Nú hef ég ákveðið að kaupa mér NAS. Ástæðan fyrir því er að ég vill ekki lenda í því að harði diskurinn feilar og allar ljósmyndir og video sem ég hef tekið eyðast. Semsagt aðalega fyrir Raid 1/SHR svo einn diskurinn getur skemmst en ég missi ekkert. (Plús backup)
Einnig er 2tb diskurinn að verða of lítill fyrir þetta.
Ég hef verið mest spenntur yfir Synology kerfinu, þá annaðhvort 423+ eða 923+
Það sem heillar mig með Synology er hversu auðvelt er að setja upp og þæginleg öpp ofl.
423+
- Er bara með 2gb ram og hægt að uppfæra í 6gb "Officially". Hægt er að uppfæra upp í 18gb ram "Unofficially" (ekki allt ram virkar og þeir taka ekki ábyrgð á að það virki)
Er með verri Cpu en innbyggt gpu
Ódýrari
Bara 2x 1gb tengi og engin leið til að uppfæra
923+
- Kemur með 4gb ram en hægt að uppfæra ram í 64gb
Betri Cpu en ekkert innbyggt gpu
Dýrari
Hægt að uppgæra í 10gb tengi
Ég er nokkuð ákveðinn í því að taka 423+ þar sem ég ætla nota hann í plex til að stream'a á sjónvarpið og mun þá intergrated GPU hjálpa með það.
Mun líklegast nota wifi fyrir sjónvarp og tölvu. Svo ég held að 10gb tengið sé ekki að fara hjálpa mér neitt nema ég leiði wlan snúru út um allt hús.
Það verður líklegast bara 1 Borðtölva, kanski 1 fartölva, 2 símar og sjónvarp tengt við Nasinn/með aðgang og yfirleitt bara eitt tæki að "Nota" hann í einu.
Ég mun nota hann til að taka backup af öllum myndun á 2 símum, backup af ljósmyndum/video og sem plex einstaka sinnum þegar manni langar að horfa á eitthvað sérstakt sem er ekki á netflix.
Er þetta ekki nokkuð solid græja í þetta?
byrja líklegast með 2x nvme 1tb(Storage pool) og 2x 4tb diska í SHR, þá er seinna meir pláss fyrir 2x fleirri HDD þegar ég þarf meira pláss.
Væri til í að heyra ykkar skoðun á þessu, sérstaklega ef ég er alveg út á túni!