Alþingiskosningar 2024

Allt utan efnis

Hvað er ætlunin að kjósa í alþingiskosningum 2025 (að öllu óbreyttu) ?

(B) Framsóknarflokkurinn
1
1%
(C) Viðreisn
33
22%
(D) Sjálfstæðisflokkurinn
7
5%
(F) Flokkur fólksins
11
7%
(J) Sósíalistaflokkur Íslands
5
3%
(M) Miðflokkurinn
32
22%
(P) Píratar
14
9%
(S) Samfylkingin
30
20%
(V) Vinstri hreyfingin – grænt framboð
1
1%
(?) Lýðræðisflokkurinn
4
3%
Skila auðu
5
3%
Ætla ekki að kjósa
5
3%
 
Samtals atkvæði: 148

Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2025

Pósturaf DJOli » Mán 14. Okt 2024 21:24

Við getum samt gert svo vel með því að kjósa virkilega aðila sem raunverulega ætla að reyna að bæta hlutina. Ekki bara af því þeim finnst þeir ætla að bæta hlutina, heldur vegna þess að þeir tala um hluti sem við erum amk með einhver vísindi til að styðja.

T.d. mætti vel fylgja félagsvísindum í nálgunum á innflytjendum og flóttafólki. Með heilbrigðiskerfið mætti taka mið af því hvað kerfið kostaði per haus fyrir kannski 20-25 árum, reyna að fylgja því línulega og mögulega efla um +10-15% per manneskju miðað við aukna tæknivæðingu, innleiðingu nýjunga og hreinlega bara klárs skorts á fagaðilum í geðheilbrigðis og heilbrigðismálum heilt yfir.

Við þurfum að leggjast í raunverulega greiningu á millistjórnendum. Er raunveruleg þörf á þeim eins mikil og gefið hefur verið í skyn? Hvað eru þeir að gera hlutina mikið skilvirkari á hátt sem t.d. hugbúnaður með tölvu gæti ekki gert? Þar mætti frekar ráða nokkra nörda til að uppstokka hluta tölvukerfa svo að heilbrigðisstarfsfólk geti bara fengið spjaldtölvur í upphaf vaktar með því helsta sem gera þarf yfir daginn svo starfsfólkið þurfi ekki að liggja á stöðugu róti eða upplýsingum frá einhverjum millistjórnanda sem er á sömu tekjum en gerir raunverulega lítið annað en að bæta kannski skilvirkni um 5-10%.


Ég kýs Samfylkinguna.
Síðast breytt af DJOli á Mán 14. Okt 2024 21:25, breytt samtals 1 sinni.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7468
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1154
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2025

Pósturaf rapport » Mán 14. Okt 2024 22:58



Ha?

Býrðu ekki á landinu?

Vextir, húsnæðismál, heilbrigðismál, kjaramál, menntamál, útlendingamál, samgöngumál, opinber rekstur...

Hefur eitthvað af þessu gengið vel?

Hvað er mikið af ungu fólki fast í foreldrahúsum?

Hvað hefur dauða vegna misnotkunar á vímuefnum fjölgað mikið og sjálfsvígum?

Þessir mælikvarðar ná ekki til fólks eða þess kima samfélagsins sem það þrífst í.

Að sjá þetta versna alla daga en hverfa úr mælingum fyllir mann bara enn meira vonleysi í þessu ástandi.




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2760
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 340
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2025

Pósturaf jonfr1900 » Mán 14. Okt 2024 23:03

Mér er illa við þjóðrembuna og fasista braginn sem er kominn upp í Samfylkingunni. Þannig að ég verð líklega að kjósa Viðreisn. Það er svona næsti staður miðað við það sem ég vil. Ísland gangi í ESB og fleira þannig, þó svo að ég sé langt frá sammála öllu sem er þar er. Þetta gæti breyst en er ekki líklegt að gera það.



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 217
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2025

Pósturaf Henjo » Þri 15. Okt 2024 00:45

jonfr1900 skrifaði:Mér er illa við þjóðrembuna og fasista braginn sem er kominn upp í Samfylkingunni. Þannig að ég verð líklega að kjósa Viðreisn. Það er svona næsti staður miðað við það sem ég vil. Ísland gangi í ESB og fleira þannig, þó svo að ég sé langt frá sammála öllu sem er þar er. Þetta gæti breyst en er ekki líklegt að gera það.


Ég er eitthvað aðeins búin að detta útur og en er að heyra þetta "fasisma" dæmi í annað sinn í tengingu við Samfylkingunna. Hvaða þjóðrembu og fasisma ertu að tala um?




