Nýr Skoda þráður !!!

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16493
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Nýr Skoda þráður !!!

Pósturaf GuðjónR » Fim 25. Júl 2024 12:54

Eru ekki allir farnir að sakna Skoda þráðanna? Hér er einn nýr sem þarf að trouble-shoota...

Skoda hefur verið að missa afl, sérstaklega tog (tork), þá aðallega ef snúningur (rpm) er lágur á háum gír, t.d. 80 km/klst í fimmta gír. Þá byrjar smávægilegur víbringur og maður finnur að það þarf að gíra niður þar sem hann heldur ekki afli.

Svo hefur hann tekið upp á því að drepa á sér upp úr þurru og í eitt skipti þurfti ég að draga hann í gang því að hann drap alltaf á sér eftir 2-3 sekúndur.

Ég skoðaði ofan í vélarhúddið og sé svarta olíu í kringum spíss númer 3. Mig grunar að sá spíss sé óþéttur og þurfi að skipta um þéttihringi. Þetta er öðruvísi en síðast þegar það var hrein díselolía í kringum spíssana, en nú virðist vera skítug mótorolía. Mér finnst ég líka finna útblástursfýlu inni í bílnum þegar miðstöðin er á.

Hver er ykkar greining?



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6373
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 456
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Nýr Skoda þráður !!!

Pósturaf worghal » Fim 25. Júl 2024 13:01

búinn að athuga að túrbínan sé í lagi?


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16493
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýr Skoda þráður !!!

Pósturaf GuðjónR » Fim 25. Júl 2024 13:13

worghal skrifaði:búinn að athuga að túrbínan sé í lagi?

Nei, er bara búinn að skoða ofan í húdd, sá smurolíusmit við einn spíss.

Loftfilter og disel sía eru í lagi enda bara 19 mánuðir síðan ég skipti. Keypti ný glóðarkerti í gær og ætla að skipta um. Hef verið að nota disel bætiefni, vona að það sé ekki að valda þessu.
Viðhengi
IMG_8881.jpeg
IMG_8881.jpeg (2.27 MiB) Skoðað 6635 sinnum
IMG_8870.jpeg
IMG_8870.jpeg (1.05 MiB) Skoðað 6635 sinnum
IMG_8857.jpeg
IMG_8857.jpeg (2.99 MiB) Skoðað 6635 sinnum
IMG_8858.jpeg
IMG_8858.jpeg (2.87 MiB) Skoðað 6635 sinnum



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6373
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 456
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Nýr Skoda þráður !!!

Pósturaf worghal » Fim 25. Júl 2024 13:31

ég ætla ekki að þykjast ver einhver bifvélavirki, en er það ekki oftast með svona að þegar kemur fram kraftleysi að þá er það túrbínan?
þær eru margar smurðar með vélarolíunni og ef þjöppuhjólið er ekki að snúast jafn vel af því að olían kemst ekki að (lekur út í vélar sal) þannig að það slær allt afl af.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16493
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýr Skoda þráður !!!

Pósturaf GuðjónR » Fim 25. Júl 2024 14:08

worghal skrifaði:ég ætla ekki að þykjast ver einhver bifvélavirki, en er það ekki oftast með svona að þegar kemur fram kraftleysi að þá er það túrbínan?
þær eru margar smurðar með vélarolíunni og ef þjöppuhjólið er ekki að snúast jafn vel af því að olían kemst ekki að (lekur út í vélar sal) þannig að það slær allt afl af.

Öll input vel þegin! .... túrbínan gæti vel verið vandamálið. EGR ventilinn gæti líka verið það eða eitthvað annað. Rökréttast kannski að skoða fyrst það sem grunsamlegast, þ.e. ef maður sér olíusmit. Laga það og sjá hvert það tekur mann, hvort það lagi vandamálið eða hvort það er enn til staðar.

Glóðarkertin eru jú bara fyrir startið, en í eitt skiptið þá gekk ekkert að starta, kannski hefði hann farið í gang með nýjum glóðarkertum. Bíllinn ekinn 251k á original kertunum. Þannig að ég byrja á því einfalda og á því sem ég get gert. Að skipta um þau. Svo spurði ég chatGTP og fékk áhugavert svar.

Spurningin mín: I can see black, dirty oil on the top of the engine block where diesel injector number three is. Could there be a loose diesel injector?

