Fyrirtækja jólagjafir

Allt utan efnis

Höfundur
moltium
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Mán 13. Apr 2015 23:49
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Fyrirtækja jólagjafir

Pósturaf moltium » Þri 01. Okt 2024 13:44

Góðan daginn öll

Mig langaði að athuga hjá ykkur hvað hefur fólk verið að fá frá fyrirtækinu í jólagjöf og hvað myndu þið vilja fá í gjöf frá ykkar fyrirtæki?



Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 793
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 230
Staða: Ótengdur

Re: Fyrirtækja jólagjafir

Pósturaf Dropi » Þri 01. Okt 2024 14:25

Ég hef fullnýtt öll gjafakort sem bæði ég og frúin fáum. Stundum almennt kort svona 40k og stundum í ákveðna verslun 60k.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS


halipuz1
spjallið.is
Póstar: 430
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 19:25
Reputation: 44
Staða: Ótengdur

Re: Fyrirtækja jólagjafir

Pósturaf halipuz1 » Þri 01. Okt 2024 14:32

Sem starfsmaður ákveðinnar stofnunar fengum við val um einhver gjafabréf, veglegasta gjafabréfið var 17.000 kr í ZO-ON.

Væri til í að sjá meiri upplifunar gjafabréf.




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 622
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 100
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Fyrirtækja jólagjafir

Pósturaf Dr3dinn » Þri 01. Okt 2024 14:55

Vill ekki sjá inneignir nein staðar, bara gjafakort í kringluna eða sambærilegt.

Er með bunka af inneignum heima i fyrirtækjum sem eru ekki til lengur eða hlutir runnir út.


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB


blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1782
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 143
Staða: Ótengdur

Re: Fyrirtækja jólagjafir

Pósturaf blitz » Þri 01. Okt 2024 15:23

Persónulegt kort (1-2 setningar sem yfirmaður skrifar).

Súkkulaði / Konfekt / Kaffi

Gjafabréf sem er hægt að nota á fleirum en einum stað t.d. bankakort.

Alls ekki upplifun (t.d. Óskaskrín).

Ekki gefa til góðgerðarmála nema spyrja þann sem á að gefa í nafni fyrir, t.d. leyfa honum að velja.


PS4

Skjámynd

Saber
FanBoy
Póstar: 756
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 12
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: Fyrirtækja jólagjafir

Pósturaf Saber » Mið 02. Okt 2024 08:32

blitz skrifaði:Ekki gefa til góðgerðarmála nema spyrja þann sem á að gefa í nafni fyrir, t.d. leyfa honum að velja.


Þetta finnst mér skrítið take. Eru góðgerðarmál einhverntíman slæm hugmynd?


Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1574
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Fyrirtækja jólagjafir

Pósturaf depill » Mið 02. Okt 2024 08:35

Þar sem þessi gjafakort eru að verða meira vesen skattalega séð. Þá finnst mér alltaf best að inneign hjá Icelandair. Ég kaupi alltaf flug á hverju ári, nokkuð viss um að þau verði til á næstunni, þannig hentar vel




ABss
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Fyrirtækja jólagjafir

Pósturaf ABss » Mið 02. Okt 2024 09:46

Saber skrifaði:
blitz skrifaði:Ekki gefa til góðgerðarmála nema spyrja þann sem á að gefa í nafni fyrir, t.d. leyfa honum að velja.


Þetta finnst mér skrítið take. Eru góðgerðarmál einhverntíman slæm hugmynd?


Í sjálfu sér nei, en raunveruleikanum eru þau mismunandi eins og allt annað.




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1795
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Fyrirtækja jólagjafir

Pósturaf axyne » Mið 02. Okt 2024 09:49

blitz skrifaði:Persónulegt kort (1-2 setningar sem yfirmaður skrifar).


Þetta finnst mér vera það mikilvægasta.
Eitthvað almennt skrifað kort sem allir fá er svakalega ómerkilegt og lætur mann líða litlum á meðan persónulegt kort yljar manni um hjartarætur.


