Intel Járnhnefi kremur AMDip


TheAdder
Geek
Póstar: 821
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Tengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf TheAdder » Mið 17. Júl 2024 22:08

Á meðan tækniþróun Intel snýst um það að kreista meira vatn úr steininum sem 10nm processið þeirra er, þá finnst mér lítið vit í að versla við þá. AMD er nokkrum kynslóðum á undan í tækninni, hvað sem CPU hönnuninni sjálfri gengur til.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3080
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 48
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf beatmaster » Fim 18. Júl 2024 13:08

Varstu búinn að teipa niður járnhnefann samkvæmt leiðbeiningunum frá Intel þangað til að þeir vonandi komast af því af hverju 13 og 14 seríu örgjörvarnir eru nánast ónothæfir?

https://community.intel.com/t5/Processo ... -p/1607807


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf jonfr1900 » Fim 18. Júl 2024 13:50

TheAdder skrifaði:Á meðan tækniþróun Intel snýst um það að kreista meira vatn úr steininum sem 10nm processið þeirra er, þá finnst mér lítið vit í að versla við þá. AMD er nokkrum kynslóðum á undan í tækninni, hvað sem CPU hönnuninni sjálfri gengur til.


Það eru tæknileg vandræði með 7nm og 5nm hjá Intel. Ég reikna með að AMD hafi einnig lent í svona vandræðum en fundið einhverja viðeigandi lausn. Þetta breytir samt ekki öllu, þar sem þetta er að nálgast skammtafræðileg takmörk, sem eru í kringum 2nm til 1nm. Eftir það, þá verður ekki hægt að fara neðar í stærðinni á þessum örgjörvum.




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf jonfr1900 » Fim 18. Júl 2024 13:52

beatmaster skrifaði:Varstu búinn að teipa niður járnhnefann samkvæmt leiðbeiningunum frá Intel þangað til að þeir vonandi komast af því af hverju 13 og 14 seríu örgjörvarnir eru nánast ónothæfir?

https://community.intel.com/t5/Processo ... -p/1607807


Ég hef ekki lent í neinum vandræðum og ég er með Intel(R) Core(TM) i5-14600K 3.50 GHz. Jafnvel þegar ég set kerfið undir smá álag.




emil40
</Snillingur>
Póstar: 1081
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 133
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf emil40 » Fim 18. Júl 2024 14:07

hvað ætli að verði hægt að ná ryzen 9950x hátt með venjulegri vatnskælingu ?


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Gainward 3070 ti - 8 gb | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |

Skjámynd

olihar
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 188
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf olihar » Fim 18. Júl 2024 14:37

emil40 skrifaði:hvað ætli að verði hægt að ná ryzen 9950x hátt með venjulegri vatnskælingu ?


Eigum við ekki að láta vöruna actually koma út áður en við vitum það.




emil40
</Snillingur>
Póstar: 1081
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 133
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf emil40 » Fim 18. Júl 2024 14:42

ég var að pæla hvort að hann fari nálægt 6 ghz


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Gainward 3070 ti - 8 gb | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |

Skjámynd

olihar
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 188
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf olihar » Fim 18. Júl 2024 14:44

Boost Clock er listað sem 5.7GHz svo það er mjög líklegt að hann fari allavegana langleiðina þangað já.



Skjámynd

Höfundur
Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1221
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf Templar » Fim 18. Júl 2024 16:06

Járnhnefinn er deliddaður og vatnskældur með þýskum eðal kælibúnaði og engin vandræði í gangi. AMDip menn fá alltaf nokkra mánuði á tveggaja ára fresti til að vera kóngar en við Intel menn þekkjum það vel enda kóngar lang mesta tímann en maður verður að leyfa sínum minni máttar að njóta sín endrum og nær.
AMDip voru að brenna örgjörva og móðurborð ekki fyrir svo löngu, algert neyðarástand í gangi og neyðar BIOS og ég veit ekki hvað og hvað, svo eru það tugþúsundir serverar sem AMD einfaldlega neitar að bæta en það er reiknivilla sem er í sílikoninu hjá þeim... Svona drama gerist og gerir þetta skemmtilegt en svo þegar rykið fellur þá er það Járnhnefinn sem ræður ferðinni.
Nýr Bartel Lake að koma á 1700 sökkulinn, 12 P core leikja beast og nýi 15th gen. verður komin fyrir jól en njótið núna AMDip menn vel því eins og allt sem gott er tekur þetta enda.