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2760
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 340
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2025

Pósturaf jonfr1900 » Þri 15. Okt 2024 04:16

Henjo skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Mér er illa við þjóðrembuna og fasista braginn sem er kominn upp í Samfylkingunni. Þannig að ég verð líklega að kjósa Viðreisn. Það er svona næsti staður miðað við það sem ég vil. Ísland gangi í ESB og fleira þannig, þó svo að ég sé langt frá sammála öllu sem er þar er. Þetta gæti breyst en er ekki líklegt að gera það.


Ég er eitthvað aðeins búin að detta útur og en er að heyra þetta "fasisma" dæmi í annað sinn í tengingu við Samfylkingunna. Hvaða þjóðrembu og fasisma ertu að tala um?


Þetta er það nýjasta.

Skjámynd 2024-10-15 061326.png
Skjámynd 2024-10-15 061326.png (205.9 KiB) Skoðað 930 sinnum


Síðan sat Samfylkingin hjá þegar hræðilegar breytingar voru gerðar á lögum um útlendinga fyrr á árinu.

Samfylkingin sat hjá í útlendingafrumvarpi: „Aumingjalegustu atkvæðin“ (heimildin.is)

Ég sé reyndar þarna að Viðreisn sat einnig hjá þegar þessi lög voru samþykkt og það er slæmt. Ég þarf eitthvað að skoða þetta betur hjá mér hvað ég kýs.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1565
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 242
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2025

Pósturaf depill » Þri 15. Okt 2024 06:46

jonfr1900 skrifaði:
Síðan sat Samfylkingin hjá þegar hræðilegar breytingar voru gerðar á lögum um útlendinga fyrr á árinu.

Hvað fannst þér svona vont í breytingunni ? Ég hef lesið yfir þessar breytingar og fannst þetta meira samræming miðað við Evrópskar löggjafir, þetta er ekki á móti neinu í ESB.

Hef lesið nokkru sinnum “hræðilegt”. Enn það þurfti að breyta einhverju í löggjöfinni eða breyta stórlega velferðarkerfinu á Íslandi þannig þetta er eithvað inneignarkerfi sem hefði alltaf endað hræðilega.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3159
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 544
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2025

Pósturaf Hjaltiatla » Þri 15. Okt 2024 08:26

jonfr1900 skrifaði:Mér er illa við þjóðrembuna og fasista braginn sem er kominn upp í Samfylkingunni.

Auðvelt að kasta í stóra frasa til að gera lítið úr aðilum sem maður er ekki sammála.
Síðast breytt af Hjaltiatla á Þri 15. Okt 2024 08:27, breytt samtals 1 sinni.


Just do IT
  √

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7468
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1154
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2025

Pósturaf rapport » Þri 15. Okt 2024 10:28

Hvað er rangt við "stolt þjóð"?

Ég tengi orðin "þjóð" og " þýði" = "íslensk þjóð" = allir á Íslandi.

Fyrir mér þýðir þetta bara að allir geti verið stoltir af því sem Ísland gerir og stendur fyrir.

Það er fátt fasískara en að túlka tjáningu annarra alltaf á versta veg.
Síðast breytt af rapport á Þri 15. Okt 2024 11:09, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7468
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1154
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2025

Pósturaf rapport » Þri 15. Okt 2024 11:21

Það er allskonar svona "Wintris" "Falson" skattaparadísamál sem þarf að ljóstra upp um.

https://www.dv.is/frettir/2024/10/14/sk ... ginn-sinn/

Þetta eina mál mun líklega skila miklu meira í ríkiskassann en yfirferð á kaupum og kjörum 10.000 öryrkja...

Og þetta er líklega bara peanuts í stóra samhenginu.


Viðreisn er í höndum "kúlulánadrottningarinnar"

Miðflokkurinn hjá Hr. Wintris

ofl. ofl.




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2760
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 340
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2025

Pósturaf jonfr1900 » Þri 15. Okt 2024 13:22

depill skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
Síðan sat Samfylkingin hjá þegar hræðilegar breytingar voru gerðar á lögum um útlendinga fyrr á árinu.

Hvað fannst þér svona vont í breytingunni ? Ég hef lesið yfir þessar breytingar og fannst þetta meira samræming miðað við Evrópskar löggjafir, þetta er ekki á móti neinu í ESB.

Hef lesið nokkru sinnum “hræðilegt”. Enn það þurfti að breyta einhverju í löggjöfinni eða breyta stórlega velferðarkerfinu á Íslandi þannig þetta er eithvað inneignarkerfi sem hefði alltaf endað hræðilega.


