Hnífar fyrir matargerð

Allt utan efnis

Höfundur
Semboy
1+1=10
Póstar: 1151
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 112
Staða: Ótengdur

Hnífar fyrir matargerð

Pósturaf Semboy » Sun 04. Ágú 2024 15:33

Ég er með sett af hnífar frá costco sem ég fékk mér fyrir 3árum og ég hef alltaf átt bátt að skera lauka og tómatar í smá búta.
Er eithvað sem þið getið ráðlagt.


hef ekkert að segja LOL!

Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2348
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 60
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hnífar fyrir matargerð

Pósturaf Gunnar » Sun 04. Ágú 2024 15:52





Höfundur
Semboy
1+1=10
Póstar: 1151
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 112
Staða: Ótengdur

Re: Hnífar fyrir matargerð

Pósturaf Semboy » Sun 04. Ágú 2024 16:06

Ég er meira að pæla úti í að fjárfesta í eithvað betra sett.


hef ekkert að segja LOL!


TheAdder
Geek
Póstar: 821
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Tengdur

Re: Hnífar fyrir matargerð

Pósturaf TheAdder » Sun 04. Ágú 2024 16:17

Hnífar eru aldrei betri en notkunin og brýningin á þeim. Það er happadrýgst fyrir þig að læra að brýna, ég nota ódýra IKEA hnífa, á tré bretti, held þeim vel brýndum og á alltaf auðvelt með að skera lauk og tómat til dæmis.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Hausinn
FanBoy
Póstar: 707
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Hnífar fyrir matargerð

Pósturaf Hausinn » Sun 04. Ágú 2024 16:55

TheAdder skrifaði:Hnífar eru aldrei betri en notkunin og brýningin á þeim. Það er happadrýgst fyrir þig að læra að brýna, ég nota ódýra IKEA hnífa, á tré bretti, held þeim vel brýndum og á alltaf auðvelt með að skera lauk og tómat til dæmis.

Tek undir með þessu. Skiptir ekki máli hversu dýrann hníf þú kaupir ef þú viðheldur honum ekki.




MrIce
Gúrú
Póstar: 597
Skráði sig: Þri 04. Des 2007 14:08
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: Hnífar fyrir matargerð

Pósturaf MrIce » Sun 04. Ágú 2024 16:58

Gætir fengið þér $30.000 hníf sérhannaðan frá japanskri specialty hnífagerð, ef þú brýnir hann ekki properly er hann allveg jafn góður og þessi $15 frá ikea.... bara læra að brýna properly. Fáðu þér bæði https://ikea.is/is/products/matreidsla- ... t-57145296 og https://ikea.is/is/products/matreidsla- ... t-30392803 . Byrjar á að nota Aspekt til að ná ágætu biti, klárar svo með stáli (Briljera).


-Need more computer stuff-

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Hnífar fyrir matargerð

Pósturaf rapport » Mán 05. Ágú 2024 07:36

Ég er með svona IKEA þriggla levela brín og nota það öðru hvoru á alla hnífana á heimilinu, líka brauðhnífinn...

Flestir ef ekki allir hnífarnir eru IKEA hnífar og verða bitlausir því það er hamast á þeim + erum með einhver skurðarbretti úr gleri og sumir skera stöff á helliuborðinu því það er svo erfitt að nota bretti...



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Hnífar fyrir matargerð

Pósturaf nidur » Mán 05. Ágú 2024 12:47

Ég prófaði Wusthof og hef verið að nota þá seinustu ár.
https://byggtogbuid.is/eldhus/hnifar-og ... cturer-853

Verlsaði fyrst sett með brýni og hef svo bætt við einum og einum sem mig hefur vantað.

