Umræða um tillögur í samráðsgátt

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7712
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1222
Staða: Ótengdur

Umræða um tillögur í samráðsgátt

Pósturaf rapport » Mið 08. Jan 2025 07:22

https://island.is/samradsgatt/mal/3886

Ég fana þessu svo mikið, loksins er einhver opinn vettvangur fyrir almenning að senda inn hugmyndir til ríkisins.

Ríkið getur þá ekki skýlt sér á bakvið "við höfum aldrei heyrt um þetta vandamál áður"...

Það eru reyndar allt of fáar opnar tillögur og maður getur skilið það að einhverju leiti.


Er eitthvað sem ykkur finnst fólk algjörlega gleyma í allri þessari umræðu og tillögum?




raggos
has spoken...
Póstar: 158
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Umræða um tillögur í samráðsgátt

Pósturaf raggos » Mið 08. Jan 2025 08:58

Þetta er sýndarleikur. Gefur almenningi þá tilfinningu að það hafi einhver áhrif en í raun er þessu bara safnað og stefnumál flokkanna verða látin ráða. Ekkert ósvipað og stefnumótunarvinna sem fyrirtæki fara oft í, allir skila inn tillögum og svo er þessu bara skellt ofan í dýpstu skúffuna í kjölfarið



Skjámynd

olihar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 923
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 210
Staða: Ótengdur

Re: Umræða um tillögur í samráðsgátt

Pósturaf olihar » Mið 08. Jan 2025 09:36

Er ekki búið að gefa það út að það mun enginn fara yfir þetta, heldur verður þessi öllu hent inn í gervigreind og lesið yfir niðurstöðurnar úr þessari gervigreind.

Kannski kemur eitthvað af viti úr því aldrei að vita.




raggos
has spoken...
Póstar: 158
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Umræða um tillögur í samráðsgátt

Pósturaf raggos » Mið 08. Jan 2025 10:22

"Raun­veru­leg ástæða Kristrún­ar fyr­ir þessu sam­ráðsverk­efni er hins veg­ar byggð á mann­legri sál­fræði. Að hluta rakið til Róm­verj­anna sem keppt­ust við að hafa þjóðarleika, helst í hverj­um mánuði, þar sem lífið var murkað úr mönn­um og dýr­um til skemmt­un­ar fyr­ir lýðinn. Keis­ar­inn greiddi fyr­ir leik­ana enda sner­ust þeir helst um að halda lýðnum upp­tekn­um en ekki með hug­ann við hversu illa ríkið væri raun­veru­lega rekið og hag­ur lýðsins slæm­ur. Eyðið endi­lega tíma í að koma með hug­mynd­ir að hagræðingu í sam­ráðsgátt, ég skoða það kannski. Lík­leg­ast samt ekki."

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/20 ... uppteknum/



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7712
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1222
Staða: Ótengdur

Re: Umræða um tillögur í samráðsgátt

Pósturaf rapport » Mið 08. Jan 2025 10:38

raggos skrifaði:"Raun­veru­leg ástæða Kristrún­ar fyr­ir þessu sam­ráðsverk­efni er hins veg­ar byggð á mann­legri sál­fræði. Að hluta rakið til Róm­verj­anna sem keppt­ust við að hafa þjóðarleika, helst í hverj­um mánuði, þar sem lífið var murkað úr mönn­um og dýr­um til skemmt­un­ar fyr­ir lýðinn. Keis­ar­inn greiddi fyr­ir leik­ana enda sner­ust þeir helst um að halda lýðnum upp­tekn­um en ekki með hug­ann við hversu illa ríkið væri raun­veru­lega rekið og hag­ur lýðsins slæm­ur. Eyðið endi­lega tíma í að koma með hug­mynd­ir að hagræðingu í sam­ráðsgátt, ég skoða það kannski. Lík­leg­ast samt ekki."

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/20 ... uppteknum/


Það mun fljótt snúast í höndunum á þeim ef að þau nota þetta ekki því að mikið af þessu er opið og almenningur sér þetta vil fá að sjá hvað verur úr þessu.

En það hlítur að vera erfitt að vera svona vonlaus og hafa enga trú á nýjum stjórnvöldum.

