EM 2024

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
svanur08
Vaktari
Póstar: 2579
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

EM 2024

Pósturaf svanur08 » Fös 21. Jún 2024 21:13

Jæja þið sem fylgist með, hvernig lýst ykkur á mótið hingað til? Mér lýst helvíti vel, ég held að þýskaland eða spánn vinni, en þið sem fylgist með?


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR


falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: EM 2024

Pósturaf falcon1 » Fös 21. Jún 2024 22:01

Búið að vera geggjað mót hingað til. :D

Spánverjar litu svakalega vel út á móti Ítalíu nema þeir skoruðu ekki sjálfir.

Hugsa að Þýskaland, Spánn eða Frakkland taki þetta miðað við leikina hingað til. Reyndar var Frakkland - Holland frekar leiðinlegur leikur og frakkar heppnir að markið hjá Hollandi var dæmt af, réttur dómur samt.



Skjámynd

Höfundur
svanur08
Vaktari
Póstar: 2579
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: EM 2024

Pósturaf svanur08 » Lau 22. Jún 2024 10:29

Jæja einn maður svaraði góðir púnktar, enginn annnar hehe? Held ekki.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR


Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: EM 2024

Pósturaf Mossi__ » Lau 22. Jún 2024 20:29

Rangstöðufest 2024!




Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: EM 2024

Pósturaf Manager1 » Lau 22. Jún 2024 22:21

Rangstöðu- og sjálfsmarkafest 2024.

Þetta hefur verið ágætt hingað til, enging flugeldasýning svosem en við erum enn í riðlakeppninni þar sem nánast öll liðin komast áfram.

Einhver sagði að það hefðu bara verið tveir leiðinlegir leikir hingaðtil og Englendingar spiluðu þá báða :lol:

Ég held með Englandi, það væri frábært ef þeir ynnu stórmót í fyrsta sinn síðan '66. En ég held að Portúgal, Þýskaland og Frakkland séu líka sigurstrangleg lið.




falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: EM 2024

Pósturaf falcon1 » Sun 23. Jún 2024 11:40

Við erum reyndar að fá fullt af flottum langskotsmörkum á þessu móti... reyndar ekkert aukaspyrnumark komið ennþá.

En já OG er langmarkahæstur. ;) :D

Það þarf nú eitthvað að laga þessa rangstöðureglu með tilliti til tækninnar, þyrfti að vera einhver skekkjumörk eða t.d. að línan miðist við staðsetningu fóta leikmanna þegar þetta er skoðað en ekki hvort að putti eða handleggur sé aðeins fyrir innan.

Englendingar eru bara hundleiðinlegir á þessu móti, þeir þurfa að vakna ef þeir ætla að gera eitthvað á þessu móti.

Portúgal hafa litið vel út í leikjunum sínum og fóru létt með Tyrkina í gær.
Síðast breytt af falcon1 á Sun 23. Jún 2024 11:40, breytt samtals 1 sinni.




Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: EM 2024

Pósturaf Mossi__ » Sun 23. Jún 2024 11:46

Rangstaðan í gær hjá Belgum var einmitt með því sorglegra sem ég hef séð.




Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: EM 2024

Pósturaf Manager1 » Sun 23. Jún 2024 14:33

Rangstaða er bara svart eða hvítt, það er ekkert grátt svæði í miðjunni sem hægt er að túlka, annaðhvort ertu rangstæður eða ekki. Það er svekkjandi þegar þetta er spurning um 1 eða 2 sentimetra eins og hjá Lukaku í gær, en tæknin er nógu nákvæm til að greina þetta svona, hann var fyrir innan varnarmanninn og þ.a.l. rangstæður.



Skjámynd

vesi
Bara að hanga
Póstar: 1524
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: EM 2024

Pósturaf vesi » Sun 23. Jún 2024 15:38

Enginn að horfa á copa america sem er í gangi líka núna?


MCTS Nov´12
Asus eeePc

Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2026
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 79
Staða: Tengdur

Re: EM 2024

Pósturaf hfwf » Sun 23. Jún 2024 21:18

vesi skrifaði:Enginn að horfa á copa america sem er í gangi líka núna?


Horft á 2 leiki, er ekkert rosalega impressed, en nóg eftir, en er ekki að fara horfa á þetta nema um helgar..
en fótbolti er fótbolti, fagna þ´vi alltaf.



Skjámynd

vesi
Bara að hanga
Póstar: 1524
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: EM 2024

Pósturaf vesi » Sun 23. Jún 2024 21:23

hfwf skrifaði:
vesi skrifaði:Enginn að horfa á copa america sem er í gangi líka núna?


