Í dag gáfu Intel út nýja Prescott örgjörva með módel númerið 6xx og einn nýjan Extreme Edition.
Nýju örgjörvarnir eru byggðir á nýjum kjarna, Prescott 2M, sem er Prescott örgjörvi með 2MB L2 Cache, í stað fyrir 1MB á 5xx örgjörvunum.
Örgjörvarnir eru 630, 640, 650 og 660 og eru 3.0, 3.2, 3.4 og 3.6 GHz. Örgjörvarnir eru með 64 bita stuðning og EIST (Enhanced Intel Speedstep) sem hægir á örgjörvanum þegar hann er ekki að vinna í þeim tilgangi að kæla hann. Nýr örgjörvi, 670, sem keyrir á 3.8GHz mun koma seinna.
Nýji Extreme Edition örgjörvinn keyrir á 3,73GHz og er með 1066MHz FSB og er hann fyrsti Extreme Edition örgjörvinn sem er byggður á Prescott kjarna. Þessi örgjörvi er líka með stuðning fyrir 64 bit en hefur ekki EIST.
Allir örgjörvarnir styðja Execute Disable Bit(XD-bit) sem eykur öryggi gegn ákveðnum vírusum.
http://www.xbitlabs.com/articles/cpu/di ... 4-6xx.html
Jæja þá eru Intel loksins búnir að demba sér út í 64 bita örgjörva og þá hlýtur að vera mjög stutt í að Microsoft fari að gefa út Windows XP 64 sem eflaust margir hér eru búnir að vera að bíða eftir.
Nýir 6xx örgjörvar frá Intel og 3.73GHz Extreme Edition
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1196
- Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
- Reputation: 0
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Mér finnst gaman að sjá að Intel séu farnir að taka sig á.
Þeir eru víst að vinna mjög hart að dual-core örgjörvunum líka og eiga hugsanlega eftir að gefa þá út áður en vorinu lýkur.
Það eiga víst líka að vera á leiðinni nýjir örgjörvar frá AMD sem verða allir 90nm og hafa SSE3. Þeir gáfu út þann fyrsta fyrir stuttu, AMD Opteron 252 sem er 90nm og keyrir á 2,6GHz.
Svo verður allt mjög rólegt býst ég við þangað til að dual-core örgjörvarnir koma, það verður akkurat þá sem ég uppfæri. Þá kaupi ég Intel Pentium 4 Smithfield 3.0GHz
Þeir eru víst að vinna mjög hart að dual-core örgjörvunum líka og eiga hugsanlega eftir að gefa þá út áður en vorinu lýkur.
Það eiga víst líka að vera á leiðinni nýjir örgjörvar frá AMD sem verða allir 90nm og hafa SSE3. Þeir gáfu út þann fyrsta fyrir stuttu, AMD Opteron 252 sem er 90nm og keyrir á 2,6GHz.
Svo verður allt mjög rólegt býst ég við þangað til að dual-core örgjörvarnir koma, það verður akkurat þá sem ég uppfæri. Þá kaupi ég Intel Pentium 4 Smithfield 3.0GHz
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1196
- Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
- Reputation: 0
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Getið skoðað þessa hérna grein ef þið viljið fá hugmynd um hvað þið græðið á Windows XP 64 bit.
http://www.xbitlabs.com/articles/cpu/di ... 4-rc1.html
http://www.xbitlabs.com/articles/cpu/di ... 4-rc1.html