Sælir.
Ég lenti í þeim skemmtilegu aðstæðum að mér áskotnaðist alveg verulegt safn af alvöru vél- og rafbúnaði fyrir stór robotics/control/motion verkefni, svo mikið að mér endist ekki ævin í (né hef nógu mikinn tíma til) að finna verkefni fyrir þetta allt.
Erum að tala um (örugglega) heilt Festo kerfi, 3-4 stk af EMMS-AS-70-M-LS-RS servo motors með motor controllers, allar snúrur og jaðarbúnaður (HMI operator unit, skynjarar, motion terminal, input modules, power supplies etc. etc.), einnig 2 minni festo stepper mótorar með linear drive.
Allskonar stærðir af AC/DC servo mótorar með drifum, stepper mótorar, power supplies 3 phase VFD's, 3 phase Peeimoger gírmótorar og alveg heill hellingur af meðal og risastórum ball screws, album hér með myndum af hluta af dótinu (já það er meira til, hardware fyrir mótora, bearing blocks, couplers, beltapulleys, allskonar grams): https://photos.app.goo.gl/dD3PJDvV88TS1mvL9
Hef eitthvað verið að spá hvort ég geti komið einhverju í verð en þá flækist málið, er Ebay með tilheyrandi veseni eina leiðin eða leynast einhvernstaðar íslenskir nördar sem gætu þurft svona dót í t.d. alvöru heimasmíðaðan CNC fræs eða annað?
Er til einhver facebook grúppa fyrir ALVÖRU bílskúrsnörda?
Hvar leynast nördarnir sem þurfa alvöru robotics/control vélbúnað?
-
- Kóngur
- Póstar: 6484
- Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
- Reputation: 312
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hvar leynast nördarnir sem þurfa alvöru robotics/control vélbúnað?
ok.. ég sá þennann póst og hugsaði strax; "Hei.. Þetta gæti verið eitthvað fyrir Hjört!"
Skoðaði svo myndaalbúmið og sá að þú settir þetta inn
Skoðaði svo myndaalbúmið og sá að þú settir þetta inn
"Give what you can, take what you need."
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 34
- Skráði sig: Lau 18. Apr 2009 22:43
- Reputation: 0
- Staða: Tengdur
Re: Hvar leynast nördarnir sem þurfa alvöru robotics/control vélbúnað?
gnarr skrifaði:ok.. ég sá þennann póst og hugsaði strax; "Hei.. Þetta gæti verið eitthvað fyrir Hjört!"
Skoðaði svo myndaalbúmið og sá að þú settir þetta inn
Haha, mig vantar að finna fleiri vitleysinga eins og mig
Re: Hvar leynast nördarnir sem þurfa alvöru robotics/control vélbúnað?
Oooohhhhhhh.... dótadagur!!!!! Ég væri sko til í að hafa meiri tíma, peninga og pláss fyrir svona dót. Er hálfnaður með fræsara úr MDF sem átti að vera tilbúinn fyrir nokkrum árum síðan, en svo koma 3d prentari og klóraði í kláðann.
En, hálf tengt, veit einhver hvort það sé hægt að fá svona ál prófíla einhversstaðar á íslandi? Leiðinlega stórt til að fá sent og oft væri ég til í að geta keypta bara styttri einingar með skömmum fyrirvara. Hef nokkrum sinnum leitað en aldrei fengið nein svör.
En, hálf tengt, veit einhver hvort það sé hægt að fá svona ál prófíla einhversstaðar á íslandi? Leiðinlega stórt til að fá sent og oft væri ég til í að geta keypta bara styttri einingar með skömmum fyrirvara. Hef nokkrum sinnum leitað en aldrei fengið nein svör.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 385
- Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
- Reputation: 77
- Staða: Ótengdur
Re: Hvar leynast nördarnir sem þurfa alvöru robotics/control vélbúnað?
Þetta myndasafn er nú bara svo mikið porn að maður er farinn að snerta sig......
Draumurinn minn hefur verið lengi að smíða mér cnc bekk sem ég gæti notað bæði til að fræsa málm og eins til að keyra plasmaskurðarvélina mína.
Það eru akkurat servo mótorar oþh sem ég hef viljað hafa í því en ekki steppermotorar sem týna talningu um leið og einhver átök verða.
Verst að ég veit ekkert hvaða hardware ég þarf í svoleiðis project svo ég þekki ekki neitt af þessum speccum og myndum sem þú ert að sýna þarna.
Ég kanski helli mér út í það og fæ að vera í bandi við þig varðandi einhverja hluti.
Draumurinn minn hefur verið lengi að smíða mér cnc bekk sem ég gæti notað bæði til að fræsa málm og eins til að keyra plasmaskurðarvélina mína.
