B0b4F3tt skrifaði:Moldvarpan skrifaði:Evrópa ráði ekki við flóttamannavandann
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að Evrópa ráði ekki við flóttamannavandann og ekki Norðurlöndin heldur. Svíar hafi gert mikil mistök á sínum tíma.
„Svíar sem ætluðu að sýna mannúð og gæsku og trúðu því að þeir gætu hjálpað þeim að aðlagast samfélaginu, það klúðraðist gjörsamlega,“ segir hann.
„Og nú er verið að skella í lás um alla Evrópu, og það er verið að skipta um ríkisstjórnir um alla Evrópu, vegna þess að fólk sættir sig ekki við það sem það horfir upp á.
Það þarf að ræða það í íslenskri pólitík, að fólk sem er hér með tímabundið dvalarleyfi og brýtur lög, að það eigi að fara úr landi. Það eru ekki allir sammála því einu sinni. Eða að fólk sem hefur fengið nei, það geti ekki gengið frjálst hérna um í samfélaginu, nei fólk er líka ósammála því,“ segir Bjarni.
Sigurður Ingi greinilega orðinn pirraður á að hans gamble með Höllu Hrund sé ekki að skila sér í auknu fylgi. X-B með tæplega 7% í könnunum.
En út frá mínu sjónarhorni í reykjanesbæ þá er þetta vandamál. Út frá mínu sjónarhorni virðist Bjarni vera sá eini að tala fyrir því að þessu þarf að breyta.
Og sama hefur verið upp á teningnum í Evrópu, hægri flokkar eru að fá sífellt meiri atkvæði í kosningum.
Mér finnst Evrópu loksins að vera átta sig á að þessi flóttamanna og hælisleitenda stefna gengur ekki upp.
Frekar skal reyna að aðstoða ríkin að vinna á vandanum í þeirra heimalandi.
Nú bý ég líka í Reykjanesbæ og mér þætti áhugavert að vita hvernig þú upplifir þetta sem vandamál hér í bænum.
Tekuru þátt í samfélaginu?
https://www.vf.is/frettir/flottamenn-i-reykjanesbae-voru-ellefu-hundrud-i-desember Ég tel að þeim hafi lítið sem ekkert fækkað 2024, jafnvel fjölgað ef eitthvað er.
https://www.visir.is/g/20242581192d/segir-ibua-reykjanesbaejar-bua-vid-ogn-vegna-fjolda-haelisleitendaBæjarbúar hafa verið að upplifa sig óörugga í verslunarkjörnum, strætó og í göngu við heimili sín. Einhversstaðar verður þetta fólk að vera, og það safnast oft saman þar sem er "frítt" að hanga. Þetta ástand er einkum verst á Ásbrú í Reykjanesbæ, þar eru heilu blokkirnar leigðar undir þetta fólk. Þetta er ekki að reyna aðlagast samfélaginu. Íslendingar komast varla að hjá Fjölskylduhjálp íslands vegna þessa fólks, sem dæmi.
Vandamálin eru gríðarlega mörg, þetta er bara það sem mér dettur fyrst í hug, ef þú hefur áhuga á samfélaginu, farðu út úr húsi og sjáðu þetta sjálfur. Talaðu við fólk.
https://www.nutiminn.is/frettir/allt-a-sudupunkti-i-reykjanesbae-haelisleitendur-beita-itrekad-ofbeldi-i-skolanum-myndband/Ofbeldi hefur færst í aukana, innan skóla sem utan hans.
Það vita allir að við getum ekki tekið við endalaust af þessum flótta/hælisleitendum, en það getur enginn gefið upp tölu hvað kerfir þolir marga.
Mörg bæjarfélög taka ekki þátt í þessu, neita að taka við þessu fólki. Garðabær sem dæmi. Það býr ekki neinn flóttamaður eða hælisleitandi þar.