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7631
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1196
Staða: Ótengdur

Re: Fyrirtækja jólagjafir

Pósturaf rapport » Mið 02. Okt 2024 10:50

depill skrifaði:Þar sem þessi gjafakort eru að verða meira vesen skattalega séð. Þá finnst mér alltaf best að inneign hjá Icelandair. Ég kaupi alltaf flug á hverju ári, nokkuð viss um að þau verði til á næstunni, þannig hentar vel


Það má gefa gjafakort frá YAY o.þ.h. en ekki gjafakort sem hægt er að taka út sem pening.

Upphæðin sem fyrirtæki geta gefið hverjum starfsmanni (með árshátíð o.þ.h.) á ári er um 160þ.

Að gefa YAY kort upp á 10þ. á því ekki að vera vesen skattalega séð.



Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2784
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 128
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fyrirtækja jólagjafir

Pósturaf zedro » Mið 02. Okt 2024 17:29

Matakarfa! Gegnum árin hefur karfan verið stórt kjötstykki, minna kjöt, kaffi, konfekt, gjafakort eða gjöf og auðvitað kort.

Mútta ávalt helvíti sátt þegar karfan mætir og þarf aðeins minna að spá í innkaupum um jólin.


Kísildalur.is þar sem nördin versla

Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fyrirtækja jólagjafir

Pósturaf natti » Sun 06. Okt 2024 16:19

Ég er team gjafakort (kringlan / smáralind).
Það nýtist svo gott sem öllum, því það er variety af búðum sem hægt er að velja úr.

Vandamálið við svo gott sem flest allar aðrar gjafir er að þær ná ekki til allra.
Sum fyrirtæki gefa áfengi - alls ekki allir drekka áfengi og sumir eru kannski á þannig stað að þeir vilja ekki fá áfengið til sín.
Sum fyrirtæki gefa matarkörfur - Ná ekki til allra m.t.t. mismunandi matarvenja, sem og það sem nýtist kannski ákveðinni kynslóð nýtist ekki næstu.
Sama á við um konfekt og kaffi.
(hérna einusinni held ég að ég hafi hent meira og minna af mínum matarkörfum sem ég fékk frá þáverandi vinnuveitanda.)
Sum fyrirtæki gefa upplifun - please for the love of everything, don't. Það er oft aktíva útivistarmanneskjan sem fær þessa hugmynd, þetta nýtist ekki öllum og bara til að vera hreinskilinn þá eru þessar gjafir oft ekkert sérstaklega góðar.
Sum fyrirtæki gefa skrautmuni - Smekkur fólks er misjafn, en það var líka gaman þegar ákveðin manneskja í mínu lífi missti andlitið þegar hún sá að ég var að nota einhverja fancy Georg Jensen skál sem poppskál. En þetta er galin hugmynd að eyða pening í e-ð sem er bara rusl og fyrir á sumum heimilum.

Gjafabréf frá flugfélagi nýtist mörgum, en ekki öllum, en það er líka líklegra til að gleymast og/eða renna út.

Kosturinn við generic gjafakort (t.d. Kringlunni og Smáralind), er að þau nýtast líka "strax" ef út í það er farið, á tíma árs þar sem flestir eru að eyða meira en venjulega.
Hvort sem þú vilt kaupa eitthvað fyrir þig (sérstaklega ef þú ert single og/eða yngri einstaklingur), eða nýta í eina af bónusferðunum fyrir jólin.

Eftir því sem starfsmannahópurinn stækkar, þá er ígildi peninga (gjafakort) það eina sem er líklegast til að nýtast öllum.


Mkay.


T.Gumm
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Lau 29. Jún 2024 01:23
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fyrirtækja jólagjafir

Pósturaf T.Gumm » Sun 06. Okt 2024 21:12

ég hef bara aldrei fengið jólagjafir frá fyrirtækjum sem ég hef unnið fyrir :O