Rúv hættir útsendingum um gervihnött

Allt utan efnis

Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Rúv hættir útsendingum um gervihnött

Pósturaf jonfr1900 » Mán 10. Jún 2024 00:53

Það var óumflýjanlegt að þetta mundi gerast. Þar sem þessi þjónusta var ekki auglýst neitt og síðan eftir að ljósleiðarinn kom á alla bæi. Þá tók kapalkerfið við (IPTV) þessu hjá öllum. Þar sem eru bæði betri gæði þar og þjónusta. Síðan var þetta ekki selt til íslendinga sem búa á hinum norðurlöndunum. Ég veit ekki hvenær þessum útsendingum líkur, það kemur ekki fram í fréttinni.

RÚV hættir sjónvarpútsendingum um gervihnött (Rúv.is)



Skjámynd

zetor
spjallið.is
Póstar: 494
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 90
Staða: Ótengdur

Re: Rúv hættir útsendingum um gervihnött

Pósturaf zetor » Mán 10. Jún 2024 04:57

Einhversstaðar var talað um að sjómenn nýttu sér þetta. Var það í einhverjum mæli ? vitið þið það?
Síðast breytt af zetor á Mán 10. Jún 2024 04:57, breytt samtals 1 sinni.




Hausinn
FanBoy
Póstar: 707
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Rúv hættir útsendingum um gervihnött

Pósturaf Hausinn » Mán 10. Jún 2024 08:21

zetor skrifaði:Einhversstaðar var talað um að sjómenn nýttu sér þetta. Var það í einhverjum mæli ? vitið þið það?

Finnst það frekar ólíklegt. Gervihnattadiskar þurfa að verða að vera í nákvæmri stellingu til þess að virka.




TheAdder
Geek
Póstar: 821
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Tengdur

Re: Rúv hættir útsendingum um gervihnött

Pósturaf TheAdder » Mán 10. Jún 2024 08:43

Hausinn skrifaði:
zetor skrifaði:Einhversstaðar var talað um að sjómenn nýttu sér þetta. Var það í einhverjum mæli ? vitið þið það?

Finnst það frekar ólíklegt. Gervihnattadiskar þurfa að verða að vera í nákvæmri stellingu til þess að virka.

Greinin talar oft um að stærstur partur notenda hafi verið "sjófarendur" sem nálgist útsendingar með annari tækni í dag.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Bassi6
Ofur-Nörd
Póstar: 262
Skráði sig: Sun 16. Jan 2005 17:36
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Rúv hættir útsendingum um gervihnött

Pósturaf Bassi6 » Mán 10. Jún 2024 09:18

Hausinn skrifaði:
zetor skrifaði:Einhversstaðar var talað um að sjómenn nýttu sér þetta. Var það í einhverjum mæli ? vitið þið það?

Finnst það frekar ólíklegt. Gervihnattadiskar þurfa að verða að vera í nákvæmri stellingu til þess að virka.


Þetta var mikið notað af sjómönnum og var algjör bylting þegar þetta byrjaði


Gates Free

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Rúv hættir útsendingum um gervihnött

Pósturaf jonsig » Mán 10. Jún 2024 09:37

Hausinn skrifaði:
zetor skrifaði:Einhversstaðar var talað um að sjómenn nýttu sér þetta. Var það í einhverjum mæli ? vitið þið það?

Finnst það frekar ólíklegt. Gervihnattadiskar þurfa að verða að vera í nákvæmri stellingu til þess að virka.



Þeir hafa verið með græjur eins og immersat ofl. Bara gervihnattadiskur í plasthúsi sem læsir sig sjálfkrafa á gervihnött.

Ef gagnaveitan um gervihnött er hætt að kosts augun úr þá er enginn að splæsa í græju fyrir sjónvarpshnött.