Á Ísland að taka við CO2 frá verksmiðjum í Evrópu og dæla í jörðu á Íslandi?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 254
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Reputation: 13
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Á Ísland að taka við CO2 frá verksmiðjum í Evrópu og dæla í jörðu á Íslandi?

Pósturaf Sera » Lau 29. Jún 2024 21:04

Hvað finnst ykkur um þetta verkefni sem Carbfix hyggst fara í í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ? Þeir hyggjast flytja in co2 með tankskipum frá verksmiðjum í Evrópu (Sviss til að byrja með) og dæla í jörðina við Vallarhverfið í Hafnarfirði - 700m frá næstu íbúahúsum.
Verkefnið er í umsögn í skipulagsgátt en íbúar krefjast þess að fá að kjósa um það í íbúakosningu þar sem málið er risa stórt, fordæmisgefandi og á tilraunastigi. Mikið af óvissuþáttum varðandi umhverfisáhrif, áhrif á grunnvatn, lífríki og jarðskjálftavirkni í allt að 2km radíus frá borholunum sem verða 80 þegar verkefnið er komið í fulla virkni.
Verkefnið krefst smíði nýrrar hafnar við Straumsvík sem mun kosta 9-15 milljarða - óvissa er um hver á að fjármagna þær framkvæmdir.
Verkefnið krefst 2500 l/s af grunnvatni - náttúruauðlynd sem verður verðmætari með hverju ári. Það er miklu meira en allt höfuðborgarsvæðið notar, helmingi meira.
Verkefnið krefst smíði nýrra tankskipa til að flytja co2 í tönkum frá Evrópu. Verkefnið krefst raforku sem við eigum ekkert allt of mikið af, einnig krefst það 85°C heits vatns til að hita leiðslurnar með CO2. Var ekki skortur á heitu vatni sl. vetur og þurfti að loka sundlaugum vegna þess einhverja daga?
Verkefnið mun raska óröskuðu hrauni, hafa áhrif á grunnvatnsstöðu á svæðinu - hækka yfirborð tjarna á svæðinu.
Verkefnið mun mögulega raska seltustigi þar sem grunnvatn og jarðsjór mætast. Fyrir utan að við vitum auðvitað alls ekki um langtíma áhrif af svona verkefni á þessum mælihvarða - en þeir hyggjast dæla niður 3 milljónum tonna af Co2 í jörðina á ári.
Hér er umhverfismatið sem var framkvæmt af EFLU fyrir CarbFix - Coda Terminal. https://skipulagsgatt.is/issues/2024/619

Íbúar eru að krefja bæinn um að setja málið í íbúakosningu, ef þú vilt skrifa undir þá er listinn opinn öllum til undirskriftar til 1. júlí
https://island.is/undirskriftalistar/30e6df55-11c0-4bb3-b9e1-710641cf6ae4


*B.I.N. = Bilun í notanda*


falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 638
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Á Ísland að taka við CO2 frá verksmiðjum í Evrópu og dæla í jörðu á Íslandi?

Pósturaf falcon1 » Lau 29. Jún 2024 22:16

Þetta er scam!



Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 254
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Reputation: 13
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Á Ísland að taka við CO2 frá verksmiðjum í Evrópu og dæla í jörðu á Íslandi?

Pósturaf Sera » Lau 29. Jún 2024 22:19

falcon1 skrifaði:Þetta er scam!


Því miður þá er þetta raunverulegt verkefni. https://www.carbfix.com/is/codaterminal


*B.I.N. = Bilun í notanda*

Skjámynd

Graven
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Mán 21. Nóv 2011 21:59
Reputation: 86
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Á Ísland að taka við CO2 frá verksmiðjum í Evrópu og dæla í jörðu á Íslandi?

Pósturaf Graven » Lau 29. Jún 2024 22:22

Sera skrifaði:
falcon1 skrifaði:Þetta er scam!


Því miður þá er þetta raunverulegt verkefni. https://www.carbfix.com/is/codaterminal


Scams eru því miður hluti af raunveruleikanum, og þetta er scam á mörgum levelum.


Have never lost an argument. Fact.

Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Á Ísland að taka við CO2 frá verksmiðjum í Evrópu og dæla í jörðu á Íslandi?

