Ég er með heitan pott sem var rafmagnspottur en ég hreinsaði allt burt og er búinn að breyta honum í hitaveituskel. Hann er með mörgum litlum led ljósum sem voru í lagi þannig að ég ákvað að halda þeim. Controllerinn sem var til staðar var 12 volt - þetta eru RGB díóður og með gamla stjórnborðinu í pottinum var hægt að velja liti. Ég prófaði í ganni að kaupa Hue compatible Gledopto RGB led controller (Þennan hérna: https://www.gledopto.eu/led-controller- ... edopto-eng) og tengdi við led díóðurnar. Það virkaði að því leyti að ef ég valdi bláan lit í Hue appinu, þá kom ljós á díóðurnar, blátt ljós. Ef ég valdi einhvern annan lit, þá slökknaði bara á þeim. Ég ákvað bara að sætta mig við þetta og svona er þetta búið að virka fínt í 4-5 ár núna. Um daginn hættu öll ljósin að virka. Ég er svosem ekki búinn að athuga hvað veldur, líklega hefur komist raki í eitthvað tengi, það hefur gerst áður. En ég er að spá í að nýta tækifærið núna og skipta þessum díóðum út fyrir eitthvað annað sem virkar betur með hefðbundnum RGB led controllerum eins og þessum Gledopto gaur, þannig að ég geti valið "alla" liti.
Díóðurnar sem mig vantar og ættu að passa í perustæðin í pottinum eru eitthvað í líkingu við þetta:
https://www.amazon.com/EDGELEC-Tri-Colo ... r=8-1&th=1
Ég er eitthvað óviss samt með hvað þetta þýðir allt saman. Þarna eru gefnar upp mismunandi voltatölur fyrir hvern lit og svo er talað um "Accessories: 200pcs 430ohm + 100pcs 470ohm (For DC 6-12V)" þannig að það þarf einhver extra viðnám til að geta keyrt þetta á 12V ?
Spurningarnar mínar eru kannski þessar tvær:
1. Hvar ætli ég finni svona 12V RGB díóðuperur sem ættu að ganga með þessum Gledopto controller?
2. Hvað ætli hafi valdið því að díóðuperurnar sem ég er með núna hafi bara logað þegar ég valdi bláan lit?
12 volta RGB Led díóðuperu-pælingar
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
12 volta RGB Led díóðuperu-pælingar
Síðast breytt af hagur á Fim 20. Jún 2024 19:12, breytt samtals 2 sinnum.