Sjónvarpskaup - hvað er best?
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1130
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Sjónvarpskaup - hvað er best?
Jæja, nú á að fá sér nýtt sjónvarp Við erum að leita að góðu tæki sem er 50", með Google TV stýrikerfinu. Svo vantar mig þráðlaus heyrnartól með því sem verða að vera þannig að aðrir nálægt mér heyri ekki í þeim því ég á þráðlaus heyrnatól en það heyrist aðeins í þeim sem truflar aðra.
Svo þarf að vera pottþétt hægt að tengja heyrnartólin við sjónvarpið, veit af fólki sem keypti nýtt sjónvarp, þau áttu heyrnartól fyrir og sölumaðurinn sagði að það væri með tengi fyrir tólin (audio out) en svo kom í ljós að það tengi var ekki fyrir heyrnartól.
Okkur finnst það ekki skiptia neinu máli hvort það er OLED, QLED eða hvað þetta allt heitir, sér maður einhvern mun? Er þetta ekki bara allt góð gæði?
Það sem skiptir okkur mestu máli er að það sé 50" og að við getum verið með góð þráðlaus heyrnartól með því.
Svo þarf að vera pottþétt hægt að tengja heyrnartólin við sjónvarpið, veit af fólki sem keypti nýtt sjónvarp, þau áttu heyrnartól fyrir og sölumaðurinn sagði að það væri með tengi fyrir tólin (audio out) en svo kom í ljós að það tengi var ekki fyrir heyrnartól.
Okkur finnst það ekki skiptia neinu máli hvort það er OLED, QLED eða hvað þetta allt heitir, sér maður einhvern mun? Er þetta ekki bara allt góð gæði?
Það sem skiptir okkur mestu máli er að það sé 50" og að við getum verið með góð þráðlaus heyrnartól með því.
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1794
- Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
- Reputation: 145
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarpskaup - hvað er best?
Ég er með Philips OLED tæki sem er með Ambilight.
Viðmótið er mjög þægilegt - byggir á Android TV - og ég veit ekki hvort ég vilji fá mér annað tæki nema að það sé einnig með Ambilight, við gjörsamlega elskum þennan fídus. Þá er ég mjög ánægður með að hafa farið í OLED.
Viðmótið er mjög þægilegt - byggir á Android TV - og ég veit ekki hvort ég vilji fá mér annað tæki nema að það sé einnig með Ambilight, við gjörsamlega elskum þennan fídus. Þá er ég mjög ánægður með að hafa farið í OLED.
Síðast breytt af blitz á Sun 05. Jan 2025 12:13, breytt samtals 1 sinni.
PS4
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 923
- Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
- Reputation: 210
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarpskaup - hvað er best?
Mæli með AppleTV við sjónvarpið, svo Airpods Max eða AirPods Pro 2. Frábært að tengja.
Sjonvarpið skiptir þá minna máli, bara fara í gott LG, Sony, etc OLED sjónvarp.
Sjonvarpið skiptir þá minna máli, bara fara í gott LG, Sony, etc OLED sjónvarp.
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1130
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarpskaup - hvað er best?
blitz skrifaði:Ég er með Philips OLED tæki sem er með Ambilight.
Viðmótið er mjög þægilegt - byggir á Android TV - og ég veit ekki hvort ég vilji fá mér annað tæki nema að það sé einnig með Ambilight, við gjörsamlega elskum þennan fídus. Þá er ég mjög ánægður með að hafa farið í OLED.
Gamla sjónvarpið er einmitt Philips með Google TV og Ambilight, en það er 43", værum alveg til í eins tæki bara 50". Er bara ekki að finna það. Er þitt tæki 50"?
olihar skrifaði:Mæli með AppleTV við sjónvarpið, svo Airpods Max eða AirPods Pro 2. Frábært að tengja.
Sjonvarpið skiptir þá minna máli, bara fara í gott LG, Sony, etc OLED sjónvarp.
Við höfum engan áhuga á AppleTV. Erum mest að spá í annað hvort Samsung eða Philips, en Samsung eru víst ekki með Google TV svo þá kemur Philips eiginlega bara til greina og ég er ekki að finna það. Er rétta tækið fyrir okkur kannski ekki til?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1794
- Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
- Reputation: 145
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarpskaup - hvað er best?
DoofuZ skrifaði:blitz skrifaði:Ég er með Philips OLED tæki sem er með Ambilight.
Viðmótið er mjög þægilegt - byggir á Android TV - og ég veit ekki hvort ég vilji fá mér annað tæki nema að það sé einnig með Ambilight, við gjörsamlega elskum þennan fídus. Þá er ég mjög ánægður með að hafa farið í OLED.
Gamla sjónvarpið er einmitt Philips með Google TV og Ambilight, en það er 43", værum alveg til í eins tæki bara 50". Er bara ekki að finna það. Er þitt tæki 50"?
