5800x óstöðugur nema hann sé keyrður án PBO


Höfundur
raggos
has spoken...
Póstar: 154
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

5800x óstöðugur nema hann sé keyrður án PBO

Pósturaf raggos » Fim 31. Okt 2024 11:10

Sælir vaktarar,
Ég hef verið að bilanagreina vélina hjá mér seinustu daga en hún var farin að frjósa reglulega og ég skildi ekkert af hverju framan af.

Það sem virðist virka til að halda vélinni stabílli er að afnema PBO eða í það minnsta setja alla kjarna á sömu tíðni frekar en að stýrast af PBO.
Ég hef yfirfarið nær allar stillingar í bios og eina leiðin til að halda stöðugleika er að setja eitt fyrir alla í tíðni.
Ég er búinn að prófa að setja bios stillingar fyrir PBO á Eco mode, setja factory AMD gildi fyrir PBO, keyra Motherboard gildin, uppfæra bios í nýjustu útgáfu, slökkva á SVM support... you name it. Eina sem virðist virka er að óvirkja PBO stjórnun.

Er einnig búinn að prófa að lækka hraða á minni úr 3600 niður í non-xmp gildi en vélin hefur að mestu verið keyrð á xmp gildunum fyrir minnið í ca 2 ár.

Hafa aðrir upplifað e-ð svipað? eru einhver trix þarna úti sem ég kannski veit ekki af og vita menn e-ð hvað getur valdið þessu? Skv internetinu er þetta mögulega degredation á örgjörva en mér finnst það eiginlega ómögulegt því vélin hefur alltaf verið í mjög light-load.

Vélin samanstendur af AMD 5800X, Asrock phantom gaming 4s x570 móðurborði og 16gb gskill ripjaws 3600 minni.




agust1337
Gúrú
Póstar: 555
Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
Reputation: 57
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: 5800x óstöðugur nema hann sé keyrður án PBO

Pósturaf agust1337 » Fim 31. Okt 2024 12:30

Hefurðu prufað að stilla handvirkt vcore?


What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.


drengurola
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 24. Apr 2020 16:00
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: 5800x óstöðugur nema hann sé keyrður án PBO

Pósturaf drengurola » Fim 31. Okt 2024 12:33

Hefurðu tök á því að prófa annað PSU? Þetta er eitt af því sem getur gerst ef aflgjafinn er með stæla.




Höfundur
raggos
has spoken...
Póstar: 154
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: 5800x óstöðugur nema hann sé keyrður án PBO

Pósturaf raggos » Fim 31. Okt 2024 13:08

drengurola skrifaði:Hefurðu tök á því að prófa annað PSU? Þetta er eitt af því sem getur gerst ef aflgjafinn er með stæla.


Það var það fyrsta sem ég gerði einmitt. Gæjinn í Kísildal sagði mér reyndar að ég væri líklega á villigötum en ég skipti samt um psu þar sem sá gamli var rúmlega 10ára Seasonic.




Höfundur
raggos
has spoken...
Póstar: 154
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: 5800x óstöðugur nema hann sé keyrður án PBO

Pósturaf raggos » Fim 31. Okt 2024 13:09

agust1337 skrifaði:Hefurðu prufað að stilla handvirkt vcore?

Ekki með PBO virkt nei. En það er handvirkt vcore þegar ég er með alla kjarna fastsetta á staka tíðni.
Er með hann á 4.5Ghz all core við 1.2V eins og er. Það er stabílt.



Skjámynd

olihar
Geek
Póstar: 842
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 193
Staða: Tengdur

Re: 5800x óstöðugur nema hann sé keyrður án PBO

Pósturaf olihar » Fim 31. Okt 2024 13:34

PBO er ekki eitthvað virkar fyrir alla CPU/móðurborð. Þetta er overclock. Er ekki bara power delivery of lítið/óstöðugt á móðurborði… eða óheppinn í sílikon lottery fyrir CPU.




drengurola
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 24. Apr 2020 16:00
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: 5800x óstöðugur nema hann sé keyrður án PBO

Pósturaf drengurola » Fim 31. Okt 2024 13:56

Það má einmitt reglulega minna fólk á að PBO/XMP/EXPO/osfrv er ekki tryggt í öllum tilfellum. Sjálfur tek ég eftir því að minn 5800x3D ræður ekki lengur við -30 all core, en hann gerði það þegar hann var glænýr.




