Ég hef verið að nota Crashplan til að hafa afrit af ljósmynda- og myndbandasafninu mínu í skýinu. Vandamálið núna er það að safnið er að nálgast 10tb að stærð og Crashplan er svakalega hægt að afrita og nær ekki að halda í við nýtt efni sem kemur inn.
Er einhver skýjalausn sem er mjög hraðvirk sem þið hafið verið að nota fyrir svona mikið magn af gögnum? Eitthvað jafnvel hérna innanlands?
Afritunarlausnir í skýinu?
Re: Afritunarlausnir í skýinu?
Hef notað backblaze fyrir mín Tb, en það dúllast upp í skýið hægt og rólega og svo tekur heila eilífð að sækja þetta ef vesen kemur í heimsókn.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Afritunarlausnir í skýinu?
Ég hef verið að nota pCloud til að afrita allt persónulegt, finnst það talsvert hraðara í recovery en Crashplan og Backblaze. Auðvelt að skoða skrár í afritum líka í bæði desktop application, appi í símum/tablets og í browser. Afritar líka sjálfkrafa t.d. allar myndir/vídjó úr iPhone og iPad hjá mér.
pCloud býður líka upp á sharing á einstaka möppum eða skrám með direct linkum og svokallaða Crypto folder sem býður upp á client-side dulkóðun, þeas skrárnar eru dulkóðaðar á tækinu áður en skrárnar eru sendar upp í skýiið, og sú mappa er læst sérstaklega.
Þú getur skráð þig frítt og fengið 20GB án kostnaðar ef ég man rétt, og í Settings geturu keyrt speedtest yfir á þjónanna þeirra, og fengið bæði latency og UL/DL hraða.
Annars nota ég Backblaze fyrir stærri skrár sem eru non-critical, en recovery þar á e-rjum tugum TB'a getur tekið vikur.
pCloud býður líka upp á sharing á einstaka möppum eða skrám með direct linkum og svokallaða Crypto folder sem býður upp á client-side dulkóðun, þeas skrárnar eru dulkóðaðar á tækinu áður en skrárnar eru sendar upp í skýiið, og sú mappa er læst sérstaklega.
Þú getur skráð þig frítt og fengið 20GB án kostnaðar ef ég man rétt, og í Settings geturu keyrt speedtest yfir á þjónanna þeirra, og fengið bæði latency og UL/DL hraða.
Annars nota ég Backblaze fyrir stærri skrár sem eru non-critical, en recovery þar á e-rjum tugum TB'a getur tekið vikur.
Síðast breytt af AntiTrust á Fim 01. Ágú 2024 13:12, breytt samtals 1 sinni.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 310
- Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
- Reputation: 64
- Staða: Tengdur
Re: Afritunarlausnir í skýinu?
AntiTrust skrifaði:Annars nota ég Backblaze fyrir stærri skrár sem eru non-critical, en recovery þar á e-rjum tugum TB'a getur tekið vikur.
Getur reyndar látið þá senda þér 8TB USB drif ef þú vilt ekki downloada gögnunum. Kostar reyndar 189$ per drif en getur sent drifin til baka og fengið endurgreitt.
https://www.backblaze.com/cloud-backup/features/restore
Kemur reyndar ekki fram á síðunni þeirra hvort hægt sé að gera þetta með mörg drif.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Afritunarlausnir í skýinu?
B0b4F3tt skrifaði:AntiTrust skrifaði:Annars nota ég Backblaze fyrir stærri skrár sem eru non-critical, en recovery þar á e-rjum tugum TB'a getur tekið vikur.
Getur reyndar látið þá senda þér 8TB USB drif ef þú vilt ekki downloada gögnunum. Kostar reyndar 189$ per drif en getur sent drifin til baka og fengið endurgreitt.
https://www.backblaze.com/cloud-backup/features/restore
Kemur reyndar ekki fram á síðunni þeirra hvort hægt sé að gera þetta með mörg drif.
Já ég er með talsvert meira en 8TB afrituð yfir í Backblaze - en ekkert sem myndi liggja á að restore'a ef þess þyrfti.