Munu kínverskir bílaframleiðendur taka yfir heiminn?

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Munu kínverskir bílaframleiðendur taka yfir heiminn?

Pósturaf appel » Þri 14. Maí 2024 22:02

Það er áhugavert að sjá uppgang kínverskra bílaframleiðenda síðustu ár. Kringum 2000 voru eiginlega engir bílar framleiddir af viti í Kína, núna eru þeir að flytja þá út í massavís og gætu umbylt markaðnum... sérstaklega hvað rafbíla varðar.

Kínverski rafbíllinn sem gerir aðra bílaframleiðendur skíthrædda
https://www.dv.is/pressan/2024/5/14/kin ... ithraedda/

Bandaríkin setja 100% toll á kínverska rafmagnsbíla
https://www.ruv.is/frettir/erlent/2024- ... ila-412671

Það er ljóst að það er byrjuð ákveðin styrjöld hvað bílaframleiðslu varðar.

Kínverskir bílar hræódýrir, og auðvitað framleiðslan stórkostlega niðurgreidd af kínverskum stjórnvöldum.

Reyndar sé ég nú ekki að þessi BYD bílar séu eitthvað ódýrari en Teslur á Íslandi:
https://byd.is/
grunnverð á BYD Seal er 8,5 milljónir.
en meirihluti verðs bíls á Íslandi skýrist væntanlega af ofsaálagningu íslenska stjórnvalda ásamt flutningskostnaði og öðru séríslensku einsog yfirbyggingu söluaðila hér.

Svo er merkilegt að sjá hvernig kínverskir aðilar hafa keypt evrópska framleiðendur einsog Volvo, Polestar, MG, og reyndar fleiri.


Sjálfum langar mér ekkert í kínverskan bíl, en ef verðið er helmingur af verði sambærilegs bíls frá öðrum framleiðenda þá hugsar maður sig um.
Er kominn með nóg af því að bílar séu svona rándýrir hérna, að ekki sé hægt að kaupa sér bíldruslu til að komast í vinnuna og heim aftur fyrir minna en 8 milljónir... bara djók.


*-*

Skjámynd

ekkert
has spoken...
Póstar: 162
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 77
Staða: Tengdur

Re: Munu kínverskir bílaframleiðendur taka yfir heiminn?

Pósturaf ekkert » Þri 14. Maí 2024 22:44

BYD Dolphin er a 5,5m.kr. Seagull verður væntanlega ódýrari.

Biden var ekki mikið yngri þegar efnahagsundur Japans fór illa með bílaframleiðendur Bandaríkjanna, en ég sé ekki fyrir mér að hann geti stoppað Kína að verða bílaframleiðandi. Eiginlega merkilegt að það hafi ekki gerst fyrr


AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Munu kínverskir bílaframleiðendur taka yfir heiminn?

Pósturaf appel » Þri 14. Maí 2024 22:55

ekkert skrifaði:BYD Dolphin er a 5,5m.kr. Seagull verður væntanlega ódýrari.


skv. fréttinni
Nýr bíll kostar 12.000 dollara, tæplega 1,7 milljónir króna, og er bíllinn sagður ágætur til síns brúks með drægni upp á allt að 400 kílómetra. Einnig er hægt að fá ódýrari týpu með minni drægni og kostar nýr slíkur bíll um 10.000 dollara, 1,4 milljónir króna.


Grunnverð Tesla 3 í USA er $40k (5,6 m.), en er 7,2 m. á Íslandi. Sem er tæplega 30% hærra en Í USA.

Þannig að ef þessi BYD Dolphin er á 1,7 milljónir má þá ekki gera ráð fyrir að hann muni kosta um 2,2 m.?
Það myndi auðvitað gera útaf við alla aðra bíla til sölu hérna á Íslandi í þessum smábílaflokki.


Kannski ástæðan fyrir að Elon Musk cancellaði "low-cost Tesla"

Exclusive: Tesla scraps low-cost car plans amid fierce Chinese EV competition
https://www.reuters.com/business/autos- ... 024-04-05/
Síðast breytt af appel á Þri 14. Maí 2024 22:56, breytt samtals 1 sinni.


*-*


Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 300
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Munu kínverskir bílaframleiðendur taka yfir heiminn?

Pósturaf Trihard » Mið 15. Maí 2024 07:56

Framtíðin er í sjálfkeyrsluhugbúnaðinum hjá Teslu, hann (Musk) mun moka milljarða af því að leigja út hugbúnaðinn til bæði Kínverskra og annarra risaeðlueldsneytisbifreiðaframleiðenda, kannski munu þeir ekki ná að kópera og innleiða hugbúnaðinn þeirra eins hratt og þeir kóperuðu alla mekaníkina/rafbúnað frá Teslu undir leiðsögn Bandarískra verkfræðinga.

Framtíðin verður áhugaverð, ég held nú að núverandi kynslóð ungra Evrópubúa og Bandaríkjamanna treysti ekki kínversku rafbílunum á sama hátt og fólk treysti japönsku bílunum þegar þeir tóku yfir en gamalt hatur og hræðsla mun ábyggilega deyja með tímanum og við munum á endanum sjá mikið af kínverskum rafbílum vera dumpaða á fátækustu lönd Evrópu til að byrja með.



Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2409
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 156
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Munu kínverskir bílaframleiðendur taka yfir heiminn?

Pósturaf Black » Mið 15. Maí 2024 08:59

Mynd

Ástþór ætlar að fá bita af kökunni með hupmobile :guy


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |

Skjámynd

dabbihall
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Mán 04. Apr 2016 12:06
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Munu kínverskir bílaframleiðendur taka yfir heiminn?

Pósturaf dabbihall » Mið 15. Maí 2024 09:39

gæti aldrei látið sjá mig á BYD útaf nafninu, Build Your Dreams fær mig til að cringe'a. mjög slæmt take átta mig á því


5800x3d | dr pro 4 | RTX 4080 |1tb 980 pro | Asus Prime X570-P|32gb trident z neo 3600hz ddr4| lg-35wn75c-b

Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2409
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 156
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Munu kínverskir bílaframleiðendur taka yfir heiminn?

Pósturaf Black » Mið 15. Maí 2024 10:38

dabbihall skrifaði:gæti aldrei látið sjá mig á BYD útaf nafninu, Build Your Dreams fær mig til að cringe'a. mjög slæmt take átta mig á því


Íslenska skammstöfnunin er betri:

BYD - Býður Yður Draum

og ekki er lagið um bílinn af verri endanum.
https://suno.com/song/d86b9b13-4489-4d0 ... c9cb8614ec
Síðast breytt af Black á Mið 15. Maí 2024 10:49, breytt samtals 1 sinni.


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |


Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Munu kínverskir bílaframleiðendur taka yfir heiminn?

Pósturaf Mossi__ » Mið 15. Maí 2024 10:40

Þarf ekki bara að knúsa bílasalana?