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||


TheAdder
Geek
Póstar: 821
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Tengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf TheAdder » Fim 18. Júl 2024 17:32

jonfr1900 skrifaði:
TheAdder skrifaði:Á meðan tækniþróun Intel snýst um það að kreista meira vatn úr steininum sem 10nm processið þeirra er, þá finnst mér lítið vit í að versla við þá. AMD er nokkrum kynslóðum á undan í tækninni, hvað sem CPU hönnuninni sjálfri gengur til.


Það eru tæknileg vandræði með 7nm og 5nm hjá Intel. Ég reikna með að AMD hafi einnig lent í svona vandræðum en fundið einhverja viðeigandi lausn. Þetta breytir samt ekki öllu, þar sem þetta er að nálgast skammtafræðileg takmörk, sem eru í kringum 2nm til 1nm. Eftir það, þá verður ekki hægt að fara neðar í stærðinni á þessum örgjörvum.

Hvaða 7 og 5nm process? Intel 7 sem 14000 serían er að keyra á er ennþá 10nm. Það á að veita sama transistor þéttleika og 7nm processið frá TSMC.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

olihar
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 188
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf olihar » Fim 18. Júl 2024 20:52

Templar skrifaði:Járnhnefinn er deliddaður og vatnskældur með þýskum eðal kælibúnaði og engin vandræði í gangi. AMDip menn fá alltaf nokkra mánuði á tveggaja ára fresti til að vera kóngar en við Intel menn þekkjum það vel enda kóngar lang mesta tímann en maður verður að leyfa sínum minni máttar að njóta sín endrum og nær.
AMDip voru að brenna örgjörva og móðurborð ekki fyrir svo löngu, algert neyðarástand í gangi og neyðar BIOS og ég veit ekki hvað og hvað, svo eru það tugþúsundir serverar sem AMD einfaldlega neitar að bæta en það er reiknivilla sem er í sílikoninu hjá þeim... Svona drama gerist og gerir þetta skemmtilegt en svo þegar rykið fellur þá er það Járnhnefinn sem ræður ferðinni.
Nýr Bartel Lake að koma á 1700 sökkulinn, 12 P core leikja beast og nýi 15th gen. verður komin fyrir jól en njótið núna AMDip menn vel því eins og allt sem gott er tekur þetta enda.


Vandamálin í 13 og 14 Gen hjá Intel eru mikið meiri heldur en nokkurtíman hefur verið. Ég er mjög feginn að vera ekki á þessu platformi núna.




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf jonfr1900 » Fim 18. Júl 2024 20:58

olihar skrifaði:
Templar skrifaði:Járnhnefinn er deliddaður og vatnskældur með þýskum eðal kælibúnaði og engin vandræði í gangi. AMDip menn fá alltaf nokkra mánuði á tveggaja ára fresti til að vera kóngar en við Intel menn þekkjum það vel enda kóngar lang mesta tímann en maður verður að leyfa sínum minni máttar að njóta sín endrum og nær.
AMDip voru að brenna örgjörva og móðurborð ekki fyrir svo löngu, algert neyðarástand í gangi og neyðar BIOS og ég veit ekki hvað og hvað, svo eru það tugþúsundir serverar sem AMD einfaldlega neitar að bæta en það er reiknivilla sem er í sílikoninu hjá þeim... Svona drama gerist og gerir þetta skemmtilegt en svo þegar rykið fellur þá er það Járnhnefinn sem ræður ferðinni.
Nýr Bartel Lake að koma á 1700 sökkulinn, 12 P core leikja beast og nýi 15th gen. verður komin fyrir jól en njótið núna AMDip menn vel því eins og allt sem gott er tekur þetta enda.