Höfundur
raggos
has spoken...
Póstar: 154
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: 5800x óstöðugur nema hann sé keyrður án PBO

Pósturaf raggos » Fim 31. Okt 2024 14:13

olihar skrifaði:PBO er ekki eitthvað virkar fyrir alla CPU/móðurborð. Þetta er overclock. Er ekki bara power delivery of lítið/óstöðugt á móðurborði… eða óheppinn í sílikon lottery fyrir CPU.

Ég er pínu hræddur um að Silicon lottery sé málið hjá mér. Vildi líka bæta við að þegar ég meina að afvirkja PBO þá er ég í raun að tala um að autoboost virknin á Default móðurborðssettings sé afvirkjað. Ég var ekki með neinar overclock stillingar virkar fyrir örgjörvann áður en þessi vandræði hófust. Bara factory default á öllu nema minninu.




Höfundur
raggos
has spoken...
Póstar: 154
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: 5800x óstöðugur nema hann sé keyrður án PBO

Pósturaf raggos » Fim 31. Okt 2024 14:14

Einnig áhugavert í þessu hjá mér að vandræðin birtast almennt ekki þegar örgjörvinn er í load-i. Vélin frýs eiginlega bara í idle ástandi



Skjámynd

olihar
Geek
Póstar: 842
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 193
Staða: Tengdur

Re: 5800x óstöðugur nema hann sé keyrður án PBO

Pósturaf olihar » Fim 31. Okt 2024 14:17

Já það er mikið algengara, það er yfirleitt sem Single core og eða idle sem verður óstöðugt.




akij
Fiktari
Póstar: 72
Skráði sig: Sun 09. Ágú 2015 22:10
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: 5800x óstöðugur nema hann sé keyrður án PBO

Pósturaf akij » Fim 31. Okt 2024 14:31

raggos skrifaði:Einnig áhugavert í þessu hjá mér að vandræðin birtast almennt ekki þegar örgjörvinn er í load-i. Vélin frýs eiginlega bara í idle ástandi


Ég var að lenda í þessu til að byrja með. Náði að gera allt rokkstabílt með eftirfarandi:

lækka VDDP í 0.95v, prófa 0.95-1.05, PBO off, auto-overclock -> lykilatriði, í bios. Var sáttur, fraus ekki, en kom leiðinda hikst einstaka sinnum.

Endalega lausnin hjá mér var tighter timings á minninu, fiktaði með Zentimings til að finna hvað mitt combo þurfti til að keyra smooth.
Minnið hjá mér endaði í: 14-15-15-15 á 1.6v

Ég fór í gegnum allar stillingarnar, tók mig 2 mánuði að enda á þessum stað, þar sem ég var snöggur að gera allt stabílt eftir bios update.



Skjámynd

olihar
Geek
Póstar: 842
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 193
Staða: Tengdur

Re: 5800x óstöðugur nema hann sé keyrður án PBO

Pósturaf olihar » Fim 31. Okt 2024 14:35

DDR4 í 1.6V það er crazy hátt.

Hvaða hitastig er á RAM undir load?
Síðast breytt af olihar á Fim 31. Okt 2024 14:37, breytt samtals 1 sinni.




akij
Fiktari
Póstar: 72
Skráði sig: Sun 09. Ágú 2015 22:10
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: 5800x óstöðugur nema hann sé keyrður án PBO

Pósturaf akij » Fim 31. Okt 2024 14:39

olihar skrifaði:DDR4 í 1.6V það er crazy hátt.

