Þrælahald á Íslandi
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7591
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1193
- Staða: Ótengdur
Þrælahald á Íslandi
https://www.visir.is/g/20242597088d/nae ... um-a-arinu
Þetta er galið, gjörsamlega galið...
Það þarf að koma leigumarkaðinum í það horf að það sé ekki hægt að hirða megnið af tekjum fólks í leigu og viðhalda þessum fáránlega markaði og halda fólki frá því að eiga sína eigin fasteign.
Þetta er galið, gjörsamlega galið...
Það þarf að koma leigumarkaðinum í það horf að það sé ekki hægt að hirða megnið af tekjum fólks í leigu og viðhalda þessum fáránlega markaði og halda fólki frá því að eiga sína eigin fasteign.
-
- Vaktari
- Póstar: 2583
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 479
- Staða: Ótengdur
Re: Þrælahald á Íslandi
Sammála en frá mínum dyrum séð er vandamálið krónan.
Ég kýs að leigja því ég ætla ekki að vera með magasár útaf vöxtum, stýrivöxtum og reglulegum gjaldfellingum krónunar.
Ef þessi fjármálamarkaður væri betri, þá myndi ég kaupa. En eins og staðan er finnst mér betra að borga aðeins meira og minnka streitu álagið.
Ég kýs að leigja því ég ætla ekki að vera með magasár útaf vöxtum, stýrivöxtum og reglulegum gjaldfellingum krónunar.
Ef þessi fjármálamarkaður væri betri, þá myndi ég kaupa. En eins og staðan er finnst mér betra að borga aðeins meira og minnka streitu álagið.
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7591
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1193
- Staða: Ótengdur
Re: Þrælahald á Íslandi
Moldvarpan skrifaði:Sammála en frá mínum dyrum séð er vandamálið krónan.
Ég kýs að leigja því ég ætla ekki að vera með magasár útaf vöxtum, stýrivöxtum og reglulegum gjaldfellingum krónunar.
Ef þessi fjármálamarkaður væri betri, þá myndi ég kaupa. En eins og staðan er finnst mér betra að borga aðeins meira og minnka streitu álagið.
Er leigan þín þá ekki verðtryggð?
Og færðu ekki í magann yfir áhyggjum af því hvort að leigusalinn muni hækka leiguna um meira en verðtryggingu þegar hann fær tækifæri til?
Og finnst þér ekkert rangt við að leiguverðið sé líklega hærra en það sem mundi kosta að borga af 100% láni fyrir sömu eign?
Re: Þrælahald á Íslandi
Hver sem orsökin af vandamálinu eru þá er alveg ljóst að þetta gengur ekki svona til lengdar, venjulegt fólk á engann möguleika á að eignast eigið húsnæði og er fast á okurleigumarkaði, það er alveg magnað að þessu sé leyft að gerast.
-
- Vaktari
- Póstar: 2583
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 479
- Staða: Ótengdur
Re: Þrælahald á Íslandi
rapport skrifaði:Moldvarpan skrifaði:Sammála en frá mínum dyrum séð er vandamálið krónan.
Ég kýs að leigja því ég ætla ekki að vera með magasár útaf vöxtum, stýrivöxtum og reglulegum gjaldfellingum krónunar.
Ef þessi fjármálamarkaður væri betri, þá myndi ég kaupa. En eins og staðan er finnst mér betra að borga aðeins meira og minnka streitu álagið.
Er leigan þín þá ekki verðtryggð?
Og færðu ekki í magann yfir áhyggjum af því hvort að leigusalinn muni hækka leiguna um meira en verðtryggingu þegar hann fær tækifæri til?
Og finnst þér ekkert rangt við að leiguverðið sé líklega hærra en það sem mundi kosta að borga af 100% láni fyrir sömu eign?
Leigan fylgir vísitölu.
Leigan hefur hækkað um ca 35k á tveimur og hálfu ári.
Leigusalinn er sanngjarn miðað við markaðinn finnst mér.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 397
- Skráði sig: Þri 09. Maí 2006 01:16
- Reputation: 18
- Staðsetning: /usr/local
- Staða: Ótengdur
Re: Þrælahald á Íslandi
Þetta er náttulega orðin alger bilun þessar hækkanir á fasteignum,
ég kaupi einbýli á 85 millur fyrir 6 árum, fasteignamat 2025 er 155 millur.
Laun hefðu þurft að fjórfaldast á þessum tíma til að halda við þessa verðþróun.
Nú er lagt fyrir á íbúðareikning mánarlega hjá öllum krökkunum svo að það sé einhver séns að þau geti einhvern tímann flutt út þegar þau verða komin á aldur. Annars á maður eftir að sitja uppi með afkvæmin langt fram í ellina ..
ég kaupi einbýli á 85 millur fyrir 6 árum, fasteignamat 2025 er 155 millur.
Laun hefðu þurft að fjórfaldast á þessum tíma til að halda við þessa verðþróun.
Nú er lagt fyrir á íbúðareikning mánarlega hjá öllum krökkunum svo að það sé einhver séns að þau geti einhvern tímann flutt út þegar þau verða komin á aldur. Annars á maður eftir að sitja uppi með afkvæmin langt fram í ellina ..
Síðast breytt af Blues- á Mán 15. Júl 2024 13:09, breytt samtals 2 sinnum.
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7591
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1193
- Staða: Ótengdur
Re: Þrælahald á Íslandi
Blues- skrifaði:Þetta er náttulega orðin alger bilun þessar hækkanir á fasteignum,
ég kaupi einbýli á 85 millur fyrir 6 árum, fasteignamat 2025 er 155 millur.
Laun hefðu þurft að fjórfaldast á þessum tíma til að halda við þessa verðþróun.
Nú er lagt fyrir á íbúðareikning mánarlega hjá öllum krökkunum svo að það sé einhver séns að þau geti einhvern tímann flutt út þegar þau verða komin á aldur. Annars á maður eftir að sitja uppi með afkvæmin langt fram í ellina ..
Við keyptum fyrstu íbúð 2012 á 19,2 milljónir (borguðum út 2), seldum hana á 38,5 í ársbyrjun 2018 (með nýju baði og eldhúsi).
Keyptum á 59,9 í árslok 2017 og fasteignamatið 2025 er 92,4 og veit að okkar færi nokkuð yfir fasteignamati.
Aðstoðaði mömmu við að kaupa fína þriggja herbergja íbúð með spes herbergi og geymslu (með WC) í kjallara á Njálsgötunni 1997 á 5,3 milljónir...
Sú íbúð var auglýst á 55 milljónir fyrir tveim árum = hafði tífaldast í verði á 25 árum
En almenn verðlagsþróun í landinu hefði átt að vera:
-
- /dev/null
- Póstar: 1339
- Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
- Reputation: 100
- Staðsetning: 109 Rvk
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Þrælahald á Íslandi
Af hverju er verið að reyna að gera fólki svona erfitt fyrir viljandi?
Finnst nú bara að þyrfti að stofna alþjóðleg hagsmunasamtók til að berjast gegn þessu skipulagðar.
Samt í grunninn er þetta vangeta á stýringu fólksfjölgunar með tilsjón af getu til að bera hana uppi.
Finnst nú bara að þyrfti að stofna alþjóðleg hagsmunasamtók til að berjast gegn þessu skipulagðar.
Samt í grunninn er þetta vangeta á stýringu fólksfjölgunar með tilsjón af getu til að bera hana uppi.
Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Þrælahald á Íslandi
rapport skrifaði:https://www.visir.is/g/20242597088d/naerri-niu-af-hverjum-tiu-i-budum-verid-keyptar-af-fjar-festum-a-arinu
Skjámynd 2024-07-15 121411.png
Þetta er galið, gjörsamlega galið...
