Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Allar tengt bílum og hjólum

frr
Ofur-Nörd
Póstar: 210
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf frr » Mán 13. Maí 2024 11:25

Þessi Bluetooth lesari á verfærahúsinu er fínn, ég er með slíkan. Toppurinn er sagður vera Bluedriver en hann er fjandi dýr.
Það er ákveðið öryggi í að kaupa nýskoðaðan bíl, en það segir lítið með ryð, skiptingu eða ástand vélar.
Ef við skoðum notaðan bíl þá er gott að skoða olíu á skiptingu og vél, keyra bíllinn frekar hart og sjá hverning hann liggur, hversu vel bremsur virka og hvernig vélin vinnur, skoða ryð og undirvagn (leka og ryð), smurbók, topp, ef hann skyldi leka, finna hvort slag sé í stýri og hjólabúnaði, athuga fjöðrun og dempara, spyrja út í tímareim eða keðju og skipti.

Annars keypti ég fyrir nokkrum mánuðum bíl af rússa og það var ekkert athugavert við það, ég las bílinn og það kom upp bara eitthvað smotterí og hann hefur virkað eins og við er að búast af notuðum bíl. Eg myndi aldrei gera ráð fyrir öðru en að eiga pening í einhverjar viðgerðir ef ég kaupi notaðan bíl.
Svo má benda á þessa síðu https://www.youtube.com/@scottykilmer




Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf netkaffi » Mán 13. Maí 2024 12:20

Segjum að ég keypti einn núna og það væri eitthvað að vélinni á næstu vikum eða mánuðum, eru viðgerðir oftast mjög dýrar? Mig vantar bíl sem fyrst, og ég bauð í hann 75.000 undir settu verði, ef það kæmi viðgerð fyrir sömu upphæð eða kannski 200 þús þá væri það ekkert svaka mál fyrir mig svo lengi sem hann væri góður eftir það, þá er ég samt allavega búinn að kaupa bíl og losna við þann kvíða. Fengi bara annan bíl lánaðan meðan hann væri í viðgerð.
Síðast breytt af netkaffi á Mán 13. Maí 2024 12:23, breytt samtals 2 sinnum.




frr
Ofur-Nörd
Póstar: 210
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf frr » Mán 13. Maí 2024 13:14

netkaffi skrifaði:Segjum að ég keypti einn núna og það væri eitthvað að vélinni á næstu vikum eða mánuðum, eru viðgerðir oftast mjög dýrar? Mig vantar bíl sem fyrst, og ég bauð í hann 75.000 undir settu verði, ef það kæmi viðgerð fyrir sömu upphæð eða kannski 200 þús þá væri það ekkert svaka mál fyrir mig svo lengi sem hann væri góður eftir það, þá er ég samt allavega búinn að kaupa bíl og losna við þann kvíða. Fengi bara annan bíl lánaðan meðan hann væri í viðgerð.


Ef þú ferð t.d. á https://www.bilanaust.is/numeraleit/ og slærð ínn bílnúmer, þá geturðu sé tegund vélar. Út frá því geturðu googlað vélina og metið hvort hún sé líkleg til vandræða. En auðvitað er ekkert öruggt í þessu frekar en öðru í lífinu.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf jonsig » Mán 13. Maí 2024 21:45

Ég er með blue driver og bafx obd readera.

Nota ódýra BAFX mikið meira því það er svo auðvelt að logga með honum og hann er með flottu forriti sem fleirri framleiðendur nota og uppfæra.
Blue driver hefur mikið fleirri einhverja useless fítusa sem ég nota aldrei. Lesa af loftpúðunum, örlítið meira detail error logs.

Ég er samt bara rafmagnstæknimenntaður hobby bifvélavirki. Þarf ekki að geta kveikt á DPF regen eða einhverju þannig.
Síðast breytt af jonsig á Mán 13. Maí 2024 21:46, breytt samtals 1 sinni.




frr
Ofur-Nörd
Póstar: 210
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf frr » Þri 14. Maí 2024 20:19

jonsig skrifaði:Ég er með blue driver og bafx obd readera.

Nota ódýra BAFX mikið meira því það er svo auðvelt að logga með honum og hann er með flottu forriti sem fleirri framleiðendur nota og uppfæra.
Blue driver hefur mikið fleirri einhverja useless fítusa sem ég nota aldrei. Lesa af loftpúðunum, örlítið meira detail error logs.

Ég er samt bara rafmagnstæknimenntaður hobby bifvélavirki. Þarf ekki að geta kveikt á DPF regen eða einhverju þannig.


DPF regen er reyndar verulegur kostur, sérstaklega ef þú ert bara í búðasnatti á dieselbíltíkinni, en það þarf ekki merkilega lesara í það eða forrit. Sótsíuvesen er mjög algengt vandamál, sem rúntur af og til til Þingvalla myndi laga, en margir fara ekki svo langt jafnvel allan veturinn.
En ég skil þig alvegt, fullt af dóti sem flestir pæla ekkert í eða hafa ekkert við að gera og flækir hlutina.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf jonsig » Þri 14. Maí 2024 22:41

Ég er samt með loggið af dpf mismuna þrýstingnum. Bíllinn fer í regen fast á 500km fresti þá stundum tek ég hann á rúntinn með DPF fuel additive og sé mismunaþrýstinginn droppa svakalega ,þá með additive.

