Bluetooth mýs

Skjámynd

Höfundur
rostungurinn77
has spoken...
Póstar: 190
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 77
Staða: Tengdur

Bluetooth mýs

Pósturaf rostungurinn77 » Fim 22. Ágú 2024 20:18

Ekki að bluetooth sé einhver ný tækni.

Ekki að mýs séu eitthvað glænýtt fyrirbæri.

En bluetooth mýs.

Framboðið í dag virðist vera einhverjar smámýs sem eiga að passa í fartölvutöskur eða Logitech MX Master 3S og ekkert þar á milli.

Það virðist liggja eitthvað svo í augum uppi að hið kjörna form fyrir þráðlaus verkfæri eins og mýs og lyklaborð sé bluetooth nema náttúrulega þú sért framleiðandi sem framleiðir mýs og móttakara sem týnast á milli þess sem þær sóa usb portum.

Maður er líklegast alltaf að fara í MX Master 3S á endanum. Er einhver önnur mús sem er að veita harða samkeppni ?



Skjámynd

ekkert
has spoken...
Póstar: 162
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 77
Staða: Tengdur

Re: Bluetooth mýs

Pósturaf ekkert » Fim 22. Ágú 2024 20:45

Mýs eru mikið dæmdar út frá því hve hratt og áreiðanlega hreyfingin berst tölvunni. Þar er bluetooth bara einfaldlega ekki að standa sig vel í samanburði við USB kubbana sem eru sérhannaðir í low-latency og eflaust kostar ekki mikið meira en bluetooth þegar það hefur verið fjöldaframleitt.

Mér finnst persónulega Logitech M550 signature (stærri útgáfan) mjög passleg bluetooth mús en nota samt sem áður kubbinn og finnst það mjög góð notkun á USB porti. Hún er með "silent" clicks eins og þessar S útgáfur sem þú nefnir.


AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bluetooth mýs

Pósturaf Viktor » Fös 23. Ágú 2024 07:14

Ég skil einmitt ekki hvernig fólk meikar að vera með þennan 5kg hnullung sem MX Master er.

Ég er með MX Anywhere og finnst hún fín. Hleð hana tvisvar á ári.

Ef þú ert ekki í tölvuleikjum skiptir engu máli hvort þú notar snúru, dongle eða Bluetooth.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2553
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Bluetooth mýs

Pósturaf Moldvarpan » Fös 23. Ágú 2024 09:52

Ég hef verið sjálfur að spá í bluetooth mús og lyklaborði í sambandi við að nota Samsung DeX.

Veit ekkert hvað ég á að kaupa í því samhengi. Virkar MX Anywhere, anywhere?



Skjámynd

Höfundur
rostungurinn77
has spoken...
Póstar: 190
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 77
Staða: Tengdur

Re: Bluetooth mýs

Pósturaf rostungurinn77 » Fös 23. Ágú 2024 10:32

Ég er bara að horfa til þess að geta einfaldlega tengt mús við margar tölvur án þess að þurfa að vera að eltast við að vera með einhver dongle í öllum vélum eða með einhverja kvm-switcha eða horfa mögulega fram á það að vera með gagnslausa mús vegna þess að ég gleymdi móttakara í annari tölvu.

Stærsti markaðurinn er augljóslega fartölvunotendur og það ástæðan fyrir því að flestar mýsnar eru svona litlar.

Ég er bara með fleiri en eina vél við skrifborð, músin er ekki að fara neitt. Þægindi trompa smæð þar.