Vandamálin í 13 og 14 Gen hjá Intel eru mikið meiri heldur en nokkurtíman hefur verið. Ég er mjög feginn að vera ekki á þessu platformi núna.


Ég er að velta því fyrir mér hvort að þessi vandamál séu hjá fólki sem er að yfirklukka örgjörvana sýna með þessum afleiðingum. Ég hef ekki orðið var við neitt og ég er að keyra tvær tölvur á Intel i5-146000KF/K örgjörva án þess að yfirklukka örgjörvana og ég hef ekki orðið var við neinn óstöðugleika. Kannski er þetta annað með i7 og i9 örgjörva en það er talsvert í að ég komi mér upp Intel i9-149000KS tölvu.

Þessir örgjörvar eru að keyra á 5,3Ghz (turbo) og síðan 6,2Ghz (turbo) sem er nú þegar mjög mikil klukkutíðni. Orkunotkun er einnig eftir því. Þannig að 1000W PSU er orðið lágmarkið í dag að mínu áliti.



Skjámynd

olihar
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 188
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf olihar » Fim 18. Júl 2024 21:03

jonfr1900 skrifaði:
olihar skrifaði:
Templar skrifaði:Járnhnefinn er deliddaður og vatnskældur með þýskum eðal kælibúnaði og engin vandræði í gangi. AMDip menn fá alltaf nokkra mánuði á tveggaja ára fresti til að vera kóngar en við Intel menn þekkjum það vel enda kóngar lang mesta tímann en maður verður að leyfa sínum minni máttar að njóta sín endrum og nær.
AMDip voru að brenna örgjörva og móðurborð ekki fyrir svo löngu, algert neyðarástand í gangi og neyðar BIOS og ég veit ekki hvað og hvað, svo eru það tugþúsundir serverar sem AMD einfaldlega neitar að bæta en það er reiknivilla sem er í sílikoninu hjá þeim... Svona drama gerist og gerir þetta skemmtilegt en svo þegar rykið fellur þá er það Járnhnefinn sem ræður ferðinni.
Nýr Bartel Lake að koma á 1700 sökkulinn, 12 P core leikja beast og nýi 15th gen. verður komin fyrir jól en njótið núna AMDip menn vel því eins og allt sem gott er tekur þetta enda.


Vandamálin í 13 og 14 Gen hjá Intel eru mikið meiri heldur en nokkurtíman hefur verið. Ég er mjög feginn að vera ekki á þessu platformi núna.


Ég er að velta því fyrir mér hvort að þessi vandamál séu hjá fólki sem er að yfirklukka örgjörvana sýna með þessum afleiðingum. Ég hef ekki orðið var við neitt og ég er að keyra tvær tölvur á Intel i5-146000KF/K örgjörva án þess að yfirklukka örgjörvana og ég hef ekki orðið var við neinn óstöðugleika. Kannski er þetta annað með i7 og i9 örgjörva en það er talsvert í að ég komi mér upp Intel i9-149000KS tölvu.

Þessir örgjörvar eru að keyra á 5,3Ghz (turbo) og síðan 6,2Ghz (turbo) sem er nú þegar mjög mikil klukkutíðni. Orkunotkun er einnig eftir því. Þannig að 1000W PSU er orðið lágmarkið í dag að mínu áliti.


Nei hefur ekkert með overclocking að gera, þetta virðist vera hönnunargalli í allavegana i9, þar sem þeir virðast hafa flogið heldur betur mikið allt of nálægt sólinni.

Og þetta er bara rétt að byrja þar sem þeir eru að eyðileggja sjálfan sig stanslaust að virðist.



