Amazon.de og vaskur

Skjámynd

Höfundur
rostungurinn77
Ofur-Nörd
Póstar: 214
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 81
Staða: Ótengdur

Amazon.de og vaskur

Pósturaf rostungurinn77 » Fös 26. Júl 2024 17:24

Eflaust verið spurt um þetta áður en ég finn enga þræði þar sem þetta er rætt.

Á amazon.de er skýrt tekið fram að verð innihaldi virðisauka (VAT) en þegar maður setur vöruna í körfuna þá er ekki að sjá að verðið á vörunni breytist neitt.

Virðisauki í Þýskalandi er 19% mér vitandi þannig að verð án vsk ætti að vera um 84% af uppgefnu verði án hans.

Tökum dæmi um eitthvað sem kostar 110 evrur. Án 19% vsk væri verðið 92.4 evrur.
Sendingarkostnaður er 24 evrur.
24% vsk af 92.4 + 24 er 27.8 evrur.
Samanlagt 144 evrur.

Amazon reiknar þetta
110 evrur + 24 + (34 vsk*)
Samtals 168 evrur

Amazon rukkar mögulega einhverjar evrur í umsýslugjöld.

Þið sem pantið oft, eruð þið að fá mikið endurgreitt eftir hverja sendingu?

Því ég fæ ekki betur séð en að ég sé að borga virðisauka af virðisauka.



Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 570
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Amazon.de og vaskur

Pósturaf roadwarrior » Fös 26. Júl 2024 18:25

Ertu búinn að skrá þig inn?
Verður að skrá þig inn og velja að þú viljir senda á Íslenskt heimilsfang. Held að þá taki þeir þýska vsk af en gætu þá bætt íslenska vsk á.
Færð þá pakkan til þín án þess að þurfa að borga nokkuð þegar hann kemur til íslands.

Minnir að svona virki þetta hjá Amazon, þeir rukka íslenskan vsk strax og sjái svo um að skila honum í ríkissjóð íslands




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Amazon.de og vaskur

Pósturaf jonfr1900 » Fös 26. Júl 2024 19:17

Ef þú lætur senda til Íslands. Þá rukkar Amazon íslenskan virðisaukaskatt af vörunni og rukkar þig strax. Ásamt toll gjöldum og slíku.



Skjámynd

Höfundur
rostungurinn77
Ofur-Nörd
Póstar: 214
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 81
Staða: Ótengdur

Re: Amazon.de og vaskur

Pósturaf rostungurinn77 » Fös 26. Júl 2024 20:04

Ég er skráður inn og heimilisfangið er á Íslandi. Verðið breytist meira að segja í íslenskt.

Verðið breytist ekkert þó svo að ég fari í gegnum checkout skrefin.

Það er semsagt það sem ég er að spá í. Eitthvað sem kostar 100 evrur ætti að breytast í 84 evrur áður en vaskur og tollar eru reiknaðir.

Þýski 19% vaskurinn af og íslenski 24% á ætti að enda í um 104 evrum ef við horfum bara á vöruverði.
Síðast breytt af rostungurinn77 á Fös 26. Júl 2024 20:10, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Amazon.de og vaskur

Pósturaf Daz » Fös 26. Júl 2024 20:12

Er varan seld af Amazon eða er þetta 3rd party seller? Síðast þegar ég skoðaði þá var ekki felldur niður VSK af útflutningi frá 3rd party.

Svo er mögulegt að þetta sé vara sem er VSK frí í Þýskalandi?
Síðast breytt af Daz á Fös 26. Júl 2024 20:13, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
rostungurinn77
Ofur-Nörd
Póstar: 214
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 81
Staða: Ótengdur

Re: Amazon.de og vaskur

Pósturaf rostungurinn77 » Fös 26. Júl 2024 20:31

Það er komin niðurstaða.

Ef ég tengist við amazon.de í gegnum þýska ip tölu þá fæ ég annað verð sem er 19% hærra en verðið sem ég sé annars.

Þannig að niðurstaðan er sú að verðið á þýska amazon er án virðisauka.