Ég er einn af þeim sem stunda það mjög mikið að lesa fréttir á tölvusíðum um hvað sé að koma út og muni koma út í framtíðinni og hvernig það muni verða.
Það er umræða um þannig hluti sem ég sakna hérna á vaktinni, og hér með legg ég til að það verði búið til nýtt svæði fyrir þannig.
Það gæti til dæmis heitið "Framtíð og þróun" eða eitthvað álíka, en ég hef enga trú á öðru en að stjórnendurnir hérna geti fundið eitthvað sniðugt nafn á þetta.
Tillaga að nýju svæði um framtíðina
Hljómar ágætlega en…
Sá misskilningur virðist oft að umræður myndist afþví að nýtt svæði er gert fyrir þær, en í raun er það þannig að svæðin myndast vegna umræðanna.
Ef að við tökum „eggið eða hænan“ dæmið fræga þá mætti segja að umræðan myndist á undan svæðinu, afþví að við erum með „opin svæði“ (t.d. koníaksstofan og Vélbúnaður: Annað) þar sem að hægt er að tala um eitthvað sem fellur ekki í aðra flokka, og ef að það myndast nógu mikil umræða má hugsa um að hafa sér svæði fyrir þá þá umræðu.
Sem sagt, sýnið frammá að þessi týpa af umræðum þurfi sitt eigið svæði, og þá er ekkert mál að skella þannig svæði upp
Sá misskilningur virðist oft að umræður myndist afþví að nýtt svæði er gert fyrir þær, en í raun er það þannig að svæðin myndast vegna umræðanna.
Ef að við tökum „eggið eða hænan“ dæmið fræga þá mætti segja að umræðan myndist á undan svæðinu, afþví að við erum með „opin svæði“ (t.d. koníaksstofan og Vélbúnaður: Annað) þar sem að hægt er að tala um eitthvað sem fellur ekki í aðra flokka, og ef að það myndast nógu mikil umræða má hugsa um að hafa sér svæði fyrir þá þá umræðu.
Sem sagt, sýnið frammá að þessi týpa af umræðum þurfi sitt eigið svæði, og þá er ekkert mál að skella þannig svæði upp