Get mælt með eftirfarandi setti

https://byggtogbuid.is/wusthof-gourmet- ... -17cm.html
https://byggtogbuid.is/wusthof-classic- ... -16cm.html
https://byggtogbuid.is/wusthof-gourmet- ... r-8cm.html
https://byggtogbuid.is/wusthof-gourmet- ... -enda.html
https://byggtogbuid.is/wusthof-hnifabryni-tvofalt.html

** afsláttur í gangi núna meira segja.
Síðast breytt af nidur á Mán 05. Ágú 2024 12:47, breytt samtals 1 sinni.




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1795
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Hnífar fyrir matargerð

Pósturaf axyne » Mán 05. Ágú 2024 15:41

Er með ódýra Ikea hnífa sem ég er búinn að eiga í ~15 ára. Sker alltaf á plastbretti, set þá alltaf í uppþvottavélina :sleezyjoe
Nota þetta brýni öðru hverju og hnífarnir skera alltaf fínt. Nóg eftir af hnífnum til að endast í önnur 15 ár leikandi.


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

kusi
Ofur-Nörd
Póstar: 201
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Hnífar fyrir matargerð

Pósturaf kusi » Mán 05. Ágú 2024 22:47

Mæli með brýni steini, færð hnífana almennilega beitta þannig, t.d
https://www.bauhaus.is/brynisteinn-og-a ... ir-stanley

Skiptir ekki máli hvort þú ert með dýran eða ódýran hníf




TheAdder
Geek
Póstar: 821
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Tengdur

Re: Hnífar fyrir matargerð

Pósturaf TheAdder » Mán 05. Ágú 2024 23:09

kusi skrifaði:Mæli með brýni steini, færð hnífana almennilega beitta þannig, t.d
https://www.bauhaus.is/brynisteinn-og-a ... ir-stanley

Skiptir ekki máli hvort þú ert með dýran eða ódýran hníf

Sammála þessu, besta brýningin, en erfiðara að ná tökuum á henni.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Höfundur
Semboy
1+1=10
Póstar: 1151
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 112
Staða: Ótengdur

Re: Hnífar fyrir matargerð

Pósturaf Semboy » Mán 05. Ágú 2024 23:36

nidur skrifaði:Ég prófaði Wusthof og hef verið að nota þá seinustu ár.
https://byggtogbuid.is/eldhus/hnifar-og ... cturer-853

Verlsaði fyrst sett með brýni og hef svo bætt við einum og einum sem mig hefur vantað.

Get mælt með eftirfarandi setti

https://byggtogbuid.is/wusthof-gourmet- ... -17cm.html
https://byggtogbuid.is/wusthof-classic- ... -16cm.html
https://byggtogbuid.is/wusthof-gourmet- ... r-8cm.html
https://byggtogbuid.is/wusthof-gourmet- ... -enda.html
https://byggtogbuid.is/wusthof-hnifabryni-tvofalt.html

** afsláttur í gangi núna meira segja.



takk, mun skoða þetta.


hef ekkert að segja LOL!

Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 45
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Hnífar fyrir matargerð

Pósturaf Squinchy » Þri 06. Ágú 2024 00:42

Wusthof fær meðmæli frá mér.
Bara ekki fara með þá í gegnum þessi ikea sláturhjól eða þetta raufa drasl, það er bara til að geta réttsvo notað ónýtann bústaðs hníf sem 15.000 fullir einstaklingar eru nú þegar búnir að hjakkast á í gegnum sama draslið.
Kaupa frekar steininn, skoða youtube og læra að nota hann. Hlusta á gott podkast og renna yfir settið 1 - 2 á ári, oftar ef illa er farið með þá (shame on you) og svo auðvitað stálið fyrir hverja notkun.
hand þvo, ekkert uppþvottavéla kjaftæði!


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS


KristinnK
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 95
Staða: Ótengdur

Re: Hnífar fyrir matargerð

Pósturaf KristinnK » Þri 06. Ágú 2024 01:23

Ég mæli sterklega með Ikea Vardagen hnífunum. 20 cm hnífurinn er fullkominn fyrir 95% þarfa þinna og kostar 2500 krónur. Ég á líka 30 þúsund króna Japanskan hníf úr sérstöku kolastáli, en þegar báðir hnífarnir eru rétt brýndir er varla nokkur munur á því hvernig þeir skera.

Hins vegar er ég algjörlega ósammála þessum brýningarsteini sem verið er að mæla með. Þessir hræódýru kínversku steinar eru algjörlega ónothæfir. Ég segi það af eigin reynslu. Þeir eru svo illa gerðir að það holast úr þeim beinlínis við að brýna bara einn einasta hníf. Og þeir bíta svo illa að þú verður allan daginn að brýna hnífana þína. Hérna er myndband sem fer nánar í þetta.