Það var verið að svipta fólki möguleika á fjölskyldu sameiningu. Gera fólki sem kemur sem flóttamenn til Íslands á eigin vegum nær ómögulegt að komast í gegnum kerfið og síðan var verið að koma eða stefna á að koma upp búðum fyrir flóttamenn sem er búið að hafna vernd á Íslandi en er ekki hægt að senda í burtu. Þar sem heimaríki þeirra neitar að taka á móti þeim, sem dæmi.

Löggjöf í Evrópu hefur breyst eftir því sem völd öfga-hægri flokka hafa aukist á undanförnum árum. Niðurstaðan hefur alltaf verið verri í kjölfarið fyrir réttindi allra.

Siðan fækkar fólki á Íslandi og það eina sem heldur uppi fólksfjölda á Íslandi er fólk sem flytur til landsins.





jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2760
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 340
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2025

Pósturaf jonfr1900 » Þri 15. Okt 2024 13:23

Hjaltiatla skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Mér er illa við þjóðrembuna og fasista braginn sem er kominn upp í Samfylkingunni.

Auðvelt að kasta í stóra frasa til að gera lítið úr aðilum sem maður er ekki sammála.


Það er margfalt erfiðara að fá frelsið aftur þegar búið er að tapa því hendurnar á fasistum.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3159
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 544
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2025

Pósturaf Hjaltiatla » Þri 15. Okt 2024 15:24

jonfr1900 skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Mér er illa við þjóðrembuna og fasista braginn sem er kominn upp í Samfylkingunni.

Auðvelt að kasta í stóra frasa til að gera lítið úr aðilum sem maður er ekki sammála.


Það er margfalt erfiðara að fá frelsið aftur þegar búið er að tapa því hendurnar á fasistum.

Málefnalegur /S


Just do IT
  √

Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 217
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2025

Pósturaf Henjo » Þri 15. Okt 2024 16:56

jonfr1900 skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Mér er illa við þjóðrembuna og fasista braginn sem er kominn upp í Samfylkingunni.

Auðvelt að kasta í stóra frasa til að gera lítið úr aðilum sem maður er ekki sammála.


Það er margfalt erfiðara að fá frelsið aftur þegar búið er að tapa því hendurnar á fasistum.


Hvað ertu að tala um? Er eitthver boti frá Vallhöll mættur á svæðið? Síðan skil ég ekki fyrri athugasemd þinni hvernig þetta á að flokkast sem fasismi. Veistu hvað fasismi er?



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2519
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 471
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2025

Pósturaf Moldvarpan » Þri 15. Okt 2024 20:22

https://www.dv.is/frettir/2024/10/15/margret-um-kosningarnar-eftir-svartan-fossara-bjarni-hefur-sennilega-aldrei-haft-astaedu-til-ad-nyta-tilbodsdaga-bord-vid-thessa/

Það er svo fyndið við þessa pólitík hvað það heyrist ekkert í þessu liði nema þegar það kemur að kosningum.
Þá skríða allskonar rottur framm úr sínum holum.

Reallllllly? Svartur föstudagur orðinn pólitískur...

Og svo ætlar Svandís og félagar að hirða launin en gera engin verk til kosninga. VG hugsar bara um rassagatið á sjálfum sér. Þótt þeir þykjast gera annað.



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 217
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2025

Pósturaf Henjo » Þri 15. Okt 2024 20:36

Moldvarpan skrifaði:https://www.dv.is/frettir/2024/10/15/margret-um-kosningarnar-eftir-svartan-fossara-bjarni-hefur-sennilega-aldrei-haft-astaedu-til-ad-nyta-tilbodsdaga-bord-vid-thessa/

Það er svo fyndið við þessa pólitík hvað það heyrist ekkert í þessu liði nema þegar það kemur að kosningum.
Þá skríða allskonar rottur framm úr sínum holum.

Reallllllly? Svartur föstudagur orðinn pólitískur...

Og svo ætlar Svandís og félagar að hirða launin en gera engin verk til kosninga. VG hugsar bara um rassagatið á sjálfum sér. Þótt þeir þykjast gera annað.


Fá þau ennþá ráðherralaun þrátt fyrir að vera orðin almennur þingmaður?




