Vannabee audiohpile..


Höfundur
Molfo
Ofur-Nörd
Póstar: 223
Skráði sig: Fim 19. Feb 2009 15:02
Reputation: 10
Staða: Tengdur

Vannabee audiohpile..

Pósturaf Molfo » Fös 06. Sep 2024 00:10

Umm..

Mig langar að forvitnast aðeins í sambandi við DAC og heyrnartól.
Ég hlusta mikið á tónlist en tónlistin sem ég hlusta á er bara í gegnum Youtoube og Spotify og MP3.. en ég á fullt af flac tónlist sem ég væri til í að hlusta á í betri gæðum.. þannig að ég hef verið að skoða DAC's og góð heyrnartól.

Hverju myndið þið sérfræðingar mæla með?
Ég er með alveg þokkalega góða hátalara sem ég nota alla daga en svo vill ég hlusta á tónlist í góðum gæðum frá tölvunni.. get ég notað tölvuhátalara og DAC á "sama" tíma? Þá meina ég þarf ég eitthvað að vera að skipta á milli tengja á tölvunni?
Hvernig er DAC tengdur við tölvu? Er það með USB eða Jack tengi?

Hef aðeins verið að skoða Shennheiser HD 6602S2.. Er einhver sem er með reynslu af þeim?
Eftir af hafa skoðað aðeins á Youtube þá veit ég ekki hvort að ég þurfi DAC eða AMP.. Ég er með nýlega borðtölvu sem ætti að vera með ágætis hljóðkort.. En ég er algert noop þegar kemur að þessu þannig að allar leiðbeiningar eru vel þegnar. :)

Kv.

Molfo


Fuck IT


TheAdder
Geek
Póstar: 814
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 223
Staða: Ótengdur

Re: Vannabee audiohpile..

Pósturaf TheAdder » Fös 06. Sep 2024 00:15

Molfo skrifaði:Umm..

Mig langar að forvitnast aðeins í sambandi við DAC og heyrnartól.
Ég hlusta mikið á tónlist en tónlistin sem ég hlusta á er bara í gegnum Youtoube og Spotify og MP3.. en ég á fullt af flac tónlist sem ég væri til í að hlusta á í betri gæðum.. þannig að ég hef verið að skoða DAC's og góð heyrnartól.

Hverju myndið þið sérfræðingar mæla með?
Ég er með alveg þokkalega góða hátalara sem ég nota alla daga en svo vill ég hlusta á tónlist í góðum gæðum frá tölvunni.. get ég notað tölvuhátalara og DAC á "sama" tíma? Þá meina ég þarf ég eitthvað að vera að skipta á milli tengja á tölvunni?
Hvernig er DAC tengdur við tölvu? Er það með USB eða Jack tengi?

Hef aðeins verið að skoða Shennheiser HD 6602S2.. Er einhver sem er með reynslu af þeim?
Eftir af hafa skoðað aðeins á Youtube þá veit ég ekki hvort að ég þurfi DAC eða AMP.. Ég er með nýlega borðtölvu sem ætti að vera með ágætis hljóðkort.. En ég er algert noop þegar kemur að þessu þannig að allar leiðbeiningar eru vel þegnar. :)

Kv.

Molfo

Ég get ekki sagt að ég þekki til audiophile equipment, en ég þekki til þess að skipta á milli sound outputs.
Ég nota SoundSwitch (https://soundswitch.aaflalo.me/), og búinn að gera lengi til að skipta á milli hátalara og headsets. Þetta er búið að reynast mér helvíti vel, mappaði forritanlega takka á lyklaborðinu hjá mér sem F16 og setti sem shortcut fyrir þetta, getur valið hvaða outputs eru í listanum hjá þér og útilokað hin, mæli hellings með þessu.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

olihar
FanBoy
Póstar: 780
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: Vannabee audiohpile..

Pósturaf olihar » Fös 06. Sep 2024 00:46

Ég mæli með https://www.schiit.com/ geggjað stöff á góðu verði, getur fengið DAC fyrir bæði headphone og eða hátalara. Sem stack eða sama tækið. Hvert sem þú þarft magnara eða ert með active hátalara.



Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3206
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Re: Vannabee audiohpile..

Pósturaf Frost » Fös 06. Sep 2024 08:43

olihar skrifaði:Ég mæli með https://www.schiit.com/ geggjað stöff á góðu verði, getur fengið DAC fyrir bæði headphone og eða hátalara. Sem stack eða sama tækið. Hvert sem þú þarft magnara eða ert með active hátalara.


