þeir hljóta að hafa trú á þessu.




Höfundur
fhrafnsson
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Sun 26. Sep 2010 14:00
Reputation: 46
Staða: Ótengdur

Re: Nýr skjár.... útsala?

Pósturaf fhrafnsson » Mán 13. Jan 2025 22:42

Sé að Elko er með útsölu á G8 Odyssey (var reyndar 30.000 dýrari þar en í Kísildal til að byrja með) og er að spá í að taka stökkið. Ekki lumar einhver á afsláttarkóða sem gæti virkað? Finnst svo pirrandi að sjá svona möguleika í checkout án þess að geta nýtt hann :)