Pósturaf SolidFeather » Lau 29. Jún 2024 22:27

Cui bono?



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 689
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: Á Ísland að taka við CO2 frá verksmiðjum í Evrópu og dæla í jörðu á Íslandi?

Pósturaf Henjo » Sun 30. Jún 2024 02:34

Alveg í takt við hafnafjarðabæ. Get heyrt rödd bæjarstjórans "já sko þú veist að þetta er ekkert hættulegt það er sko ekkert búið að sýna að það sé eithva neikvætt við þetta, ef eitthvað slæmt gerist þá bara sjáum við um það balblablba" svona svipað og þegar hún var spurð hvort það væri góð hugmynd að byggja ný hverfi hinumeginn við álverið (útaf eldgosum og svona) eins og þau eru að plana. Hún í alvöru sagði að eldgos væri ekkert vesen, því það er hægt að byggja bara varnagarða.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2583
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 479
Staða: Ótengdur

Re: Á Ísland að taka við CO2 frá verksmiðjum í Evrópu og dæla í jörðu á Íslandi?

Pósturaf Moldvarpan » Sun 30. Jún 2024 08:22

Nú hef ég ekki kynnt mér þessa tækni, en afhverju ekki?

Það er eflaust góð tækifæri í þessu, hægt að búa til pening úr þessu loftlagsástandi.




falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 638
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Á Ísland að taka við CO2 frá verksmiðjum í Evrópu og dæla í jörðu á Íslandi?

Pósturaf falcon1 » Sun 30. Jún 2024 12:03

Moldvarpan skrifaði:Nú hef ég ekki kynnt mér þessa tækni, en afhverju ekki?

Alltof mikil sóun á vatni og ekki er vitað hvort grunnvatnið mengist með þessari tilraunastarfsemi.



Skjámynd

vesi
Bara að hanga
Póstar: 1524
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Tengdur

Re: Á Ísland að taka við CO2 frá verksmiðjum í Evrópu og dæla í jörðu á Íslandi?

Pósturaf vesi » Sun 30. Jún 2024 12:51

Fæ svona "Ísland afríka norðursins" hugsun/tilfinningu við að lesa þetta.
Síðast breytt af vesi á Sun 30. Jún 2024 14:43, breytt samtals 1 sinni.


MCTS Nov´12
Asus eeePc


Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Á Ísland að taka við CO2 frá verksmiðjum í Evrópu og dæla í jörðu á Íslandi?

Pósturaf Hizzman » Sun 30. Jún 2024 13:21

Þetta er undarlegt! Grípa koldíoxið úr andrúmsloft eða iðnaði, þétta það, sigla með það langa leið og setja ofan í jörðina.?

Þetta myndi hljóma betur ef það væri bara framleitt eldsneyti úr þessu. En það þarf auðvitað að vera ávinningur.




braudrist
</Snillingur>
Póstar: 1051
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Reputation: 58
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Á Ísland að taka við CO2 frá verksmiðjum í Evrópu og dæla í jörðu á Íslandi?

Pósturaf braudrist » Sun 30. Jún 2024 14:36

Hvað með flutningaskipið sem flytur þetta hingað? Brennir svartolíu sem mengar örugglega meira en það sem verður dælt ofan í jörðina. Nema að flutningaskipið sé rafknúið :guy


Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m


falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 638
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Á Ísland að taka við CO2 frá verksmiðjum í Evrópu og dæla í jörðu á Íslandi?

Pósturaf falcon1 » Sun 30. Jún 2024 14:54

Eins og ég segi... scam



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2583
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 479
Staða: Ótengdur

Re: Á Ísland að taka við CO2 frá verksmiðjum í Evrópu og dæla í jörðu á Íslandi?

Pósturaf Moldvarpan » Sun 30. Jún 2024 16:48

Í nágrenni Straumsvíkur er ferskt basaltberg og öflugir grunnvatnsstraumar sem henta mjög vel fyrir Carbfix tæknina sem nýtir vatn sem flutningsmiðil fyrir CO2. Í Straumsvík er jafnframt hafnaraðstaða og aðgengi að aðila sem losar mikið CO2 sem býður upp á föngun frá þeirri starfemi þegar fram líða stundir.