Styð þetta. Er búinn að vera með Schiit Magni/Modi stack í 10+ ár núna og ótrúlega sáttur með tækin.


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól


drengurola
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 24. Apr 2020 16:00
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Vannabee audiohpile..

Pósturaf drengurola » Fös 06. Sep 2024 08:57

Þú ert heppinn, það er hægt að fá gríðarlega gott dót fyrir engan pening í dag. Staðreyndin er sú að í DACin á móðurborðinu er í langflestum tilfellum "nógu góður" vandamálið er yfirleitt í útganginum, þ.e. hann er stundum skítugur - en external DAC hjálpar með það. Ég mæli með t.d. Topping og SMSL og best er að kaupa annað hvort af Shenzhenaudio eða af viðurkenndum seljanda á Ali. Ef ég væri að byrja og ætlaði að nota þetta við tölvuna færi ég sennilega bara í eitthvað sambyggt dót eins og t.d. SMSL DL100 sem kostar svona 20-30 hingað kominn, þá þarftu sennilega aldrei að uppfæra á meðan græjan endist.

Allan sannleika finnur þú svo á audiosciencereview.com. Ef þú ert að taka þín fyrstu skref þá hefurðu einmitt tækifæri til að verða ekki audiophool, en það bransinn hefur gengið út á snákaolíu í áratugi. Staðreyndin er sú að þetta eru tiltölulega einföld og fyrirsjáanleg tæki og magnarar, DACar og annað er löngu búið að koma á þann stað að það þarf ekki að eyða mörgum peningum fyrir gott hljóð. Heyrnartól og hátalarar eru aðeins erfiðari.




Höfundur
Molfo
Ofur-Nörd
Póstar: 223
Skráði sig: Fim 19. Feb 2009 15:02
Reputation: 10
Staða: Tengdur

Re: Vannabee audiohpile..

Pósturaf Molfo » Fös 06. Sep 2024 11:13

Takk fyrir þessar upplýsingar.

Ég fer að skoða heimasíður og rewiev's og leggst svo undir feld. :)

Kv.

Molfo


Fuck IT

Skjámynd

olihar
FanBoy
Póstar: 780
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: Vannabee audiohpile..

Pósturaf olihar » Fös 06. Sep 2024 11:28

drengurola skrifaði:Þú ert heppinn, það er hægt að fá gríðarlega gott dót fyrir engan pening í dag. Staðreyndin er sú að í DACin á móðurborðinu er í langflestum tilfellum "nógu góður" vandamálið er yfirleitt í útganginum, þ.e. hann er stundum skítugur - en external DAC hjálpar með það. Ég mæli með t.d. Topping og SMSL og best er að kaupa annað hvort af Shenzhenaudio eða af viðurkenndum seljanda á Ali. Ef ég væri að byrja og ætlaði að nota þetta við tölvuna færi ég sennilega bara í eitthvað sambyggt dót eins og t.d. SMSL DL100 sem kostar svona 20-30 hingað kominn, þá þarftu sennilega aldrei að uppfæra á meðan græjan endist.

Allan sannleika finnur þú svo á audiosciencereview.com. Ef þú ert að taka þín fyrstu skref þá hefurðu einmitt tækifæri til að verða ekki audiophool, en það bransinn hefur gengið út á snákaolíu í áratugi. Staðreyndin er sú að þetta eru tiltölulega einföld og fyrirsjáanleg tæki og magnarar, DACar og annað er löngu búið að koma á þann stað að það þarf ekki að eyða mörgum peningum fyrir gott hljóð. Heyrnartól og hátalarar eru aðeins erfiðari.



Hef ekki ennþá fundið móðurborð sem sendir út gott merki, USB DAC er eina vitið bema maður vilji hafa noise eða ground lúppur dauðans í eyrunum alla daga.
Síðast breytt af olihar á Fös 06. Sep 2024 11:28, breytt samtals 1 sinni.




drengurola
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 24. Apr 2020 16:00
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Vannabee audiohpile..

Pósturaf drengurola » Fös 06. Sep 2024 21:26

Þau eru mörg hver orðin betri en margar audiophool græjurnar sem kosta 100x meira. Hérna er mitt: https://imgur.com/IHUkIbT
Á reyndar ekki séns í DACana mína svona ef maður skoðar þetta með vísindagleraugunum, en ég myndi þurfa að hækka ansi hátt til að geta greint þessi -80. Að því sögðu nota ég ekki internal DACinn.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2853
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Tengdur

Re: Vannabee audiohpile..