Einu brýningarsteinarnir sem nokkuð vit er í eru steinar frá alvöru framleiðanda, svo sem Norton, Naniwa eða Shapton. En besti valmöguleikinn í dag eru ekki lengur brýningarsteinar, heldur demantsbrýningarplötur. Það eru stálplötur sem örlitlum demantsmulningi hefur verið límt við. Fyrir eldhúsið er 400/1000 tvíhliða steinn algjörlega fullkomið verkfæri, og kostar ekki nema 15-20 dali, miðað við að minnsta kosti 50 dali fyrir alvöru stein. Þeir bíta alveg jafn vel og alvöru steinar, þú þarft aldrei að fletja þá, og þú þarft ekki að sulla með vatn. Myndband frá sama aðila þar sem hann útskýrir kosti demantsplatna og sýnir hvernig hann notar hann.


AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hnífar fyrir matargerð

Pósturaf Pandemic » Þri 06. Ágú 2024 09:43

Mæli með Victorinox knífunum. Þeir halda sér ótrúlega vel og það er virkilega gott að nota þá. Það er líka plús að þeir eru mikið notaðir á veitingastöðum og iðnaðareldhúsum.

Finnst þeir negla Verð/Gæði/Funktíon þríhyrninginn

Fást m.a í Rekstrarvörum
Síðast breytt af Pandemic á Þri 06. Ágú 2024 09:43, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

kusi
Ofur-Nörd
Póstar: 201
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Hnífar fyrir matargerð

Pósturaf kusi » Þri 06. Ágú 2024 09:56

Ég mæli lika eindregið með IKEA Vardagen hnífunum. Af þeim hnífum sem ég á eru það þeir sem ég gríp helst í. Finnst þeir ekki síðri en þeir dýru kokkahnífar sem ég hef prófað, en ég er svosem ekki atvinnumaður.

Ég vissi aftur á móti ekki af muninn á þessum brýningarsteinum. Mér var gefinn sá sem ég á svo ég veit ekki gerðina en hann litur svipað út og þessi á myndinni og hefur reynst mér vel. Ég hef samt einmitt heyrt góða hluti um þessi demants brýni. Er með þannig líka en hef ekki enn prófað það og gert samanburð.

KristinnK skrifaði:Ég mæli sterklega með Ikea Vardagen hnífunum. 20 cm hnífurinn er fullkominn fyrir 95% þarfa þinna og kostar 2500 krónur. Ég á líka 30 þúsund króna Japanskan hníf úr sérstöku kolastáli, en þegar báðir hnífarnir eru rétt brýndir er varla nokkur munur á því hvernig þeir skera.

Hins vegar er ég algjörlega ósammála þessum brýningarsteini sem verið er að mæla með. Þessir hræódýru kínversku steinar eru algjörlega ónothæfir. Ég segi það af eigin reynslu. Þeir eru svo illa gerðir að það holast úr þeim beinlínis við að brýna bara einn einasta hníf. Og þeir bíta svo illa að þú verður allan daginn að brýna hnífana þína. Hérna er myndband sem fer nánar í þetta.

Einu brýningarsteinarnir sem nokkuð vit er í eru steinar frá alvöru framleiðanda, svo sem Norton, Naniwa eða Shapton. En besti valmöguleikinn í dag eru ekki lengur brýningarsteinar, heldur demantsbrýningarplötur. Það eru stálplötur sem örlitlum demantsmulningi hefur verið límt við. Fyrir eldhúsið er 400/1000 tvíhliða steinn algjörlega fullkomið verkfæri, og kostar ekki nema 15-20 dali, miðað við að minnsta kosti 50 dali fyrir alvöru stein. Þeir bíta alveg jafn vel og alvöru steinar, þú þarft aldrei að fletja þá, og þú þarft ekki að sulla með vatn. Myndband frá sama aðila þar sem hann útskýrir kosti demantsplatna og sýnir hvernig hann notar hann.



Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Hnífar fyrir matargerð

Pósturaf Hauxon » Fim 08. Ágú 2024 08:36

Ég keypti einhverntíman hníf í fjáröflun sem heitir KAI Pure Komachi 2 sem er einmitt frábær í að skera tómata og lauk. Blaðið er þunnt og það er "non-stick" húð á hnífnum. Hef alltaf verið á leiðinni að kaupa fleiri svona hnífa.

Mynd

Sýnist þeir vera á 20% sumartilboði hjá progastro.is
https://progastro.is/product/kai-pure-komachi-2-paring-hnifur-10-cm

Tek svo undir það að brýni er algerlega nauðsynleg eign á hvert heimili. Þessi sem maður dregur í gegn eru "best" af því að maður þarf ekki neina tækni við að nota þau. Dregur bara 2-3 í gegn og hnífurinn verður beittur aftur.
Síðast breytt af Hauxon á Fim 08. Ágú 2024 08:36, breytt samtals 1 sinni.




Meso
has spoken...
Póstar: 199
Skráði sig: Fös 10. Des 2004 23:50
Reputation: 2
Staðsetning: Ak City
Staða: Ótengdur

Re: Hnífar fyrir matargerð

Pósturaf Meso » Fim 08. Ágú 2024 09:19

Hauxon skrifaði:Ég keypti einhverntíman hníf í fjáröflun sem heitir KAI Pure Komachi 2 sem er einmitt frábær í að skera tómata og lauk. Blaðið er þunnt og það er "non-stick" húð á hnífnum. Hef alltaf verið á leiðinni að kaupa fleiri svona hnífa.

Mynd

Sýnist þeir vera á 20% sumartilboði hjá progastro.is
https://progastro.is/product/kai-pure-komachi-2-paring-hnifur-10-cm

Tek svo undir það að brýni er algerlega nauðsynleg eign á hvert heimili. Þessi sem maður dregur í gegn eru "best" af því að maður þarf ekki neina tækni við að nota þau. Dregur bara 2-3 í gegn og hnífurinn verður beittur aftur.


Ég fékk gefins sett af þessum KAI Pure Komachi og þrátt fyrir að lýta út fyrir að vera Fisher Price hnífar eru þeir merkilega góðir.
En náttúrulega nr 1, 2 og 3 er að hugsa um hnífana og brýna reglulega, sama hvað þeir heita.




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hnífar fyrir matargerð

Pósturaf dadik » Fim 08. Ágú 2024 09:29

Ég er búin að eiga allskonar hnífa, mest Wusthof Classic. Samt nota ég hníf sem ég keypti í IKEA fyrir 20+ árum einna mest. Aðalatriðið eins og margir hafa bent á er að halda þeim beittum.

https://www.edgeproinc.com/apex-model-e ... ng-system/

Ég keypti þetta kit í USA fyrir mörgum árum. Þetta hefur reynst ágætlega.


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

methylman
vélbúnaðarpervert
Póstar: 919
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Reputation: 17
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hnífar fyrir matargerð

Pósturaf methylman » Fim 08. Ágú 2024 11:50

Nota stálbrýni, bara að byrja hægt þessi list lærist fljótt. Frábært einfaldast og fljótlegast https://brynja.is/vara/stal/


Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.


dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hnífar fyrir matargerð

Pósturaf dadik » Fim 08. Ágú 2024 17:13

methylman skrifaði:Nota stálbrýni, bara að byrja hægt þessi list lærist fljótt. Frábært einfaldast og fljótlegast https://brynja.is/vara/stal/


Þú skerpir ekki hníf með þessu. Þetta er bara notað til að halda bitinu við. Á endanum verður eggin það slitin að þú þarft að fara með hnífinn í skerpingu eða nota græju eins og ég linkaði á hérna fyrir ofan.


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Hnífar fyrir matargerð

Pósturaf Minuz1 » Fim 08. Ágú 2024 18:27

Meso skrifaði:
Hauxon skrifaði:Ég keypti einhverntíman hníf í fjáröflun sem heitir KAI Pure Komachi 2 sem er einmitt frábær í að skera tómata og lauk. Blaðið er þunnt og það er "non-stick" húð á hnífnum. Hef alltaf verið á leiðinni að kaupa fleiri svona hnífa.

