Væntanlegir örgjörvar frá Intel árið 2005

Allt utan efnis

Höfundur
kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Væntanlegir örgjörvar frá Intel árið 2005

Pósturaf kristjanm » Fim 03. Mar 2005 20:23

Núna í vikunni var viðburðurinn Intel Developer Forum haldinn.

Þar var mikið talað um örgjörva, og þá aðallega dual-core örgjörva, og hér ætla ég að segja frá þeim.

Í öðrum fjórðungi ársins 2005 koma fyrstu dual-core örgjörvarnir frá Intel. Þeir voru áður kallaðir Smithfield, en núna hefur komið í ljós að þeir heita Pentium D.

Í upphafi koma þeir í þremur útgáfum: 2.8GHz, 3.0GHz, 3.2GHz og verða tveir 90nm Prescott kjarnar á einum kubbi. Hver kjarni hefur 1MB L2 Cache. Báðir kjarnarnir deila sama 800MHz Front Side Bus. Örgjörvarnir verða með stuðning fyrir 64 bit. Þeir verða ekki með Hyperthreading.

Einnig ætla þeir að gefa út dual-core Extreme Edition örgjörva sem verður 3.2GHz, með 800MHz Front Side Bus og Hyperthreading.

Ekki verður hægt að keyra þessa örgjörva á 915/925 kubbasettunum en þeir keyra á s775.

Árið 2006 kemur Presler, sem er arftaki Pentium D(Smithfield), og verður 65 dual-core örgjörvi með 2MB L2Cache á hvern kjarna.

Í fyrri helming ársins 2006 gefa þeir út dual-core Pentium M örgjörva, sem er kallaður Yonah og er með 2MB L2 Cache sem er deilt yfir báða kjarnana. Sá örgjörvi á að þurfa svipað mikið rafmagn og Dothan örgjörvarnir. Yonah verður byggður á 65nm framleiðslutækni.

Intel maður sagði að með því að fjölga kjörnum í örgjörvunum myndi virkni örgjörva tífaldast á næstu fjórum árum.

Ég bíð mjög spenntur eftir dual-core örgjörvum, og eflaust mjög margir aðrir líka þar sem að þeir eiga eftir að vera mjög öflugir þegar það er búið að skrifa forrit til að nýta þá.

Ef þið viljið lesa nánar um það sem gerðist á Intel Developer forum þá bendi ég á þessar hérna síður, sem fjölluðu mjög vel um atburðinn.

http://www.anandtech.com
http://www.xbitlabs.com
Síðast breytt af kristjanm á Fös 04. Mar 2005 15:42, breytt samtals 1 sinni.




goldfinger
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 10:06
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf goldfinger » Fim 03. Mar 2005 21:10

:oops: Maður þarf að fara að byrja að safna, hehehe




Ice master
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 343
Skráði sig: Mán 10. Jan 2005 22:34
Reputation: 0
Staðsetning: none
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Ice master » Fim 03. Mar 2005 21:15

Ég var að safna money komin með 350 þús, en ætti ég frekar biða eftir þessa dual intel core örrana eða frekar að fá mér fx 50 seriuna frá Amd. ?


ég er bannaður...takk GuðjónR


Höfundur
kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kristjanm » Fim 03. Mar 2005 21:18

Ice master skrifaði:Ég var að safna money komin með 350 þús, en ætti ég frekar biða eftir þessa dual intel core örrana eða frekar að fá mér fx 50 seriuna frá Amd. ?


Ef ég væri í þínum sporum myndi ég bíða eftir dual-core og fá þér annað hvort frá Intel eða AMD. Desktop dual-core örgjörvar frá AMD eiga að koma í þriðja fjórðungi, aðeins seinna en frá Intel.

Ég er sjálfur að bíða þangað til í sumar, þá kaupi ég mér sennilega 3.0GHz dual-core Pentium D.




Höfundur
kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kristjanm » Fös 04. Mar 2005 11:08

Ég bendi á þessa grein hérna frá Tomshardware.com, sú kom aðeins seinna og er umfjöllun um alla ráðstefnuna í heild sinni.

http://www20.tomshardware.com/business/ ... index.html