Nýting vindorku á Íslandi

Allt utan efnis

Höfundur
Zensi
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mán 10. Apr 2023 00:22
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Nýting vindorku á Íslandi

Pósturaf Zensi » Mið 23. Okt 2024 14:47

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2024/10/23/vindorka_hagkvaemasti_kosturinn/

Eru ráðamenn þjóðarinnar orðnir snargalnir (svosem ekkert nýtt)

Afhverju þessar ljótu vindmyllur sem nú á að eyðileggja útlit nátturunnar með, líka slátra fuglum sem í myllunum lenda í þúsunda vís á ári (ætli rjúpnaveiðimenn og nátturuverndarsinnar verði ekki fúlir?) og svo má ekki gleyma að efniviðurinn í blöðunum er óendurvinnanlegur með öllu og því er verið að troða þessu í landfyllingar útum allann heim þegar þetta er úr sér gengið.

Eigum nóg af jarðvarma til að virkja og þetta er hálfgalið miðað við kostnað, viðhald sem fylgir þessu og fleira.
Er stóriðjan að fara fram á þetta og endar þetta ekki á að raforkuneytandinn þarf að borga fyrir gríðarháann kostnaðinn við að reka þetta?

Góð hugmynd?

*Edit*

Svo talar hún um að banna Bitcoin gagnaver ogsfrv, er hún Auður ekki inní loopunni með hvað er að gerast í alþjóða bankakerfinu með CBDC og Blockchain? Nú á að færa öll alþjóðleg og regional rafræn peningaviðskipti í Blockchain sem á eftir að þurfa fjölgun Blockchain raforkuvera um ca 10.000% um allann heim þar sem ledgerinn verður nú töluvert stærri en BTC ledgerinn.
Þeir eru byrjaðir í Indlandi nú þegar með CBDC ledgerinn til prófanna fyrir global rollout.

Endum við öll með vindmyllu oná húsinu til að knýja reiknikerfi viðskiptabankanna og hamstrahjól í bílskúrnum til að halda ofninum og sjónvarpinu í gangi?
Síðast breytt af Zensi á Mið 23. Okt 2024 14:54, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7631
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1196
Staða: Ótengdur

Re: Nýting vindorku á Íslandi

Pósturaf rapport » Mið 23. Okt 2024 15:12

Zensi skrifaði:Svo talar hún um að banna Bitcoin gagnaver ogsfrv, er hún Auður ekki inní loopunni með hvað er að gerast í alþjóða bankakerfinu með CBDC og Blockchain? Nú á að færa öll alþjóðleg og regional rafræn peningaviðskipti í Blockchain sem á eftir að þurfa fjölgun Blockchain raforkuvera um ca 10.000% um allann heim þar sem ledgerinn verður nú töluvert stærri en BTC ledgerinn.
Þeir eru byrjaðir í Indlandi nú þegar með CBDC ledgerinn til prófanna fyrir global rollout.


CBDC verður ekki public og ekki fyrir "consumer transactions" bara uppgjör milli banka.



Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 798
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Nýting vindorku á Íslandi

Pósturaf Baldurmar » Mið 23. Okt 2024 15:23

Eina sem ég hef út á vindmyllur að setja er að það stefnir í að þetta verði stærsta einkavæðing á raforkuframleiðslu á Íslandi hingað til.
Íslenska Ríkið á að eiga svona innviði.

Fugladauði virðist nú vera óverulegur í stóra samhenginu, rannsóknir og talningar á fugladauða við vindmyllur sýna að það séu á bilinu 4-18 fuglar per vindmyllu á ári sem drepast í kringum vindmyllurnar. Amk færri en per útikött samkvæmt rannsóknum (1)

Endurnýting spaðanna er svo á góðri vegferð, það er t.d verið að nota trefjaplastið úr þeim í sementsframleiðslu (2)
Það er verið að nota "pyrylisis" (hár hiti í súrefnissnauðu umhverfi, sama og sjálfhreinsandi ofn gerir) til að "aðskilja" glertrefjarnar og resin efnin sem halda þeim saman. (3)

Það er líka sjón mengun af annarsskonar virkjunum, það er enginn að reyna að halda því fram að Kárahnjúkar, Nesjavellir eða Hellisheiði séu fallegri eftir virkjanir en fyrir.

Er ekki einmitt verið að tala um það í fréttinni að þessar tölur OS eru ekki að passa inn í það sem að fyrirtækin sem ætla sér að byggja vindmyllur eru búin að reikna út ?

Góð hugmynd.