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2760
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 340
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2025

Pósturaf jonfr1900 » Þri 15. Okt 2024 22:07

Henjo skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:https://www.dv.is/frettir/2024/10/15/margret-um-kosningarnar-eftir-svartan-fossara-bjarni-hefur-sennilega-aldrei-haft-astaedu-til-ad-nyta-tilbodsdaga-bord-vid-thessa/

Það er svo fyndið við þessa pólitík hvað það heyrist ekkert í þessu liði nema þegar það kemur að kosningum.
Þá skríða allskonar rottur framm úr sínum holum.

Reallllllly? Svartur föstudagur orðinn pólitískur...

Og svo ætlar Svandís og félagar að hirða launin en gera engin verk til kosninga. VG hugsar bara um rassagatið á sjálfum sér. Þótt þeir þykjast gera annað.


Fá þau ennþá ráðherralaun þrátt fyrir að vera orðin almennur þingmaður?


Ráðherrar fá biðlaun sem eru í sex mánuði. Ég held að það sé jafnt launum ráðherra.



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2558
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 124
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2025

Pósturaf svanur08 » Þri 15. Okt 2024 23:41

Km gjáld? Lækka bensín verð? þá hækka bara bensínstöðvar á móti og verður meira gjald á fólk sem keyrir bíla. Verið að reyna koma öllum í strætó.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7468
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1154
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2025

Pósturaf rapport » Mið 16. Okt 2024 08:45

jonfr1900 skrifaði:


Fínt video, segir akkúat söguna sem þarf að segja...

Ef það væri ekki fyrir innflytjendur þá væri Íslendingum byrjað að fækka.

Þetta er pólitíkst mál, fólki er ekki verðlaunað fyrir að fjölga sér og fjölskyldur fá engan stuðning á Íslandi.

Ef við gætum komið því á að það sé hagstæðast að eignast 3-4 börn á stuttum tíma (10 árum) og að á þessum 10 árum fái fjölskyldur aðstoð við að koma sér upp heimili, fría leikskóla o.þ.h. þá ættum við séns.

t.d. að hætta að niðurgreiða fjármálastarfsemi með vaxtabótum og fara niðurgreiða heimili með heimilisbótum, því fleiri sem búa á heimili því hærri bætur.

Þetta mundi ýta undir að fólk tæki foreldra sína að sér á eldri árum ofl. ofl.




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2760
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 340
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2025

Pósturaf jonfr1900 » Mið 16. Okt 2024 14:29

rapport skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:


Fínt video, segir akkúat söguna sem þarf að segja...

Ef það væri ekki fyrir innflytjendur þá væri Íslendingum byrjað að fækka.

Þetta er pólitíkst mál, fólki er ekki verðlaunað fyrir að fjölga sér og fjölskyldur fá engan stuðning á Íslandi.

Ef við gætum komið því á að það sé hagstæðast að eignast 3-4 börn á stuttum tíma (10 árum) og að á þessum 10 árum fái fjölskyldur aðstoð við að koma sér upp heimili, fría leikskóla o.þ.h. þá ættum við séns.

t.d. að hætta að niðurgreiða fjármálastarfsemi með vaxtabótum og fara niðurgreiða heimili með heimilisbótum, því fleiri sem búa á heimili því hærri bætur.

Þetta mundi ýta undir að fólk tæki foreldra sína að sér á eldri árum ofl. ofl.


Samkvæmt Hagstofunni eru ennþá fleiri að fæðast en deyja á Íslandi. Það er, það fæðast 450 fleiri á Íslandi en deyja á sama tíma árið 2024 (annar ársfjórðungur). Þetta mun breytast á næstu áratugum þegar draga fer úr flutningum fólks erlendis frá til Íslands vegna fólks fækkunar í heimaríkjum viðkomandi. Þá fyrst fer íslendingum að fækka fyrir alvöru.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1857
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 215
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2025

Pósturaf Nariur » Mið 16. Okt 2024 17:38

rapport skrifaði:


Ha?

Býrðu ekki á landinu?

Vextir, húsnæðismál, heilbrigðismál, kjaramál, menntamál, útlendingamál, samgöngumál, opinber rekstur...

Hefur eitthvað af þessu gengið vel?

Hvað er mikið af ungu fólki fast í foreldrahúsum?

Hvað hefur dauða vegna misnotkunar á vímuefnum fjölgað mikið og sjálfsvígum?

Þessir mælikvarðar ná ekki til fólks eða þess kima samfélagsins sem það þrífst í.

Að sjá þetta versna alla daga en hverfa úr mælingum fyllir mann bara enn meira vonleysi í þessu ástandi.


