B0b4F3tt skrifaði:Moldvarpan skrifaði:Biðlistar/álag á heilbrigðiskerfið mun minnka ef við þurfum að sinna færra fólki, gríðarlegt magn af hælisleitendum og flóttamönnum.
Samkvæmt þessum tölum frá Útlendingastofnun, https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6 ... _-2024.pdf
þá hafa um 10þúsund manns sótt um vernd á Íslandi frá ársbyrjun 2021. Er nú ekki alveg viss um að þessir 10þúsund einstaklingar séu ástæðan fyrir því að heilbrigðiskerfið sé í molum á Íslandi. Enda hefur hnignun kerfisins staðið yfir lengur en þessi svokallaða flóttamannakrísa á Íslandi. Það er bara svo auðvelt að benda á allt flóttafólkið sem rót alls ills á Íslandi.Moldvarpan skrifaði:Orri skrifaði:Moldvarpan skrifaði:Hvaða aðrir flokkar vilja setja útlendingum stífari skilyrði og hömlur? Og hafa nógu breitt bak til þess að þola skítinn sem því fylgir. ... Þangað til, þá vill ég ná tökum á þessum útlendingum.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn vildi í alvörunni taka á þessum málum, heldurðu að þau væru ekki löngu búin að því? Eins og þú segir, þau hafa verið við stjórnina í þessu landi nánast frá stofnun lýðveldisins. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, húsnæðismarkaðurinn, útlendingamálin, og svo margt fleira, er einmitt akkúrat í þessu standi því þau vilja hafa það þannig. Af hverju? Þau græða á því.
En er svo ekki líka bara smá prinsipp mál að sýna stjórnmálafólki eins og Bjarna Ben að það er alls ekki í lagi að búa til skandal eftir skandal og taka enga ábyrgð á neinu? Ég held að meira að segja Sjálfstæðisfólk fortíðarinnar myndu hneyksla sig á framgangi mála í dag.
Já og nei. Í fullkomnum heimi algjörlega. En í þessum raunveruleika, þá held ég að það sé betra að reyna horfa fram á við, læra af fortíðinni.
Það þarf að gagnrýna sjálfstæðismenn. Það er nauðsynlegt, og Bjarni sagði það sjálfur í ræðu að sú vinna á lýta í spegil eftir hrunið, hafi verið flokknum hollt. Flokkurinn er sterkari fyrir vikið.
Flokkurinn er einmitt ekki sterkari fyrir vikið. Hann hefur farið frá því að vera svona 40% flokkur í það að vera sirka 20% flokkur. Og gæti orðið enn verra í næstu kosningum. Bjarni Ben hefur ekki náð að hrista af sér þennan spillingarstimpil sem hefur loðað við hann hátt í tvo áratugi.
Flestir af þessum koma frá Úkraínu, landinu sem rússland réðst inní og er að innlima það sem þeir komast yfir. Síðan kemur mikill hluti frá Venúsela, fólk sem er núna búið að svipta þeim möguleika að komast inn í kerfið á Íslandi. Fólk sem er samkvæmt öllu, það fólk sem vinnur hvað mest á Íslandi af þeim sem koma sem flóttamenn.
Restin, sem er um 300 til 400 manns er fólk frá öðrum ríkjum og suma er ekki hægt að senda til baka þar sem þeirra heimaríki neita að taka við þeim (algengt í ríkjum þar sem alræði ríkir).