Síminn router stillingar

Skjámynd

Höfundur
izelord
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 17:29
Reputation: 16
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Síminn router stillingar

Pósturaf izelord » Þri 18. Jún 2024 10:33

Sælir vaktarar.

Ég er að bilanagreina netvandamál í 100km fjarlægð.

Vandamálið:
Í fleiri mánuði hefur myndstraumur gegnum myndlykil verið að frjósa. Við erum búin að vera að skipta út routerum og myndlyklum og vandamálið hefur verið að koma og fara. Síðast setti ég upp Unifi Express + switch til að ná betur að sjá hvað er í gangi með netið án þess að þurfa að vera á staðnum.

Það sem ég er að velta fyrir mér núna er hvort ég hafi búið til nýtt vandamál þegar ég setti þennan nýja router þar sem netið var ekki alveg plug and play (auto virkaði ekki) þegar ég setti nýja routerinn á. Mig minnir að ég hafi hringt eða googlað router stillingar fyrir internet Símans og fengið eftirfarandi:

PPPOE
VLAN 4
User: asdf (skipti ekki máli)
Password: asdf (skipti ekki máli)

Nú hefur bæði myndstraumur í myndlykli OG myndstraumur gegnum app verið að frjósa og því flaug mér í hug hvort þessar stillingar væru rangar og googlaði aftur router stillingarnar og fann þessa síðu:
https://www.siminn.is/spurt-og-svarad/hverjar-eru-stillingar-fyrir-ljosnet-ljosleidara

Því næst hringdi ég í 8007000 en þar fékk ég það svar að ég ætti ekki að þurfa að setja inn neinar stillingar, þetta ætti bara að virka. Þetta væru gamlar upplýsingar. Það er ekki hlaupið að því að prófa bara einhverjar nýjar WAN stillingar þar sem ég er ekki á staðnum og á á hættu að slökkva alveg á netinu.

Því spyr ég: Hverjar eru núverandi uppsetningarleiðbeiningar á t.d. Unifi router á interneti Símans þar sem myndlykill er einnig á staðarnetinu?



Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 341
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 116
Staða: Tengdur

Re: Síminn router stillingar

Pósturaf oliuntitled » Þri 18. Jún 2024 13:26

VLAN 4, ætti að virka með dhcp auth en ef það gerir það ekki að þá er userinn línunúmerið@simnet.is ef búnaðurinn heimtar lykilorð þá er það línunúmerið.
Þarft bara að athuga hvort línan sé tagged eða untagged, hún ætti að vera tagged til að virka á VLAN 4.

Þetta er info sem ég fékk þegar ég setti upp Forti hjá mér.



Skjámynd

Höfundur
izelord
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 17:29
Reputation: 16
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn router stillingar

Pósturaf izelord » Þri 18. Jún 2024 19:03

Takk fyrir gott svar. Ætli Síminn geti sagt mér hvort línan sé tagged eða untagged?
Áhugavert samt ef þetta eru stillingar sem þú ert að nota þar sem ég fékk aftur staðfest gegnum netspjallið hjá þeim að það ættu ekki að vera neinar VLAN stillingar og að upplýsingarnar á siminn.is/adstod væru úreltar.



Skjámynd

kornelius
Gúrú
Póstar: 553
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Síminn router stillingar

Pósturaf kornelius » Þri 18. Jún 2024 19:20

Hef aldrei skilið þá sem hanga enn hjá símanum, alltaf eilíf vandamál, búinn að vera hjá Nova núna í fimm ár og aldrei neitt vesen bara topp þjónusta.

K



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Síminn router stillingar

Pósturaf einarhr » Þri 18. Jún 2024 19:40

kornelius skrifaði:Hef aldrei skilið þá sem hanga enn hjá símanum, alltaf eilíf vandamál, búinn að vera hjá Nova núna í fimm ár og aldrei neitt vesen bara topp þjónusta.

K


var fyrst hjá Vodafone hjá Gagnaveitunni í 5 ár svo seinustu 5 ár hjá Símanum og Mílu, hef ekki lent í neinum vandamálum hjá Símanum en þau voru frekar algeng hjá Vondafone.