Það er nú langsótt að reyna að nota eitthvað af þessum tiltölulega eðlilegu, venjulegu vandamálum til að reyna að halda því fram að lífið sé erfitt á Íslandi. Þetta eru mest tímabundin vandamál tilkomin vegna ytri aðstæðna sem við höfum litla stjórn á og munu hverfa mestmegnis sjálfkrafa á einn veg eða annan. Svo er restin eitthvað sem er verið að vinna í, tilkomið vegna mikils uppgangs í samfélaginu. Í samanburði við restina af jörðinni er lífið mjög gott á Íslandi.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7468
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1154
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2025

Pósturaf rapport » Mið 16. Okt 2024 22:31

Nariur skrifaði:
rapport skrifaði:


Ha?

Býrðu ekki á landinu?

Vextir, húsnæðismál, heilbrigðismál, kjaramál, menntamál, útlendingamál, samgöngumál, opinber rekstur...

Hefur eitthvað af þessu gengið vel?

Hvað er mikið af ungu fólki fast í foreldrahúsum?

Hvað hefur dauða vegna misnotkunar á vímuefnum fjölgað mikið og sjálfsvígum?

Þessir mælikvarðar ná ekki til fólks eða þess kima samfélagsins sem það þrífst í.

Að sjá þetta versna alla daga en hverfa úr mælingum fyllir mann bara enn meira vonleysi í þessu ástandi.


Það er nú langsótt að reyna að nota eitthvað af þessum tiltölulega eðlilegu, venjulegu vandamálum til að reyna að halda því fram að lífið sé erfitt á Íslandi. Þetta eru mest tímabundin vandamál tilkomin vegna ytri aðstæðna sem við höfum litla stjórn á og munu hverfa mestmegnis sjálfkrafa á einn veg eða annan. Svo er restin eitthvað sem er verið að vinna í, tilkomið vegna mikils uppgangs í samfélaginu. Í samanburði við restina af jörðinni er lífið mjög gott á Íslandi.


Það gerist ekki af sjálfu sér og ætti að ganga mun betur og hraðar.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7468
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1154
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2025

Pósturaf rapport » Mið 16. Okt 2024 22:38

jonfr1900 skrifaði:
rapport skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:


Fínt video, segir akkúat söguna sem þarf að segja...

Ef það væri ekki fyrir innflytjendur þá væri Íslendingum byrjað að fækka.

Þetta er pólitíkst mál, fólki er ekki verðlaunað fyrir að fjölga sér og fjölskyldur fá engan stuðning á Íslandi.

Ef við gætum komið því á að það sé hagstæðast að eignast 3-4 börn á stuttum tíma (10 árum) og að á þessum 10 árum fái fjölskyldur aðstoð við að koma sér upp heimili, fría leikskóla o.þ.h. þá ættum við séns.

t.d. að hætta að niðurgreiða fjármálastarfsemi með vaxtabótum og fara niðurgreiða heimili með heimilisbótum, því fleiri sem búa á heimili því hærri bætur.

Þetta mundi ýta undir að fólk tæki foreldra sína að sér á eldri árum ofl. ofl.


Samkvæmt Hagstofunni eru ennþá fleiri að fæðast en deyja á Íslandi. Það er, það fæðast 450 fleiri á Íslandi en deyja á sama tíma árið 2024 (annar ársfjórðungur). Þetta mun breytast á næstu áratugum þegar draga fer úr flutningum fólks erlendis frá til Íslands vegna fólks fækkunar í heimaríkjum viðkomandi. Þá fyrst fer íslendingum að fækka fyrir alvöru.


Hvað eru margir sem flytja burt og hversu margir sem fæðast hér eru börn innflytjenda?

Fólkið sem viðheldur þjóðinni eru innflytjendur... og sem betur fer, annars værum við screwed



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2519
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 471
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2025

Pósturaf Moldvarpan » Fös 18. Okt 2024 03:54




Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2025

Pósturaf jericho » Fös 18. Okt 2024 08:05




5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q


Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 239
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Alþingiskosningar 2025

Pósturaf Vaktari » Fös 18. Okt 2024 10:05

Er ekki tækifærið núna að leyfa einhverjum nýjum að prufa sig í ríkisstjórn.
Fólki finnst greinilega mjög gott að vera tekið í bossann ár eftir ár.
Ef ekkert breytist svo þá er nú bara ekki mikil von hérna framundan.
Síðast breytt af Vaktari á Fös 18. Okt 2024 10:06, breytt samtals 1 sinni.


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Asrock A620M Pro RS Wifi uATX AM5 |Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB | Be Quiet 850W |DeepCool AS500 |