Það eru akkurat servo mótorar oþh sem ég hef viljað hafa í því en ekki steppermotorar sem týna talningu um leið og einhver átök verða.
Verst að ég veit ekkert hvaða hardware ég þarf í svoleiðis project svo ég þekki ekki neitt af þessum speccum og myndum sem þú ert að sýna þarna.
Ég kanski helli mér út í það og fæ að vera í bandi við þig varðandi einhverja hluti.
Re: Hvar leynast nördarnir sem þurfa alvöru robotics/control vélbúnað?
thorhs skrifaði:Oooohhhhhhh.... dótadagur!!!!! Ég væri sko til í að hafa meiri tíma, peninga og pláss fyrir svona dót. Er hálfnaður með fræsara úr MDF sem átti að vera tilbúinn fyrir nokkrum árum síðan, en svo koma 3d prentari og klóraði í kláðann.
En, hálf tengt, veit einhver hvort það sé hægt að fá svona ál prófíla einhversstaðar á íslandi? Leiðinlega stórt til að fá sent og oft væri ég til í að geta keypta bara styttri einingar með skömmum fyrirvara. Hef nokkrum sinnum leitað en aldrei fengið nein svör.
Ef þú ert að tala um Minitec álprófíla þá vorum við að nota þetta mjög mikið þegar ég starfaði hjá Össuri, mig minnir að á þeim tíma hafi þeir verið fluttir inn beint að utan en ef þig vantar eitthvað smotterí er örugglega hægt að blikka einhvern þar og fá einhverja afganga.
Á sínum tíma átti ég t.d heima þar sem barnaherbergi var mjög lítið og smíðaði ég rúm fyrir mig inn í barnaherbergi úr svona prófílum þar sem standard rúm passaði bara ekki.
Síðast breytt af Knud á Mán 28. Okt 2024 21:36, breytt samtals 1 sinni.
Re: Hvar leynast nördarnir sem þurfa alvöru robotics/control vélbúnað?
Takk fyrir gott boð, ég er ekki með neitt á prjónunum núna en takk fyrir gott boð. Hef það kanski í huga næst þegar kláðinn kemur.
Ég var bara að leita að 20x20, 40x40 eða álíka... eða í raun bara hverju sem er. Sýnist malmtaekni.is hafa einhverja álprófíla í boði, mögulega var ég bara blindur á sínum tíma
Ég var bara að leita að 20x20, 40x40 eða álíka... eða í raun bara hverju sem er. Sýnist malmtaekni.is hafa einhverja álprófíla í boði, mögulega var ég bara blindur á sínum tíma
-
- Fiktari
- Póstar: 85
- Skráði sig: Sun 22. Jan 2017 03:42
- Reputation: 33
- Staða: Ótengdur
Re: Hvar leynast nördarnir sem þurfa alvöru robotics/control vélbúnað?
thorhs skrifaði:Takk fyrir gott boð, ég er ekki með neitt á prjónunum núna en takk fyrir gott boð. Hef það kanski í huga næst þegar kláðinn kemur.
Ég var bara að leita að 20x20, 40x40 eða álíka... eða í raun bara hverju sem er. Sýnist malmtaekni.is hafa einhverja álprófíla í boði, mögulega var ég bara blindur á sínum tíma
Málmtækni eða GA smíðajárn til dæmis.
CPU: Intel Core i7 6700 @ 3.4Ghz MB: Gigabyte Z170X Gaming 5 GPU: Gigabyte GTX1070 G1 Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 4x8GB 3200Mhz CPU Cooler: Cooler Master Hyper T4 PSU: Phanteks Revolt Pro 850W Case: NZXT H440W Silent
-
- Nýliði
- Póstar: 1
- Skráði sig: Mán 21. Okt 2024 10:47
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Hvar leynast nördarnir sem þurfa alvöru robotics/control vélbúnað?
Facebook hópar eins og "DIY CNC Projects", "Home Built Robotics" og "Home Shop Machinist" hafa oft áhugamenn sem leita að alvöru vélbúnaði.
Íhugaðu einnig markaðstorg eins og Craigslist, staðbundin framleiðandasvæði eða íslenska tækni-/DIY hópa á Facebook til að finna bílskúrsnörda sem hafa áhuga á að kaupa eða eiga viðskipti.
Íhugaðu einnig markaðstorg eins og Craigslist, staðbundin framleiðandasvæði eða íslenska tækni-/DIY hópa á Facebook til að finna bílskúrsnörda sem hafa áhuga á að kaupa eða eiga viðskipti.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvar leynast nördarnir sem þurfa alvöru robotics/control vélbúnað?
Einn daginn mun ég hafa meira en átta mínútur í frítima á daginn. Þá er ég til í að smíða sjálfsala úr þessu.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB