Tvískipt gleraugu, hvar að kaupa ?

Allt utan efnis

Höfundur
fedora1
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 300
Skráði sig: Sun 20. Jún 2010 23:05
Reputation: 8
Staðsetning: Rvk.
Staða: Ótengdur

Tvískipt gleraugu, hvar að kaupa ?

Pósturaf fedora1 » Mán 20. Maí 2024 12:23

Sælir Vaktarar
Aldurinn að færast yfir og ég er kominn í að þurfa að vera með tvenn gleraugu eða kaupa mér tvískipt gleraugu.
Ég prófaði að kaupa ódýr gleraugu af netinu, ég gat séð línuna þar sem þau skiptin voru og mjög óþægilegt að vera með þau, en langar til að prófa að kaupa aðeins dýrari tvískipt gleraugu hérna heima áður en ég gefst upp á hugmyndinni.
Eru vaktarar með einhver ráð hvar er best að kaupa tvískipt gleraugu :8) ( eða hvar ber að varast ?)
kveðja einn gamall.




Kull
Nörd
Póstar: 132
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 19:03
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Tvískipt gleraugu, hvar að kaupa ?

Pósturaf Kull » Mán 20. Maí 2024 13:22

Ég hef oft verslað á Zenni optical, alltaf verið sáttur. Þarf að passa að velja progressive með No line, þá sérðu enga línu. Getur notarð mitt referral, þá færðu $30 inneign sem fer langt með að borga fyrir basic gleraugu. Alveg óþarfi að eyða tugum þúsunda eða meira hérna í okur búðum hérna heima.
http://rwrd.io/k3y3no8?c



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16517
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2115
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Tvískipt gleraugu, hvar að kaupa ?

Pósturaf GuðjónR » Mán 20. Maí 2024 13:39

Þú getur keypt þér spangir hvar sem er en á Íslandi þá er Costco með ódýrustu glerin, konan keypti svona Reykjavik Eyes titanium spangir í gleraugnaverslun hér í borginni á 50K og glerin sem eru svokölluð „marglaga“ áttu að kosta 130k en sömu gler í Costco kostuðu 50k. Marglaga gler eru með mesta styrk neðst og svo dofnar styrkurinn eftir því sem ofar dregur. Það er því engin lína sem truflar.



Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1047
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

Re: Tvískipt gleraugu, hvar að kaupa ?

Pósturaf brain » Mán 20. Maí 2024 13:52

glassesusa.com eða zenni.com

verslað fyrir fjöldskyldu og vini í mörg ár
Systir mín sparaði sér um 100 K með því að kaupa tvískipt þar.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2553
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 475
Staða: Ótengdur

Re: Tvískipt gleraugu, hvar að kaupa ?

Pósturaf Moldvarpan » Mán 20. Maí 2024 14:25

Persónulega myndi ég ekki versla gleraugunum á netinu. Hef keypt gjörð og gler hjá Plus minus í smáralind.

Topp þjónusta þar.




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Tvískipt gleraugu, hvar að kaupa ?

Pósturaf axyne » Mán 20. Maí 2024 15:20

Hef keypt öll mín gleraugu/sólgleraugu með styrk síðastliðin 15 ár hjá Zennioptical og mjög sáttur, er reyndar ekki kominn í tvískipt ennþá.


Electronic and Computer Engineer


Höfundur
fedora1
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 300
Skráði sig: Sun 20. Jún 2010 23:05
Reputation: 8
Staðsetning: Rvk.
Staða: Ótengdur

Re: Tvískipt gleraugu, hvar að kaupa ?

Pósturaf fedora1 » Mán 20. Maí 2024 21:21

Takk fyrir svörin, ég held ég prófi gleraugu frá Costco í þetta sinn, en ég hendi hinum síðunum í bookmark, prófa etv. næst netverslun.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Tvískipt gleraugu, hvar að kaupa ?

Pósturaf audiophile » Þri 21. Maí 2024 10:37

Er einmitt í svipuðum pælingum. Aldurinn læðist aftan að manni. Held ég prófi líka Costco.

Annars hef ég ekkert annað en gott að segja um Zenni og hef pantað margsinnis frá þeim gegnum árin.


Have spacesuit. Will travel.