** Slökka á bitcoin netinu, málið dautt.

(1): https://www.sustainabilitybynumbers.com ... ird-deaths
(2): https://cen.acs.org/environment/recycli ... es/100/i27
(3): https://www.energy.gov/eere/wind/articl ... ty-support


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - AMD 7900XTX


Höfundur
Zensi
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mán 10. Apr 2023 00:22
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Nýting vindorku á Íslandi

Pósturaf Zensi » Mið 23. Okt 2024 15:31

rapport skrifaði:
Zensi skrifaði:Svo talar hún um að banna Bitcoin gagnaver ogsfrv, er hún Auður ekki inní loopunni með hvað er að gerast í alþjóða bankakerfinu með CBDC og Blockchain? Nú á að færa öll alþjóðleg og regional rafræn peningaviðskipti í Blockchain sem á eftir að þurfa fjölgun Blockchain raforkuvera um ca 10.000% um allann heim þar sem ledgerinn verður nú töluvert stærri en BTC ledgerinn.
Þeir eru byrjaðir í Indlandi nú þegar með CBDC ledgerinn til prófanna fyrir global rollout.


CBDC verður ekki public og ekki fyrir "consumer transactions" bara uppgjör milli banka.


Ertu viss?

Samkvæmt þessu https://www.edps.europa.eu/system/files/2023-03/23-03-29_techdispatch_cbdc_en.pdf er talað um að almenningur noti CBDC beint af ledger seðlabanka, m.a. í viðskiptum við fyrirtæki og í beinum færslum milli fólks.

T.d.:

"
A central bank digital currency (CBDC) is a digital form of public money issued by a central
bank. Essentially, a CBDC system consists of individuals and companies having access to
a digital currency put at their disposal for transactions and savings accounts by their home
country’s central bank. A distinction can be made between retail CBDC, available to citizens
and companies, and wholesale CBDC, only available to financial actors. In this TechDispatch,
we will mainly refer to the retail CBDC."

Þannig að CBDC, er einnig, retail og byggður á institutional CBDC.
Cash is going out, very very soon.




Höfundur
Zensi
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mán 10. Apr 2023 00:22
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Nýting vindorku á Íslandi

Pósturaf Zensi » Mið 23. Okt 2024 15:41

Baldurmar skrifaði:
Fugladauði virðist nú vera óverulegur í stóra samhenginu, rannsóknir og talningar á fugladauða við vindmyllur sýna að það séu á bilinu 4-18 fuglar per vindmyllu á ári sem drepast í kringum vindmyllurnar. Amk færri en per útikött samkvæmt rannsóknum (1)

Endurnýting spaðanna er svo á góðri vegferð, það er t.d verið að nota trefjaplastið úr þeim í sementsframleiðslu (2)
Það er verið að nota "pyrylisis" (hár hiti í súrefnissnauðu umhverfi, sama og sjálfhreinsandi ofn gerir) til að "aðskilja" glertrefjarnar og resin efnin sem halda þeim saman. (3)

Það er líka sjón mengun af annarsskonar virkjunum, það er enginn að reyna að halda því fram að Kárahnjúkar, Nesjavellir eða Hellisheiði séu fallegri eftir virkjanir en fyrir.


Já þetta er nú ekki verulegur fjöldi af fuglum per vindmyllu en er nokkuð viss um að Örninn vinnur í slag við heimilisköttinn öfugt við vindmylluna :shock:

Sammála því að nánast öll mannleg virki eyðileggi ásýnd nátturu, en óneitanlega munu 1500 stk af vindmyllum vera töluvert meiri sjónmengum en lágreist varmaver :)




Viggi
FanBoy
Póstar: 755
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 117
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýting vindorku á Íslandi

Pósturaf Viggi » Mið 23. Okt 2024 16:30

Sé ekki ástæðu af hverju þetta er ekki í lagi upp í miðri eyðimörk eins og hálendið þarna er. Fólk þarf alveg að fara sérferð þarna til þess að hneykslast :)


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.

Skjámynd

Oddy
Tölvutryllir
Póstar: 675
Skráði sig: Sun 12. Jan 2020 20:34
Reputation: 45
Staðsetning: Akureyri
Staða: Tengdur

Re: Nýting vindorku á Íslandi

Pósturaf Oddy » Mið 23. Okt 2024 17:24

Því fjölbreyttari leiðir til að afla orku hlýtur að auka öryggi þjóðarinnar. Langflestar virkjanir/verksmiðjur eru sjónmengun en samt þurfum við á þeim að halda. Jöklarnir eru ekki endalaus leið til að afla orku, vindurinn er nokkuð örugglega ekki að hverfa. Mér persónulegs finnst ekki gáfulegt að selja alla þessa orku til gagnavera þegar það er ekki nóg orka aflögu. Það er mjög langt síðan það var ljóst að orkuskortur væri í myndinni en ekkert gert nema þá helst að selja meiri orku. Þjóðin þarf meiri orku og sú þörf eykst áfram, nýjar leiðir eru oft góðar ef vel er haldið á spilunum.