Það er verið að tala um vatnsstrauma sem er undir yfirborðinu right? Það er ekki verið að fara nota neitt annað vatn en sem fyrir er þarna.

Og þetta mun gera svæðið í kring hreinna þegar þeir geta hreinsað upp eftir álverið?



Skjámynd

rostungurinn77
Ofur-Nörd
Póstar: 216
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 81
Staða: Tengdur

Re: Á Ísland að taka við CO2 frá verksmiðjum í Evrópu og dæla í jörðu á Íslandi?

Pósturaf rostungurinn77 » Sun 30. Jún 2024 17:11

Moldvarpan skrifaði:
Í nágrenni Straumsvíkur er ferskt basaltberg og öflugir grunnvatnsstraumar sem henta mjög vel fyrir Carbfix tæknina sem nýtir vatn sem flutningsmiðil fyrir CO2. Í Straumsvík er jafnframt hafnaraðstaða og aðgengi að aðila sem losar mikið CO2 sem býður upp á föngun frá þeirri starfemi þegar fram líða stundir.


Það er verið að tala um vatnsstrauma sem er undir yfirborðinu right? Það er ekki verið að fara nota neitt annað vatn en sem fyrir er þarna.

Og þetta mun gera svæðið í kring hreinna þegar þeir geta hreinsað upp eftir álverið?



Vatnsstraumar undir yfirborðinu eru grunnvatn. Það verður þá ekki notað í eitthvað nytsamlegra eins og að drekka það.

Þetta batterí er að skala sig upp úr einhverjum 12 þúsund tonnum á Hellisheiði á ári yfir í 3 milljón tonn (á ári væntanlega).

Rétt eins og með Running Tide þá þarf engan að undra ef þeir segjast ætla að farga svo og svo miklu en geta svo ekki sýnt fram á það í raun.

Það á svo eftir að ganga frá hafnaraðstöðunni í Hafnarfirði skv nýlegum fréttum. Það mun kosta sveitarfélagið á annan milljarð eða þriðja ef ég er ekki að fara með fleipur.

Carbscam er krúttleg tilraun til þess að sýna fram á að þetta sé hægt (proof of concept) en þangað til þeim tekst að þróa tæknina þannig að saltvatn sé nýtt til þess að binda kolefni í berglög þá er þetta ekkert annað en námuvinnsla



Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 254
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Reputation: 13
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Á Ísland að taka við CO2 frá verksmiðjum í Evrópu og dæla í jörðu á Íslandi?

Pósturaf Sera » Sun 30. Jún 2024 18:27

rostungurinn77 skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:
Í nágrenni Straumsvíkur er ferskt basaltberg og öflugir grunnvatnsstraumar sem henta mjög vel fyrir Carbfix tæknina sem nýtir vatn sem flutningsmiðil fyrir CO2. Í Straumsvík er jafnframt hafnaraðstaða og aðgengi að aðila sem losar mikið CO2 sem býður upp á föngun frá þeirri starfemi þegar fram líða stundir.


Það er verið að tala um vatnsstrauma sem er undir yfirborðinu right? Það er ekki verið að fara nota neitt annað vatn en sem fyrir er þarna.

Og þetta mun gera svæðið í kring hreinna þegar þeir geta hreinsað upp eftir álverið?



Vatnsstraumar undir yfirborðinu eru grunnvatn. Það verður þá ekki notað í eitthvað nytsamlegra eins og að drekka það.

Þetta batterí er að skala sig upp úr einhverjum 12 þúsund tonnum á Hellisheiði á ári yfir í 3 milljón tonn (á ári væntanlega).

Rétt eins og með Running Tide þá þarf engan að undra ef þeir segjast ætla að farga svo og svo miklu en geta svo ekki sýnt fram á það í raun.

Það á svo eftir að ganga frá hafnaraðstöðunni í Hafnarfirði skv nýlegum fréttum. Það mun kosta sveitarfélagið á annan milljarð eða þriðja ef ég er ekki að fara með fleipur.

