Hvernig er reynsla Íslendinga á nvidia geforce now leikjastreymistækninni


Höfundur
ÚlfurBen
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Þri 23. Júl 2024 12:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hvernig er reynsla Íslendinga á nvidia geforce now leikjastreymistækninni

Pósturaf ÚlfurBen » Þri 23. Júl 2024 12:31

Ég byrjaði að spila á geforce now í febrúar 2024 og hef lent í endalausum vandamálum. Fyrst var það vandamál með channel á router, svo voru það stillingar og tækni á mac air m1 tölvunni sem truflaði streymið (location services, airplay, airdrop, bluetooth, pointer acceleration stilling og þar eftir götunum) en núna er eins og server-arnir hjá nvidia séu að fyllast og í gær lenti ég í 360 p streymi með brotnu hljóði og óstoppandi laggi en bufferinn á routernum (frá Símanum btw) var alls ekki fullur og ég hafði alveg 150 mbit/s svigrúm þegar streymisgæðin féllu niður.

Hefur einhver reynslu af að nota þetta á Íslandi?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7502
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1166
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er reynsla Íslendinga á nvidia geforce now leikjastreymistækninni

Pósturaf rapport » Þri 23. Júl 2024 15:09

Stillti væntingunum í hóf þegar ég reyndi þetta á nVidia Shield vél, virkaði ekki vel en heldur ekki ömurlega.... en það segir sig sjálft að lagg í þessu verður fáránlega mikið.




k0fuz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 994
Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
Reputation: 19
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er reynsla Íslendinga á nvidia geforce now leikjastreymistækninni

Pósturaf k0fuz » Þri 03. Sep 2024 11:14

Hef ekki prófað þetta GeForce Now en langar að fara prófa að geta spilað old school leiki eins og crash bandicoot og þess háttar í einhversskonar emulator sem mér skylst að eigi að vera til. Hefur einhver prófað svoleiðis?


ASRock Z790 Pro RS WiFi | Intel i5 13600K @ 5.1GHz | Noctua NH-D14 | Gainward GeForce RTX 3060Ti Ghost OC | 2x16GB G.Skill Ripjaws S5 5600MHz DDR5 | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | BenQ Zowie 25" XL2546 240Hz | 650W Corsair RM650x PSU.


Hausinn
FanBoy
Póstar: 705
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er reynsla Íslendinga á nvidia geforce now leikjastreymistækninni

Pósturaf Hausinn » Þri 03. Sep 2024 12:43

k0fuz skrifaði:Hef ekki prófað þetta GeForce Now en langar að fara prófa að geta spilað old school leiki eins og crash bandicoot og þess háttar í einhversskonar emulator sem mér skylst að eigi að vera til. Hefur einhver prófað svoleiðis?

Veit ekki af hverju þú ert að spyrjast eftir emulators á þessum þræði, en það er mjög lítið mál að finna það sem þarf. Notaðu DuckStation fyrir PS1:
https://github.com/stenzek/duckstation




k0fuz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 994
Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
Reputation: 19
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er reynsla Íslendinga á nvidia geforce now leikjastreymistækninni

Pósturaf k0fuz » Þri 03. Sep 2024 13:08

Hausinn skrifaði:
k0fuz skrifaði:Hef ekki prófað þetta GeForce Now en langar að fara prófa að geta spilað old school leiki eins og crash bandicoot og þess háttar í einhversskonar emulator sem mér skylst að eigi að vera til. Hefur einhver prófað svoleiðis?

Veit ekki af hverju þú ert að spyrjast eftir emulators á þessum þræði, en það er mjög lítið mál að finna það sem þarf. Notaðu DuckStation fyrir PS1:
https://github.com/stenzek/duckstation

Það var nú bara áður en ég kynnti mér það að maður þarf ekki Now til að græja það með controller. Biðst forláts.


ASRock Z790 Pro RS WiFi | Intel i5 13600K @ 5.1GHz | Noctua NH-D14 | Gainward GeForce RTX 3060Ti Ghost OC | 2x16GB G.Skill Ripjaws S5 5600MHz DDR5 | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | BenQ Zowie 25" XL2546 240Hz | 650W Corsair RM650x PSU.


frr
Ofur-Nörd
Póstar: 210
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er reynsla Íslendinga á nvidia geforce now leikjastreymistækninni

Pósturaf frr » Þri 03. Sep 2024 13:21

Ertu búinn að prófa dæmigerða þokkalega intel vél á sama neti?
Ertu einnig búinn að prófa Makkann á neti með sæmilegum eða betri router?
Leigðu routerarnir sem símafyrirtækin útvega, eru yfirleitt slakir og arfaslakir þegar kemur að WiFi. Hitt er hvort Gforce Now, þó það sé native, virki vel á M1.



Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 40
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er reynsla Íslendinga á nvidia geforce now leikjastreymistækninni

Pósturaf Kristján » Þri 03. Sep 2024 14:10

Ég var á þessu í nokkra mánuði, ég var með Thinkpad fartölvu.
Ég byrjaði á fría dæminu og færði mig fljótt í næsta stig og ég gat alveg spilað Destiny 2 á þessu.
Ég er með 1Gbit net og ég fann ekki fyrir miklu laggi, það kom mér mjög á óvart hvað þetta virkaði vel reyndar.

Þegar ég fór í pvp þá vantaði soldið uppá kannski en annað í þeim leik var bar fínt, man ekki hvort ég var að spila eitthvað meira þá.