Horft á 2 leiki, er ekkert rosalega impressed, en nóg eftir, en er ekki að fara horfa á þetta nema um helgar..
en fótbolti er fótbolti, fagna þ´vi alltaf.


Sammála, hef bara verið að taka 1 leik, eftir að taka 3 á em er maður orðin saddur sko..


MCTS Nov´12
Asus eeePc

Skjámynd

Graven
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Mán 21. Nóv 2011 21:59
Reputation: 86
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: EM 2024

Pósturaf Graven » Sun 23. Jún 2024 22:27

vesi skrifaði:Enginn að horfa á copa america sem er í gangi líka núna?


Það er alltof seint á kvöldin!

En annars flott mark hjá USA rétt áðan.

verulega skemmtileg síða þarna hjá reddit soccer streams þar sem er hægt að sjá allar íþróttir í beinni.


Have never lost an argument. Fact.

Skjámynd

vesi
Bara að hanga
Póstar: 1524
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: EM 2024

Pósturaf vesi » Sun 23. Jún 2024 23:22

Graven skrifaði:
vesi skrifaði:Enginn að horfa á copa america sem er í gangi líka núna?


Það er alltof seint á kvöldin!

En annars flott mark hjá USA rétt áðan.

verulega skemmtileg síða þarna hjá reddit soccer streams þar sem er hægt að sjá allar íþróttir í beinni.


seint og usa-bolivia eru ekki mest grípandi þjóðirnar, en flottur bolti og frábær á köflum.


MCTS Nov´12
Asus eeePc

Skjámynd

vesi
Bara að hanga
Póstar: 1524
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: EM 2024

Pósturaf vesi » Þri 25. Jún 2024 19:49

Ég bara skil þetta enska lið ekki, öll þessi gæði- sem bæ the way er satt í dag- en engvir yfirburðir. Af hverju þurfti ég að falla fyrir enskum bolta!!!


MCTS Nov´12
Asus eeePc

Skjámynd

Stuffz
/dev/null
Póstar: 1338
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 100
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: EM 2024

Pósturaf Stuffz » Þri 25. Jún 2024 21:32

ekkert horft á..
vann einu sinni ferð á 98 í Frakklandi
vegna kaupa á canon prentara hjá Nýherja
flott sigling samt á miðjarðarhafinu innifalin.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack


falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: EM 2024

Pósturaf falcon1 » Sun 30. Jún 2024 11:42

VAR að brillera í gær. :D



Skjámynd

vesi
Bara að hanga
Póstar: 1524
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: EM 2024

Pósturaf vesi » Sun 30. Jún 2024 12:56

falcon1 skrifaði:VAR að brillera í gær. :D


Var virkaði flott, en liðið sem var að stýra að þessu seinni (dómara sett frá UK) var að skíta uppá bak, og þessi augljósa rangstæða tók alltof langan tíma.
Hef horft á flesta leiki og dómarar hafa yfirleitt haldið góðu flæði og leift minni brotum að sleppa til að halda flæðinu gangandi.


MCTS Nov´12
Asus eeePc


falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: EM 2024

Pósturaf falcon1 » Sun 30. Jún 2024 15:05

Fannst reyndar að fyrsta mark þjóðverja hefði átt að standa, meint brot hafði engin áhrif á leikinn.
Annars var ég sammála VAR í flestu í gær eins og áður í keppninni. :)
Ég er alveg pro-VAR maður og rétt er rétt þótt það taki stundum smá tíma að kanna málið.

Dómgæslan hefur verið heilt yfir bara í góðum málum.



Skjámynd

vesi
Bara að hanga
Póstar: 1524
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: EM 2024

Pósturaf vesi » Sun 30. Jún 2024 15:20

Jæja, ætli Englengdingar detti í gang eða haldi uppteknum hætti og skríði í gegn, nú eða bara fari heim.


MCTS Nov´12
Asus eeePc


falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: EM 2024

Pósturaf falcon1 » Sun 30. Jún 2024 22:14

vesi skrifaði:Jæja, ætli Englengdingar detti í gang eða haldi uppteknum hætti og skríði í gegn, nú eða bara fari heim.

Komust áfram á algjörri heppni... en voru algjör hörmung nánast frá upphafi til enda.

Spurning hvort þetta dugi til að kveikja á þeim... skil ekki hvernig Englendingar geta verið með svona hundleiðinlegt lið.



