Facebook hackað - hjálp að recovera

Skjámynd

Höfundur
BugsyB
1+1=10
Póstar: 1105
Skráði sig: Mán 19. Nóv 2007 22:51
Reputation: 16
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Facebook hackað - hjálp að recovera

Pósturaf BugsyB » Þri 11. Jún 2024 18:01

Daginn meistarar - fb varf hakkað hjá einum - búið að skipta um email og taka út síma - eina sem fb býður mér er að fá sendan coða á emailið sem hakkarinn á eða slá inn lykilorð sem hakkarinn er búinn að breyta - er ekki hægt að fá sent email á orginal emailið sem var skráð eða er accountinn farinn?


Símvirki.


wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Facebook hackað - hjálp að recovera

Pósturaf wicket » Þri 11. Jún 2024 18:15

Eina leiðin sem ég veit um sem raunverulega virkar, en tekur þó nokkra daga er að láta sem flesta vini viðkomandi á Facebook reporta reikninginn og velja hacked sem valmöguleika.

Veit um alveg 6-7 einstaklinga sem hafa þannig fengið allt sitt til baka, en tekur alveg nokkra daga fyrir sjálfvirku kerfi FB að grípa það.




ribs
Græningi
Póstar: 39
Skráði sig: Mið 08. Feb 2023 18:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Facebook hackað - hjálp að recovera

Pósturaf ribs » Þri 11. Jún 2024 18:34

Þegar breytt er um email á fb reikning þá sendir fb tölvupóst á gamla netfangið. Í þessum tölvupóst er hlekkur, sem er bara virkur í ákveðinn tíma(!), sem getur afturkallað þessa breytingu. Ég mæli með að skoða þetta ASAP.


„Ekki splunkunýjir“. Ah, ég hefði átt að undirstrika vinsældir. Ég stafaði gálga vitlaust. Ekki taka stafsetningu mína of bókstaflega.Ég svara PM


T-bone
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 13:44
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Facebook hackað - hjálp að recovera

Pósturaf T-bone » Þri 11. Jún 2024 23:44

Ég lenti í þessu um daginn.

Allt í einu var ég loggaður út af facebook í símanum og náði ekki að skrá mig inn. Hljóp beint í tölvuna og inn á emailið og klikkaði á linkinn þar sem stóð að þetta hefði ekki verið ég sem loggaði mig inn og breytti passwordinu.

Komst inn með sms kóða en þegar ég ætlaði að henda út emailinu og símanúmerinu sem var búið að tengja við aðganginn minn og breyta passwordinu bannaði facebook mér það vegna þess að ég væri í tæki sem ég hefði aldrei notað áður til að tengjast facebook. Hann var sem sagt búinn að wipe-a history yfir known device. Hvers vegna það stoppar mig í að breyta til baka þegar ég er búinn að auðkenna mig sem raunverulega mig en ekki hann þegar hann var að breyta passwordinu þykir mér ferlega steikt.

Skemmst frá því að segja að hann henti mér þá bara aftur út og linkurinn sem ég klikkaði á í emailinu var orðinn timed out því ég var búinn að nota hann, og endanlega búinn að missa accountinn.

Reyndi ALLAR leiðir sem ég fann á Google, tilkynnti accountinn meðal annars að sjálfsögðu hakkaðann sem og fleiri tugir manns í kringum mig en fékk bara automated svar á endanum að þeir ætluðu ekkert að gera í þessu. Reportið mitt var ekki tekið gilt.

Þetta var 22. Maí og facebook vill ekkert gera til að aðstoða mig.
Instagramið var að sjálfsögðu tekið líka....


Mynd


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Facebook hackað - hjálp að recovera

Pósturaf jonfr1900 » Mið 12. Jún 2024 00:34

T-bone skrifaði:Ég lenti í þessu um daginn.

Allt í einu var ég loggaður út af facebook í símanum og náði ekki að skrá mig inn. Hljóp beint í tölvuna og inn á emailið og klikkaði á linkinn þar sem stóð að þetta hefði ekki verið ég sem loggaði mig inn og breytti passwordinu.

Komst inn með sms kóða en þegar ég ætlaði að henda út emailinu og símanúmerinu sem var búið að tengja við aðganginn minn og breyta passwordinu bannaði facebook mér það vegna þess að ég væri í tæki sem ég hefði aldrei notað áður til að tengjast facebook. Hann var sem sagt búinn að wipe-a history yfir known device. Hvers vegna það stoppar mig í að breyta til baka þegar ég er búinn að auðkenna mig sem raunverulega mig en ekki hann þegar hann var að breyta passwordinu þykir mér ferlega steikt.

Skemmst frá því að segja að hann henti mér þá bara aftur út og linkurinn sem ég klikkaði á í emailinu var orðinn timed out því ég var búinn að nota hann, og endanlega búinn að missa accountinn.

Reyndi ALLAR leiðir sem ég fann á Google, tilkynnti accountinn meðal annars að sjálfsögðu hakkaðann sem og fleiri tugir manns í kringum mig en fékk bara automated svar á endanum að þeir ætluðu ekkert að gera í þessu. Reportið mitt var ekki tekið gilt.

Þetta var 22. Maí og facebook vill ekkert gera til að aðstoða mig.
Instagramið var að sjálfsögðu tekið líka....


Facebook er með afskaplega lélegt öryggi. Það er algjör nauðsyn að vera með tveggja þátta öryggi á Facebook og instagram aðgöngum og nota sitthvort tölvupóstfangið fyrir hvorn aðganginn fyrir sig.




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Facebook hackað - hjálp að recovera

Pósturaf jonfr1900 » Mið 12. Jún 2024 00:37

Hérna er Facebook síðan til þess að ná hökkuðum aðgangi aftur. Það getur samt tekið um þrjár vikur að fá aðganginn aftur.

If you think your Facebook account was hacked or someone is using it without your permission (Facebook.com)

If you think your Instagram account has been hacked (instagram.com)



Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 206
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Facebook hackað - hjálp að recovera

Pósturaf Jón Ragnar » Mið 12. Jún 2024 08:47

MFA fyrir allt svona krakkar :)



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video