Virkar location share á Google Maps ekki á Íslandi?


Höfundur
blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1780
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Virkar location share á Google Maps ekki á Íslandi?

Pósturaf blitz » Þri 15. Okt 2024 20:21

Er búinn að vera að rembast við að setja upp family link fyrir elsta barnið (aðallega til þess að geta notað Find My Device - sem virkar bara í gegnum Family Link á Google Child account) en ég fæ það aldrei til að virka á Pixel 6 síma.

Ég var svo að prófa location sharing á Google Maps á P7 og P8 síma og fékk alltaf "Something went wrong. Please check your internet connection and try again".

Var alveg að gefast upp, prófaði að VPN'a mig á P8 símanum til Þýskalands og þá var ekkert mál að deila staðsetningunni (á Íslandi) og hún poppaði upp í símanum (P7) hjá konunni.

...Sem fékk mig þá til að spyrja mig - virkar location sharing á Google Maps ekki á Íslandi?
Síðast breytt af blitz á Þri 15. Okt 2024 21:10, breytt samtals 1 sinni.


PS4


Höfundur
blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1780
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Virkar location share á Google Maps ekki á Íslandi?

Pósturaf blitz » Þri 15. Okt 2024 20:26

Prófaði að:

A) Slökkva á öllum location deilingum á símanum hjá barninu í Family Link
B) setja upp VPN tengingu (tengdist Írlandi) á símanum hjá barninu
C) tengdist VPN á mínum síma (Þýskaland, why not)
D) Kveikti á location deilingu í Family link
E) VOILA!

Hvaða della er þetta.


PS4


Höfundur
blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1780
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Virkar location share á Google Maps ekki á Íslandi?

Pósturaf blitz » Þri 15. Okt 2024 20:30

...Slökkti á VPN og þá hættir þetta að virka.


PS4

Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 761
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Virkar location share á Google Maps ekki á Íslandi?

Pósturaf russi » Þri 15. Okt 2024 21:23

Þekki ekki þetta með Google, en ef þú ert fyrst og fresmt að spá í staðsetningu símans, þá gæti Life360 verið svarið við þessu.
Gengur þvert á iOS/Andriod og fleira. Virkar stundum jafnvel betur en Find My á iOS sem ég er með líka.
Fínt líka að setja upp Zones á þessu. Sérð þegar viðkomandi kemur inn og á eitthvað Zone, t.d. Skóli eða heimili. Fylgist líka með akstri.




Höfundur
blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1780
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Virkar location share á Google Maps ekki á Íslandi?

Pósturaf blitz » Þri 15. Okt 2024 21:43

russi skrifaði:Þekki ekki þetta með Google, en ef þú ert fyrst og fresmt að spá í staðsetningu símans, þá gæti Life360 verið svarið við þessu.
Gengur þvert á iOS/Andriod og fleira. Virkar stundum jafnvel betur en Find My á iOS sem ég er með líka.
Fínt líka að setja upp Zones á þessu. Sérð þegar viðkomandi kemur inn og á eitthvað Zone, t.d. Skóli eða heimili. Fylgist líka með akstri.


Einmitt - endaði á að gera það. Family link er með sömu/svipaða virkni en virðist ekki virka á Íslandi.


PS4


Zensi
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mán 10. Apr 2023 00:22
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Virkar location share á Google Maps ekki á Íslandi?

Pósturaf Zensi » Þri 15. Okt 2024 21:58

Hvaða DNS ertu með uppsettann í símanum?

Prófaðu þetta:


Go to Settings > Network & internet.
Select Advanced > Private DNS.
Select the Private DNS provider hostname option.
Depending on what you want to configure, use one of the following DNS hostnames or IP addresses and select Save.
Use 1.1.1.1 resolver
Block malware with 1.1.1.1 for Families

DNS:
security.cloudflare-dns.com

Or the corresponding IP address if your device requires it:

IPv4: 1.1.1.2 or 1.0.0.2
IPv6: 2606:4700:4700::1112 or 2606:4700:4700::1002




Höfundur
blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1780
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Virkar location share á Google Maps ekki á Íslandi?

Pósturaf blitz » Þri 15. Okt 2024 22:07

Zensi skrifaði:Hvaða DNS ertu með uppsettann í símanum?

Prófaðu þetta:


Go to Settings > Network & internet.
Select Advanced > Private DNS.
Select the Private DNS provider hostname option.
Depending on what you want to configure, use one of the following DNS hostnames or IP addresses and select Save.
Use 1.1.1.1 resolver
Block malware with 1.1.1.1 for Families

DNS:
security.cloudflare-dns.com

Or the corresponding IP address if your device requires it:

IPv4: 1.1.1.2 or 1.0.0.2
IPv6: 2606:4700:4700::1112 or 2606:4700:4700::1002


Takk fyrir - þetta breytti engu.


PS4

Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Virkar location share á Google Maps ekki á Íslandi?