Ferðu ekki bara í 55"?
https://ht.is/sjonvorp-og-spilarar/sjon ... _1820-1695
PS4
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 923
- Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
- Reputation: 210
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarpskaup - hvað er best?
Eru 50" OLED nokkuð til, það fittaði ekki á móðurglerið, s.s. 48" svo 55" (Nema kannski einhver einstaka outlier.)
Re: Sjónvarpskaup - hvað er best?
Svona miðað við þínar væntingar mundi ég halda að þetta sé tækið fyrir þig.
https://rafland.is/philips-50-ambilight ... rt-tv.html
UPPFÆRT: og svo Sony fyrir heyrnartólin, er með mjög góða persónulega reynslu af þeim,
https://elko.is/voruflokkar/yfir-eyru-h ... =price_asc
K.
https://rafland.is/philips-50-ambilight ... rt-tv.html
UPPFÆRT: og svo Sony fyrir heyrnartólin, er með mjög góða persónulega reynslu af þeim,
https://elko.is/voruflokkar/yfir-eyru-h ... =price_asc
K.
Síðast breytt af kornelius á Sun 05. Jan 2025 14:32, breytt samtals 1 sinni.
Re: Sjónvarpskaup - hvað er best?
Sjálfur var ég nýlega í sjónvarpsleit og lenti á sjónvarpi sem ég er sáttur með að mestu leyti. Það er LG 144hz sjónvarp með sér stillingu fyrir tölvuleikjaspilun,
En svo fattaði ég hvað mér finnst viðmótið í sumum af þessum sjónvörpum takmarkandi, ég áttaði mig á því að ég gæti ekki sett upp RÚV appið né sýn(frá vodafone) fyrir þetta LG webos stýrikerfi, sem er stýrikerfi sem öll lg sjónvörp nota. Mikill bömmer vegna þess að við fengum sýn frítt í 3 mánuði.
Kæmi mér heldur ekki á óvart ef að Síminn sé með sama ves fyrir þetta stýrikerfi að maður þurfi að nota myndlykil sérstaklega.
Ég er svona gæi sem vill hafa allt á einum stað, ég nenni ekki þessum endalausu tækjum með 4 mismunandi fjarstýringar, ég vil intergration.
Og þá vinna sjónvörp þá keppni sem hafa AndroidTV, mig minnir að það séu einungis sony og philips. Næsta sjónvarp hjá mér verður að vera sony eða phillips vegna þessa.
Mín 2cent.
En svo fattaði ég hvað mér finnst viðmótið í sumum af þessum sjónvörpum takmarkandi, ég áttaði mig á því að ég gæti ekki sett upp RÚV appið né sýn(frá vodafone) fyrir þetta LG webos stýrikerfi, sem er stýrikerfi sem öll lg sjónvörp nota. Mikill bömmer vegna þess að við fengum sýn frítt í 3 mánuði.
Kæmi mér heldur ekki á óvart ef að Síminn sé með sama ves fyrir þetta stýrikerfi að maður þurfi að nota myndlykil sérstaklega.
Ég er svona gæi sem vill hafa allt á einum stað, ég nenni ekki þessum endalausu tækjum með 4 mismunandi fjarstýringar, ég vil intergration.
Og þá vinna sjónvörp þá keppni sem hafa AndroidTV, mig minnir að það séu einungis sony og philips. Næsta sjónvarp hjá mér verður að vera sony eða phillips vegna þessa.
Mín 2cent.
Síðast breytt af gilli666 á Mán 06. Jan 2025 14:08, breytt samtals 1 sinni.
Re: Sjónvarpskaup - hvað er best?
Taktu OLED engin spurning.
Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6357
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarpskaup - hvað er best?
Þú ættir að fara í Elko eða næstu raftækjaverslun sem er með svipuð tæki hlið við hlið með mismunandi panel tækni, þeas LCD/LED/QLED/OLED. Það er verulegur munur við að fara í OLED. Eftir að hafa farið í OLED sjálfur fer ég seint til baka í síðri tækni.
Re: Sjónvarpskaup - hvað er best?
Sá TCL OLED tæki í Costco á mjög góðum verðum, minnir að 55 " hafi verið á 139.000
Re: Sjónvarpskaup - hvað er best?
Munurinn á OLED og þessu QLED er bara eins og dagur og nótt. Elska við OLED er perfect black level.
Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR
-
- Nýliði
- Póstar: 15
- Skráði sig: Sun 22. Ágú 2021 16:18
- Reputation: 3
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarpskaup - hvað er best?
brain skrifaði:Sá TCL OLED tæki í Costco á mjög góðum verðum, minnir að 55 " hafi verið á 139.000
Það hefur verið QLED en ekki OLED.
