Sýn/Vodafone að rukka fyrir 30 ára gömlu @isl.is netföngin

Allt utan efnis

Opes
Geek
Póstar: 818
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 12:02
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Sýn/Vodafone að rukka fyrir 30 ára gömlu @isl.is netföngin

Pósturaf Opes » Fim 09. Jan 2025 23:09

rapport skrifaði:Þetta er röng aðferð.

Hefðu átt að senda pósta á póstföngin til að tilkynna um lokun ef fólk mundi ekki skrá sig í áskrift.

En ekki hnoða reikningum á fólk.

Þetta bíður uppá að óvart verði aðilaskipti og einhver komist í gögn sem hann á ekki að komast í.

Einhver sem bjó til póst fyrir fyrrverandi o.þ.h.


100% sammála. Mér finnst skiljanlegt að Sýn vilji losna við að hýsa gömul netföng, löngu orðið barn síns tíma en framkvæmdin var léleg.



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2242
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 173
Staða: Ótengdur

Re: Sýn/Vodafone að rukka fyrir 30 ára gömlu @isl.is netföngin

Pósturaf kizi86 » Fös 10. Jan 2025 18:18

minnir mig mjög á svipuð vinnubrögð, ca 2 ár síðan þetta var, þegar ég tapaði fyrsta emailinu mínu sem var @mi.is sem fylgdi fyrstu dialup tengingunni sem foreldrar mínir fengu, sem gerðist eftir að ég hætti hjá þeim viðskiptum eftir að hafa verið plataður til þeirra með einhverju gilliboðinu, svo bara stóðst ekki neitt og ég skipti um netveitu, þá sendu þeir mér rukkun upp á 2500kr per mánuð fyrir þetta email, hafði aldrei verið rukkaður fyrir notkun áður en ég fór í viðskipti til vodafone, en eftir að ég hætti viðskiptum við þá, þá refsuðu þeir mér með þessari rukkun...


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV


Höfundur
Gemini
Fiktari
Póstar: 97
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Reputation: 14
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Sýn/Vodafone að rukka fyrir 30 ára gömlu @isl.is netföngin

Pósturaf Gemini » Lau 11. Jan 2025 00:54

Þessi verð eru auðvitað bilun líka. T.d. er Vodafone að keyra þetta á open source hugbúnaði sýnist mér. Kostnaður per netfang er svo til engin en auðvitað er ekkert frítt. Örugglega mun líklegra að fá fólk til að greiða sanngjarnt árgjald en að rukka yfir þúsund krónur á mánuði per netfang + innheimtukostnað. Tala nú ekki um þegar þeir eiga ekki einu sinni lénið á póstföngunum eins og í isl.is dæminu. Svona starfshættir láta líka fólk hugsa sig tvisvar um áður en þau semja við þá um eitthvað í framtíðinni. Íslandsbanki ætti að taka þetta af þeim aftur og semja við einhverja aðra að reka þessi netföng.