Skjámynd

ekkert
has spoken...
Póstar: 171
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Re: Nýting vindorku á Íslandi

Pósturaf ekkert » Mið 23. Okt 2024 17:59

CBDC myndi varla nota proof-of-work, það er engin þörf á því?


AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030


Kull
Nörd
Póstar: 132
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 19:03
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Nýting vindorku á Íslandi

Pósturaf Kull » Mið 23. Okt 2024 19:07

Viggi skrifaði:Sé ekki ástæðu af hverju þetta er ekki í lagi upp í miðri eyðimörk eins og hálendið þarna er. Fólk þarf alveg að fara sérferð þarna til þess að hneykslast :)

Það væri auðvitað lang skynsamlegast, enda alltaf vindur þarna. En ástæðan er bara að sveitarfélögin vilja fá þetta í sinn bakgarð til að geta sett gjöld á þetta og fengið inn peninga til sín.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7631
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1196
Staða: Ótengdur

Re: Nýting vindorku á Íslandi

Pósturaf rapport » Mið 23. Okt 2024 19:41

Zensi skrifaði:
rapport skrifaði:
Zensi skrifaði:Svo talar hún um að banna Bitcoin gagnaver ogsfrv, er hún Auður ekki inní loopunni með hvað er að gerast í alþjóða bankakerfinu með CBDC og Blockchain? Nú á að færa öll alþjóðleg og regional rafræn peningaviðskipti í Blockchain sem á eftir að þurfa fjölgun Blockchain raforkuvera um ca 10.000% um allann heim þar sem ledgerinn verður nú töluvert stærri en BTC ledgerinn.
Þeir eru byrjaðir í Indlandi nú þegar með CBDC ledgerinn til prófanna fyrir global rollout.


CBDC verður ekki public og ekki fyrir "consumer transactions" bara uppgjör milli banka.


Ertu viss?

Samkvæmt þessu https://www.edps.europa.eu/system/files/2023-03/23-03-29_techdispatch_cbdc_en.pdf er talað um að almenningur noti CBDC beint af ledger seðlabanka, m.a. í viðskiptum við fyrirtæki og í beinum færslum milli fólks.

T.d.:

"
A central bank digital currency (CBDC) is a digital form of public money issued by a central
bank. Essentially, a CBDC system consists of individuals and companies having access to
a digital currency put at their disposal for transactions and savings accounts by their home
country’s central bank. A distinction can be made between retail CBDC, available to citizens
and companies, and wholesale CBDC, only available to financial actors. In this TechDispatch,
we will mainly refer to the retail CBDC."

Þannig að CBDC, er einnig, retail og byggður á institutional CBDC.
Cash is going out, very very soon.


Ég var viss, nú er ég ekki lengur viss.

Fékk einhvern fyrirlestur um þetta á sínum tíma og þá var alveg tekið fyrir að þetta yrði fyrir almenna posanotkun fólks.



Skjámynd

olihar
Geek
Póstar: 842
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 193
Staða: Tengdur

Re: Nýting vindorku á Íslandi

Pósturaf olihar » Mið 23. Okt 2024 23:52

Það er skynsamlegt að leyfa Landsvirkjun að virkja vindinn á stöðum nálægt vatnsaflsvirkjunum, þá eru uppistöðulónin rafhlöðurnar og vernda kerfið fyrir höggum.

Það er galið að einkavæða kerfið og setja upp vindmyllur án nokkurskonar buffer og mun valda gríðarlegu flökti, orku hent og orku vantar.

Það verður að hugsa þetta í samhengi við hina innviðina.
Síðast breytt af olihar á Mið 23. Okt 2024 23:53, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1021
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 206
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Nýting vindorku á Íslandi

Pósturaf Jón Ragnar » Fim 24. Okt 2024 08:37

Alveg magnaður þessi áróður gegn vindorku.

Algengast að samskonar fólk sem er á móti vindorku og á ameríska V8 dísel pickupa (miðað við mína búbblu á netinu)


Hef séð varðandi vindmyllur og fugladauða að einn spaðinn hefur verið málaður öðrum lit og fuglar eigi mun betra með að sjá og forðast.

Þetta er 100% ókeypis orka, þarf bara að grípa hana úr lofti!


Einnig heyrði ég alveg fáránleg rök gegn vindmyllugarði við Sandskeið að það myndi hafa mikil áhrif á aðflug á Keflavíkurflugvelli en það er alveg svo snargalið að því tekur ekki að ræða :)



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video