Það þarf að koma leigumarkaðinum í það horf að það sé ekki hægt að hirða megnið af tekjum fólks í leigu og viðhalda þessum fáránlega markaði og halda fólki frá því að eiga sína eigin fasteign.
Þetta er bannað í Danmörku held ég og húsnæðisverð er ennþá eðlilegt þar. Þetta er leyft í Þýskalandi og þar er húsnæðisverð orðið stjórnlaust en ekki mikið vandamál, þar sem 60% þjóðverja leigja sitt húsnæði alla tíð og lög um leigumarkaðinn eru ströng.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 216
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 81
- Staða: Ótengdur
Re: Þrælahald á Íslandi
jonfr1900 skrifaði:rapport skrifaði:https://www.visir.is/g/20242597088d/naerri-niu-af-hverjum-tiu-i-budum-verid-keyptar-af-fjar-festum-a-arinu
Skjámynd 2024-07-15 121411.png
Þetta er galið, gjörsamlega galið...
Það þarf að koma leigumarkaðinum í það horf að það sé ekki hægt að hirða megnið af tekjum fólks í leigu og viðhalda þessum fáránlega markaði og halda fólki frá því að eiga sína eigin fasteign.
Þetta er bannað í Danmörku held ég og húsnæðisverð er ennþá eðlilegt þar. Þetta er leyft í Þýskalandi og þar er húsnæðisverð orðið stjórnlaust en ekki mikið vandamál, þar sem 60% þjóðverja leigja sitt húsnæði alla tíð og lög um leigumarkaðinn eru ströng.
Hvað er það sem er bannað?
Re: Þrælahald á Íslandi
Ég hef aldrei skilið almennilega afhverju hagnaðardrifin leigufélög eru lögleg. Blóðsugur og ekkert annað. Þjóna samfélaginu á engann hátt. Fá bara fjármagn til að sjúga upp íbúðir til útleigu, með lágmarksþjónustu og allskonar kröfur. Byggja ekkert og gera ekkert, nema koma í veg fyrir að vinnandi fólk geti eignast húsnæði.
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Þrælahald á Íslandi
rostungurinn77 skrifaði:jonfr1900 skrifaði:rapport skrifaði:https://www.visir.is/g/20242597088d/naerri-niu-af-hverjum-tiu-i-budum-verid-keyptar-af-fjar-festum-a-arinu
Skjámynd 2024-07-15 121411.png
Þetta er galið, gjörsamlega galið...
Það þarf að koma leigumarkaðinum í það horf að það sé ekki hægt að hirða megnið af tekjum fólks í leigu og viðhalda þessum fáránlega markaði og halda fólki frá því að eiga sína eigin fasteign.
Þetta er bannað í Danmörku held ég og húsnæðisverð er ennþá eðlilegt þar. Þetta er leyft í Þýskalandi og þar er húsnæðisverð orðið stjórnlaust en ekki mikið vandamál, þar sem 60% þjóðverja leigja sitt húsnæði alla tíð og lög um leigumarkaðinn eru ströng.
Hvað er það sem er bannað?
Það er bannað að eiga íbúðir og láta þær standa tómar skilst mér. Hérna stendur að það verður að vera búið í íbúð sem maður á að lágmarki 180 daga af árinu.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16573
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2136
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Þrælahald á Íslandi
Banna þetta, leyfa hverjum einstaklingi að eiga að hámarki tvær eignir og þú þurfir eiga lögheimili og búa í annari þeirra. Leigufélög eða hagnaðadrifin fyrirtæki eiga ekki að fá að eiga íbúðir.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Þrælahald á Íslandi
Samt margir "bara hey ,keypti íbúð á 8millz árið 2006" fólk skilur ekki alltaf verðlagsþróun.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1268
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Reputation: 143
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: Þrælahald á Íslandi
GuðjónR skrifaði:Banna þetta, leyfa hverjum einstaklingi að eiga að hámarki tvær eignir og þú þurfir eiga lögheimili og búa í annari þeirra. Leigufélög eða hagnaðadrifin fyrirtæki eiga ekki að fá að eiga íbúðir.