Það er nú ekki eins og fyrri stjórnvöld hafi einusinni reynt að halda fólki "entertained"...



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7712
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1222
Staða: Ótengdur

Re: Umræða um tillögur í samráðsgátt

Pósturaf rapport » Mið 08. Jan 2025 10:41

olihar skrifaði:Er ekki búið að gefa það út að það mun enginn fara yfir þetta, heldur verður þessi öllu hent inn í gervigreind og lesið yfir niðurstöðurnar úr þessari gervigreind.

Kannski kemur eitthvað af viti úr því aldrei að vita.


Ég held að það sé bara fabúlering, ef að einhver mundi t.d. benda á eð akvarta til umboðsmanni alþingis á þá afgreiðslu... þá kæmi í ljós að "rafræn stjórnsýsla" felur í sér að stjórnvöldum er óheimilt að fela óprófaðri tækni að taka ákvarðanir fyrir sína hönd.

Held að þetta hafi bara verið fabúileringar fréttafólks + skot á einhverja sem sendu inn tillögur sem voru copy/paste úr Chat GPT.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16631
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2151
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Umræða um tillögur í samráðsgátt

Pósturaf GuðjónR » Mið 08. Jan 2025 10:48

Leggja niður ríkisstjórnina eins og hún leggur sig og ráða forstjóra og framkvæmdastjóra, helst erlenda og reka landið eins og fyrirtæki.




falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 665
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 76
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Umræða um tillögur í samráðsgátt

Pósturaf falcon1 » Mið 08. Jan 2025 13:05

Hef enga trú á þessari ríkisstjórn, flest allt fólk með litla sem enga reynslu á þessu sviði. Sama hvað má segja um Dag að þá er hann allavega með gríðarlega pólitíska reynslu á bakinu. En við sjáum til, gef þessu tækifæri fyrstu 100 dagana.
Þorgerður Katrín strax byrjuð að spreða hægri vinstri en ég hélt að það ætti að spara.



Skjámynd

Henjo
FanBoy
Póstar: 737
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 291
Staða: Ótengdur

Re: Umræða um tillögur í samráðsgátt

Pósturaf Henjo » Mið 08. Jan 2025 19:04

GuðjónR skrifaði:Leggja niður ríkisstjórnina eins og hún leggur sig og ráða forstjóra og framkvæmdastjóra, helst erlenda og reka landið eins og fyrirtæki.


En hver tekur ákvörðunina um hvaða forstjóra og framkvæmdastjóra? verða kannski þá svona kosningar um það hver það verður? hver mun velja hvaða hópur af stjórum þetta verður? eða munu þeir kannski bara bjóða sig fram sjálfir?



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3129
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Umræða um tillögur í samráðsgátt

Pósturaf hagur » Mið 08. Jan 2025 19:57

Henjo skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Leggja niður ríkisstjórnina eins og hún leggur sig og ráða forstjóra og framkvæmdastjóra, helst erlenda og reka landið eins og fyrirtæki.


En hver tekur ákvörðunina um hvaða forstjóra og framkvæmdastjóra? verða kannski þá svona kosningar um það hver það verður? hver mun velja hvaða hópur af stjórum þetta verður? eða munu þeir kannski bara bjóða sig fram sjálfir?


Nú auðvitað forsetinn! Þá er það embætti loksins komið með tilgang :sleezyjoe :megasmile



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7712
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1222
Staða: Ótengdur

Re: Umræða um tillögur í samráðsgátt

Pósturaf rapport » Mið 08. Jan 2025 22:07

falcon1 skrifaði:Hef enga trú á þessari ríkisstjórn, flest allt fólk með litla sem enga reynslu á þessu sviði. Sama hvað má segja um Dag að þá er hann allavega með gríðarlega pólitíska reynslu á bakinu. En við sjáum til, gef þessu tækifæri fyrstu 100 dagana.
Þorgerður Katrín strax byrjuð að spreða hægri vinstri en ég hélt að það ætti að spara.


Loksins fagráðinn ráðherra í fjármál... xD, stéttarfélag dýralækna eru í öngum sínum ...

Þarna er fólk hokið af reynslu og ekki rykfallnir eilífðarþingmenn.