Svarið sem ég fékk:
Yes, black dirty oil around the area of diesel injector number three could indicate a leaking or loose injector. Diesel injector leaks can cause several issues, including power loss and rough engine performance. Here’s how you can diagnose and address this problem:

Potential Issues with a Leaking Diesel Injector:
1. Injector Seal Leak: The seal or copper washer at the base of the injector could be damaged or not properly seated, leading to leakage.
2. Injector Hold-Down Clamp: The clamp that holds the injector in place could be loose or not torqued to the correct specification.
3. Injector Body Leak: The injector itself could be cracked or damaged, causing fuel or combustion gases to leak.

Symptoms of a Leaking Injector:
- Black Carbon Deposits: Accumulation of black carbon deposits or dirty oil around the injector area.
- Power Loss: Loss of power, especially noticeable under load or in higher gears.
- Rough Idle: Engine may run roughly or have an uneven idle.
- Fuel Smell: Strong smell of diesel fuel around the engine bay.

Steps to Diagnose and Fix:
1. Visual Inspection:
- Inspect the area around injector number three for any signs of leakage or black carbon deposits.
- Check the injector hold-down clamp for proper torque and tightness.

2. Listen for Leaks:
- With the engine running, listen closely around the injector for any hissing sounds that may indicate a compression leak.

3. Clean the Area:
- Clean the area around the injector thoroughly to ensure you can accurately identify the source of the leak.

4. Check Injector Seals:
- Remove the injector and inspect the copper washer and O-rings for damage. Replace them if necessary.
- Ensure the injector seat in the cylinder head is clean and free of debris.

5. Reinstall the Injector:
- Reinstall the injector with a new copper washer and O-rings if replaced.
- Torque the injector hold-down clamp to the manufacturer's specifications.

6. Run the Engine and Monitor:
- Start the engine and check for any signs of leakage around the injector.
- Monitor engine performance to see if the power loss issue is resolved.

When to Seek Professional Help:
- If you’re not comfortable performing the inspection or repairs yourself.
- If the problem persists after addressing the injector leak.

Properly sealing the diesel injector and ensuring it is securely fastened should help resolve the issue of power loss and improve overall engine performance. If left unchecked, a leaking injector can cause more significant engine damage over time.




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2397
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Nýr Skoda þráður !!!

Pósturaf littli-Jake » Fim 25. Júl 2024 14:54

Þetta hljómar eins bílinn sé farin að blása upp með spíss. Nú veit ég ekki alveg hvernig aðstæður eru þarna en ef þú gætir sett vatn niður með spíssinum og sett svo í gang gæti komið fruss. Þá geturðu verið nokkuð viss.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16493
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýr Skoda þráður !!!

Pósturaf GuðjónR » Fim 25. Júl 2024 15:10

littli-Jake skrifaði:Þetta hljómar eins bílinn sé farin að blása upp með spíss. Nú veit ég ekki alveg hvernig aðstæður eru þarna en ef þú gætir sett vatn niður með spíssinum og sett svo í gang gæti komið fruss. Þá geturðu verið nokkuð viss.

Góður punktur.
Ætla að prófa það.



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1899
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýr Skoda þráður !!!

Pósturaf emmi » Fim 25. Júl 2024 15:57

Ég lenti í svipuðu með minn bíl (Ford Focus bensín). Einn spíssinn var óþéttur að það var þvílík bensínstybba inní bíl. Það var skipt um þéttihringina og allt í góðu eftir það.

Gangi þér vel. :)



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16493
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýr Skoda þráður !!!

Pósturaf GuðjónR » Fim 25. Júl 2024 23:57

littli-Jake skrifaði:Þetta hljómar eins bílinn sé farin að blása upp með spíss. Nú veit ég ekki alveg hvernig aðstæður eru þarna en ef þú gætir sett vatn niður með spíssinum og sett svo í gang gæti komið fruss. Þá geturðu verið nokkuð viss.

Ég prófaði það en víbringurinn frá vélinni gáraði vatnið það mikið að vonlaust var að sjá hvort það væri einhver annar þrýstingur.

emmi skrifaði:Ég lenti í svipuðu með minn bíl (Ford Focus bensín). Einn spíssinn var óþéttur að það var þvílík bensínstybba inní bíl. Það var skipt um þéttihringina og allt í góðu eftir það.