Banna hvað, þú þarf að segja þetta mjög nákvæmlega því þú ert frekar nálægt því að banna hlut sem er verndaður í stjórnarskránni.
72. gr.
[Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.
Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi.] 1)
1)L. 97/1995, 10. gr.
Mega fyrirtæki ekki eiga íbúðir?
Bankar mættu þá ekki bjóða í íbúðir á nauðungarsölum
eða fólk býr til fyrirtæki sem á íbúðirnar sem það á.
Rosa vinsælt núna að búa til slf til að koma sem flestu af einkaneyslu undir fyrirtækjarekstur.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
-
- Geek
- Póstar: 835
- Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
- Reputation: 145
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Þrælahald á Íslandi
Þetta ástand verður ekki lagað almennilega nema með miklu fleiri íbúðum. Hitt er svo annað að það mætti margfalda fasteignagjöld af íbúð 3 og öllum eftir það.
Verðlöggur alltaf velkomnar.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 674
- Skráði sig: Sun 12. Jan 2020 20:34
- Reputation: 45
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Þrælahald á Íslandi
Hrotti skrifaði:Þetta ástand verður ekki lagað almennilega nema með miklu fleiri íbúðum. Hitt er svo annað að það mætti margfalda fasteignagjöld af íbúð 3 og öllum eftir það.
Yrði þeim "auka álögum" ekki bara settar á herðar leigutakans, ef ekki yrði aukið stórlega við framboð íbúða? Hvort kemur hænan á undan egginu eða á eftir?
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 237
- Skráði sig: Mán 21. Nóv 2011 21:59
- Reputation: 86
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Þrælahald á Íslandi
Minuz1 skrifaði:GuðjónR skrifaði:Banna þetta, leyfa hverjum einstaklingi að eiga að hámarki tvær eignir og þú þurfir eiga lögheimili og búa í annari þeirra. Leigufélög eða hagnaðadrifin fyrirtæki eiga ekki að fá að eiga íbúðir.
Banna hvað, þú þarf að segja þetta mjög nákvæmlega því þú ert frekar nálægt því að banna hlut sem er verndaður í stjórnarskránni.
72. gr.
[Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.
Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi.] 1)
1)L. 97/1995, 10. gr.
Mega fyrirtæki ekki eiga íbúðir?
Bankar mættu þá ekki bjóða í íbúðir á nauðungarsölum
eða fólk býr til fyrirtæki sem á íbúðirnar sem það á.
Rosa vinsælt núna að búa til slf til að koma sem flestu af einkaneyslu undir fyrirtækjarekstur.
Banna hvað? Þú ert að vitna í einhver orð á einhverjum pappír, það er ekkert mál að breyta þessu, það þarf bara stjórnmálamenn sem er umhugað um eitthvað annað en helstu fjármagnseigendur á Íslandi. Það þarf einhvern sem setur Íslendinga í fyrsta sætið, ekki moldríka aumingja sem erfðu landið og auðæfi þess. Það á að þjóðnýta fullt af eignum sem eru í "einkaeigu", banna fyrirtækjum að eiga íbúðarhúsnæði, og allir sem eru á móti þessu eru óvinir 98% Íslendinga og ættu að vera strengdir upp hið fyrsta. Það þarf að hætta þessum aumingjaskap að segja lögin svona og stjórnarskrá þetta, ef það er eitthvað sem stendur þar sem setur Íslendinga í fjötra þá þarf að gera eitthvað í því.
Have never lost an argument. Fact.