Ps Fá sér eiginn Router, þar eru vandamálin.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

kornelius
Gúrú
Póstar: 553
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Síminn router stillingar

Pósturaf kornelius » Þri 18. Jún 2024 19:49

einarhr skrifaði:
kornelius skrifaði:Hef aldrei skilið þá sem hanga enn hjá símanum, alltaf eilíf vandamál, búinn að vera hjá Nova núna í fimm ár og aldrei neitt vesen bara topp þjónusta.

K


var fyrst hjá Vodafone hjá Gagnaveitunni í 5 ár svo seinustu 5 ár hjá Símanum og Mílu, hef ekki lent í neinum vandamálum hjá Símanum en þau voru frekar algeng hjá Vondafone.

Ps Fá sér eiginn Router, þar eru vandamálin.


En það eru samt sem áður lang flest vandamálin bundin við síman og alltaf er það eitthvað ppoe og eða vlan vesen,

K.



Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 341
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 116
Staða: Tengdur

Re: Síminn router stillingar

Pósturaf oliuntitled » Þri 18. Jún 2024 20:40

kornelius skrifaði:
einarhr skrifaði:
kornelius skrifaði:Hef aldrei skilið þá sem hanga enn hjá símanum, alltaf eilíf vandamál, búinn að vera hjá Nova núna í fimm ár og aldrei neitt vesen bara topp þjónusta.

K


var fyrst hjá Vodafone hjá Gagnaveitunni í 5 ár svo seinustu 5 ár hjá Símanum og Mílu, hef ekki lent í neinum vandamálum hjá Símanum en þau voru frekar algeng hjá Vondafone.

Ps Fá sér eiginn Router, þar eru vandamálin.


En það eru samt sem áður lang flest vandamálin bundin við síman og alltaf er það eitthvað ppoe og eða vlan vesen,

K.


Hef ekki upplifað neitt þessu líkt hjá símanum




wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Síminn router stillingar

Pósturaf wicket » Þri 18. Jún 2024 21:24

oliuntitled skrifaði:
kornelius skrifaði:
einarhr skrifaði:
kornelius skrifaði:Hef aldrei skilið þá sem hanga enn hjá símanum, alltaf eilíf vandamál, búinn að vera hjá Nova núna í fimm ár og aldrei neitt vesen bara topp þjónusta.

K


var fyrst hjá Vodafone hjá Gagnaveitunni í 5 ár svo seinustu 5 ár hjá Símanum og Mílu, hef ekki lent í neinum vandamálum hjá Símanum en þau voru frekar algeng hjá Vondafone.

Ps Fá sér eiginn Router, þar eru vandamálin.


En það eru samt sem áður lang flest vandamálin bundin við síman og alltaf er það eitthvað ppoe og eða vlan vesen,

K.


Hef ekki upplifað neitt þessu líkt hjá símanum


Same, rock solid annað en tíminn minn hjá Voda þar sem drop á tengingu og lélegt ping til útlanda var daglegt brauð.



Skjámynd

kornelius
Gúrú
Póstar: 553
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Síminn router stillingar

Pósturaf kornelius » Þri 18. Jún 2024 22:14

Það þarf ekki annað en að fara í leitina á vaktinni og slá inn:
vlan eða pppoe eða gpon og annað slíkt að þá berast öll bönd að símanum og vandræðum því miður fyrir símann en þetta eru staðreyndir.

K.



Skjámynd

Höfundur
izelord
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 17:29
Reputation: 16
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn router stillingar

Pósturaf izelord » Þri 18. Jún 2024 23:53

Þetta er ekki Síminn vs ekki-Síminn þráður. Það væri vel þegið að halda sig við gagnleg innlegg. Takk!



Skjámynd

Höfundur
izelord
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 17:29
Reputation: 16
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn router stillingar

Pósturaf izelord » Mið 19. Jún 2024 12:40

Niðurstaða: Síminn fenginn til að untagga línuna og Unifi routerinn einfaldlega settur á "auto". Ekkert VLAN, ekkert PPPOE eða álíka. Það tók routerinn um 7 mínútur að koma aftur á tengingu eftir breytinguna.
Þá fannst einnig secondary bilun sem var ónýtur HDMI kapall.

So far so good.