Pósturaf CendenZ » Lau 07. Sep 2024 10:29

My 2 cents, byrjaðu að spenda smáveigis í góð heyrnartól. hd650/sundara er frábær byrjun.
Færð svo JDS eða Schiit og byrjar að mæla.

Þú átt svo lang bestu mælitækin fyrir soundið, hefur alltaf átt þessi mælitæki og glatar þeim vonandi aldrei. Passaðu bara að hækka ekki of mikið því þá skemmir þú þau ekki:happy
Ekki drekkja þér í reviews og allskonar, þá endaru með 4-5 heyrnartól og 4-5 DAC's eins og sumir, nefni engin nöfn en ætli ég hafi ekki gefið hátt í 6 dac's til fjölskyldumeðlima því þeir áttu að vera betri en minn gamli. Heyri bara nákvæmlega engan mun á þeim og gamla góða og strákarnir mínir eiga flott heyrnatól á meðan ég er með mín 20 ára gömul sennheiser............ :lol: \:D/


ps, Sundara og Sennheiser virðas bæði vera á tilboð undir 400 dollara á amazon, það er bara flott verð og nærð etv að kreista út úr þeim 20 ár

tékkaðu á þessu
https://www.amazon.com/SENNHEISER-660S2 ... B0BYTNMHG3

https://www.amazon.com/HIFIMAN-XS-Headp ... B09PH1N67T

edit:
Þetta er kannski 100-120 kall sem fer í svona byrjun, svo geturðu tékkað seinna meir hvort það sé þess virði að fara úr svona setupi yfir í td. Sennheiser 800 týpurnar, flottari DAC setup og lampa osfr, ég bara er ekki að finna svo mikin mun að ég geti réttlætt það fyrir sjálfum mér.
Síðast breytt af CendenZ á Lau 07. Sep 2024 10:43, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Templar
1+1=10
Póstar: 1183
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 408
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vannabee audiohpile..

Pósturaf Templar » Lau 07. Sep 2024 15:52

Þeir sem tala um Schiit hérna eru að gefa góð ráð.
Dan Clark er Bandarískur framleiðandi heyrnartóla, parast mjög vel með Schiit DAC.


--
|| 14900KS - Z790 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||


frr
Ofur-Nörd
Póstar: 210
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Vannabee audiohpile..

Pósturaf frr » Mán 09. Sep 2024 10:04

Gott external hljóðkort gert fyrir tónlistargerð er það eina sem þú þarft með góðum heyrnatólum eða græjum. Flest af þessu Audiophile 200+$ DACs er rusl og klárt svindl eins og áður hefur komið fram. Annars eru innbyggt hljóðkort með innbyggðum heyrnartólamagnara einnig nóg. Flest háklassa heyrnartól hafa hátt viðnám.



Skjámynd

Templar
1+1=10
Póstar: 1183
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 408
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vannabee audiohpile..

Pósturaf Templar » Mán 09. Sep 2024 10:08

@frr eitthvað sem þú mælir sjálfur með?


--
|| 14900KS - Z790 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

olihar
FanBoy
Póstar: 780
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: Vannabee audiohpile..

Pósturaf olihar » Mán 09. Sep 2024 10:38

Ég væri mikið til í að fá frekari upplýsingar um þessi DAC frá Schiit séu svindl.

Ég hef frábæra reynslu af þeim, bæði fyrir heyrnatól og active-a monitora.

Þar að auki á mjög gôðum verðum miðað við svo margt annað.
Síðast breytt af olihar á Mán 09. Sep 2024 10:39, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6377
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 459
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Tengdur

Re: Vannabee audiohpile..

Pósturaf worghal » Mán 09. Sep 2024 10:49

eitt sem ég rak mig í er að ef þú stillir interface á yfir 192khz í windows þá færðu ekkert hljóð úr spotify ef þú notar það.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Templar
1+1=10
Póstar: 1183
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 408
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vannabee audiohpile..

Pósturaf Templar » Mán 09. Sep 2024 11:34

@olihar já hann FRR mælir ekki með neinu sjálfur en sjáum til hvort hann svari. Maður fær oft svona stórar yfirlýsingar frá þeim sem ekki endilega hafa prófað hlutina sjálfir, meira svona received opinion frá e-h sem þeim finnst virka trúverðulegur á netinu eða skoðun sem spilar inn í bias.