Gangi þér vel. :)

Takk, mig grunar sterklega að það sé málið hjá mér líka. Var að spá í hvort það væri komið gat á pústgreinina út af lyktinni.

p.s. ætlaði að skipta um glóðarkerti í leiðinni en toppurinn minn náði ekki alla leið niður. :face
Viðhengi
IMG_8889.jpeg
IMG_8889.jpeg (2.2 MiB) Skoðað 6358 sinnum




Krisseh
Ofur-Nörd
Póstar: 246
Skráði sig: Sun 11. Maí 2008 17:24
Reputation: 4
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðinu
Staða: Ótengdur

Re: Nýr Skoda þráður !!!

Pósturaf Krisseh » Fös 26. Júl 2024 02:26

Byrja á að tölvulesa, annars sé ekki hvort það sé búið að nefna hvarfakút eða þegar búið að tæman og forrita hann út..
Síðast breytt af Krisseh á Fös 26. Júl 2024 02:53, breytt samtals 1 sinni.




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2397
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Nýr Skoda þráður !!!

Pósturaf littli-Jake » Fös 26. Júl 2024 08:16

Hentu nú í mynd af spíssunum


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16493
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýr Skoda þráður !!!

Pósturaf GuðjónR » Fös 26. Júl 2024 11:31

Krisseh skrifaði:Byrja á að tölvulesa, annars sé ekki hvort það sé búið að nefna hvarfakút eða þegar búið að tæman og forrita hann út..

Það koma eflaust milljón villur úr því, bíllinn hefur varla borið sitt barr síðan hann fór í Bílaforritun þarna um árið.

littli-Jake skrifaði:Hentu nú í mynd af spíssunum

hehehe ... kippa þeim úr og mynda :megasmile



Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 570
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Nýr Skoda þráður !!!

Pósturaf roadwarrior » Fös 26. Júl 2024 11:43

Helv er þessi Skodi að endast :megasmile

Annars er þetta mun skemmtilegri og áhugaverðari umræða en það sem virðist vera aðalumræðuefnið um þessa dagana her a spjallinu :catgotmyballs



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16493
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýr Skoda þráður !!!

Pósturaf GuðjónR » Fös 26. Júl 2024 12:00

roadwarrior skrifaði:Helv er þessi Skodi að endast :megasmile

Annars er þetta mun skemmtilegri og áhugaverðari umræða en það sem virðist vera aðalumræðuefnið um þessa dagana her a spjallinu :catgotmyballs

Yeahh baby....ætla ekki að jinxa neinu með því að segja að hann eigi nóóóóg eftir ... well ... þarna sagði ég það :face
Í dag þá er dóttir mín mest að keyra hann, hún ætlaði að fara á einhverja útihátíð fyrir norðan um versló, veit ekki hvort það verði óhætt að senda hana á bílnum svona...
Annars þá eru þetta eðalbílar og alveg spurning hvort maður fjárfesti ekki í nýjum Skoda dísel áður en það verður sett bann á þá 2028/2030...

...og já, sammála þér með umræðuefnið. :woozy



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16493
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýr Skoda þráður !!!

Pósturaf GuðjónR » Fös 26. Júl 2024 14:16

*** DOUBLE POST ***


Ég hafði samband við umboðið, sem eru sérfræðingar. Hann sagði að lesa þyrfti tölvuna í bílnum til að sjá hvað væri að. En hann teldi að það þyrfti að setja pakkningar á spíssinn sem lekur, en það væri jafnvel ekki nóg. Hugsanlega væri þetta tengt túrbínu; það væri wastegate rofi í túrbínunni, og pinni inni í túrbínunni gæti verið fastur sem orsakaði að túrbínan virkaði ekki rétt og það væri ástæða þess að bíllinn missir aflið. Hann teldi ólíklegt að lítill leki með spíss væri að valda svona skyndilegri aflminnkun.



Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 570
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Nýr Skoda þráður !!!

Pósturaf roadwarrior » Fös 26. Júl 2024 18:17

Ræddu við Atla hjá Betri Bílum í Skeifunni (sama hús og ATVR )
Hann sérhæfir sig í Heklu bílum og er virkilega fínn náungi að spjalla við ;)

Sumir bílar virðast bara endast og endast og Skoda bílar eru í þeim flokki virðist vera ef menn passa uppá basic viðhald
Hvað er annars búið að keyra þennan bíl?
Hann er búinn að vera í umræðunni hér býsna lengi :sleezyjoe
Síðast breytt af roadwarrior á Fös 26. Júl 2024 18:20, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16493
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýr Skoda þráður !!!