Carbscam er krúttleg tilraun til þess að sýna fram á að þetta sé hægt (proof of concept) en þangað til þeim tekst að þróa tæknina þannig að saltvatn sé nýtt til þess að binda kolefni í berglög þá er þetta ekkert annað en námuvinnsla


Framkvæmdir við hafnarstækkunina eru 9-15 milljarðar. Hafnarfjarðarbær segist ekki ætla að fjármagna þær - en það hefur ekki komið í ljós hver ætlar þá að gera það? Mögulega einkaaðilar sem þá væntanlega fá allar tekjur af höfninni. Hvað er Hafnarfjörður að græða á þessu? Það er stóra spurningin. Einhverjir pólitíkusar halda að þeir sem ætla að fjármagna höfnina muni gefa Hafnarfjarðarbæ hana eftir einhver ár - draumórar byggðar á því að Álverið gaf bænum höfnina sem þeir byggðu fyrir einhverjum áratugum örugglega í skiptum fyrir eitthvað - það gerir enginn neitt svona frítt.

Hreint vatn er náttúruauðlynd, það hefur hvergi komið fram hvort og hvað Carbfix ætli að borga bænum fyrir þessa auðlynd eða fyrir notkun á berginu sem er fyrir neðan og á að geyma og binda CO2. Geymslutankurinn nær undir allan Hafnarfjörð og hluta af Garðabæ.
Ekki er vitað hvaða áhrif svona gríðaleg vatnstaka hefur á svæðið og er talað um það í umhverfismatinu að það geti mögulega haft áhrif á skilin á milli grunnvatns sem flýtur undir og saltvatns sem flýtur ofaná - slík blöndun getur haft neikvæð áhrif á lífríki tjarna við Straum fyrir utan að raska eðlilegu jafnvægi þarna.

Jarðskjálftavirkni - Allir vellirnir og Holtið í Hafnarfirði eru innan 2 km radíus frá 80 borholum, næstu hús eru 700 m frá. Það er ekki í lagi að staðsetja svona risastóra tilraun með marga óvissuþætti í þetta mikilli nálægð við íbúabyggð og bjóða ekki einusinni íbúum að kjósa um málið.

Hver ætlar að taka ábyrgð á eignum fólks sem býr nálægt ef íbúðaverð lækkar, ef jarðskjálftar finnast eða önnur óþægindi af völdum þessarar starfssemi.

Verslun með CO2 förgun er nýi businessinn í Evrópu í dag, reiknað er með að greiðslur fyrir 1 tonn af Co2 verði um 20 þús. á næstu árum. Það má þá reikna dæmið 20 þús. x 3 milljónir tonna af co2 á ári í 30 ár = ?


*B.I.N. = Bilun í notanda*


falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 638
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Á Ísland að taka við CO2 frá verksmiðjum í Evrópu og dæla í jörðu á Íslandi?

Pósturaf falcon1 » Sun 30. Jún 2024 22:12

Það er líklegt að vatnið sé metið á núll... það er ekki vaninn að rukka fyrir notkun á auðlindum á Íslandi. Nema þá almenning.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Á Ísland að taka við CO2 frá verksmiðjum í Evrópu og dæla í jörðu á Íslandi?

Pósturaf appel » Sun 30. Jún 2024 23:28

Finnst áhrifin og áhættan vera nokkuð óljós. Þetta er það nálægt íbúabyggð að mér finnst að íbúarnir eigi að njóta vafans frekar en hitt.


*-*

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2583
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 479
Staða: Ótengdur

Re: Á Ísland að taka við CO2 frá verksmiðjum í Evrópu og dæla í jörðu á Íslandi?

Pósturaf Moldvarpan » Mán 01. Júl 2024 07:27

appel skrifaði:Finnst áhrifin og áhættan vera nokkuð óljós. Þetta er það nálægt íbúabyggð að mér finnst að íbúarnir eigi að njóta vafans frekar en hitt.


Sammála um að það virðist ýmislegt óljóst ennþá en er ekki alveg tilbúinn að kalla þetta scam.



Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 254
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Reputation: 13
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Á Ísland að taka við CO2 frá verksmiðjum í Evrópu og dæla í jörðu á Íslandi?