Ég hef prófað hins vegar, átt ódýra Schiit og dýra Schiit, fyrsta var MODI eða ódýra settið, var svo á Jötunheim 2 og uppfærði loks í Bifrost 2/64. Fann strax mun á Jotuneim 2 vs. ódýri Modi. Heyrði lítin mun á Jötunheim 2 vs. Bifröst en svo keypti ég mér Focal hátalara og prófaði að tengja Jotuneim 2 aftur og heyrði greinilega minna fidelity frá Jötunheim 2 vs. Bifrost, vantaði texture og fidelity. Þetta er ekkert svindl heldur law of minishing returns. Ég nota Bifrostinn í dag, Jotunheim er notaður aðeins sem heyrnartóla driver.

Viðbót: Á IFI Neo líka, hann hjómar frábærlega, það heyra allir að hann hljómi betur en ódýri Schiit enda 100 dollara DAC vs. USD 800. Notaði Beyerdynamic Amiron sett á báðum.
Síðast breytt af Templar á Mán 09. Sep 2024 11:38, breytt samtals 2 sinnum.


--
|| 14900KS - Z790 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

Templar
1+1=10
Póstar: 1183
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 408
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vannabee audiohpile..

Pósturaf Templar » Mán 09. Sep 2024 11:39

worghal skrifaði:eitt sem ég rak mig í er að ef þú stillir interface á yfir 192khz í windows þá færðu ekkert hljóð úr spotify ef þú notar það.

Ert væntanlega að tala um Windows Sound properties? Hvaða DAC ertu með?
Sé það, Topping DX7s -
Síðast breytt af Templar á Mán 09. Sep 2024 11:39, breytt samtals 1 sinni.


--
|| 14900KS - Z790 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

olihar
FanBoy
Póstar: 780
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: Vannabee audiohpile..

Pósturaf olihar » Mán 09. Sep 2024 11:42

Eg keypti Síðast MODI MULTIBIT fyrir active monitor-a (Adam A7V) , ég hef ekki fundið slík gæði í external hljóðkorti fyrir $299.



Skjámynd

Langeygður
Nörd
Póstar: 124
Skráði sig: Fim 12. Des 2019 00:04
Reputation: 32
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Vannabee audiohpile..

Pósturaf Langeygður » Mán 09. Sep 2024 12:04

Sjálfur er ég að nota þennan, mér finnst hann snilld, samt ekki nógu öflugur fyrir bestu heyrnatólin, en samt nóg fyrir mig.
https://www.fiio.com/k3


Fractal Design Pop Air - Intel I9-9900K - 32GB DDR4 3600Mhz - ASUS TUF Z390M-PRO GAMING - Asus TUF RTX4080 OC 16GB Gaming - Samsung 970 PRO 500GB M.2 - Samsung 990 EVO 2TB M.2 - Samsung 870 EVO 4TB SSD - Seagate 4TB HDD

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6377
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 459
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Tengdur

Re: Vannabee audiohpile..

Pósturaf worghal » Mán 09. Sep 2024 12:16

Templar skrifaði:
worghal skrifaði:eitt sem ég rak mig í er að ef þú stillir interface á yfir 192khz í windows þá færðu ekkert hljóð úr spotify ef þú notar það.

Ert væntanlega að tala um Windows Sound properties? Hvaða DAC ertu með?
Sé það, Topping DX7s -

þetta hefur að gera með að spotify getur ekki outputað í hærra khz, enda er spotify drasl þegar kemur að gæðum.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


frr
Ofur-Nörd
Póstar: 210
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Vannabee audiohpile..

Pósturaf frr » Mán 09. Sep 2024 17:09

Templar skrifaði:@frr eitthvað sem þú mælir sjálfur með?


Ég er persónulega með Line 6 audio interface, mjög tært og hreint, óbjagað, flat (í tíðni) hljóð, en það er ekkert merkilegra að því leiti en hvað annað pro audio interface, nema að það býður jú upp á effecta á inputi í ASIO, sem ég nota lítið.

Öll þekktari merki í þessu eru góð, eina sem ég mæli ekki með eru ódýrustu Behringer hljóðkortin (UCA 202, UCA 222, ekki vel skermuð) og kort af Temu og slíkum síðum. Það er hins vegar ekkert að t.d. Behringer mixerum og stærri hljóðkortunum, nema e.t.v. skortur á ASIO reklum á sumum.




frr
Ofur-Nörd
Póstar: 210
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Vannabee audiohpile..