-
- Geek
- Póstar: 835
- Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
- Reputation: 145
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Þrælahald á Íslandi
Oddy skrifaði:Hrotti skrifaði:Þetta ástand verður ekki lagað almennilega nema með miklu fleiri íbúðum. Hitt er svo annað að það mætti margfalda fasteignagjöld af íbúð 3 og öllum eftir það.
Yrði þeim "auka álögum" ekki bara settar á herðar leigutakans, ef ekki yrði aukið stórlega við framboð íbúða? Hvort kemur hænan á undan egginu eða á eftir?
Ég er ekki að ímynda mér að það sé einhver töfralausn bara betra en ekkert, leiguverð er komið svo nálægt ( og yfir) þolmörk flestra að ég sé varla fyrir mér að þú hækkir leiguna um 100Þús í viðbót og haldir leigendum nema í undantekningartilfellum.
Þeir sem eiga margar íbúðir væru þá líka að keppa við fólk sem á 1 auka íbúð og þyrfti ekki að borga þessi háu gjöld.
Verðlöggur alltaf velkomnar.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1221
- Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
- Reputation: 414
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Þrælahald á Íslandi
Þú lagar aldrei framboðsvanda með reglum, þú gerir hann verri.
--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||
Re: Þrælahald á Íslandi
Það áttu að setja reglur um að verð má ekki hækka umfram verðlagsþróun, sem ég held öll lönd kringum okkur eru með reglur um svoleiðis, þetta mun laga leigusala skella á tugþúsunda krónur hækkun bara af því að hluthafar vilja meira gróða...
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1221
- Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
- Reputation: 414
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Þrælahald á Íslandi
Nei þetta lagar ekki neitt helur mun gera þetta verra en ekki láta nokkur hundruð ára sögu af efnahagsmálum og svona ástandi hafa verið til mörgum sinnum áður trufla þig í leit af lausnum sem alltaf hafa sannað sig að gera ástandið verra.
Þetta er alltaf eins búið að gerast í földamörgum löndum og borgum, þeir sem skilja ekki grunn prinsippinn í verðmyndun halda alltaf að þeir geti með REGLUM lagað skort á framboði á vöru, alveg ótrúlegt að sjá þessi Dunning-Kruger áhrif endalaust.
Skortur á framboði verður aðeins lagfærður með auknu framboði, vara mun aðeins lækka ef framboðið eykst eða eftirspurnin minnkar, þetta er ófrávíkjanlegt.
Ef þið viljið sjá eðlilegri verð og markað verður hið opinbera, bæjarfélög og ríkið að hysja sig brók en það er auðveldara fyrir stjórnmálamenn að leiða pöpulinn í trú um að þetta séu vondir kapítalistar arðræna einhvern þegar hið opinbera er búið að keyra upp verðið sjálft með takmörkuðu framboði af lóðum, geðveiku lóðaverði og sköttum því þeir eyða of mikið sjálfir, hleypa inn fólki langt umfram það sem markaðurinn þolir og setja hann í ójafnvægi, hið opinbera að keppa við að hækka leiguverð með því að yfirbjóða eigin skattgreiðendur um leiguverð því þeir leigja íbúðir fyrir góða fólkið. Það eru auk þess REGLUR hins opinbera sem takmarka val fjárfesta og lífeyrissjóða til fjárfestinga því leita þeir meira inn á fasteignamarkaðinn en þeir hefðu annars gert.
Fjármagnskostnaður er svo auk þess í hæstu hæðum sem keyrir upp verð og leigu vegna eyðslu hins opinbera og skuldasöfnun en verðbólga er skattur á borgarana. Verðbólga er ekki lögmál heldur afleiðing af óábyrgri efnahagsstýringu og núna lofa Samfó og framsókn hærri sköttum til að "laga ástandið".
