Rýrnun á INTEL 13 og 14 gen


Höfundur
agust1337
Gúrú
Póstar: 552
Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
Reputation: 57
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Rýrnun á INTEL 13 og 14 gen

Pósturaf agust1337 » Fim 22. Ágú 2024 23:07

Ef þú vilt vita hvort að þinn örgjörvi þarfnast innköllun, þá hefur JayzTwoCents tekið nokkur forrit sem mun hjálpa þér að sjá hvort að örgjörvinn hafi rýrnað, þó er þetta ekki endanlegt test þar sem að örgjörvarnir rýrna ekki eins, en þetta er samt gott test til að alla vegna vera viss um að allt sé stabílt

ATH: mikilvægt er að þú hafir uppfært BIOS í microcode 0x129 og þú þarft að slökkva á XMP í BIOS á meðan þú ert að prufa örgjörvan

Forrit:
Ekki nauðsynlegt, en gott að skoða ef af TDP er að fara yfir, sem gæti þýtt að móðurborðið (BIOS) er vandamálið hér
HWiNFO64

Flest tilföll rýrnunar kemur frá single threaded workload fremur en multi threaded, er því þetta gott forrit til að prufa
Gott er að leyfa þessu að keyra 50x-100x eða meira og hafa Threads á ALL og keyra þetta svo aftur með Threads still á 1
Þú veist að örgjörvinn hefur feilað ef að eldurinn hættir að hreyfast
intel Burn Test

Eins og með Intel Burn Test, látið forritið fara í gegnum alla þræðina og svo 1 þráð, keyra svona 10x
Ef að einhverju leyti forritið gefur þér villur á meðan örgjörvinn er á fullu OFT þá gæti það verið merki um að eitthvað í tölvunni er ekki að virka rétt, ekki endilega rýrnun, þess vegna er gott að hafa HWiNFO64 opið, ef þú sérð að voltin eru á réttum stað, þ.a.e.s ekki 0.9 v á stock, þá er það líklega móðurborðið að gefa vitlaust magn af voltum
Cinebench R15

Láta forritið keyra bæði á multithread of 1 thread, og hafa stillt á 10 mínutur að lágmarki, best væri 30 mínútur
Það sama gildir hér og um R15
Cinebench R23

Velja bara CPU, og stilla Load á Variable, og Instruction Set á Auto
Það mun stoppa eftir 1 klst eða ef þú heldur að allt sé í góðu þá er hægt að stoppa það líka (ef þú gerir það, væri best að leyfa því að keyra í 30 mín)
https://www.ocbase.com/download]OCCT

Þetta er í raun GPU test en sumir hafa fengið crash á 13 og 14 gen í þessu testi
Myndi mæla með að ekki hafa í fullscreen svo það sé hægt að horfa á voltin á meðan þetta er í gangi
Gott að leyfa þessu að vera í gangi í klukkutíma
Unigine Heaven

Svo er síðasta forritið eingöngu fyrir Nvidia kort, og fellst í því að installa nýjasta drivernum sjálfum, ekki gegnum APP eða Geforce Experience
Ekki gera clean install, og gera þetta svona 5 sinnum, semsagt þú ert að setja álag á örgjörvan með því að unpakka drivernum
Nvidia

Að auki hafa margir sagt að verulega rýrnaðir örgjörvar krassa við þetta tól, þannig ekki slæmt að prufa þar sem að samantekt á shaders notar örgjörvan mikið
Black Myth: Wukong Benchmark Tool

Allt sem ég skrifaði hér kemur frá myndbandinu hans JayzTwoCents, ef þú villt frekar horfa á það:
Síðast breytt af agust1337 á Fim 22. Ágú 2024 23:09, breytt samtals 1 sinni.


What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2583
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 479
Staða: Ótengdur

Re: Rýrnun á INTEL 13 og 14 gen

Pósturaf Moldvarpan » Fös 23. Ágú 2024 09:46

Athyglisvert.

Hvað ætli sé að valda þessu?
Hvernig ætli þetta sé með örgjörva almennt?




Höfundur
agust1337
Gúrú
Póstar: 552
Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
Reputation: 57
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rýrnun á INTEL 13 og 14 gen

Pósturaf agust1337 » Fös 23. Ágú 2024 17:02

Allir örgjörvar rýrna með tímanum, það er einfaldlega út af "electromigration" sem er ekki hægt að stöðva.
Hinsvegar er hægt að minnka hversu hratt það gerist og það sem hefur gerst hér er að þessi rýrnun er að gerast of hratt miðað við almenna rýrnun sem gefa varðað 10-15 ár áður en þú ferð að sjá eitthvað alvarlegt í performance.

Það er fremur erfitt að segja hvað nákvæmlega er vandamálið hér, en það er hægt að spekúlera, mjög líklega er það vegna þess að intel er að nota minna process (10nm), en af hverju eru þá 12. Gen ekki líka að rýrna? Sennilega af því að þeir útbúnir með aðeins íhaldssamlegri hönnun og ekki verið að stressa og setja eins mikið álag á örgjörvan.
En þetta er spekúlering, aðeins intel getur sagt hvað er raunverulega að gerast


What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.

Skjámynd

Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1221
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rýrnun á INTEL 13 og 14 gen

Pósturaf Templar » Lau 24. Ágú 2024 15:58

Já flott og einfalt að prófa örrann, vel gert hjá Jay.


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||