-
- Gúrú
- Póstar: 569
- Skráði sig: Lau 21. Sep 2019 22:53
- Reputation: 72
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarpskaup - hvað er best?
brain skrifaði:Sá TCL OLED tæki í Costco á mjög góðum verðum, minnir að 55 " hafi verið á 139.000
Var í costco, það er Mini Led, c805 útgafa sem ég sá allavegana
Ryzen 9 3900
RTX 3080 10Gb
32gb ddr4 3600mhz
1440p 180hz
RTX 3080 10Gb
32gb ddr4 3600mhz
1440p 180hz
Re: Sjónvarpskaup - hvað er best?
Allt þetta mini LED, LED, QLED, QNED þetta er allt bara LCD TVs, ruglandi, svo er OLED allt önnur tækni. Þannig það er bara 2 tæknir í gangi LCD og OLED fyrir þá sem vita ekki.
Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6806
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 942
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarpskaup - hvað er best?
Mikið væri ég nú sár ef ég væri búinn að vera að vinna að QLED tækninni frá því árið 1980 og fá þetta í andlitið
Miniled er líka búið að vera í þróun í allavega rúmlega áratug.
Hér er samanburður frá vélmenninu. Svo þarf bara að ákveða hvað skiptir máli.
OLED er klárlega málið ef peningar og birtustig er ekki vandamálið.
Miniled er líka búið að vera í þróun í allavega rúmlega áratug.
Hér er samanburður frá vélmenninu. Svo þarf bara að ákveða hvað skiptir máli.
OLED er klárlega málið ef peningar og birtustig er ekki vandamálið.
- Viðhengi
-
- led.png (220.46 KiB) Skoðað 788 sinnum
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 651
- Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
- Reputation: 115
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarpskaup - hvað er best?
Ég er með 3 tæki - LG OLED C2, Samsung Q75 og svo eitthvað gamalt Philips Ambilight í svefnherberginu.
LG tækið er náttúrulega geðveikt. Nota það mest fyrir PS5. Samsung er ekki með sömu myndgæði en það er samt ekki þannig að ég taki eftir því. Jú ég sé alveg mun, en það er ekki það mikill munur að ég færi mig milli herbergja til að horfa á eitthvað dót. T.d. finnst mér fjarstýringin hjá Samsung miklu betri en hjá LG.
Þegar þú ert í búðinni ertu að sjá einhvern mun á þessum tækjum, en það er sjaldnast nóg til að þú pælir eitthvað í þessu þegar þú ert kominn með eitthvað eitt tæki heim í stofu og sérð ekki samanburð. Ég myndi t.d. frekar taka tæki með Android TV þótt það væri með lægri myndgæði - bara til að hafa aðgang að öllum þessum öppum sem eru oft ekki til fyrir WebOS & Tiezen.
LG tækið er náttúrulega geðveikt. Nota það mest fyrir PS5. Samsung er ekki með sömu myndgæði en það er samt ekki þannig að ég taki eftir því. Jú ég sé alveg mun, en það er ekki það mikill munur að ég færi mig milli herbergja til að horfa á eitthvað dót. T.d. finnst mér fjarstýringin hjá Samsung miklu betri en hjá LG.
Þegar þú ert í búðinni ertu að sjá einhvern mun á þessum tækjum, en það er sjaldnast nóg til að þú pælir eitthvað í þessu þegar þú ert kominn með eitthvað eitt tæki heim í stofu og sérð ekki samanburð. Ég myndi t.d. frekar taka tæki með Android TV þótt það væri með lægri myndgæði - bara til að hafa aðgang að öllum þessum öppum sem eru oft ekki til fyrir WebOS & Tiezen.
ps5 ¦ zephyrus G14
-
- Nörd
- Póstar: 145
- Skráði sig: Fim 12. Des 2019 00:04
- Reputation: 35
- Staðsetning: 101
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarpskaup - hvað er best?
Þegar að þú tékkar á tækjunum þá þarft þú að hafa í huga að panelin eru ekki eins á milli stærða. Ég keypti mér 55" Samsung en ekki 50" eins og ég ætlaði, 55" er 120Hz og með betri myndgæði heldur en 50" sem var 60Hz en kostaði ekki miklu meira. 65" var svo 60Hz, valið var frekar auðvelt. Núna nota ég það næstum eingöngu tengt við tölvuna til að horfa á youtube og plex.
Fractal Design Pop Air - Intel I9-9900K - 32GB DDR4 3600Mhz - ASUS TUF Z390M-PRO GAMING - Asus TUF RTX4080 OC 16GB Gaming - Samsung 970 PRO 500GB M.2 - Samsung 990 EVO 2TB M.2 - Samsung 870 EVO 4TB SSD - Seagate 4TB HDD