Mynd

Sýnist þeir vera á 20% sumartilboði hjá progastro.is
https://progastro.is/product/kai-pure-komachi-2-paring-hnifur-10-cm

Tek svo undir það að brýni er algerlega nauðsynleg eign á hvert heimili. Þessi sem maður dregur í gegn eru "best" af því að maður þarf ekki neina tækni við að nota þau. Dregur bara 2-3 í gegn og hnífurinn verður beittur aftur.


Ég fékk gefins sett af þessum KAI Pure Komachi og þrátt fyrir að lýta út fyrir að vera Fisher Price hnífar eru þeir merkilega góðir.
En náttúrulega nr 1, 2 og 3 er að hugsa um hnífana og brýna reglulega, sama hvað þeir heita.


KAI eru með mjög góða hnífa, framleiða m.a. Shun hnífa sem eru mjög góðir. Þó þessir líti út fyrir að vera leikföng þá eru þeir bara mjög finir entry level hnífar notaðir í mörgum eldhúsum hér á landi.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 791
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 229
Staða: Ótengdur

Re: Hnífar fyrir matargerð

Pósturaf Dropi » Fös 09. Ágú 2024 09:24

Keypti Ikea 365+ hníf fyrir sennilega 10-12 árum síðan og brýni hann 1-2 í viku með einföldum ikea brýni. Ég þoooooli ekki óbeitta hnífa og þetta getur hver sem er keypt fyrir sáralítinn pening.

https://ikea.is/is/products/matreidsla- ... t-90341170

Edit: Þegar ég var gestur fyrirtækis í heimsókn verksmiðju þeirra í Japan þá fékk ég svakalegan handgerðan kokkahníf sem gjöf, í ótrúlega flottri öskju og 5-yen pening sem er táknrænn fyrir vináttu. Vinur minn er kokkur og ég gaf honum þann hníf. Hann var allt allt of fínn fyrir mig.
Síðast breytt af Dropi á Fös 09. Ágú 2024 09:26, breytt samtals 1 sinni.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS


frr
Ofur-Nörd
Póstar: 210
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Hnífar fyrir matargerð

Pósturaf frr » Fös 09. Ágú 2024 12:14

Keramik hnífar eru tiltölega ódýrir og einföld lausn, en brothættir, t.d. ef skorið er í bein.
Þegar notað er venjulegt brýni þarf að passa að hreyfingin við að brýna sé ávalt jöfn og að eggin verði ekki kúpt, en það er yfirleitt það sem maður sér gerast hjá viðvaningum. Það er lítil fylgni með endingu eða gæði hnífa en hægt er að kynna sér gráður á þvi járni/stáli sem er í hnífum, né hvort hann ryðgi eða ekki. Það er eðli hnífa að slitna og menn eiga ekki að horfa í að spara brýningu.

Eitt það besta efni sem til er í hnífa er t.d. það sem norðmenn fengu úr rauðablæstri. Það ryðgar hins vegar, eins margir nútima gæðahnífar og þarf þurrka strax eftir notkun Dæmi um svona hnífa er t.d. gömlu Otter vasahnífarnir. Betri en nánast allt sem til er í sölu af vasahnífum. Aðrir eru úr ryðfríu stáli og haga sér öðruvísi þegar maður brýnir. Þeir eru praktískastir fyrir flesta en þetta verður að trúarbrögðum hjá fagmönnum eins og kokkum.
Ég brýndi hnífa í vélar og eins venjulega sem hluta af atvinnu minni fyrir löngu síðan, í þó nokkur ár.



Skjámynd

Oddy
Tölvutryllir
Póstar: 674
Skráði sig: Sun 12. Jan 2020 20:34
Reputation: 45
Staðsetning: Akureyri
Staða: Tengdur

Re: Hnífar fyrir matargerð

Pósturaf Oddy » Fös 09. Ágú 2024 12:21

Eg nota gömlu góðu úrbeiningar hnífana mína sem ég er búinn að eiga í rúm 20 ár. Láta svo fagmann um að "draga" þá einu sinni á ári, þannig verður þetta best að mínu mati.