Fartölva fyrir skóla


Höfundur
eugenewright
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Þri 06. Ágú 2024 04:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Fartölva fyrir skóla

Pósturaf eugenewright » Þri 06. Ágú 2024 04:08

Sælir,
Mig vantar fartölvu fyrir skólann þar sem ég er að byrja í tölvunarfræði.
Ég er með gamer turn heima þannig þetta þarf ekki að vera einhver svaka vél en þarf að geta runnað allt sem þarf fyrir skólann.
Er einhver sérstök vél eða merki sem þið mælið með?

Takk fyrir kærlega!




ABss
Nörd
Póstar: 117
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva fyrir skóla

Pósturaf ABss » Þri 06. Ágú 2024 09:21

Ég fór í gegnum þetta með algjöran skrjóð, í raun bara ritvél. Það var ekki fyrr en ég tók valáfanga fyrir tölvuleikjasmíði og þurfti að keyra Unity að örlítið hraðari tölva hefði verið betri.

Að mínu mati, nema eitthvað heilmikið hafi breyst, þá þarftu alls ekki mjög öfluga tölvu. Líttu frekar til rafhlöðuendingu, léttleika og þæginda.



Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 798
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva fyrir skóla

Pósturaf Baldurmar » Þri 06. Ágú 2024 12:00

ABss skrifaði:Ég fór í gegnum þetta með algjöran skrjóð, í raun bara ritvél. Það var ekki fyrr en ég tók valáfanga fyrir tölvuleikjasmíði og þurfti að keyra Unity að örlítið hraðari tölva hefði verið betri.

Að mínu mati, nema eitthvað heilmikið hafi breyst, þá þarftu alls ekki mjög öfluga tölvu. Líttu frekar til rafhlöðuendingu, léttleika og þæginda.


Þetta er það sama og ég gerði í gegnum frumgreinanám + Hugbúnaðarverkfræði í HR, bara lágmarks speccar og létt tölva.
Þú þarft ekkert monster, en þú ert að gera öxlinni á þér greiða með að vera ekki að burðast með þunga tölvu.


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - AMD 7900XTX

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7583
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1192
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva fyrir skóla

Pósturaf rapport » Þri 06. Ágú 2024 12:14

Fá góða EliteBook frá Fjölsmiðjunni fyrir slikk, gætir fengið 8-9 kynslóð af i7 intel ef þú ert heppinn.