Pósturaf GuðjónR » Sun 28. Júl 2024 16:51

Ég keypti bílinn árið 2015 þegar hann var tveggja ára gamall og ekinn 32 eða 34 þúsund kílómetra. Í dag er bíllinn orðinn 11 ára og er ekinn yfir 251 þúsund kílómetra. Ég hef notið þess að laga það sem ég get sjálfur og fengið aðstoð frá þeim sem hafa meiri þekkingu með annað.

Takk fyrir að benda mér á Atla hjá Betri Bílum. Ég hef fengið töluverða aðstoð frá Tómasi í Bílabúinu í Hafnarfirði, sem sérhæfir sig líka í Skoda, en hann er í fríi fram í ágúst, annars væri hann búinn að laga þetta fyrir mig.




ABss
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 44
Staða: Ótengdur

Re: Nýr Skoda þráður !!!

Pósturaf ABss » Sun 28. Júl 2024 16:56

2x Atli hjá Betri Bílum



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Nýr Skoda þráður !!!

Pósturaf jonsig » Sun 28. Júl 2024 21:47

Ef þetta er þétting þá er eðlilegt að lekinn byrji nokkuð glær en verði síðan svart gums.
Ekkert heimskulegt að hreinsa upp allt vatn sem þú hefur verið að subba niður kringum spíssin með wd-40 eða annari léttri olíu svo það verði ekki martröð að ná spíssinum úr.

Vonandi er þetta ekki sprunga eða tæring í holrúminu sem spíssinn situr í.

Skil ekki af hverju þú ert ekki búinn að splæsa bara í ódýran snilldar obd eins og BAFX á amazon. Hann sér allan andskotann.
Hvort það sé vaccum eða boost inná vélina.
Get séð mismunaþrýstinginn á DPF (sem þú hefur ekki).
EGR raungildi % opnun og vinnugildið frá tölvu.
Síðan allt hitt ,engine load osvfr.

Keypti líka blue driver sem kostar $$ en gerir ekkert mikið meira.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16493
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýr Skoda þráður !!!

Pósturaf GuðjónR » Mið 31. Júl 2024 12:05

jonsig skrifaði:Skil ekki af hverju þú ert ekki búinn að splæsa bara í ódýran snilldar obd eins og BAFX á amazon. Hann sér allan andskotann.
Góð spurning, mér hefur bara aldrei dottið það í hug ... :catgotmyballs

Anyways...
Ég skipti um glóðarkerti í gær. Það var glóðarkerti númer 3 við spíss númer 3 (sem mér finnst leka). Tilviljun eða ekki, en það var eina kertið sem var heillegt og endinn á því var olíublautur með pjúra dísillykt. Þrátt fyrir að ég hafi kveikt á bílnum og látið hann ganga í 10 mínútur áður en ég tók glóðarkertin úr.

Það sést vel á myndunum hvernig glóðarkerti númer 3 er miklu heillegra en öll hin kertin.
Viðhengi
IMG_8954.jpeg
IMG_8954.jpeg (1.65 MiB) Skoðað 5074 sinnum
IMG_8953.jpeg
IMG_8953.jpeg (2.17 MiB) Skoðað 5074 sinnum
IMG_8958.jpeg
IMG_8958.jpeg (1 MiB) Skoðað 5074 sinnum



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Nýr Skoda þráður !!!

Pósturaf jonsig » Mið 31. Júl 2024 13:19

Næsta sem maður gerir er að pússa þetta upp og prófa þetta :D



Skjámynd

joker
Fiktari
Póstar: 84
Skráði sig: Þri 20. Okt 2009 22:59
Reputation: 28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Nýr Skoda þráður !!!

Pósturaf joker » Mið 31. Júl 2024 17:30

Svo er spurning hvort hann sé að það sé í lagi með hráolíudæluna að olíuverkinu ? Ef hann er að missa afl og drepa á sér og það hefur þurft að draga hann í gang þá dettur mér þetta í hug, bara smá innlegg.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Nýr Skoda þráður !!!

Pósturaf jonsig » Mið 31. Júl 2024 18:18

Kónarnir lýta vel út eða slópið á kertunum amk, er þetta ekki bara sót í kvikunni á glóðaroddunum ?
Svona ljót tæring er væntanlega ekki óeðlileg miðað við hvað það er pain in the ass að ná þessu alltaf úr ,örugglega mikil söggun á þessu svæði og galvanísk tæring.