Skjámynd

olihar
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 188
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf olihar » Fim 18. Júl 2024 21:18




Skjámynd

Höfundur
Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1221
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf Templar » Fös 19. Júl 2024 09:22

Þetta virðist ekki tengjast yfirklukkun, virðist frekar að CPU skemmist yfir tíma. Rótin getur verið nokkrar breytur og þetta gæti t.d. aðeins átt við CPU sem framleidd voru á X stað yfir takmarkaðan tíma, ýmislegt svona sem getur tekið tíma þegar verið að greina galla í flóknu kerfi og framleiðslu. Það er oftast ástæðan að fyrirtæki segja ekki neitt strax því málin eru einfaldlega of opin.
Það sem er vont við þetta mál er að CPU eru að bila sem eru á server kubbasettum en það staðfesti að þetta væri ekki yfirklukkunarmál.

Held að Intel hafi þó lennt í AMDippara hérna ef ég ætti að giska, aðeins gisk með mjög takmörkuð gögn!. Þetta er yfirspennuvandamál rétt eins og ruglið sem bræddi Ryzen kubbana. Ég festi alltaf max GHz hjá mér og þar með hættir Thermal Velocoty Boost að virka og ég undirklokka daily, var með 5.5GHz max, núna með 5.6 max. Ég spila í 4K og þetta ultra boost skiptir nkl. engu þá.
Annar möguleiki er að þetta sé galli sem einfaldlega gerist óháð öllu og það væri sérlega slæmt en oftast eru svona mál bundið við ákveðin CPU og jafnvel ákveðnar framleiðslukippur.

Hvað sem því líður þá kemur 12 P-Core Bartel Lake fyrir 1700 sökkulinn og Lunar Lake fyrir nýjan sökkul, endurnýun á þessu hefur aldrei verið hraðari sem gerir svona ekki eins stórt mál og áður. Myndi ekki víla mér við að nota AMDip í einhverja low end vinnslu þó svo að örrarnir voru að bráðna fyrir nokkrum mán. svona er einfaldlega lagað og allir með ábyrgð og allt það.
Síðast breytt af Templar á Fös 19. Júl 2024 09:23, breytt samtals 1 sinni.


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

olihar
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 188
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf olihar » Fös 19. Júl 2024 12:10

MMO developer Alderon Games claims testing shows a “nearly 100 percent failure rate” for certain Intel CPUs.



https://www.theverge.com/2024/7/14/2419 ... nce%202020.




Wintendo
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Mið 16. Des 2009 16:31
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf Wintendo » Fös 19. Júl 2024 12:25

Þetta er orðið það slæmt fyrir Intel að Epic hafa gefið út leiðbeiningar fyrir Fortnite spilara um að fara í BIOS-inn og breyta stillingum þar - https://wccftech.com/epic-games-guideli ... -gen-cpus/

https://www.epicgames.com/help/en-US/c- ... a000086852

Fátt betra enn að fá krakka til að fara inn í BIOS-inn til að lagfæra fail hjá Intel.



Skjámynd

olihar
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 188
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf olihar » Fös 19. Júl 2024 12:36

Wintendo skrifaði:Þetta er orðið það slæmt fyrir Intel að Epic hafa gefið út leiðbeiningar fyrir Fortnite spilara um að fara í BIOS-inn og breyta stillingum þar - https://wccftech.com/epic-games-guideli ... -gen-cpus/

https://www.epicgames.com/help/en-US/c- ... a000086852

Fátt betra enn að fá krakka til að fara inn í BIOS-inn til að lagfæra fail hjá Intel.


Er þá ekki valid spurning afhverju krakkar eru að spila Fortnite á i9 CPU. :o




drengurola
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 24. Apr 2020 16:00
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf drengurola » Fös 19. Júl 2024 12:48

olihar skrifaði:Er þá ekki valid spurning afhverju krakkar eru að spila Fortnite á i9 CPU. :o

Það vita allir að i9 er bara fyrir Cinebench! :megasmile




Wintendo
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Mið 16. Des 2009 16:31
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf Wintendo » Fös 19. Júl 2024 12:57

olihar skrifaði:
Wintendo skrifaði:Þetta er orðið það slæmt fyrir Intel að Epic hafa gefið út leiðbeiningar fyrir Fortnite spilara um að fara í BIOS-inn og breyta stillingum þar - https://wccftech.com/epic-games-guideli ... -gen-cpus/

https://www.epicgames.com/help/en-US/c- ... a000086852

Fátt betra enn að fá krakka til að fara inn í BIOS-inn til að lagfæra fail hjá Intel.


