Sælir
Ég er með skemmtilegt vandamál sem ég þarf að leysa. Málið er að ég er með server vél sem ég vill beintengja við ljósleiðarabox.
Hérna er teikning af íbúðinni. Serverinn er grænn á myndinni og ljósleiðaraboxið er rautt.
Eins og þið sjáið, þá er serverinn á frekar óheppilegum stað miðað við hvar ljósleiðarinn kemur inn í íbúðina, og það er eiginlega ekki í boði að hafa serverinn á neinum öðrum stað.
Serverinn er með 2x SFP+ netkort (10G SFP+ with Intel® X722 + Inphi CS4227) og ég er með ljósbreytu yfir í 1Gbps ethernet í honum í dag.
Mér datt í hug að það væri mögulega hægt að draga ljósleiðara meðfram rafmagni, frá servernum að ljósleiðaraboxinu, og svo einhvernveginn breyta því yfir í RJ45 með einhverskonar converter (einhverju svona?).
Ég væri mjög til í að koma servernum á 10Gbps tenginu, en það má ekki vera of dýrt.
Annað sem ég hef verið að velta fyrir mér er hvort það væri mögulega hægt að láta færa ljósleiðaraboxið inn í herbergið þar sem serverinn er. Þekkir einhver hvort og hvernig það er gert? Væri mögulega hægt að gera það á sama tíma og ég myndi láta uppfæra ljósleiðaraboxið í 10Gbps ?
Ég er að reyna að gera þetta allt eins ódýrt og mögulegt er og allar tillögur og hugmyndir eru vel þegnar
Net á milli ljósleiðarabox og server
Re: Net á milli ljósleiðarabox og server
Er ekki smáspennan öll í þvottahúsinu? Afhverju var boxið upphaflega sett fram?
Annars ættirðu að geta heyrt í annaðhvort MÍLU eða Ljósleiðaranum.
Eða þá heyrt í þínu fjarskiptafyrirtæki og látið ath fyrir þig.
Fengið að vita hvort þeir taki gjald fyrir að færa þetta fyrir þig.
Hérna er verðskrá hjá ljósleiðaranum
https://www.ljosleidarinn.is/verdskra
MÍLA
https://www.mila.is/vorur/verdskra/
Annars ættirðu að geta heyrt í annaðhvort MÍLU eða Ljósleiðaranum.
Eða þá heyrt í þínu fjarskiptafyrirtæki og látið ath fyrir þig.
Fengið að vita hvort þeir taki gjald fyrir að færa þetta fyrir þig.
Hérna er verðskrá hjá ljósleiðaranum
https://www.ljosleidarinn.is/verdskra
MÍLA
https://www.mila.is/vorur/verdskra/
Síðast breytt af Vaktari á Sun 11. Ágú 2024 17:45, breytt samtals 2 sinnum.
AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Asrock A620M Pro RS Wifi uATX AM5 |Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB | Be Quiet 850W |DeepCool AS500 |
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 6496
- Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
- Reputation: 315
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Net á milli ljósleiðarabox og server
Vaktari skrifaði:Er ekki smáspennan öll í þvottahúsinu? Afhverju var boxið upphaflega sett fram?
Takk ég veit ekki afhverju boxið var sett þarna, mögulega vegna þess að síma inntakið var þarna, þetta var svona þegar við fengum íbúðina.
En ég tékka á Hringdu og ljósleiðaranum
"Give what you can, take what you need."
Re: Net á milli ljósleiðarabox og server
Ég var í sama vanda. Ég færði ljósleiðaraboxið í uppá háaloft sjálfur.
Fékk lánað tækið frá fyrirtæki sem ég vann hjá. Kannski getur fengið lánaða tækið hjá ískraft.
Fékk lánað tækið frá fyrirtæki sem ég vann hjá. Kannski getur fengið lánaða tækið hjá ískraft.
hef ekkert að segja LOL!
Re: Net á milli ljósleiðarabox og server
Ljósleiðari sem þú getur komið með rafmagni er ekki dýr, ljósbreyta við þarf ekkert að vera mjög dýr, puttar í ljósbreytuna og svo kortið í servernum ekkert skelfilegt. En vinnan við að splæsa enda á ljósleiðarann, það gæti kostað dálítið.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 6496
- Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
- Reputation: 315
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Net á milli ljósleiðarabox og server
TheAdder skrifaði:En vinnan við að splæsa enda á ljósleiðarann, það gæti kostað dálítið.
Hefurðu einhverja hugmynd hversu mikið maður borgar fyrír það? Er þá mögulega hagkvæmast að láta færa boxið að servernum?
"Give what you can, take what you need."
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 341
- Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
- Reputation: 116
- Staða: Tengdur
Re: Net á milli ljósleiðarabox og server
Hafðu samband við þjónustuaðilann þinn og þeir geta gefið þér info um kostnað ... segðu þeim að þú viljir láta færa ljósleiðaraboxið inni hjá þér.
Ég fékk mitt fært frítt hjá mílu fyrr á árinu, veit ekki hvort það sé útaf einhverju spes eða hvort það sé almennt.