Pósturaf jericho » Mið 16. Okt 2024 09:30

Lenti einmitt líka í þessu þegar ég var með Family Link. Location sharing virkaði aldrei, en svo fórum við í frí til útlanda og þá virkaði það!



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q


Höfundur
blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1780
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Virkar location share á Google Maps ekki á Íslandi?

Pósturaf blitz » Mið 16. Okt 2024 11:22

jericho skrifaði:Lenti einmitt líka í þessu þegar ég var með Family Link. Location sharing virkaði aldrei, en svo fórum við í frí til útlanda og þá virkaði það!


... og hætti þá að virka þegar þið komuð heim væntanlega? Ég get ekki náð utan um það hvernig þetta virkar í Evrópu en ekki á Íslandi.

Bkv.,


PS4


TheAdder
Geek
Póstar: 821
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Ótengdur

Re: Virkar location share á Google Maps ekki á Íslandi?

Pósturaf TheAdder » Mið 16. Okt 2024 11:30

blitz skrifaði:
jericho skrifaði:Lenti einmitt líka í þessu þegar ég var með Family Link. Location sharing virkaði aldrei, en svo fórum við í frí til útlanda og þá virkaði það!


... og hætti þá að virka þegar þið komuð heim væntanlega? Ég get ekki náð utan um það hvernig þetta virkar í Evrópu en ekki á Íslandi.

Bkv.,

Þetta byggir á Loctaion History, sem Google er ekki með virkt á Íslandi. Ég held þetta sé eitthvað laga mál sem stendur fyrir þessu, mögulega persónuverndarlög, og svo er Ísland svo lítill markaður að Google er sama.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Höfundur
blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1780
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Virkar location share á Google Maps ekki á Íslandi?

Pósturaf blitz » Mið 16. Okt 2024 11:35

Blergh.

Maður þyrfti að finna contact hjá Guðmundi Hafsteinssyni sem vann hjá Google til 2021 sýnist mér og reyna að fá hann til að senda email á fyrrverandi kollega sína.

Glatað að þetta virki ekki - virkar ekki sambærileg lausn hjá Apple á Íslandi?


PS4

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Virkar location share á Google Maps ekki á Íslandi?

Pósturaf rapport » Mið 16. Okt 2024 11:40

TheAdder skrifaði:
blitz skrifaði:
jericho skrifaði:Lenti einmitt líka í þessu þegar ég var með Family Link. Location sharing virkaði aldrei, en svo fórum við í frí til útlanda og þá virkaði það!


... og hætti þá að virka þegar þið komuð heim væntanlega? Ég get ekki náð utan um það hvernig þetta virkar í Evrópu en ekki á Íslandi.

Bkv.,

Þetta byggir á Loctaion History, sem Google er ekki með virkt á Íslandi. Ég held þetta sé eitthvað laga mál sem stendur fyrir þessu, mögulega persónuverndarlög, og svo er Ísland svo lítill markaður að Google er sama.


Sé ekki fyrir mér að íslensk PV lög séu strangari en GDPR í EU...

En hef upplifað það sama og OP, kveikti á þessu í Frakklandi 2016 eða 17 og virkaði, hætti að virka á IS en fékk alltaf póst öðru hvoru um að þetta væri kveikt... svo poppar þetta upp á ferðalögum...

Best er að hafa börnin með iPhone, kveikja á parental control og share location with family og læsa á breytingar á stillingum í símanum en leyfa almenna uppsetningu á öppum o.þ.h. til að skemma ekki notendaupplifunina.

Þá getur þú alltaf rakið símann og ef þú ert ekki Apple, notað forrit sem tengjast Apple location sharing sbr. xfi Locator.



Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Virkar location share á Google Maps ekki á Íslandi?

Pósturaf jericho » Mið 16. Okt 2024 12:19

blitz skrifaði:... og hætti þá að virka þegar þið komuð heim væntanlega?


Stemmir



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q


wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Virkar location share á Google Maps ekki á Íslandi?

Pósturaf wicket » Mið 16. Okt 2024 14:26

Þetta er ekki lagalegt því þetta er virkt í Google Maps og í Family link í flestum evrópulöndum sem öll byggja á sama GDPR regluverki. Location í FB Messenger virkar líka á Íslandi sem annars væri þá óvirkt ef þetta væri lagalegt.

Þetta pirrar mig endalaust, finnst alltaf jafn asnalegt að þegar ég hef farið til Spánar, Svíþjóðar, Danmerkur o.fl staða með fjölskyldunni dúkka börnin mín upp á kortinu, en um leið og við komum heim aftur detta þau út.

Þetta er bara einföld virkjum server side megin hjá Google sem þau hafa ekki asnast til að virkja. Það þýðir ekkert að skipta um DNS eða nota VPN því Android notar ekki bara þá leið til að staðsetja þig, heldur einnig SIM kortið.