Að slaka á reglum til að auka flóruna, lækka fasteignaskatta, að margfalda lóðaframboð og lækka verð lóða skapar gullgrafaraástand á byggingarmarkaðinum en framboðið myndi stóraukast til lengri tíma og mögulega jafnvægi komast á að lokum. Ekkert magn af reglum og röfli um verðlagsþróun er að fara að laga eitt né neitt aðeins fleiri íbúðir til sölu og leigu lækka verðið.
Þetta er alltaf eins búið að gerast í földamörgum löndum og borgum, þeir sem skilja ekki grunn prinsippinn í verðmyndun halda alltaf að þeir geti með REGLUM lagað skort á framboði á vöru, alveg ótrúlegt að sjá þessi Dunning-Kruger áhrif endalaust.
Skortur á framboði verður aðeins lagfærður með auknu framboði, vara mun aðeins lækka ef framboðið eykst eða eftirspurnin minnkar, þetta er ófrávíkjanlegt.
Ef þið viljið sjá eðlilegri verð og markað verður hið opinbera, bæjarfélög og ríkið að hysja sig brók en það er auðveldara fyrir stjórnmálamenn að leiða pöpulinn í trú um að þetta séu vondir kapítalistar arðræna einhvern þegar hið opinbera er búið að keyra upp verðið sjálft með takmörkuðu framboði af lóðum, geðveiku lóðaverði og sköttum því þeir eyða of mikið sjálfir, hleypa inn fólki langt umfram það sem markaðurinn þolir og setja hann í ójafnvægi, hið opinbera að keppa við að hækka leiguverð með því að yfirbjóða eigin skattgreiðendur um leiguverð því þeir leigja íbúðir fyrir góða fólkið. Það eru auk þess REGLUR hins opinbera sem takmarka val fjárfesta og lífeyrissjóða til fjárfestinga því leita þeir meira inn á fasteignamarkaðinn en þeir hefðu annars gert.
Fjármagnskostnaður er svo auk þess í hæstu hæðum sem keyrir upp verð og leigu vegna eyðslu hins opinbera og skuldasöfnun en verðbólga er skattur á borgarana. Verðbólga er ekki lögmál heldur afleiðing af óábyrgri efnahagsstýringu og núna lofa Samfó og framsókn hærri sköttum til að "laga ástandið".
Að slaka á reglum til að auka flóruna, lækka fasteignaskatta, að margfalda lóðaframboð og lækka verð lóða skapar gullgrafaraástand á byggingarmarkaðinum en framboðið myndi stóraukast til lengri tíma og mögulega jafnvægi komast á að lokum. Ekkert magn af reglum og röfli um verðlagsþróun er að fara að laga eitt né neitt aðeins fleiri íbúðir til sölu og leigu lækka verðið.
--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||
-
- /dev/null
- Póstar: 1453
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Þrælahald á Íslandi
Tengi svona umræður alltaf í animal farm. Skiptir ekki hvaða ismi er að stjórna, dýrin vinna og græðgin stýrir.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1221
- Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
- Reputation: 414
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Þrælahald á Íslandi
Þetta er engin ismi, fólk og þeir sem það kjósa neita að skilja hvernig verðmyndun fer fram og trúa því að framboðsvandi verði lagaður með reglum og ekki auknu framboði, þetta eru engin trúarbrögð heldur mjög vel skilin efnahagsleg lögmál sem engin stjórnmál eða stefnur geta breytt.
--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||
-
- /dev/null
- Póstar: 1453
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Þrælahald á Íslandi
Templar skrifaði:Þetta er engin ismi, fólk og þeir sem það kjósa neita að skilja hvernig verðmyndun fer fram og trúa því að framboðsvandi verði lagaður með reglum og ekki auknu framboði, þetta eru engin trúarbrögð heldur mjög vel skilin efnahagsleg lögmál sem engin stjórnmál eða stefnur geta breytt.
Var ekki að svara þér, en jú þetta er Kapítalismi eins og þú bendir á.
Og ég sé ekki betur en að ég sé alveg sammála þér.