Árekstur í órétti - tryggingarmál

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
grafhýsi
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2024 01:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Árekstur í órétti - tryggingarmál

Pósturaf grafhýsi » Fim 29. Ágú 2024 01:12

Kvöldið

Ég spyr fyrir son minn, en hann varð fyrir því óláni að keyra aftan á annan bíl en sem betur fer slösuðust engir. Bíllinn fyrir framan hann hafði nauðhemlað vegna kattar sem hljóp fyrir veginn og hann keyrði aftan á þann bíl. Hann er ekki með kaskótryggingu og þar sem ég hef lítið á milli handanna þá get ég lítið hjálpað honum peningalega séð.

Bíllinn hans verður líklega dæmdur ónýtur en hvernig virka tryggingarmál þar sem hann var líklega í órétti?
Mun tryggingarfélagið hans borga skemmdir á bílnum sem hann klessti á?
Ef svo er mun tryggingarfélagið borga alla upphæðina?
Hvað með þær skemmdir sem urðu á bílnum hans?

Allar upplýsingar eru vel þegnar!



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 689
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: Árekstur í órétti - tryggingarmál

Pósturaf Henjo » Fim 29. Ágú 2024 01:41

Sælir, hef ekkert alvöru vit á þessum hlutum og því er best fyrir þig að bíða betri svara og ekki taka kommenti mínu sem staðfestingu á neinu. En ég á ættingja sem lenti í svipuðu fyrir ekki svo löngu.

Samkvæmt mínum skilningi, þá þarf sonur þinn ekki að borga neinar skemmdir á öðrum bílum. Til þess er lögboðin bílatrygging sem allir eru með. Hinsvegar mun tryggingar ekki borga neitt ykkar meginn, sá kostnaður lendir algjörlega á ykkur.

Gangi ykkur vel.




mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Árekstur í órétti - tryggingarmál

Pósturaf mikkimás » Fim 29. Ágú 2024 04:32

Henjo skrifaði:Sælir, hef ekkert alvöru vit á þessum hlutum og því er best fyrir þig að bíða betri svara og ekki taka kommenti mínu sem staðfestingu á neinu. En ég á ættingja sem lenti í svipuðu fyrir ekki svo löngu.

Samkvæmt mínum skilningi, þá þarf sonur þinn ekki að borga neinar skemmdir á öðrum bílum. Til þess er lögboðin bílatrygging sem allir eru með. Hinsvegar mun tryggingar ekki borga neitt ykkar meginn, sá kostnaður lendir algjörlega á ykkur.

Gangi ykkur vel.


Þetta er líka minn skilningur á 3rd party insurance.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Árekstur í órétti - tryggingarmál

Pósturaf rapport » Fim 29. Ágú 2024 07:31

mikkimás skrifaði:
Henjo skrifaði:Sælir, hef ekkert alvöru vit á þessum hlutum og því er best fyrir þig að bíða betri svara og ekki taka kommenti mínu sem staðfestingu á neinu. En ég á ættingja sem lenti í svipuðu fyrir ekki svo löngu.

Samkvæmt mínum skilningi, þá þarf sonur þinn ekki að borga neinar skemmdir á öðrum bílum. Til þess er lögboðin bílatrygging sem allir eru með. Hinsvegar mun tryggingar ekki borga neitt ykkar meginn, sá kostnaður lendir algjörlega á ykkur.

Gangi ykkur vel.


Þetta er líka minn skilningur á 3rd party insurance.


Hvað varðar bílana þá er þetta líka minn skilningur EN tryggingarnar eiga einnig að vera "slysatrygging ökumanns" = ef hann hefur slasast, tognað eða eitthvað þá eiga tryggingarnar að standa straum af því líka.




agust1337
Gúrú
Póstar: 552
Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
Reputation: 57
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Árekstur í órétti - tryggingarmál

Pósturaf agust1337 » Fim 29. Ágú 2024 16:28

Hann á þá ekki rétt á að fá bílinn sinn bættan eða lagaðan á kostnað tryggingafélagsins, hinn fær bætt.
Síðast breytt af agust1337 á Fim 29. Ágú 2024 16:28, breytt samtals 1 sinni.


What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.


Hausinn
FanBoy
Póstar: 707
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 153
Staða: Tengdur

Re: Árekstur í órétti - tryggingarmál

Pósturaf Hausinn » Fim 29. Ágú 2024 17:22

agust1337 skrifaði:Hann á þá ekki rétt á að fá bílinn sinn bættan eða lagaðan á kostnað tryggingafélagsins, hinn fær bætt.

Nei, ekki ef hann er ekki með Kaskó.



Skjámynd

rostungurinn77
Ofur-Nörd
Póstar: 215
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 81
Staða: Ótengdur

Re: Árekstur í órétti - tryggingarmál

Pósturaf rostungurinn77 » Fim 29. Ágú 2024 19:43

Hausinn skrifaði:
agust1337 skrifaði:Hann á þá ekki rétt á að fá bílinn sinn bættan eða lagaðan á kostnað tryggingafélagsins, hinn fær bætt.

Nei, ekki ef hann er ekki með Kaskó.



Sama svarið :D




agust1337
Gúrú
Póstar: 552
Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
Reputation: 57
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Árekstur í órétti - tryggingarmál

Pósturaf agust1337 » Fim 29. Ágú 2024 22:12

Hausinn skrifaði:
agust1337 skrifaði:Hann á þá ekki rétt á að fá bílinn sinn bættan eða lagaðan á kostnað tryggingafélagsins, hinn fær bætt.

Nei, ekki ef hann er ekki með Kaskó.


Kaskó er fyrir þig og þinn bíl, lögbundna tryggingin er fyrir aðra og bílana þeirra.
Þar sem hann er ekki með kaskó þá á hann ekki rétt á að fá bílinn sinn bættan eða lagaðan á kostnað tryggingafélagsins


What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.

Skjámynd

MrSparklez
Tölvutryllir
Póstar: 635
Skráði sig: Lau 04. Maí 2013 16:01
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Árekstur í órétti - tryggingarmál

Pósturaf MrSparklez » Fim 29. Ágú 2024 22:28

Ég var sonurinn í þessu dæmi fyrir rúmlega átta árum, mér til varnar var þetta 90's toyota með ekkert abs og í snjó og slyddu, bíllinn er tap, tryggingar hans borga fyrir bílinn sem var í rétti og í kjölfarið gætu tryggingar almennt hækkað hjá syni þínum.

Ef hann er með tryggingu í gegnum þig þá hækka þær hjá þér, ef þú ert með húsið tryggt hjá sama tryggingafélagi þá hækkar það líka, það er allavega það sem ég fékk að heyra oftar en einu sinni eftir að ég lenti í óhappi......

Sem betur fer var í lagi með alla og ekki eina slysið í sömu vikunni í sama hverfi, samt var ég í órétti og mín elskulega Toyota var algjört tap. :(