Fartölvuvesen og lausnir


Höfundur
traustitj
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Lau 31. Júl 2021 23:49
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Fartölvuvesen og lausnir

Pósturaf traustitj » Fös 04. Okt 2024 10:23

Í húsinu mínu eru æði margar fartölvur af öllum stærðum og gerðum.

Nú nýlega lentu tvær þeirra í vandræðum. Ein Lenovo Legion 5 pro sem lenti í því að samnemandi dóttur minnar var eitthvað annarshugsandi og flaug á hausinn eftir að hafa flækst í töskunni hennar. Mér var sagt að hann hefði meitt sig smá, svo ég gerði ekki mál út úr því, en botn platan á henni brotnaði smá.

Ræddi smá við Origo og þeir voru með furðu góða þjónustu, áttu ekki varahlutinn á lager og heimtuðu að skipta um hann sjálfir fyrir tímakaup, þetta yrði einhversstaðar um 40 kallinn, kannski 30 kall.

Hin er öllu verri. Konan er með Razer blade ferðavél. Vélin var ein besta PC ferðavél sem ég hef nokkurntímann átt og notað. Hafði ekki miklar áhyggjur af henni fyrr en ég sá vélina um daginn, við fyrstu sín leit hún út fyrir að hafa dúndrast í gólfið með látum því það var eins og allt boddýið væri stórbeyglað, ein skrúfan úr einu horninu var farin, vélin stóð opin á annari hliðinni. Eftir smá stund sá ég að rafhlaðan í vélinni hafði alveg tvöfaldast. Brást snöggt við, og fjarlægði rafhlöðuna.

IMG_1690.jpg
IMG_1690.jpg (324.02 KiB) Skoðað 626 sinnum


Ég hafði samband við Razer, fyrstu samskiptin voru jákvæð en svo tók við alger sápuópera. Í fyrstu var þetta bara, já ný rafhlaða er um 25 kall. En við sendum ekki til Íslands, en ef þú þekkir einhvern í Noregi eða Svíþjóð, þá getum við sent til þeirra. Fínt, þekki fólk á báðum stöðum eins og í laginu, ræddi við fólk og þau voru til í þetta, ég segi við Razer bara senda þangað. Þá byrjar skriffinskan og rugl. Við heimtum að fá tölvuna senda til okkar, hún er ekki í ábyrgð þá verðuru að borga sendinguna sjálfur, ásamt eyðingagjaldi ef þú villt ekki fá hana tilbaka. Smá fram og aftur. Hver einasti póstur þannig að málinu sé lokið ef ekki sé svarað innan ákeðinna tíma. Síðan þegar loksins við erum komnir á það stig, aftur, að fara að senda rafhlöðuna til Noregs þá bætast við gjöld, sendingakostnaður er sagður vera hærri en verðið á rafhlöðunni.

Á meðan þessu stóð fór ég á alibaba og pantaði nýjann botn á Legion vélina. Bjóst satt best að segja ekki við miklu. Botninn skilaði sér á eitthvað um 10-12 dögum, þá sá ég að ég hafði pantað lokið á vélina en ekki botn, svo ég passaði mig betur og pantaði botn. Lokið er samt alveg geggjað flott, það er allavega jafn gott lokinu sem er á vélinni. Botninn kom innan 10-12 daga. Hann er alveg nákvæmlega eins, alveg minnstu smáatriði voru þarna, passaði 100% og stelpan alveg í skýjunum.

Ég ákveð þá bara að panta rafhlöðu frá aliexpress. Tók enga stund, heildar kostnaður með einhverjum furðulegum gjöldum frá ístransport var samt undir 20 kallinum. Rafhlaðan var í minnstu smáatriðum alveg eins og sú upprunalega, með réttum logoum og stafagerðum, alveg eins. Smell passaði í vélina og bara virkaði.

Ég er svo hissa á hversu snurðulaust það gekk fyrir sig að fara ekki í gegnum framleiðandann að ég er orðlaus. Oftast væri maður skeptískur en hlutirnir voru bara svo vel gerðir að mig undrar alls ekki að þetta gætu verið undirverktakar frá framleiðandanum sjálfum. Allt var miklu ódýrara en að fara í gegnum framleiðanda og miklu minna vesen.

Annað dæmi og afhverju mér datt í hug að fara í aliexpress. Ég á eldri Skoda og það sem heitir klukkuvír dó í bílnum. Þetta eru takkarnir í stýrinu, flautan og svoleiðis stýringar. Hekla vildi 76.000 fyrir þennan hlut. Ég þráaðist og skoðaði partasölur í Evrópu, hann var doldið dýr sko, notaður eða nýr. Fór á Aliexpress og sló inn parta númer. Undir 5000 kall, frí heimsending. Endaði með 2500 kall meira útaf skrítnum aukagjöldum frá póstinum. Smellti í og 1-2 árum seinna virkar allt. Ég gerði þetta sjálfur á bílastæðinu heima hjá mér.

Ég held að það séu góðar og gildar ástæður fyrir því að fyrirtæki séu farin að finna fyrir samkeppni frá Kína. Ég held svei mér þá að ef ég lendi í einhverju veseni aftur með að vanta varahluti, ég fer bara beint á Aliexpress, sleppi umboðinu hreinlega.

Ef það er einhver sem á Legion 5 pro, AMD 5600 og RTX 3060 módel, þá á ég topplok á hana, færð það frítt, væri kannski sniðugt ef þú villt fá lok til að vera með annan lit, aðra límmiða eða eitthvað slíkt. Ég nenni ekki svoleiðis. Passar ekki á Lenovo Legion með 4000 línu skjákortinu.

IMG_1797.jpg
IMG_1797.jpg (950.01 KiB) Skoðað 626 sinnum
Síðast breytt af traustitj á Fös 04. Okt 2024 10:24, breytt samtals 1 sinni.