Custom workstation vélar

Skjámynd

Höfundur
gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 726
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 43
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Custom workstation vélar

Pósturaf gRIMwORLD » Sun 20. Okt 2024 23:00

Hverjir hérna heima eru í custom workstation vélum? (ef það er einhver þeas)

Kominn tími til að uppfæra tvær vélar sem ég setti í notkun 2012 og 2014 og þar sem nr one var alltaf stability þá hafa þessar vélar varla hikstað í 24/7 keyrslu.

Hef mikið verið að skoða til þess sem https://www.pugetsystems.com/ er að setja í vélarnar hjá sér. Af þeim system builderum sem ég hef lesið mér til um þá eru þessir með rosalega gott orð fyrir quality builds og config.

Eru td einhverjir hérna sem eru að selja Asus ProArt línuna í móðurborðum?


IBM PS/2 8086

Skjámynd

Blues-
spjallið.is
Póstar: 400
Skráði sig: Þri 09. Maí 2006 01:16
Reputation: 18
Staðsetning: /usr/local
Staða: Ótengdur

Re: Custom workstation vélar

Pósturaf Blues- » Sun 20. Okt 2024 23:52

Ég er búinn að vera með IBM / Lenovo vinnustöðvar síðustu 15 ár og þessar vélar hafa ekki verið að slá feilpúst.
Er nú búinn að uppfæra í þessa > Lenovo P3 og hún er virkilega smooth.
Keyri reyndar linux á vélinni og hún er að performa eins og draumur.

Það er ágætt að vera með innlendan þjónsutuaðila á svona dýrum vinnustöðvum ef eitthvað kemur uppá, en það hefur ekki gerst hingað til.
Veit að þetta er ekki custom en það er spurning hverju þú ert að leita að aukalega með einhverju custom buildi ?
Síðast breytt af Blues- á Sun 20. Okt 2024 23:54, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

olihar
Geek
Póstar: 842
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 193
Staða: Tengdur

Re: Custom workstation vélar

Pósturaf olihar » Mán 21. Okt 2024 12:00

Ég hef verið að setja þessar vélar saman sjálfur, t.d. notað ProArt borðin.

Notað t.d. P620 vélarnar frá Lenovo sem keyptar eru í gegnum Origo, sem hefur gengið ágætlega, en þú færð núll support frá Origo, þarft yfirleitt að sækja út beint eða í gegnum Origo.

Puget eru flottir en svo eru líka Falcon North West mjög flottir, gott support og vönduð vinnubrögð.

https://www.falcon-nw.com/


RAK er næs t.d.
https://www.falcon-nw.com/desktops/rak
Síðast breytt af olihar á Mán 21. Okt 2024 12:00, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Custom workstation vélar

Pósturaf Daz » Mán 21. Okt 2024 13:40

Ég er almennt aðdándi Lenovo véla, en að Origo sé að selja tölvur á rúma milljón sem hafa bara gigabit ethernet er lélegur brandari!



Skjámynd

olihar
Geek
Póstar: 842
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 193
Staða: Tengdur

Re: Custom workstation vélar

Pósturaf olihar » Mán 21. Okt 2024 13:52

Já það er einmitt mjög spes, sama með P620 vélarnar, það er bara 1 stk 10Gb port a tölvunni. 10Gb chippið er líka á meingölluðum stað, ef þú ert rendera á CPU og flytja gögn í gegnum Network á sama tíma crashar Network kortið og engin leið til þess að fá aftur í gang nema restart.



Skjámynd

Höfundur
gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 726
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 43
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Custom workstation vélar

Pósturaf gRIMwORLD » Mán 21. Okt 2024 14:01

Önnur vélin er einmitt thinkstation S30 vél, hin er samsett.
Vandamálið hjá Origu er kannski helst að betur spekked vélar eru alltaf bundlaðar með fokdýrum quadro kortum.
Mun kannski hinkra í örfáa mánuði til að sjá hvernig Arrow Lake kemur út.


IBM PS/2 8086

Skjámynd

olihar
Geek
Póstar: 842
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 193
Staða: Tengdur

Re: Custom workstation vélar

Pósturaf olihar » Mán 21. Okt 2024 14:07

Þú þarft s.s. Ekki Threadripper eða Xeon vélar?

Ég myndi þá bara henda í ProArt X870E og 9950X vél. Gætir sett CPU í low power mode, er með 2 möguleika þarf ef þú þarf ekki 100% CPU kraft. Er þarna með möguleika á 192GB RAM ef þú þarft.

Þarftu GPU?



Skjámynd

Höfundur
gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 726
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 43
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Custom workstation vélar

Pósturaf gRIMwORLD » Mán 21. Okt 2024 18:36

Þetta er mest Photoshop/Indesign vinna og það verður mögulega meiri Premiere/DaVinci í framtíðinni, svo já Threadripper/Xeon er mögulega overkill, alveg klárlega overkill í price. Quadro er ekki að gera neitt meira en GeForce í td PS/ID.
ECC ram er líka eitthvað sem ég myndi vilja hafa í vélunum, var að lesa að Arrow Lake consumer væru td ekki með ECC stuðning, en það yrði í Enterprise borðum.


IBM PS/2 8086

Skjámynd

olihar
Geek
Póstar: 842
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 193
Staða: Tengdur

Re: Custom workstation vélar

Pósturaf olihar » Mán 21. Okt 2024 19:28

ECC krafan er ekki eins nauðsynleg eftir að DDR5 kom. En ef það er alveg must þá er einmitt töluvert mörg borð með ECC stuðning fyrir 9950X. Það er reyndar smá magnað að t.d. ProArt borðið er ekki með ECC Support.

Hérna var farið vel yfir features á borðum.





Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 511
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Custom workstation vélar

Pósturaf Sinnumtveir » Þri 22. Okt 2024 19:41

olihar skrifaði:ECC krafan er ekki eins nauðsynleg eftir að DDR5 kom. En ef það er alveg must þá er einmitt töluvert mörg borð með ECC stuðning fyrir 9950X. Það er reyndar smá magnað að t.d. ProArt borðið er ekki með ECC Support.

....



Nei, vægi alvöru ECC er síst minna í DDR5 en öðrum minnisstöðlum. On-chip ECC í mörgum DDR5 er ekki enda til enda og þjónar þeim tilgangi að breiða yfir galla og/eða gera kleyft að keyra spennuna á minninu niður án þess að fá fleiri villur en fínt virkandi DDR5 á eðlilegri spennu.