Pósturaf frr » Mán 09. Sep 2024 17:25

Templar skrifaði:@olihar já hann FRR mælir ekki með neinu sjálfur en sjáum til hvort hann svari. Maður fær oft svona stórar yfirlýsingar frá þeim sem ekki endilega hafa prófað hlutina sjálfir, meira svona received opinion frá e-h sem þeim finnst virka trúverðulegur á netinu eða skoðun sem spilar inn í bias.

Ég hef prófað hins vegar, átt ódýra Schiit og dýra Schiit, fyrsta var MODI eða ódýra settið, var svo á Jötunheim 2 og uppfærði loks í Bifrost 2/64. Fann strax mun á Jotuneim 2 vs. ódýri Modi. Heyrði lítin mun á Jötunheim 2 vs. Bifröst en svo keypti ég mér Focal hátalara og prófaði að tengja Jotuneim 2 aftur og heyrði greinilega minna fidelity frá Jötunheim 2 vs. Bifrost, vantaði texture og fidelity. Þetta er ekkert svindl heldur law of minishing returns. Ég nota Bifrostinn í dag, Jotunheim er notaður aðeins sem heyrnartóla driver.

Viðbót: Á IFI Neo líka, hann hjómar frábærlega, það heyra allir að hann hljómi betur en ódýri Schiit enda 100 dollara DAC vs. USD 800. Notaði Beyerdynamic Amiron sett á báðum.



Ég lá eitt sinn yfir myndum, sértaklega það sem var í boði á drop.com, hvaða rásir eru á því sem var verið að selja, á annan tug slíkra korta. Þetta var yfirgnæfandi sama dótið og í ódýrustu 10$ reklalausum kortum, sem sagt svindl. Allir þessir litlu aðilar sem auglýsa "audiophile DAC" eru ekki að þróa eða hanna DAC rásir, þetta er ódýr hilluvara, ekkert endilega alltaf slæm, en selt sem eitthvað betra en það er.

Þetta var eftir að hafa prófað eitt slíkt, sem olli eigandanum verulegum vonbrigðum.
Það er tryggara að kaupa tveggja rása pro audio kort sem má fá fyrir nánast slikk og ráða vel við nánast hvaða heyrnartól sem er.




frr
Ofur-Nörd
Póstar: 210
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Vannabee audiohpile..

Pósturaf frr » Mán 09. Sep 2024 17:26

olihar skrifaði:Ég væri mikið til í að fá frekari upplýsingar um þessi DAC frá Schiit séu svindl.

Ég hef frábæra reynslu af þeim, bæði fyrir heyrnatól og active-a monitora.

Þar að auki á mjög gôðum verðum miðað við svo margt annað.


Það er enginn að segja hér að þetta sé allt saman svindl, en mjög mikið af því er það.



Skjámynd

olihar
FanBoy
Póstar: 780
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: Vannabee audiohpile..

Pósturaf olihar » Mán 09. Sep 2024 17:37

Ég gerði hellings research og test með Schiit og kemur mjög vel út.

Ég spyr því aftur um source um að Schiit sé $10 svindl.

Já ég veit það er fullt af drasli þarna úti en ég ger allavegana ekki sett Schiit þar.




frr
Ofur-Nörd
Póstar: 210
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Vannabee audiohpile..

Pósturaf frr » Mán 09. Sep 2024 17:54

olihar skrifaði:Ég gerði hellings research og test með Schiit og kemur mjög vel út.

Ég spyr því aftur um source um að Schiit sé $10 svindl.

Já ég veit það er fullt af drasli þarna úti en ég ger allavegana ekki sett Schiit þar.


Þú ert að rífast við rangan mann félagi, ef þú átt við mig. Ég nefndi enga tegund og hef enga skoðun á Schiit aðra en þá að ég myndi almennt séð persónulega kaupa Pro hljóðkort frá t.d. Tónastöðinni en heyrnartólshljóðkort. Schiit kann að vera The Shit í slíku, en þessi markaður er fullur af hinni tegundinni.
Heimurinn er líka fullur af fólki sem skilur ekki Nyquist og meðan svo er, er hægt að selja sömu albúmin mörgum sinnum.



Skjámynd

Templar
1+1=10
Póstar: 1183
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 408
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vannabee audiohpile..

Pósturaf Templar » Mán 09. Sep 2024 17:57

Frr, ég get sagt þér að USD 800 Schiit Bifröst 2/64 vs. USD 200 Schiit Modi Multibit hljómar mun betur næstum óháð soyrce, á báða.
Þetta er ekki svindl, þetta er law of diminishing returns.


--
|| 14900KS - Z790 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||