Leigja litgreiningarmælir fyrir prent


Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Leigja litgreiningarmælir fyrir prent

Pósturaf falcon1 » Mán 23. Sep 2024 14:56

Vitið þið hvar maður getur fengið leigt litgreiningarmælir (spectrometer) fyrir prentun eða látið litgreina prent? Ég er með ágætis skjákvarða en er samt ekki að fá alveg rétta liti þegar ég læt prenta út fyrir mig þrátt fyrir að nota rétta ICC profile'a.



Skjámynd

MrSparklez
Tölvutryllir
Póstar: 635
Skráði sig: Lau 04. Maí 2013 16:01
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Leigja litgreiningarmælir fyrir prent

Pósturaf MrSparklez » Þri 24. Sep 2024 22:56

Sendi PM



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Leigja litgreiningarmælir fyrir prent

Pósturaf nidur » Mið 25. Sep 2024 19:22

Þegar þú talar um rétta prófíla hvað er það.

Þessir eru almennt notaðir á íslandi
https://www.idan.is/fraedsla/prent-og-m ... tillingar/

En svo eru oft aðrir í notkun erlendis.

Svo er skjárinn í RGB yfirleitt of bjartur. Spurning hvort að prentvélin sé með cmyk sem er minna litasvið eða rgb eins og bleksprautan notar.

Svo er líka spurning hvernig skjölin eru unnin í prentsmiðunni.




Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Leigja litgreiningarmælir fyrir prent

Pósturaf falcon1 » Mið 25. Sep 2024 21:24

nidur skrifaði:Þegar þú talar um rétta prófíla hvað er það.


Adobe RGB eða sRGB eftir hvað prentarinn vill. Ég soft-proofa með prófílum fyrir x pappír. Skjárinn er litastilltur og passar vel við litaspjaldið sem ég nota. Hinsvegar er ég að fá frekar mikið mismunandi útkomur í þeim prufuprentunum sem ég hef fengið, besta útkoman virðist vera frá erlendri prentþjónustu. Þær tvær prentþjónustur sem ég prófaði hérlendis skiluðu annarsvegar of rauðri útprentun og hinsvegar of blárri.
Skil að það geti verið einhver munur en við erum að tala um frekar greinilegan mun.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Leigja litgreiningarmælir fyrir prent

Pósturaf nidur » Mið 25. Sep 2024 22:09

falcon1 skrifaði:
nidur skrifaði:Þegar þú talar um rétta prófíla hvað er það.


Adobe RGB eða sRGB eftir hvað prentarinn vill. Ég soft-proofa með prófílum fyrir x pappír. Skjárinn er litastilltur og passar vel við litaspjaldið sem ég nota. Hinsvegar er ég að fá frekar mikið mismunandi útkomur í þeim prufuprentunum sem ég hef fengið, besta útkoman virðist vera frá erlendri prentþjónustu. Þær tvær prentþjónustur sem ég prófaði hérlendis skiluðu annarsvegar of rauðri útprentun og hinsvegar of blárri.
Skil að það geti verið einhver munur en við erum að tala um frekar greinilegan mun.


Veistu hvernig prentara það er verið að prenta þessar prufur á? og hvaða pappír var notaður.

Er eiginlega bara forvitinn, hljómar eins og að þú sért með þetta á hreinu en að litastillingu sé kannski ábótavant á pappírinn sem er settur í þessa prentara. Býst við að þetta sé bleksprautuprentun sem þú ert að tala um.




Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Leigja litgreiningarmælir fyrir prent

Pósturaf falcon1 » Fim 26. Sep 2024 21:26

nidur skrifaði:Veistu hvernig prentara það er verið að prenta þessar prufur á? og hvaða pappír var notaður.

Er eiginlega bara forvitinn, hljómar eins og að þú sért með þetta á hreinu en að litastillingu sé kannski ábótavant á pappírinn sem er settur í þessa prentara. Býst við að þetta sé bleksprautuprentun sem þú ert að tala um.


Annar af þessum innlendu er held ég með Canon 6600 Pro prentara. Þessi erlendi er með HP Indigo 12000 og Canon DreamLabo 5000.



Skjámynd

ElGorilla
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Mán 09. Des 2002 10:26
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Leigja litgreiningarmælir fyrir prent

Pósturaf ElGorilla » Fös 27. Sep 2024 22:41

RBG er ekki notað við prentun heldur CMYK. Notaði alltaf svona litla Pantone bók til þess að finna rétta litinn.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Leigja litgreiningarmælir fyrir prent

Pósturaf nidur » Lau 28. Sep 2024 11:20

ElGorilla skrifaði:RBG er ekki notað við prentun heldur CMYK. Notaði alltaf svona litla Pantone bók til þess að finna rétta litinn.

Indigo er t.d. CMYK, en getur líka verið með stærra color gamut ef þú ert með 6 eða 7 liti í vélinni þá geturðu náð 90%+ af pantone litum.
Þá er rippinn að taka prófílana sem þú setur á prentverkið og breyta því yfir í cmyk eða 6/7 liti.

Þannig að þú vilt alltaf hafa myndir með RGB prófílum fyrir meira litasvið.

Fyrir bleksprautu sem er með 6+ liti þá er rippin ekki að breyta yfir í cmyk

Fyrir cmyk prentun þá væri betra að vera með uncoated/coated cmyk lita bók til að velja liti.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Leigja litgreiningarmælir fyrir prent

Pósturaf nidur » Lau 28. Sep 2024 11:28

falcon1 skrifaði:Annar af þessum innlendu er held ég með Canon 6600 Pro prentara. Þessi erlendi er með HP Indigo 12000 og Canon DreamLabo 5000.


Þetta eru nátturulega engan vegin sambærilegir prentarar og nota allir mismunandi pappír sem virkar ekki á milli prentara, þannig að það er erfitt að bera þetta saman.

Þú gætir kannski fundið eitthvað svipað og þetta, prentstofur sem eru certified.
https://www.digigraphie.com/en/index.htm

En svona kostar oft 4-8x meira en venjulegt prent.