Daginn,
Veit einhver hvort að sjónvarp símans virki yfir starlink?
Er að skoða starlink fyrir foreldra mína sem búa í Grímsnesi, 4g/5g þar er rosalega slappt, næ 15 niður á góðum degi, þannig mér datt starlink í hug en þau horfa á sjónvarp í gegnum sjónvarp símans myndlykil og hef smá áhyggjur að það virki ekki í gegnum starlink.
Er einhver með reynslusögur?
Starlink og Sjónvarp símans
-
- FanBoy
- Póstar: 701
- Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
- Reputation: 122
- Staða: Tengdur
Re: Starlink og Sjónvarp símans
Er ekki með Starlink en hef verið að spá í því.
En ég er með hús í Bláskógabyggð ekki langt frá Laugarvatni. Hef verið að fá < 50 Mbit á góðum degi. En ég hef ekki verið að ná 5G á símanum hjá mér þarna og þess vegna hugsaði ég. Best að gleyma 5G bara og fara í Starlink.
Það rak svo á fjörur mínar 5G router núna nýlega og ég byrjaði á því að prófa hann hérna heima og viti menn þar sem iPhone 15 Pro Max nær ekki 5G sambandi þar fékk ég 400 Mbit á 5G routernum heima.
Ég fór með 5G routerinn í sveitina um helgina og var að fá þetta 250-350 Mbit. Það er ekkert hægt að kvarta yfir því. Huawei mælir þetta í strikum styrkleikann á merkinu mér sýndist ég vera að fá svona 3-4 (oftast 3) af 5 mögulegum.
Starlink verður settur á ís í bili.
En ég er með hús í Bláskógabyggð ekki langt frá Laugarvatni. Hef verið að fá < 50 Mbit á góðum degi. En ég hef ekki verið að ná 5G á símanum hjá mér þarna og þess vegna hugsaði ég. Best að gleyma 5G bara og fara í Starlink.
Það rak svo á fjörur mínar 5G router núna nýlega og ég byrjaði á því að prófa hann hérna heima og viti menn þar sem iPhone 15 Pro Max nær ekki 5G sambandi þar fékk ég 400 Mbit á 5G routernum heima.
Ég fór með 5G routerinn í sveitina um helgina og var að fá þetta 250-350 Mbit. Það er ekkert hægt að kvarta yfir því. Huawei mælir þetta í strikum styrkleikann á merkinu mér sýndist ég vera að fá svona 3-4 (oftast 3) af 5 mögulegum.
Starlink verður settur á ís í bili.
Re: Starlink og Sjónvarp símans
Myndlykill simans virkar gegnum bara internet.
En svo er það kannski spurning er húsið þar sem er engin 4g/5g dreifing. Eða er klæðningin á húsinu að drepa allt samband inni? Ertu að fá lélegt þá samband fyrir utan hús?
Bara svona pælingar
En svo er það kannski spurning er húsið þar sem er engin 4g/5g dreifing. Eða er klæðningin á húsinu að drepa allt samband inni? Ertu að fá lélegt þá samband fyrir utan hús?
Bara svona pælingar
AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Asrock A620M Pro RS Wifi uATX AM5 |Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB | Be Quiet 850W |DeepCool AS500 |
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Starlink og Sjónvarp símans
Vaktari skrifaði:Myndlykill simans virkar gegnum bara internet.
En svo er það kannski spurning er húsið þar sem er engin 4g/5g dreifing. Eða er klæðningin á húsinu að drepa allt samband inni? Ertu að fá lélegt þá samband fyrir utan hús?
Bara svona pælingar
Ætli traffík í gegnum Starlink sé ekki erlend gagnvart aðilum hérlendis, t.d Símanum og þ.a.l mögulega geo-blokkuð í Sjónvarpi Símans? Það er líklega það sem OP er að velta fyrir sér.
Re: Starlink og Sjónvarp símans
hagur skrifaði:Vaktari skrifaði:Myndlykill simans virkar gegnum bara internet.
En svo er það kannski spurning er húsið þar sem er engin 4g/5g dreifing. Eða er klæðningin á húsinu að drepa allt samband inni? Ertu að fá lélegt þá samband fyrir utan hús?