Skjámynd

Kongurinn
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Þri 12. Des 2023 15:05
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: EM 2024

Pósturaf Kongurinn » Mán 01. Júl 2024 21:02

RÚV að skíta eða ég að skíta? Framlenging og allt í einu fréttir byrjaðar, reyni skipta yfir á RÚV 2, giska hún verði þar en fæ "Ekki næst samband við vefþjóna RÚV" Mögulega smá álag því allir skipta yfir.
Virkar hvorki í AppleTV né browser atm

-edit
Datt í gang allt í einu eftir að ég póstaði þessu hingað, tók sinn tíma allavegana

-edit2
Finnst mun verri gæði á RÚV2 er það bara ég? Boltinn höktandi yfir allan skjáinn ef hann er sendur langt
Síðast breytt af Kongurinn á Mán 01. Júl 2024 21:05, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

Graven
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Mán 21. Nóv 2011 21:59
Reputation: 86
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: EM 2024

Pósturaf Graven » Mán 01. Júl 2024 21:06

Kongurinn skrifaði:RÚV að skíta eða ég að skíta? Framlenging og allt í einu fréttir byrjaðar, reyni skipta yfir á RÚV 2, giska hún verði þar en fæ "Ekki næst samband við vefþjóna RÚV" Mögulega smá álag því allir skipta yfir.
Virkar hvorki í AppleTV né browser atm


Þurfti að skipta á "afruglarann"
RÚV hefur aldrei kunnað neitt nema að skíta á sig, launin þar draga til sín botninn á þeim geirum sem er ráðið úr.


Have never lost an argument. Fact.


Kull
Nörd
Póstar: 132
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 19:03
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: EM 2024

Pósturaf Kull » Mán 01. Júl 2024 22:28

Kongurinn skrifaði:-edit2
Finnst mun verri gæði á RÚV2 er það bara ég? Boltinn höktandi yfir allan skjáinn ef hann er sendur langt


Já, ömurleg gæði. Ekki boðlegt að senda þetta svona út, ekki að það séu góð gæði almennt hjá þeim en þetta var alveg glatað.




ribs
Græningi
Póstar: 39
Skráði sig: Mið 08. Feb 2023 18:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: EM 2024

Pósturaf ribs » Mán 01. Júl 2024 23:19

Ég lenti bara einu sinni í hökti þar sem allt fraus í ca 30s. Var að nota RÚV appið á Android TV. Ég ætlaði einmitt að fara að hrósa því sem og spilaranum/vefmótinu á ruv.is Kannski bara enn eitt dæmið um yfirburði Android.

Annars var þetta frábær skemmtun! Þ.e.a.s. seinni leikurinn. Ég sá bara brot af seinni hálfleik Frakklands og Belgíu. Markið þar kórónaði tilþrifin sem ég sá.

Ronaldo fínn í fyrri, gat lítið í seinni - hvað þá í framlengingunni.

Þrátt fyrir skort á mörkum þá var veisla á vellinum. Og í stofunni, en við fengum bara að heyra eftirköst tungulipri Hjörvars (sem betur fer kannski). Vonandi jafnar hún sig.

Af hverju Martinez skipti Vitinha af velli veit ég ekki en það er eflaust ein af ástæðunum fyrir því að hann er þjálfarinn en ekki ég. Pepe var með betri mönnum vallarins þar til að hann tók einn ellismell. Og Benjamín Seskó sýndi af hverju hann hefur bara verið orðaður við stór félög.

Slovenar, með Jan Oblak fremstan í flokki, sýndu hörkuleik. Blysin, eftir rúmlega klukkustundar leik, sköpuðu magnað andrúmsloft inn í lokuðum Waldstadion. Það ásamt tættu grasinu var lýsandi fyrir baráttuna í leiknum. Sorglegt en samt alveg sanngjarnt hvernig leikar enduðu. Mér heyrðist einn lýsandinn reyna að selja okkur það að grasið væri svona eftir einn NFL leik? Kaupi það ekki.

Leikur sem maður mun seint gleyma. Ólíkt tilþrifum Ronaldo eftir venjulegan leiktíma sem maður vill fljótt gleyma.

Það væri gaman að sjá Portúgal í úrslitum. Ef Ronaldo meiðist, ekki alvarlega, í fyrri hálfleik og tekur í kjölfarið að sér störf þjálfara og fjórða dómara þá eiga þeir séns.


„Ekki splunkunýjir“. Ah, ég hefði átt að undirstrika vinsældir. Ég stafaði gálga vitlaust. Ekki taka stafsetningu mína of bókstaflega.Ég svara PM


falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: EM 2024

Pósturaf falcon1 » Þri 02. Júl 2024 11:33

Portúgals leikurinn var mjög skemmtilegur þrátt fyrir 0-0 niðurstöðu. Greyið Slóvanir að lenda á Diogo Costa í banastuði í vítaspyrnukeppninni. :D En greyið Ronaldo er ekki alveg rétt stilltur andlega sýnist mér. :(
Síðast breytt af falcon1 á Þri 02. Júl 2024 11:34, breytt samtals 1 sinni.