Síðan skipti ég reglulega um hráolíusíuna, aldrei neitt vesen á neinu.

Malla á 3.9l/100km í sveitinni og hlæ af rafbíla smugs sem eru í 2klst bið eftir að komast í hleðslu.




T-bone
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 13:44
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf T-bone » Þri 14. Maí 2024 23:45

Þetta dpf drasl er bara svo heimskulegt.

Af hverju er betra að dömpa þessu fyrir utan bæinn eða á eitthvað bílaplan fyrir utan verkstæði þegar þeir neyðast til að keyra regin á þetta því að bíllinn er í limp Mode? Af hverju er ekki bara fínt að losa þetta út jafn óðum og leysa vandamálið með því að þrífa göturnar?

Sama með EGR. Algjör þvæla og gerir ekkert nema að kæfa mótorinn með tímanum.

Svo er marktækur munur á menguninni ennþá minni fyrir þá staðreynd að bílar eyða meira þegar egr dótið er orðið stíflað og skila minna afli.
Sama sagan er með DPF. Restrictar bara útblásturinn þegar það er komið eitthvað í síuna sem skilar verri skolun í cylinderunum og eykur mengun....

En ég skal hætta off-topic rantinu mínu núna.
Biðst afsökunar. Get stundum bara ekki haldið í mér ](*,)


Mynd


Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf Mossi__ » Mið 15. Maí 2024 10:47

Númer eitt tvö og þrjú þegar maður kaupir notaðan bíl er að kreistiknúsa hann allduglega og þá mun hann aldrei valdamanni vonbrigðum




T-bone
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 13:44
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf T-bone » Mið 15. Maí 2024 14:06

Mossi__ skrifaði:Númer eitt tvö og þrjú þegar maður kaupir notaðan bíl er að kreistiknúsa hann allduglega og þá mun hann aldrei valdamanni vonbrigðum



Þarf þú ekki að fara að leita þér aðstoðar með þessa krútt-knús þörf?

Fékkstu enga ást þegar þú varst barn?

Ég held að fólk sé farið að hafa áhyggjur af þér með öllum þessum krúttþráðum og kommentum....


Mynd


Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf Mossi__ » Mið 15. Maí 2024 14:40

T-bone skrifaði:
Mossi__ skrifaði:Númer eitt tvö og þrjú þegar maður kaupir notaðan bíl er að kreistiknúsa hann allduglega og þá mun hann aldrei valdamanni vonbrigðum



Þarf þú ekki að fara að leita þér aðstoðar með þessa krútt-knús þörf?

Fékkstu enga ást þegar þú varst barn?

Ég held að fólk sé farið að hafa áhyggjur af þér með öllum þessum krúttþráðum og kommentum....


Knús á þig krúttmundur!



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf jonsig » Mið 15. Maí 2024 22:29

Það er búið að trolla suma svo mikið að þeir eru algerlega farnir ...




Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf Frussi » Mið 15. Maí 2024 22:58

Mossi__ skrifaði:
T-bone skrifaði:
Mossi__ skrifaði:Númer eitt tvö og þrjú þegar maður kaupir notaðan bíl er að kreistiknúsa hann allduglega og þá mun hann aldrei valdamanni vonbrigðum



Þarf þú ekki að fara að leita þér aðstoðar með þessa krútt-knús þörf?

Fékkstu enga ást þegar þú varst barn?

Ég held að fólk sé farið að hafa áhyggjur af þér með öllum þessum krúttþráðum og kommentum....


Knús á þig krúttmundur!


Kill them with kindness <3


Ryzen 9 5900x // X470 Aorus Gaming // RTX4080 Super // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz


Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf Mossi__ » Fim 16. Maí 2024 08:51

Frussi skrifaði:Kill them with kindness <3


Knús them with músness!




traustitj
Nörd
Póstar: 102
Skráði sig: Lau 31. Júl 2021 23:49
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf traustitj » Fim 16. Maí 2024 14:40

Farðu með bílinn í ástandsskoðun hjá t.d. Betri skoðun í Hafnafirði.

Það er ekkert mál að eyða út villukóðum ef þú ætlar að lesa af bílnum sjálfum. Ef þetta er frá VW group, þá VW, Audi, Porsche, Seat eða nokkrir fleiri. Þá er hægt að fara í umboðið og fá viðgerðasögu eða amk fá að vita hvort þetta sé bíll sem var framleiddur seint á föstudeigi :)

Annars myndi ég segja að reynsluakstur frá t.d. Reykjavik til Keflavík eða Hveragerði myndi segja þér ansi mikið um bílinn. Þó það séu góðar græjur í bílnum þá myndi ég reyna að hlusta á dynki og hljóð í bílnum.