Ég fékk mitt fært frítt hjá mílu fyrr á árinu, veit ekki hvort það sé útaf einhverju spes eða hvort það sé almennt.
Re: Net á milli ljósleiðarabox og server
Það er líka alveg pæling að uppfæra í 10gig og tékka hvort þeir séu ekki til í að færa boxið í leiðinni þegar þeir eru að skipta um það. Getur svo í versta falli downgrade'að aftur seinna.
Re: Net á milli ljósleiðarabox og server
Ef þú þarft að borga fyrr þetta sjálfur, þá er eiginlega sami kostnaður á að leggja lögn með ljósbreytu, og færa inntakið.
SFP ljósbreyta (1Gl), er á 6.900, parið af 1G puttum 5.900, bæði hjá Origo.
50m M/M kapall, með tengiboxi og tengjum, er á 16.300 hjá Öreind.
Veit ekki alveg hvað myndu kosta að tengja ótengda endann, og eins box undir hann, er ekki alveg innan míns sviðs.
SFP ljósbreyta (1Gl), er á 6.900, parið af 1G puttum 5.900, bæði hjá Origo.
50m M/M kapall, með tengiboxi og tengjum, er á 16.300 hjá Öreind.
Veit ekki alveg hvað myndu kosta að tengja ótengda endann, og eins box undir hann, er ekki alveg innan míns sviðs.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 342
- Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
- Reputation: 17
- Staða: Ótengdur
Re: Net á milli ljósleiðarabox og server
Lét færa ljósleiðara fyrirr um tveim árum það kostaði rúman 30þ. flatt gjald sem er svo sem ágætlega sloppið sérstaklega ef vesenis stuðullinn er hár, þá væri tíma gjald verktaka fljótt að fara í það ef þú þarf að fá mann í verkið með réttindi.
Re: Net á milli ljósleiðarabox og server
Það stendur á vefsíðuna. 37,421 kr.
Þetta er klukku tíma verk . Það þarf bara að draga tilbaka og klippa, setja upp boxið og splæsa. Þar sem ég held að ljósið kemur þaðan.
Þetta er klukku tíma verk . Það þarf bara að draga tilbaka og klippa, setja upp boxið og splæsa. Þar sem ég held að ljósið kemur þaðan.
hef ekkert að segja LOL!
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 6496
- Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
- Reputation: 315
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Net á milli ljósleiðarabox og server
Hvernig er það, núna eru bara rafmagnsinnstungur fyrir þvottavél og þurrkara í þessu herbergi.
Ef ég fæ Ljósleiðarann til þess að færa boxið inn í þvottaherbergið, eru þeir þá að fara að draga þetta meðfram rafmagninu inn í þvottaherbergið og planta boxinu við hliðiná innstungunum sem eru þar fyrir?
Ef ég fæ Ljósleiðarann til þess að færa boxið inn í þvottaherbergið, eru þeir þá að fara að draga þetta meðfram rafmagninu inn í þvottaherbergið og planta boxinu við hliðiná innstungunum sem eru þar fyrir?
"Give what you can, take what you need."
Re: Net á milli ljósleiðarabox og server
gnarr skrifaði:Hvernig er það, núna eru bara rafmagnsinnstungur fyrir þvottavél og þurrkara í þessu herbergi.
Ef ég fæ Ljósleiðarann til þess að færa boxið inn í þvottaherbergið, eru þeir þá að fara að draga þetta meðfram rafmagninu inn í þvottaherbergið og planta boxinu við hliðiná innstungunum sem eru þar fyrir?
Okay . Svo það er hvergi smáspennutafla og rafmagnstafla í þvóttahúsinu ?
hef ekkert að segja LOL!
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 6496
- Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
- Reputation: 315
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Net á milli ljósleiðarabox og server
Semboy skrifaði:Okay . Svo það er hvergi smáspennutafla og rafmagnstafla í þvóttahúsinu ?
Nei
"Give what you can, take what you need."
Re: Net á milli ljósleiðarabox og server
Þá þartu að koma fyrir þarna litla rafmagnstöflu. Velur eitt af þessum tenglum, dregur úr vírana og bætir í staðin 3x4q. Ljósleiðarin hinsvegar mun nota hin tengill.
Edit: ástæða fyrir auka töflu er útaf t.d serverin eða serverar mínir eru á 16A öryggi og deila ámilli sín 25A öryggi.
Edit: ástæða fyrir auka töflu er útaf t.d serverin eða serverar mínir eru á 16A öryggi og deila ámilli sín 25A öryggi.
Síðast breytt af Semboy á Mán 12. Ágú 2024 14:49, breytt samtals 1 sinni.
hef ekkert að segja LOL!
Re: Net á milli ljósleiðarabox og server
Ég er með ljósleiðarainntak í miðri íbúð hjá mér og svo server inni í vinnuherbergi sem er í öðrum enda íbúðarinnar. Ég dróg ljósleiðara meðfram rafmagninu og tók sambandið þannig á milli. Er með SFP+ úr UDM Pro og svo með switch á hinum endanum sem er með SFP+ inn. Virkar eins og draumur.