Sælir, er að spá í að kaupa mér 2012+ Renault Megane 1.5 dísel. Er búinn að googla þetta smá og sýnist þeir vera að endast helvíti vel sérstaklega miðað við franska bíla. Þeir eru á góðu verði, eyðslu grannir og myndarlegir hverju ætti maður að fylgjast með? Er ekki að skoða keyrða yfir 200k, helst alveg eitthvað undir það.
Einhver hérna sem hefur átt og getur sagt söguna sína?
Reynslusögur af Renault Megane 3 (2009-2017)
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 322
- Skráði sig: Mið 01. Jún 2011 13:22
- Reputation: 21
- Staða: Ótengdur
Reynslusögur af Renault Megane 3 (2009-2017)
TV: LG G4 | Soundbar: LG SNY7
Ryzen 5 2600X | GTX 1070 | Corsair Vengeance 16GB
Ryzen 5 2600X | GTX 1070 | Corsair Vengeance 16GB
Re: Reynslusögur af Renault Megane 3 (2009-2017)
Já, solid ökutæki. Taktu frekar beinskiptan en sjálfskiptan.
Re: Reynslusögur af Renault Megane 3 (2009-2017)
Er á 2016 Megane, 1.5DCi beinskiptum diesel. Ætlaði bara að vera á honum stutt en þetta var ódýrasti og minnst ekni dísel, beinskipti bíllinn á bilasolur.is undir 1,5 milljón á sínum tíma, station limited.
Hef í 3 ár bara þurft að tengja hann við tölvu og láta hann brenna úr hvarfakútnum og einn brotinn gormur, allt annað solid nema lélegar græjur.
Praktískur + gæti líklega selt hann í dag á svipaðan pening og ég keypti hann á.
Hef í 3 ár bara þurft að tengja hann við tölvu og láta hann brenna úr hvarfakútnum og einn brotinn gormur, allt annað solid nema lélegar græjur.
Praktískur + gæti líklega selt hann í dag á svipaðan pening og ég keypti hann á.
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 322
- Skráði sig: Mið 01. Jún 2011 13:22
- Reputation: 21
- Staða: Ótengdur
Re: Reynslusögur af Renault Megane 3 (2009-2017)
ABss skrifaði:Já, solid ökutæki. Taktu frekar beinskiptan en sjálfskiptan.
Er eitthvað vesen á ssk?
TV: LG G4 | Soundbar: LG SNY7
Ryzen 5 2600X | GTX 1070 | Corsair Vengeance 16GB
Ryzen 5 2600X | GTX 1070 | Corsair Vengeance 16GB
Re: Reynslusögur af Renault Megane 3 (2009-2017)
Prentarakallinn skrifaði:ABss skrifaði:Já, solid ökutæki. Taktu frekar beinskiptan en sjálfskiptan.
Er eitthvað vesen á ssk?
Það getur verið það, amk hærri líkur og mun hærri reikningur ef eitthvað klikkar. Hef verið á svona, bsk, í meira en 10 ár. Hlægilega lítið viðhald, sem ég hef að mestu séð um sjálfur.
Bíllinn keyptur nýr, kominn vel yfir 200þ. Vissulega farið að sjá á honum, en mekkaníkin í fínu lagi.