Hvaða hitastig er á RAM undir load?


gskill trident-z, 3600mhz cl14 16gb kubbar. Þolir vel allt upp í 1.8.
Minnið var ekkert svaðalega heitt á 1.6
man ekki tölurnar, ég var með allt vatnskælt.
Síðast breytt af akij á Fim 31. Okt 2024 14:40, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

olihar
Geek
Póstar: 842
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 193
Staða: Tengdur

Re: 5800x óstöðugur nema hann sé keyrður án PBO

Pósturaf olihar » Fim 31. Okt 2024 14:40

Ertu með RAM-ið vatnskælt?




akij
Fiktari
Póstar: 72
Skráði sig: Sun 09. Ágú 2015 22:10
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: 5800x óstöðugur nema hann sé keyrður án PBO

Pósturaf akij » Fim 31. Okt 2024 14:44

olihar skrifaði:Ertu með RAM-ið vatnskælt?


nei, tridentinn var með massífri plötu og ég leiddi leiðsluna sem fór í örgjörvann í Z yfir, svo var ég með 6x viftur að yfirþrýsta kassann.
ég myndi ekki hafa áhyggjur af 1.6-1.7 á ddr4, sérstaklega gskill trident eða betri kubbunum,




akij
Fiktari
Póstar: 72
Skráði sig: Sun 09. Ágú 2015 22:10
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: 5800x óstöðugur nema hann sé keyrður án PBO

Pósturaf akij » Fim 31. Okt 2024 14:48

olihar skrifaði:DDR4 í 1.6V það er crazy hátt.

Hvaða hitastig er á RAM undir load?



https://www.gskill.com/product/165/168/ ... 7D-32GTZSW

XMP er 1.35v

OC í CL14 er 1.5v, mínir kubbar voru flottir í 1.6v, mögulega hefði ég getað fínpússað þetta niður í 1.5 með meira fikti.




Höfundur
raggos
has spoken...
Póstar: 154
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: 5800x óstöðugur nema hann sé keyrður án PBO

Pósturaf raggos » Þri 05. Nóv 2024 11:11

Smá update á þennan þráð minn ef fleiri skyldu lenda í svipuðu.
Ég náði að finna tvær leiðir sem halda örgjörvanum stöðugum en ég gat náð því bæði með því að keyra all core í ca 4500Mhz @ 1.25V eða með því að stilla PBO þannig að allir kjarnar fengju positive +15 offset.

Með stabíla vél í höndunum gat ég svo greint crash viðburði í Event logger hjá mér en undir Windows\system loggum eru atburðir í WHEA-logger sem hægt er að leita uppi þar sem APIC ID sýnir þann kjarna sem er að valda system crash.
Ég gat séð að core 0 var með lang flesta slíka eventa hjá mér og ég gat því farið að tjúna PBO með þær upplýsingar í höndunum.

Ég keyrði því upp corecycler tólið og nýtti PBO2 Tuner til að stilla til kjarnana hjá mér og greina hvenær ég væri með stöðuga vél í höndunum útfrá mismunandi single core testum í corecycler (prime95 og ycruncher_old helst). Ég hélt core 0 alltaf með frekar háu plúsgildi til að forðast kröss og er núna búinn að ná að stilla til kjarnana í eftirfarandi gildi og vélin helst stabíl við alls konar álag og performar vel: |5|-25|-15|-23|-10|-10|-25|-25|
Tengt þessum tölum þá eru core performance gildin frá AMD fyrir minn örgjörva skilgreind svona: 146,131,127,143,150,150,135,139.
Það eru því þrír efstu performance kjarnarnir sem eru búnir að rýrna á þeim 2 árum sem vélin hefur verið í gangi og þurfa því PBO gildi nær núlli eða yfir núlli.
Mæli því með að ef aðrir lenda í þessu að fókusa á að breyta PBO gildum á þá kjarna sem skora hæst og setja þá í jákvæða tölu til prófana.
Ég stillti líka inn handvirk gildi frá AMD fyrir 5800x hjá mér í BIOS en þau eru: PPT=142,TDC=95,EDC=140.
Einnig hjálpaði að lækka hæsta boost gildið með neikvæðu boost offset um 50-100Mhz.

Vonandi hjálpar þetta e-m sem telur sig vera með dauðan íhlut í vélinni hjá sér eins og ég gerði.
Síðast breytt af raggos á Þri 05. Nóv 2024 11:17, breytt samtals 1 sinni.