Bara svona pælingar
Ætli traffík í gegnum Starlink sé ekki erlend gagnvart aðilum hérlendis, t.d Símanum og þ.a.l mögulega geo-blokkuð í Sjónvarpi Símans? Það er líklega það sem OP er að velta fyrir sér.
Ahh skil þig, pældi ekki einu sinni í því.
AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Asrock A620M Pro RS Wifi uATX AM5 |Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB | Be Quiet 850W |DeepCool AS500 |
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Starlink og Sjónvarp símans
Póstkassi skrifaði:Daginn,
Veit einhver hvort að sjónvarp símans virki yfir starlink?
Er að skoða starlink fyrir foreldra mína sem búa í Grímsnesi, 4g/5g þar er rosalega slappt, næ 15 niður á góðum degi, þannig mér datt starlink í hug en þau horfa á sjónvarp í gegnum sjónvarp símans myndlykil og hef smá áhyggjur að það virki ekki í gegnum starlink.
Er einhver með reynslusögur?
Farsímasamband og þá gagnahraði byggir á fjarlægð frá sendi. Þannig að þú ert að taka sendi sem er mjög langt í burtu, líklega um 30 km fjarlægð. Þú ættir að athuga hvort að það sé ekki sendir sem er nær sem mundi bjóða upp á betri hraða.
-
- FanBoy
- Póstar: 753
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: Starlink og Sjónvarp símans
Vaktari skrifaði:Ætli traffík í gegnum Starlink sé ekki erlend gagnvart aðilum hérlendis, t.d Símanum og þ.a.l mögulega geo-blokkuð í Sjónvarpi Símans? Það er líklega það sem OP er að velta fyrir sér.
Nú er myndlykill frá SS merktur notanda sem þarfnast innskráningar, sem er þá bundið íslenskri kennitölu. Myndi halda að það væri nóg þó þú værir erlendis. Maður hefur heyrt af fólki sem fer erlendis með myndlykla, veit svosem ekkert af því frá fyrstu hendi.
En varðandi sambönd á þessu svæði þá er það innan dreifiveitu Gagnaveitu Suðurlands sem eru með örbylgjusambönd. Þó að hraðinn þar sé ekki 200mbit þá ertu með stöðugan hraða og gott samband. Gætir kannað það líka
Síðast breytt af russi á Mán 05. Ágú 2024 22:27, breytt samtals 1 sinni.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 639
- Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
- Reputation: 112
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Starlink og Sjónvarp símans
Getur líka skoðað að fá þér 5g router og tengja hann við stefnuvirkt loftnet. Félagi minn gerði þetta í sínu sumarhúsi og nettengingin snarbatnaði þegar hann tengdi loftnetið.
ps5 ¦ zephyrus G14
Re: Starlink og Sjónvarp símans
dadik skrifaði:Getur líka skoðað að fá þér 5g router og tengja hann við stefnuvirkt loftnet. Félagi minn gerði þetta í sínu sumarhúsi og nettengingin snarbatnaði þegar hann tengdi loftnetið.
Er að leita að loftneti fyrir 5router, hvar og hvernig loftnet keypti hann?
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 639
- Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
- Reputation: 112
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Starlink og Sjónvarp símans
zetor skrifaði:dadik skrifaði:Getur líka skoðað að fá þér 5g router og tengja hann við stefnuvirkt loftnet. Félagi minn gerði þetta í sínu sumarhúsi og nettengingin snarbatnaði þegar hann tengdi loftnetið.
Er að leita að loftneti fyrir 5router, hvar og hvernig loftnet keypti hann?
Veit ekki hvaða loftnet hann keypti. Sá bara fb póst frá honum frá því í Covid. Þá hafði hann verið að reyna að vinna úr sumarhúsinu gegnum einhverja 4/5g hnetu sem gekk brösuglega. Svo hafði einhver ráðlagt honum að kaupa router og tengja við stefnuvirkt loftnet og þá snarbatnaði þetta.
Sýnist að öll stóru símafélögin séu að bjóða upp á svona (Síminn, Nova, Voda) - googlar bara "5g loftnet". Örtækni hefur svo verið að selja þetta líka.
Vonandi einhver sem þekkir þetta betur sem getur gefið einhver ráð því að ég hef þetta bara úr einum pósti af fb.
ps5 ¦ zephyrus G14