Pósturaf Sera » Mán 01. Júl 2024 10:43

Það má líka nefna að lítil umræða hefur verið um niðurdælingu CO2 á Íslandi. Ríkisstjórnin setti viðauka í lög sem heimila niðurdælinguna en það hefur engin umræða farið fram í kjölfarið. Á að heimila niðurdælingu um allt land? hversu nálægt íbúabyggð er ásættanlegt að dæla niður? Vilja Íslendingar taka við CO2 frá erlendum verksmiðjum til að dæla í íslenska jörðu eða viljum við einblína á CO2 sem verður til á Íslandi.

Það má benda á að innflutt co2 sem er dælt í íslenska jörðu kemur ekki til frádráttar frá okkar kolefnislosun á Íslandi - svo við erum ekki að minnka okkar losun með þessum innflutningi.

Þarf ekki að taka þessa umræðu með landsmönnum?


*B.I.N. = Bilun í notanda*

Skjámynd

Stuffz
/dev/null
Póstar: 1339
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 100
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Á Ísland að taka við CO2 frá verksmiðjum í Evrópu og dæla í jörðu á Íslandi?

Pósturaf Stuffz » Mán 01. Júl 2024 16:42

Þeir hljóta að hafa heyrt það um suma íslendinga að þeir gleypi við hverju sem er þarna að utan svo lengi sem þeir fá like á reddit eða allavegana ekki vera ritskoðaður fyrir að tjá hlutleysis skoðun sýna :-#

annars má gera tímabundnar tilraunir lengst fra manna bústöðum fyrir mér svo lengi sem það er ekki geislamengað súrt regn þarna að austan, nóg eitt skipti.. :thumbsd

og nei ég er ekki að tala um Vopnafjör ð, allavegana ekki Hérlendann :-"
Síðast breytt af Stuffz á Mán 01. Júl 2024 16:45, breytt samtals 1 sinni.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

vesi
Bara að hanga
Póstar: 1524
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Tengdur

Re: Á Ísland að taka við CO2 frá verksmiðjum í Evrópu og dæla í jörðu á Íslandi?

Pósturaf vesi » Þri 02. Júl 2024 07:38



MCTS Nov´12
Asus eeePc


falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 638
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Á Ísland að taka við CO2 frá verksmiðjum í Evrópu og dæla í jörðu á Íslandi?

Pósturaf falcon1 » Þri 02. Júl 2024 10:56

"Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, yfirvísindakona Carbfix, og Heiða Aðalsteinsdóttir, yfirmaður skipulags- og umhverfismála hjá Carbfix sögðu í samtali við Vísi í júní að það væri fullur skilningur á því að verkefnið veki upp spurningar og áhyggjur. „Við erum bara mjög þakklátar að geta brugðist við og svarað þeim spurningum sem hafa vaknað,“ sögðu þær en sögðu harla ólíklegt að framkvæmdin hefði áhrif á grunnvatn og náttúru og dýralíf. "

Og hvaða gögn og sannannir hafa þessar konur fyrir því?



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Á Ísland að taka við CO2 frá verksmiðjum í Evrópu og dæla í jörðu á Íslandi?

Pósturaf jonsig » Þri 02. Júl 2024 12:33

Svona til að svara þessu..
Halda þessir íbúar að þeir hafi eitthvað um þetta að segja ?
Fyrirtækin leggja hér línurnar ,flestir yfir 30ára ættu að sjá það án þess að reyna mikið á heilan.

Halda bara almúganum uppteknum í sjálfsniðurrifi að rífast um hælisleitendur eða lögleiða sölu áfengis til að það sé vinnufriður hjá þeim.



Skjámynd

rostungurinn77
Ofur-Nörd
Póstar: 216
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 81
Staða: Tengdur

Re: Á Ísland að taka við CO2 frá verksmiðjum í Evrópu og dæla í jörðu á Íslandi?

Pósturaf rostungurinn77 » Þri 02. Júl 2024 13:04

„Við erum bara mjög þakklátar að geta brugðist við og svarað þeim spurningum sem hafa vaknað,“


Hvar hef ég heyrt þessa setningu áður ...

"Takk fyrir að leyfa mér að svara þessari spurningu"



Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2409
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 156
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Á Ísland að taka við CO2 frá verksmiðjum í Evrópu og dæla í jörðu á Íslandi?

Pósturaf Black » Fim 15. Ágú 2024 21:28

Finnst þetta eiga heima í þessum þræði

Ljóta ruglið!
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024 ... g_berjamo/


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |