Sælir vaktarar.
Veit ekki hvað margir vita af tdarr en ég er nýlega búinn að kynnast þessu svo ég ákvað að deila reynslu minni af þessu.
Ég er með tæplega 19tb af myndefni sem eins og stærðin gefur til kynna tekur töluvert pláss hjá mér.
Síðan sagði mér einhver frá tdarr svo ég ákvað að henda upp docker í Unraid servernum hjá mér.
Kemst síðan að því að þetta er alveg fáránlega auðvelt í notkun og geggjað sniðugt kerfi.
Ég semsagt keyri dockerinn með tdarr servernum og svo til að dreyfa álaginu þá set ég upp nokkrar auka vélar þar sem ég keyri tdarr node og það eru bara nokkrar línur í config sem þarf að edita til að nodin viti hvar serverinn er, hvað er temp mappa og media mappan og svo er hægt að stilla hvað þú vilt setja marga process í gangi í hverju node og eins hvort nodin eigi að nota CPU eða GPU.
Ég var í tvær vikur að prófa mig áfram með SPU og GPU og skoða niðurstöðurnar áður en ég lét þetta fara beint í myndamöppunar mínar og komst að þessu.
Ég er 30 mín og upp í 3.5 klukkutíma að transcoda á CPU og mynd sem tekur upprunalega 2.6GB tekur circa 2 tíma á CPU og fer niður í 1.6GB í stærð.
Sama mynd tekur ekki nema um 12-15 mín á t.d. GTX 1070 korti en stærðin fer bara niður í 2GB og á síðunni hjá tdarr stendur eitthvað á þá leið að CPU vinnsla taki lengri tíma en skili betri gæðum og minni fælum. Ég kann ekki útskýringuna á bakvið það en er mikið búinn að gúggla þetta svo ég ákvað að fara CPU leiðina hjá mér því ég held að ég verði ekkert svo rosalega lengi að vinna þetta svo þetta ætti allt að klárast á innan við mánuði.
Ég setti síðan upp 6 vélar sem fóru bara út í garðskúr hjá mér svo ég veit ekkert af þeim þar og það fyndna er að þær eru allar að éta rosalega lítið rafmagn því þetta eru bara plain vélar með engu nema onboard skjákortum og ekkert í gangi í þeim nema bara þessu CPU vinnsla svo þær eru að éta um 75-90W hver af þeim svo ég græt það ekki.
Og annað líka sem ég tók eftir að ég er með allt frá exeon örgjöfum niður í aumustu gerð af celeron örgjöfum í þessu og á meðan ég læt hvert node bara transcoda eina mynd í einu þá eru þær allar mjög svipað lengi að þessu nema Unraid serverinn en hann getur leikandi tekið 2-3 myndir í einu á hvoru nodi en ég keyri tvö node á honum og læt hvort node um sig fá 8 kjarna en það er eina AMD vélin í þessari súpu hjá mér og það virðist vera auðveldara fyrir AMD CPU að gera þetta heldur en Intel kubb.
Þetta transcodar yfir í H265 svo gæðin eru þau sömu sem koma út eins og fóru í þetta en stærðin á öllum fælum er að minka um 40-50% sem er töluvert því ef ég kem þessu niður úr 19TB í kanski 11-12TB þá munar nú helling um það.
Set hérna nokkrar myndir sem sýna þetta og það sést líka hvað hver mynd er að minka mikið.
Datt í hug að einhverjir hérna gætu notað þetta.
tdarr fyrir transcoding
-
- FanBoy
- Póstar: 708
- Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
- Reputation: 123
- Staða: Ótengdur
Re: tdarr fyrir transcoding
Geggjað að sjá einhvern sem nennir að fara þessa leið. Ég hafði skoðað þetta fyrir ekki svo löngu en nennti ekki að standa í þessu. Á samt meira en nóg af vélbúnaði í þetta. Ákvað frekar að stækka hjá mér geymsluplássið það var einfaldara.
Hvernig er útkoman á þessu?
Hvernig er útkoman á þessu?
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 387
- Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
- Reputation: 82
- Staða: Ótengdur
Re: tdarr fyrir transcoding
Televisionary skrifaði:Geggjað að sjá einhvern sem nennir að fara þessa leið. Ég hafði skoðað þetta fyrir ekki svo löngu en nennti ekki að standa í þessu. Á samt meira en nóg af vélbúnaði í þetta. Ákvað frekar að stækka hjá mér geymsluplássið það var einfaldara.
Hvernig er útkoman á þessu?
Þetta virkar barra alveg geggjað vel.
Myndgæðin alltaf jafn góð og af því sem fór í þetta.
4K kemur út í perfect 4K gæðum.
Talið er alltaf á réttum stað.
Textinn er alltaf á réttum stað sama hvort hann er fastkóðaður eða valinn.
Ég get bara ekki fundið neitt að þessu og hver fæll er að minka um næstum helming.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 956
- Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
- Reputation: 130
- Staða: Ótengdur
Re: tdarr fyrir transcoding
mainman skrifaði:Televisionary skrifaði:Geggjað að sjá einhvern sem nennir að fara þessa leið. Ég hafði skoðað þetta fyrir ekki svo löngu en nennti ekki að standa í þessu. Á samt meira en nóg af vélbúnaði í þetta. Ákvað frekar að stækka hjá mér geymsluplássið það var einfaldara.
Hvernig er útkoman á þessu?
Þetta virkar barra alveg geggjað vel.
Myndgæðin alltaf jafn góð og af því sem fór í þetta.
4K kemur út í perfect 4K gæðum.
Talið er alltaf á réttum stað.
Textinn er alltaf á réttum stað sama hvort hann er fastkóðaður eða valinn.
Ég get bara ekki fundið neitt að þessu og hver fæll er að minka um næstum helming.
Aðal ókosturinn við h265 er support hjá clients, ef þú ert að servera þetta í gegnum plex geturu lent í því að fleiri notendur transcodi en ella.
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 387
- Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
- Reputation: 82
- Staða: Ótengdur
Re: tdarr fyrir transcoding
arons4 skrifaði:mainman skrifaði:Televisionary skrifaði:Geggjað að sjá einhvern sem nennir að fara þessa leið. Ég hafði skoðað þetta fyrir ekki svo löngu en nennti ekki að standa í þessu. Á samt meira en nóg af vélbúnaði í þetta. Ákvað frekar að stækka hjá mér geymsluplássið það var einfaldara.
Hvernig er útkoman á þessu?
Þetta virkar barra alveg geggjað vel.
Myndgæðin alltaf jafn góð og af því sem fór í þetta.
4K kemur út í perfect 4K gæðum.
Talið er alltaf á réttum stað.
Textinn er alltaf á réttum stað sama hvort hann er fastkóðaður eða valinn.
Ég get bara ekki fundið neitt að þessu og hver fæll er að minka um næstum helming.
Aðal ókosturinn við h265 er support hjá clients, ef þú ert að servera þetta í gegnum plex geturu lent í því að fleiri notendur transcodi en ella.
Ég veit það og ég sé alveg að það er meira álag á plexinu ef ég er að streyma í sjónvörp, apple tv eða eitthvað sem hefur lítið processing power. nvidia shield og nokkur önnur nýleg tv box virðast alveg ráða við þetta.
Ég á alveg nóg computing power fyrir það allt á servernum og er ekki með svo marga notendur að plexinu mínu að ég hafi áhyggjur af því en mikið svakalega er ég að fá mikið pláss á diskunum mínum !
Ég er að spara mér mörg TB á þessu.
Re: tdarr fyrir transcoding
Neita bara trúa að það séu góð gæði þegar þessi micro encodes eru tekin af deildu og minnkuð ennþá meira. Og að þú ert að tala um 4k í perfect 4k gæðum og allir filear hjá þér undir 2gb það passar bara ekki alveg.
En jú eflaust sparar pláss en kaupi það ekki að gæðin séu að haldast hjá þér, eflaust ekki hægt að eiga 60-90GB REMUX File af hverri mynd en mæli þó með til að sjá alvöru gæði ef þetta eru perfect gæði sem þú ert að tala um
En jú eflaust sparar pláss en kaupi það ekki að gæðin séu að haldast hjá þér, eflaust ekki hægt að eiga 60-90GB REMUX File af hverri mynd en mæli þó með til að sjá alvöru gæði ef þetta eru perfect gæði sem þú ert að tala um
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 387
- Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
- Reputation: 82
- Staða: Ótengdur
Re: tdarr fyrir transcoding
Kongurinn skrifaði:Neita bara trúa að það séu góð gæði þegar þessi micro encodes eru tekin af deildu og minnkuð ennþá meira. Og að þú ert að tala um 4k í perfect 4k gæðum og allir filear hjá þér undir 2gb það passar bara ekki alveg.
En jú eflaust sparar pláss en kaupi það ekki að gæðin séu að haldast hjá þér, eflaust ekki hægt að eiga 60-90GB REMUX File af hverri mynd en mæli þó með til að sjá alvöru gæði ef þetta eru perfect gæði sem þú ert að tala um
Pros and Cons of H.265 Codec
Pros:
Higher compression efficiency: Achieves similar quality at much lower bitrates.
Supports higher resolutions: Can handle 8K and beyond with good quality.
Reduced storage and bandwidth requirements: Allows for more content storage and efficient streaming.
https://www.gumlet.com/learn/h264-vs-h265/
Re: tdarr fyrir transcoding
Bara hljóðið í venjulegum myndum er stærri enn 2 gb hvað ertu að compressa hljóðið niður 128kb sec? Eg er að ná i myndir með Dolby Atoms eiginlega allar vel yfir 5mb sec lossless sound.. Að horfa á mynd í dag með alvöru hljóði vs compressađ í drasl er rosalegur því betri græjur sem þú átt því meira heyrist hvað hljóðið er compressað og verður flatt.. Einhver er fórnarkostnaður að minnka myndir svona því ég trúi ekki að hljóðið se gott!
-
- FanBoy
- Póstar: 760
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: tdarr fyrir transcoding
mainman skrifaði:
Ég veit það og ég sé alveg að það er meira álag á plexinu ef ég er að streyma í sjónvörp, apple tv eða eitthvað sem hefur lítið processing power. nvidia shield og nokkur önnur nýleg tv box virðast alveg ráða við þetta.
AppleTV ræður auðveldlega við H.265, þarf reyndar að stilla spilarann rétt í Plex Client.
En til OP, er búin að vera í nokkur ár að transcoda efni og jú, mín reynsla er sú að nota CPU í svona skilar margfalt betri niðurstöðum í gæðum. Hef ekki sett upp tadarr, ekki fundið þörfina á því, en þegar eg er að transcoda þá nota ég ffmpeg, fæ bestu stjórnina þannig. Öll þessi transcoding forrit byggjast að einhverju leyti og jafnvel öllu leiti að ffmpeg.
Dæmi um kóðun, ég tek einn Blæju þátt af RÚV sem er um 180mb, ef ég endurkóða hann í H.264 er hann um 100mb, ef ég set hann í H.265 þá er hann oft í kringum 40mb. Gæðamunurinn er engin.
Gangi þér vel í þessu