Er þá ekki valid spurning afhverju krakkar eru að spila Fortnite á i9 CPU. :o


Jú reyndar, það er kannski aðeins of mikið overkill. Enn hey more fps = more wins! :D



Skjámynd

Höfundur
Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1221
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf Templar » Fös 19. Júl 2024 13:38

Epic var aðeins að benda á það sem Intel bað um, fara í failsafe mode.
Vandinn fyrir Intel er svipaður og þegar AMD var með sín brennandi CPU, hvorki Intel né AMD geta farið fram og talað illa um framleiðendur móðurborðanna þegar þeir hafa verið óábyrgir því þeir eru þarna að vinna auðvitað í því að hámarka afköst örgjörfanna á sínum borðum. Þegar þeir ganga of langt þarf Intel og AMD að stíga inn en þeir henda þeim aldrei fyrir strætó enda eiga allt undir því að vinna með þessum aðilum.
Ég er ekki að segja að þetta séu móðurborðin, þetta er enn opið mál en það væri samt alveg týpískt að þetta væri blanda af ásækni móðurborðsframleiðenda að hámarka getu borðanna plús e-h vanmat hjá Intel með þolið t.d. fyrir spennu eða mjög álíka og AMD brennumálið.


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||


TheAdder
Geek
Póstar: 821
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Tengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf TheAdder » Fös 19. Júl 2024 13:50

Templar skrifaði:Epic var aðeins að benda á það sem Intel bað um, fara í failsafe mode.
Vandinn fyrir Intel er svipaður og þegar AMD var með sín brennandi CPU, hvorki Intel né AMD geta farið fram og talað illa um framleiðendur móðurborðanna þegar þeir hafa verið óábyrgir því þeir eru þarna að vinna auðvitað í því að hámarka afköst örgjörfanna á sínum borðum. Þegar þeir ganga of langt þarf Intel og AMD að stíga inn en þeir henda þeim aldrei fyrir strætó enda eiga allt undir því að vinna með þessum aðilum.
Ég er ekki að segja að þetta séu móðurborðin, þetta er enn opið mál en það væri samt alveg týpískt að þetta væri blanda af ásækni móðurborðsframleiðenda að hámarka getu borðanna plús e-h vanmat hjá Intel með þolið t.d. fyrir spennu eða mjög álíka og AMD brennumálið.

Þetta AMD brennumál sem þú talar um, hvað var/er það eiginlega?
Ég reyni nú almennt að fylgjast ágætlega með þessum málum, en annað hvort hefur þetta farið alveg fram hjá mér, eða ég er búinn að steingleyma þessu.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf gnarr » Fös 19. Júl 2024 13:56

TheAdder skrifaði:Þetta AMD brennumál sem þú talar um, hvað var/er það eiginlega?
Ég reyni nú almennt að fylgjast ágætlega með þessum málum, en annað hvort hefur þetta farið alveg fram hjá mér, eða ég er búinn að steingleyma þessu.


Móðurborða framleiðendur voru að setja of háa spennu inná 7000X3D örjgörva, sem varð til þess að PCB'ið bókstaflega brann og örgjörvinn eyðilagðist.

https://www.theverge.com/2023/4/27/2370 ... rboard-fix


"Give what you can, take what you need."


dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf dadik » Fös 19. Júl 2024 14:46

Ekki batnar það - þetta hefur víst áhrif á ferðavélarnar líka :

https://www.digitaltrends.com/computing ... o-laptops/


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

Höfundur
Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1221
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Intel Járnhnefi kremur AMDip

Pósturaf Templar » Fös 19. Júl 2024 17:54

Eins gott að maður er kominn í Core Ultra lappa.


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||